Ævar Sigfússon fæddist 26. ágúst 1953 í Bergholti á Raufarhöfn. Hann lést á líknardeild Landsspítalanns 10. október 2009. Foreldrar hans voru Sigríður Sveinbjörnsdóttir húsmóðir f. 30 maí 1914 d. 18 jan. 1997 og Sigfús Kristjánsson útgerðarmaður og bóndi f. 31. júlí 1896 d. 10 júní 1968. Ævar var næst yngstur af 10 alsystkinum en móðir hans átti fyrir 3 syni þá Gunnar Guðjón Karl Jóhannsson f. 31 maí 1931 d. 7 sept. 2008. Dagbjartur Hansson f. 11 sep 1933 d. 16.apríl 2005 Sveinbjörn Kristján Joensen f. 31 maí 1932 d. 13 nóv 1999. Alsystkini hans eru: Þórdís Vilborg Sigfúsdóttir f. 10 sep. 1936. Gerður Sigfúsdóttir f. 6 jún 1939 d. 27 mars 2004.Bára Sigfúsdóttir f. 8 júlí 1940. Kristján Sigfússon f. 13 sep 1944. Anna Aðalbjörg Sigfúsdóttir f. 27 okt 1945 d. 21 feb 2005. Hreinn Sigfússon f. 19 okt 1947. Þórkatla Sigfúsdóttir f. 14 sep 1948. Sigfús Sigfússon f. 27 jan. 1952. og Bergþór Heiðar Sigfússon f. 9 ág. 1954. Ævar kvæntist 2. september 1972 Þorbjörgu Rögnu Þórðardóttur f. 13 júlí 1954. en þau skildu árið 1981. Börn Ævars og Rögnu eru 1) Linda Björk Ævarsdóttir f. 13 júlí 1973. kvænt Kristjáni Steinari Kristjánssyni, börn þeirra eru Kristján Heiðmar f. 1. júlí 1991, Andrea Björk f. 23. ágúst 1993, Gunnþór Ingi f. 1. apríl 1997 og Freydís Ósk f. 14. nóvember 2002. 2) Þórunn Elfa Ævarsóttir f. 16. ágúst 1978 sambýlismaður Björn Sigurðsson f. 1. júní 1974, börn þeirra eru Sigurður Aron f. 27. sep. 2000. Sindri Freyr f. 13. júní 2004. Elísa Bríet f. 5. janúar 2008 Ævar vann lengst af sínum starfsaldri Í Vinnslustöð Vestmannaeyja sem verkstjóri og fiskmatsmaður en varð að hætta þar vegna heilsubrests. Hann flutti þá til Reykjavíkur og eyddi síðustu árunum þar en hugur hans var alltaf bundinn eyjunni hans sem hann unni heitt. Ævar verður jarðsunginn frá Garðakirkju og hefst athöfnin kl: 11:00.
Elsku Ævar okkar hefur kvatt þennan heim eftir erfiða baráttu.
Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért búinn að kveðja. Ég mun alltaf minnast okkar samverustunda og er efst í huga mínum lunda ferðirnar í Vestmannaeyjum, allar stundirnar í Njarðvík hjá mömmu og pabba þegar ég var "neyddur" í spilakvöld, flugeldakvöldið mikla þegar fíni jakkinn varð fyrir þeim og hina frægu ferð okkar þegar við löbbuðum til Keflavíkur í klippingu.
Við áttum oft gott spjall sem og góðar samverustundir og var nærvera þín okkar fjölskyldu ávallt kær.
Það var gott að sjá hve friðsæll þú varst þegar ég og Ósk heimsóttum þig eftir að þú varst farinn frá okkur.
Eftir síðustu heimsókn þína til okkar með pabba hafði Markús miklar áhyggjur af því hvort að þú hefðir komist í fótsnyrtingu, þegar ég var að útskýra fyrir honum að þú værir farinn frá okkur þá var hann ennþá að velta því fyrir sér. Ég sagði honum að þín biði ennþá betra dekur núna.
Ég veit að þú ert kominn í góðan félagsskap núna með afa og ömmu ásamt systkinum þínum og mun þín vera sárt saknað.
Elsku Linda og Þórunn, mega Guð gefa ykkur systrum og fjölskyldum ykkar styrk á þessum erfiðum tímum.
Ingi, Ósk, Markús og Matthildur.