Kristveig Björnsdóttir fæddist 29. mars 1926 á Víkingavatni í Kelduhverfi. Hún lést á líknardeild Landspítala Landakoti laugardaginn 29. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Ólöf Guðrún Kristjánsdóttir frá Víkingavatni í Kelduhverfi f. 12.5. 1892, d. 17.7. 1969 og Björn Gunnarsson frá Skógum í Öxarfirði f. 2.5. 1903, d. 29.5. 1995. Systir Kristveigar var Ásta Björnsdóttir f. 17.6. 1927, d. 17.7. 2000. Hinn 1.7. 1949 giftist Kristveig Jóhanni Finnssyni tannlækni f. 23.11. 1920, d. 02.06. 1973. Foreldrar hans voru Guðlaug Sveinsdóttir frá Hvilft í Önundarfirði f. 28.02. 1885, d. 20.02. 1981 og Finnur Finnsson frá Hvilft í Önundarfirði f. 29.12. 1876, d. 14.08. 1956. Börn Kristveigar og Jóhanns eru 1) Björn f. 1950, maki Guðrún Rannveig Daníelsdóttir f. 1954. Þeirra börn eru Kristveig f. 1979, Ásgeir f. 1981 og Ásta f. 1983. 2) Sigríður f.1952, maki Baldvin Már Frederiksen f. 1952. Þeirra börn eru Bryndís f. 1974, maki Rúnar Berg Guðleifsson f. 1971. Þeirra börn eru Bjartur f. 2000, Bergdís f. 2003 og Kolbeinn f. 2007, Jóhann Gunnar f. 1977 og Baldvin Már f. 1985, unnusta hans er Fríða Kristbjörg Steinarsdóttir f. 1985. 3) Sveinn f. 1954. Dætur hans og Soffíu G. Guðmundsdóttur f. 1951 eru Hildur Sóley f. 1987, unnusti hennar er Yngvi Eiríksson f. 1984 og Hulda Erla Ólafsdóttir f. 1972, maki Víðir Stefánsson f. 1973. Þeirra börn eru Alexía Mist f. 1999, Tristan Snær f. 2002 og Ísak Aron f. 2008. 4) Guðrún f. 1957, maki Þorvaldur Bragason f. 1956. Þeirra börn eru Birna f. 1989 (dóttir Droplaugar Sveinbjörnsdóttur f. 1957, d. 1993) og Bragi f. 2002. Sonur Ástu, systur Kristveigar, er Gunnar Haraldsson f. 1958. Kristveig ólst upp á Víkingavatni til fjögurra ára aldurs. Hún var búsett á Kópaskeri frá 1930-1938 en fluttist þá til Reykjavíkur og hefur verið búsett þar síðan. Ellefu til tólf ára gömul stundaði hún nám í Lundi í Öxarfirði hluta úr vetri. Hún stundaði nám í æfingabekk Kennaraskólans 1938-1940, Kvennaskóla Reykjavíkur 1940-1944 og Húsmæðraskólanum að Laugum í S-Þingeyjarsýslu 1945-1946. Hún starfaði sem teiknari á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen frá 1946-1949, við húsmóðurstörf til 1974 og við verslunarstörf frá 1974-1993, lengst af í Parísartískunni og Dömunni. Kristveig starfaði einnig um árabil fyrir Rauða krossinn á bókasafni Landsspítalans við Hringbraut. Úför Kristveigar fer fram frá Langholtskirkju í dag, föstudag 11. september, og hefst athöfnin kl. 15.00.
Þegar símhringing tilkynnti andlát skólasystur okkar kom sú frétt á óvart
jafnvel þót ljóst hefði mátt vera að hún hefði varla getað þetta mikið
lengur og að hlyti að hafa verið mjög aðframkomin. Í eigin kringumstæðum
gleymir maður sér í dagsins önn.
Hún var svo dugleg, alltaf svo jákvæð og lifandi, samvizkusöm og vandvirk,
alltaf svo fallegt og gott að njóta lífsins með henni.
Kynntist þeim systrum Ástu og henni snemma á barnsaldri er var sett á
sundnámskeið í Sundhöll Reykjavíkur að læra að synda hjá Siggu Sigurjóns
því hræddist of þáverandi sundkennara Austurbæjarskóla. Þá hafa þær verið
nokkuið nýlega fluttar til Reykjavíkur og töluðu fallega og skíra
íslenzku.
Í Kvennaskólanum hittumst við svo aftur 1940, og var stíll þeirra enn sá
sami. Þá var fyrsti bekkur svo fjölmennur að varð tvískiptiur, í A og B.
Ásta var líka í músik og var ekki með okkur alla bekkina. Margar vorum við
feimnar og bernskar, og sumum óx í augum að þær væru utan af landi, en
allar vorum við það líka og áttum foreldra sitt af hvoru landshorninu. Í
vissum skilningi var hópurinn fagur íslenzkur glitvefnaður þegar á allt er
litið. Eftir ströng fjögur ár vorum við útskrifaðar með Kvennaskólapróf á
lýðveldisvorinu 1944. Er við höfðum horfið til annarra starfa eftir
skólann, til útlanda eða sumar til frekara náms, eða eigin heimilishalds
aáumst við sjaldan um skeið.
Í áranna rás upplifðum við ánægjuna af að hittast á skólaafmælum og þá var það m.a. Kristveig með Jóhanni sínum sem bjó um þjóðbraut þvera og bauð öllum skaranum heim. Þá voru fagnaðarfundir og langt síðan sumar höfðu sézt, og myndir frá þessum og slíkum afmælisfundum eru dýrmæt minningabrot. Hún var líka alltaf svo kná að halda sinni reisn
Er við áttum eitt sinn afmæli (líklega 50 ára) og við vildum gefa
lesblinduprófatæki, bauðst hún strax til að koma með og afhenda árangurinn.
Eins er við vildum gróðursetja í Heiðmörk (af því ekki voru allar sammála
að gefa gjafir til Kvennaskólans þegar hann var líka orðinn skóli fyrir
stráka) þá kom Kristveig oft og eins Ásta með okkur að gróðursetja. Það eru
skemmtilegar minningar. Og þegar við vorum orðnar ekki eins sterkar, farnar
að missa úr ár við gróðursetninguna sagðist hún skyldu koma með mér og
skoða staðinn okkar og við skyldum reyna að hlú að því sem lifði! Hún vildi
alltaf leggja sig alla fram og gera allt sem hún gæti - hún var alltaf söm.
Já, svona gengur lífið okkar.
Það var skrýtið að er við hittumst nú í vor í grasagarðinum óvenju færri en
endranær, og engin með myndavél, en fannst eindæma gaman að hittast. Þarna
sátum við saman fram eftir degi ýmist í sólskini eða vorregni og gleymdum
okkur í umræðunum.
Nokkrar eru komnar með gangráð og hjartaflök en fara varlega. Við erum
náttúrlega sumar með nýjar mjaðmir, ný augu eða nýjar tennur eða bogið bak,
en við vitum nú að við erum orðnar dýrmætar eldri konur, og við hugsuðum og
töluðum um Kristveigu okkar að ekki nyti hún þessarra framfara
Gleðin yfir fallega mótsdeginum okkar var ríkjandi, jafnvel svo að við
gleymdum því að viðáttum 65 ára jubil-kvennóafmæli. í skólanum forðum urðum
við snemma þess áskynja að þær systur voru aldar upp við að bera umhyggju
fyrir öðrum þar eð þær hafa orðið að taka þátt í lífinu og aðstoða fatlaða
móður sína við allt heimilishald. Þannig var þeim samhjálpin eðlileg í
lífinu - slíkt sýnir andlegan styrk fólksins, en þá voru þeir tímar að hver
varð að gera allt sem hann gæti. Og enn er sú tíð.
Það er ástæða til að þakka öllum, Líknardeild Landakots, og sérstaklega
börnum Kristveigar hve vel var staðið við bakið á henni Kristveigu í þeim
hremmingum sem hún hefir gengið í gegnum svo hún héldi reisn sinni allt til
hins síðasta. Ég held ég mæli fyrir munn okkar allra skólasystranna er ég
sendi ykkur bæði þakkir og samúðarkveðjur við fráfall Kristveigar móður
ykkar.
Jóhanna (Hanna Guðm.)