Flemming Holm fæddist í Hvalba á Suðurey í Færeyjum 16. júní 1928 og lést 10. júlí 2009. Foreldrar hans voru Jákup Meiner Holm, sjómaður, f. 1902, d. 1983, og Josephina Holm (f. Thomsen), húsfreyja, f. 1902, d. 1937. Við lát móður sinnar fór Flemming í fóstur til föðursystur sinnar Olgu f. 1906, d. 1996, og manns hennar, Sjúrður Patursson, f. 1903, d. 1971 í Kirkjubæ í Færeyjum. Bræður Flemmings eru Helge, f.1924, d.1997, Svend, f.1926, d.2004 og Torbjörn, f. 1932. Flemming kvæntist þann 28. nóvember 1953, Sólveigu Jónsdóttur, f. 3. ágúst 1929, d. 4. ágúst 1997, dóttir Sigurðar Jóns Guðmundssonar, forstjóra, f. 1893, d. 1977, og Jórunnar Guðrúnar Guðnadóttur, f.1895, d.1981. Börn Flemmings og Sólveigar eru 1) Jón, f. 1950, kvæntur Grétu Jóhannsdóttur, f.1953, börn þeirra a) Jóhann Bjarn,i f.1969, d.1969, b) Sólveig, f.1972, gift Sölva F. Jóhannssyni, f. 1970, þau eiga 3 dætur, c) Jóhanna Lilja, f.1980, 2) Jakob f. 1954, var kvæntur Ragnheiði Ketilsdóttur, f.1959, börn þeirra a) Matthildur f. 1982, hún á 3 syni, b) Jórunn Guðrún, f. 1986, c) Edmund Oddur, f.1990, sambýliskona Jakobs var Kristín Reynisdóttir, f.1961, 3) Jórunn Guðrún, f. 1957, var gift Valmundi Pálssyni, synir þeirra a) Páll Ingi, f. 1981, hann á 1 dóttur, b) Arnar Snær, f.1985 c) Flemming Viðar, f. 1995, 4) Gunnar, f. 1961, kvæntur Lise K.Sörensen, f. 1962, börn þeirra a) Jakob, f. 1987, b) María f. 1991, 5) Flemming Þór, f.1969, kvæntur Aðalheiði K. Jurado, f. 1974, sonur þeirra, a) Jökull, f. 2007, að auki á Flemming b) Andri Freyr, f. 1990, barnsmóðir Guðrún Harðardóttir, c) Selma Karen, f. 1996 d) Flemming Jón, f. 1998, móðir þeirra er Matthildur F. Jónsdóttir. Flemming og Sólveig bjuggu lengst í Vogunum í Reykjavík eða þar til fyrir 14 árum að þau fluttu í Grafarvog. Flemming kom til Íslands, einn síns liðs, tæplega 16 ára gamall. Hann stundaði í fyrstu sveitastörf ýmiskonar, en hóf svo nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Síðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík og lauk hann stúdentsprófi 1951. Skömmu eftir stúdentspróf fór hann til Færeyja og vann þar ýmis störf um eins árs skeið. Við endurkomu til Íslands vann hann á Keflavíkurflugvelli fram að áramótum 1952/53 en þá tók við nám í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og lauk hann prófi 1955. Að námi loknu starfaði hann um eins árs skeið hjá Íslenskum aðalverktökum, en hóf störf í bókhaldsdeild Loftleiða h/f í júní 1956. Frá janúar 1961 var hann settur deildarstjóri tekjubókhalds félagsins, en frá janúar 1969 varð hann framkvæmdastjóri aðal- og tekjubókhalds, hagdeildar og tölvudeildar félagsins. Eftir sameiningu Loftleiða og Flugfélags Íslands gegndi hann stöðu forstöðumanns aðalbókhalds Flugleiða frá ágúst 1974 til ágúst 1979, en þá var hann settur forstöðumaður innra-eftirlits félagsins og gegndi hann því starfi til ágústloka 1980. Starfi deildarstjóra bókhaldsdeildar Tryggingastofnunar ríkisins gegndi hann frá janúar 1981 til júní 1998, en þá lét hann af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Flemmings fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, miðvikudag 22. júlí, og hefst athöfnin kl. 13.

Elsku besti Flemming afi minn. Þegar ég var lítil og alltaf áður en þú
lést hugsaði ég alltaf hvað ég var heppin, heppin að hafa þig sem afa.
þú áttir hálft hjartað mitt. Mér þótti svo rosalega vænt um þig. En núna
er þessi helmingur horfinn. Þú fylltir líf mitt af hamingju. En svo þegar ég
frétti að þú myndir deyja bráðum, fannst mér helmingurinn sem þú áttir
brotna. Ég fór að gráta. Því að ég vissi að núna myndir þú deyja. Ég
grét heima áður en þó lést, ég grét á spítalanum, ef ég ætti eina ósk,
myndi ég óska þess að heyra röddina þína aftur. Ég heyrði hana ekki í
langan tíma, þú heyrðir í mér, en ég heyrði ekki í þér. Mamma sagði að
það væru litlar líkur að þú myndir ekki deyja í dag. Og það var allt í
besta lagi þangaði til allt fór að versna, allt pípaði og þá vissi ég að
þú myndir deyja.

Mamma fór með mig út og pabbi kom að sækja mig . á
leiðinni í bílinn gerðist það þú lést. ég myndi gera hvað sem er til að
þú myndir koma aftur. En þú munt samt alltaf eiga helming í hjartanu
mínu áfram. Því ég elskaði þig, og geri það enn, þú lést mig verða
hamigjusama.

Ég ætlaði alltaf að hringja í þig og óska þér til hamingju
með afmælið og að heyra í þér aðeins og tala við þig en mamma gleymdi
því alltaf. Nú óksa ég þér til hamingju þótt ég fái ekki að heyra
röddina þína aftur þá heyrir þú í mér. Ég elska þig af öllu hjarta. Ég
veit þú lest þetta kannski og þá sérðu hvað mér þótti allveg rosalega mikið vænt um þig. Ég græt enn. Því ég elska þig meira en nokkurt annað. Og vona að þú hafir það sem besta í dag og alla daga. Þú

veist að ég elska þig rosalega mikið.

Ástarkveðja,


Silja Sjöfn Sölvadóttir Hólm