Stefán Halldórsson fæddist á Hlöðum í Hörgárdal þann 20. maí 1927. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 4. apríl s.l. Foreldrar hans voru Halldór Stefánsson bóndi á Hlöðum fæddur 13. ágúst 1889, dáinn 7. janúar 1935, Guðrún Sigurjónsdóttir húsmóðir fædd 24. september 1891, dáin 27. maí 1975. Systir Stefáns er Dagbjört Halldórsdóttir fædd 19. september 1930. Eiginkona Stefáns er Anna Jónsdóttir húsmóðir fædd 10. ágúst 1927. Börn þeirra: 1. Guðrún f. 1951 gift Þorkeli Pálssyni, þau eru skilin. Börn þeirra: a) Jóhanna f. 1971 sambýlismaður Guðfinnur H. Þorkelsson, börn þeirra: Guðrún Helga f. 2002 og Þorkell Máni f. 2007, b) Bjarki Þór f. 1988. 2. Klængur f. 1952. 3. Hallveig f. 1954 gift Hrólfi Skúlasyni, börn þeirra: a) Stefán f. 1973, börn hans: Matthías Már f. 1998 og Sunna Rut f. 2004, b) Tryggvi f. 1979 sambýliskona Heiðdís B. Gunnarsdóttir c) Laufey f. 1984 sambýlismaður Friðrik Friðriksson d) Egill Örvar f. 1986 e) Anna Margrét f. 1992. 4. Halldór f. 1956 kvæntur Tove Clausen, börn þeirra: a) Anders f. 1985 sambýliskona Camilla Strömm, b) Daniel f. 1989, c) Camilla f. 1996. 5. Ásta f. 1957 gift Guðjóni R. Ármannssyni, börn þeirra: a) Ármann f. 1977, b) Dröfn f. 1981 gift Þorkeli M. Péturssyni, börn þeirra: Hildur Ásta f. 2005 og Sigrún Heba f. 2007, c) Sandra f. 1989. 6. Hulda f. 1958 gift Haraldi Helgasyni, börn þeirra: a) Anna f. 1979, barn hennar Haraldur Orri f. 2001, b) Helgi f. 1990 unnusta Lína B. Stefánsdóttir. 7. Stefán f. 1960 kvæntur Guðrúnu M. Magnúsdóttur, börn þeirra: a) Þórný f. 1991, b) Tómas f. 1998. 8. Sighvatur f. 1962 kvæntur Ragnheiði Guðmundsdóttur, börn þeirra: a) Elín Björk sambýlismaður Daníel B. Sigurgeirsson, börn þeirra: Snorri f. 2005 og Trausti f. 2008 b) Jónas Davíð f. 1989 c) Jóel Geir f. 1990 d) Sigurdís Björg f. 1991. 9. Guðmundur f. 1964 kvæntur Þóru V. Haraldsdóttur, börn þeirra: a) Ragnheiður Vala f. 1992, b) Stefán Freyr f. 1996, c) Steinunn Vala f. 2002. 10. Þórgunnur f. 1966 gift Sigurði Sigurgeirssyni, börn þeirra: a) Davíð Már f. 1991, b) Kristinn Reyr f. 1996, c) Magnús Breki f. 2001. 11. Valgeir f. 1968 kvæntur Þuríði Geirsdóttur, börn þeirra: a) Sara f. 1994, b) Anna Snjólaug f. 1997, c) Atli Snær f. 2001, d) Kári Stefán f. 2007, 12. Auðunn f. 1972, kvæntur Guðrúnu M. Örnólfsdóttur, börn þeirra: a) Elvar Karl f. 2001, b) Júlía Hrönn f. 2004, c) Hrafnkell Orri f. 2008. Stefán starfaði sem bóndi alla tíð á Hlöðum í Hörgárdal. Að auki gegndi hann ýmsum ábyrgðarstörfum. Meðal þeirra má nefna: Hreppstjóri Glæsibæjarhrepps 1967-1997; Búnaðarþingsfulltrúi 1971-1994; Formaður skólanefndar Þelamerkurskóla; Formaður Jarðanefndar Eyjafjarðarsýslu; Fulltrúi í Sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu; Sat í stjórn Mjólkursamlags KEA; Formaður Ræktunarsambands GSÖ; Sat í hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps; Ýmis ráð og nefndir á vegum KEA; Stjórnarmaður í Sparisjóði Glæsibæjarhrepps og um tíma formaður. Útför Stefáns fer fram frá Glerárkirkju í dag, 11. apríl, og hefst athöfnin kl. 11.00

Jæja pabbi minn, þá kom sá dagur að þú yfirgafst okkur.  Mikið leið mér illa þegar hringt var í mig og sagt að þú værir dáinn.  Nú sit ég hér uppi á Suðurherbergi og skrifa nokkrar línur. Þegar ég hugsa til baka mun ég ætíð minnast þess að þú studdir mig í einu og öillu.

Sérstaklega man ég eftir að þegar ég var við nám í Danmörku og var orðinn hundleiður á náminu, þá skrifaði ég þér og spurði ráða. Og auðvitað fékk ég langt bréf frá þér. Þú skrifaðir m.a. um nám þitt og hvernig amma hvatti þig til að læra. En það var ein setning sem ég man alltaf eftir: Brói minn, ég og mamma þín munum styðja þig í einu og öllu, alveg sama hvort þú ákveður að hætta námi og koma heim eða ljúka þínu námi. Þessi orð eru alltaf í huga mínum og munu fylgja mér alla tíð.  Ég er líka þakklátur fyrir að þú og Þórný náðuð að skiptast á mörgum bréfum.

Pabbi minn, þú ert eini maðurinn sem ég hef litið upp til.  Ég mun ávallt sakna þín.

Stefán.