Eyrún Ottadóttir fæddist í Reykjavík 28.ágúst 1959. Hún lést á Shalgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg 26. apríl s.l. Foreldrar hennar voru: Ásta Sigríður Magnúsdóttir 1922-2001 og Otti Sæmundsson 1918-2008. Systur Eyrúnar eru: Guðríður fædd 1951, Anna fædd 1955, og Auður fædd 1958. Hálfsystir sammæðra: Hulda Sólborg fædd 1943. Eyrún ólst upp í Skipholti 5, Reykjavík, lauk gangfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar og einum vetri 1976-1977 frá Húsmæðraskólanum að Varmalandi. Eyrún starfaði hjá Tollstjóranum í Reykjavík og síðar við skrifstofustörf hjá Herrahúsinu þar til hún flutti til Gautaborgar í júní 1989. Eyrún var í sambúð með Eric Jönssyni 1993 til 2008. Eyrún var barnlaus. Útför Eyrúnar fer fram fá Fossvogskapellu í dag þriðjudaginn 9. júni kl. 15:00

Lífið er leiðsla og draumur,

logn og boðaföll,

sker og stríður straumur,

stormar, þoka´og fjöll;

svo eru blóm og sólskin með.

En bak við fjöllin himinhá

hefur enginn séð.

(Páll Ólafsson)

Með þessu ljóði vil ég kveðja vinkonu mína, til fárra ára, Eyrúnu Ottadóttur. Þrátt fyrir stutt kynni, voru það góð kynni. Ég mun aldrei gleyma hennar fallega viðmóti og þeirri kátínu sem bjó innra með henni og brosinu hennar,