Kristinn Guðbjartsson fæddist í Reykjavík 25. september 1982. Hann lést á heimili sínu laugardaginn 21. mars 2009. Móðir hans er María Ólöf Baldursdóttir, f. 24. október 1949 og faðir hans er Guðbjartur Jónsson Sigurðsson, f. í Reykjavík 9. desember 1956. Móðuramma Kristins er Margrét Pálsdóttir, f. í Vestmannaeyjum 6. október 1925 og móðurafi William Baldur Shirreffs, f. í Aberdeen á Skotlandi 25. nóvember 1921. Föðuramma Kristins er Jóhanna Gíslína Gísladóttir, f. á Ísafirði 12. júlí 1921, d. 13. ágúst 1978 og föðurafi Sigurður Þórarinn Oddsson, f. á Bakkakoti í Kjalarneshreppi í Kjós., 27. júlí 1920. Systkini Kristins sammæðra eru Grétar Örn, f. í Reykjavík 22. júní 1967, Páll, f. í Reykjavík 29. september 1969, Vilhjálmur Viðar, f. í Reykjavík 5. janúar 1971, og Margrét , f. í Reykjavík 7. ágúst 1973, Valdimarsbörn. Samfeðra er María Ósk, f. í Reykjavík 4. desember 1975 og albróðir Kristins er Alexander Aron, f. í Reykjavík 10. júní 1979. Unnusta Kristins er Íris Ísberg, f. í Reykjavík 20. okt. 1986. Útför Kristins verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 2. apríl, og hefst athöfnin klukkan 13.

Elsku Kiddi besti vinur minn dáinn,það að þurfa að ganga í gegnum svona missir og að skrifa minningagrein um besta vin sinn sem var manni sem bróðir er það erfiðasta sem ég hef þurft að gera.

Þú varst mér svo mikið nánasti einstaklingurinn í mínu lífi, allveg síðan við kynntumst fyrst þá leið varla dagur á milli sem við töluðum ekki saman,við gátum talað saman um allt og ég á eftir að halda áfram að tala við þig,þótt ég fái ekki svar tilbaka kannski þá veit ég það að þú heyrir í mér.

Það þarf ekki að lýsa því hvernig maður þú varst allir sem þekkja eða þekktu til þín vissu hversu mikill dýrlingur þú varst, einfaldlega besti maður sem gengið hefur á jörðinni alltaf til í að hjálpa öllum alveg sama í hvernig aðstæðum það var, þú sást alltaf það góða í fólki svo hjálpfús og yndislegur alltaf.

Þú hjálpaðir mér í gegnum marga erfiðleika, já og öllum. Þú varst alltaf fyrstur til að koma og hressa fólk við og fá það til að brosa.

Þú hringdir alltaf í mig og spurðir Stjáni líður þér illa Og það er eins og þú hafir vitað hvernig mér leið í hvert skipti maður gat varla sagt orð þá varstu kominn til mín og við förum á rúntinn eða eitthvað það þurfti bara smá tíma með þér til að komast í gott skap. Mér fannst það alltaf svo gaman að rökræða hluti við þig þótt ég vissi að þú hefðir rétt fyrir þér þá varstu alltaf svo æstur, hringdir í Alexender eða pabba þinn, og mér fannst það svo fyndið því þú tókst þessu svo alvarlega það var alltaf stutt í grínið hjá okkur. Bestu tímar lífs míns allir tímar með þér.

Þú varst móður þinni stoð og stytta og talaðir um hvað þú elskaðir hana mikið og alla fjölskylduna og írisi og okkur strákana og þú sýndir það í verki og hug.

Með svo stórt hjarta enda vissi ég ekki um neitt sem þú varst hræddur við nema kannski um líðan annara.

Þú varst alltaf svo mikill prakkari og komst manni alltaf til að hlægja og brosa alveg sama hversu illa manni leið. Það var alltaf nóg að tala við þig til að manni leið betur.

Ég á alltaf eftir að sakna allra þeirra tíma sem við eyddum saman öll þessi ár, minningar sem verða alltaf efst í huga mínum allt mitt líf.

Ég á þér allt mitt líf að þakka. Þú gerðir mig að betri manni með þinni visku og þú kenndir mér margt um lífið sem enginn annar hefði nokkurn tíman getað gert því nokkurn veginn þá leistu á lífið öðrum augum en sumir gera.

Ég veit að þú ert hjá Guði núna að hjálpa honum og gefa honum ráð. Ég er varla búinn að átta mig á þessu öllu saman að þú sért farinn frá okkur kletturinn okkar aðal maðurinn, lífið verður aldrei eins án þín en þú lifir með okkur  í minningunum.

Ég væri svo til í að fá að faðma þig aftur eins og þú varst vanur að gera og segja ég elska þig bróðir og segja þér hvað mér þótti vænt um þig.

Takk fyrir allt elsku Kiddi minn fyrir að gefa mér þann heiður að fá að kynnast þér og að fá að eyða öllum þessum æðislegu árum með þér. Þú varst minn besti vinur, bróðir, sálfræðingur og allt þar á milli.

Ég sendi fjölskyldu, Írisi Ísberg og öllum vinum og vandamönnum innilegrar samúðarkveðjur.

Megi Guð vaka yfir okkur og styrkja á þessum erfiðu sorgartímum.


Farinn ertu frá okkar vinur minn kær.

Þitt blíða bros sem skein alltaf svo skært,

þú gafst frá þér svo mikið af öllu því sem þér var kært.

Ég veit að þótt þú sért hjá Guði þá veit ég að þú vakir yfir okkur þú varst ljósið í lífi okkar

Hvíl í friði bróðir, þín verður svo sárt saknað. Guð geymi þig og varðveiti.

Ég elska þig.

Þinn vinur að eilífu,


Kristján H Ísfeld Einarsson.