María Guðmundsdóttir fæddist 28.9. 1918 á Suðureyri við Súgandafjörð. Hún lést á dvalarheimilinu Seljahlíð 8. apríl sl. Foreldrar hennar voru Valgerður Hallbjörnsdóttir, f. 1889 á Laugabóli í Arnarfirði, d. 1932, og Guðmundur Geirmundsson, f. 1883, á Kirkjubóli við Arnarfjörð, d. 1948. María átti fjögur systkini. Hallbjörn, f. 1916, d. 1991. Jón Páls, f. 1923, Ásgeir Þórður, f. 1925, d. 1935, Guðrún Sesselja, f. 1927. María giftist 1938 Sigurði B. Jónssyni, f. 1914 í Stykkishólmi, d. 1976. Foreldrar hans voru Jón Lárusson, f. 1890, og Björnína Sigurðardóttir, f. 1890. María og Sigurður eignuðust 11 börn: 1) óskírður, f. 11.12. 1937, dó sama dag; 2) Jónbjörn, f. 1940, d. 1959, unnusta Björk Sigdórsdóttir, f. 1941. Þeirra barn er Lilja, maki Hafsteinn Guðbjarts. Þau eiga 4 börn: 3) Ásgeir, f. 1941, maki Guðrún Gunnarsdóttir, f. 1950. Þeirra börn, Gunnar Svanhólm, Rósa María, Rúnar Breiðfjörð, maki Helena Magnúsdóttir, þau eiga 2 dætur. Áður átti Guðrún Þórunni Ósk, maki Reynir Pálmason, og eiga þau 2 syni. 4) Hilmar, f. 1943. 5) Valgeir, f. 1944, Kona 1. Elsa Pálsdóttir. Þau skildu, þau eignuðust 3 börn, Kristín Sjöfn, maki Kristinn H. Einarsson. Þau eiga einn son. María Rós, maki Þorleifur Guðjónsson. Þau eiga 2 börn. Jónbjörn, maki Kolbrún Arnardóttir. Þau eiga tvo syni. Áður átti Jónbjörn tvö börn og Kolbrún eitt barn. Maki 2, Margrét Eðvalds, þau eignuðust 2 börn, Guðmundur Geir, maki Aldís Þorbjörnsdóttir. Þau eiga eitt barn, en Guðmundur átti áður þrjú börn með Dagbjörtu Sigurjónsdóttur. Silvía Margrét, maki Kolbeinn Marinósson, fyrir átti hún barn með Hafsteini Þórissyni. Maki 3, Sigríður S. Sæmundsdóttir, f. 1957, þau eiga 4 börn, Guðbergur Heiðar, maki Lilja Dögg Guðmundsdóttir, þau eiga 2 syni, Sigurður Hallbjörn, Valgeir Rúnar, hann á einn son. Jónína Íris. 6) Steinunn Hjördís, f. 1947. Maki Árni Steingrímsson, f. 1946, þau eiga 4 börn, Sigurður Ragnar, maki Bryndís Bjarnarson, þau skildu, þau eignuðust 4 börn. Sambýliskona Sigurðar, Súsanna Hreiðarsdóttir. Hún á einn son. Auður, maki Garðar Guðmundsson. Þau skildu, þau eiga 2 drengi, Árni Haukur, maki Steinunn Zophaníasdóttir. Þau eiga 2 drengi. Hjördís, sambýlismaður Birkir Rafael Mikaelsson, þau skildu, þau eiga 3 börn. 7) Auður, f. 1948, maki 1, Sigurjón Guðmundsson, f. 1947, þau skildu, þau eiga 4 börn. Unnur, sambýlismaður Alfred J. Alfreðsson, þau eiga 1 son, Hilmar, maki Guðný Eggertsdóttir, þau eiga 3 börn. Bragi, maki Anna Barbara Boje, þau eiga 1 dóttur. Birna, í sambúð með Eiríki K. Hlöðverssyni. Maki 2, Haraldur Bjarnason, f. 1949, d. 1999, hann á 3 börn. Maki 3, Þorgrímur Guðmundsson, f. 1948, hann á 2 börn. 8) Kristín Sjöfn, f. 1950, maki Jón Steingrímsson, f. 1948. Þau eiga 4 börn, Bryndís, maki Eiríkur Þórarinsson. Þau eiga 2 börn, Steingrímur, maki Eyrún Jónasdóttir, þau eiga 2 börn, Viðar, sambýliskona Svanhildur Guðmundsdóttir. Þau eiga 2 dætur, Sigurður Breiðfjörð, maki Valdís Emilsdóttir. 9) Sigríður Breiðfjörð, f. 1951, barnsfaðir Rúnar Þórarinsson, þau áttu Ásgeir Breiðfjörð, hann á 3 börn og eitt barnabarn. Maki 1, Jóhannes Þór Guðbjartsson, f. 1953, þau skildu. Þau áttu saman eitt barn, Róbert Breiðfjörð, maki Gunnhildur Linda Gunnarsdóttir. Þau eiga 2 börn, Gunnhildur átti 1 barn áður. Róbert eignaðist 3 börn með Svandísi Rós Þuríðardóttur. Maki 2, Ólafur Valgeir Einarsson, f. 1952, d. 1997, þau skildu. Saman áttu þau tvær dætur; Ásgerði, hún á eina dóttur og Valgerði. Maki 3, Sverrir Sandholt, f. 1941, þeirra barn, Hlynur. 10) Sigrún Edda, maki 1, Óttar Ingimarsson, f. 1951, þau skildu. Þau eiga 3 börn. Jónbjörn, maki Rósa Margrét Húnadóttir, þau eiga 1 dóttur, Edda Marý, hún á 1 dóttur, Ósk Laufey, maki Gunnlaugur Jónsson, þau eiga 2 börn. Maki 2, Pétur Emilsson, f. 1947, þau eignuðust eina dóttur, Stefaníu Guðrúnu, f. 1984, d. 2003. 11) Rúnar Heiðar, f. 1957, maki Rósa Sigríður Guðmundsdóttir, f. 1966, þau eiga 3 börn, Katla, hún á 1 son, Jökull, Signý Sjöfn. María og Sigurður skildu. María var í sambúð með Steingrími Jónssyni, f. 1917, d. 1995, þau slitu samvistir. María vann hefðbundna verkakvennavinnu ásamt húsmæðrastörfum. Hún bjó síðustu árin á dvalarheimilinu Seljahlíð við góða umönnun sem hún var mjög þakklát fyrir. Útför Maríu fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.

Amma ég var heppin að hafa þig.

Þú varst vinkona til staðar og nú engill til staðar.

Þú varst alltaf góð barnakona.

Ég hitti þig og sá að þú ert alltaf

mamma, tengdamamma,amma

langamma og langlangamma.

Þú ert engill allra...

Þín Signý

Signý.

Þær Maja og Bobba, eins og mamma vara kölluð af sínum nánustu, kynntust ungar konur og með þeim tókst vinátta sem hélst allt til enda. Maja giftist ung Sigurði bróður mömmu, en þau skildu og þrátt fyrir þá breytingu í lífi fjölskyldunnar þá voru þær ávallt mágkonur. Þeim þótti ákaflega vænt hvor um aðra og brölluðu margt í gegnum lífið og meðan heilsan leyfði. Síðastliðin ár hefur þó dregið úr sambandi milli þeirra og ástæðan er jú, sú staðreynd að báðar voru komnar á dvalarheimili og sjúkdómur mömmu komin á þann veg að ekki var um neitt samband að ræða.  Ég veit, að ef mamma væri heil heilsu og gerði sér grein fyrir að mágkona hennar og kær vinkona væri farin til uppruna síns, þá hefði hún viljað að ég skrifaði nokkrar línur fyrir hennar hönd og þakkaði fyrir samveruna í gegnum lífið.  Hún hefði viljað þakka henni fyrir að vera ávallt mágkona sín, náin og góð vinkona. Einnig hefði mamma viljað votta öllum bræðrabörnum sínum og þeirra fjölskyldum samúð sína.  Mamma hefði viljað segja blessuð sé minning Maju, minnar mágkonu, hún er nú komin heim.

Fyrir hönd Þorbjargar Lilju Jónsdóttur (Bobba),

Rannveig Margrét Stefánsdóttir.

Minning mín af Maju mákonu er hversu yndisleg hún var mér ávallt.  Fyrsta minning mín af Maju var, þegar hún stóð við að steikja pönnukökur í litla húsinu í Árbæjarblettum, ég smá stelpa innan við fimm ára, horfði löngunaraugum upp til hennar sem hún skyldi svo vel og setti mig við eldhúsborðið og gaf mér pönnsu og mjólk, síðan voru það rúsínur í eftirrétt. Heimsóknir hennar með fjölskyldunni vestur í Vatnsholt var ávallt tilhlökkunarefni, þá var hlaupið í fang hennar. Hjartahlýja og elska einkenndi þessa konu í minn garð.  Glaðværðin og glettnin sem á milli okkar var, er gott að eiga í minningarbankanum. Fyrir þetta er ég þakklát.

Kæru frændsystkin og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið algóðan Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar.

Rannveig Margrét Stefánsdóttir.