Hjálmar Jóhann Níelsson fæddist á Seyðisfirði 15. nóvember 1930. Hann andaðist þriðjudaginn 20. október sl. Foreldrar hans voru Níels Sigurbjörn Jónsson, f. 19.3. 1901, d. 24.1. 1975, og Ingiríður Ósk Hjálmarsdóttir, f. 8.7. 1898, d. 30.3. 1961. Systkini Hjálmars eru Bragi, f. 16.2. 1926, Sigrún, f. 19.12. 1927, og Rós, f. 11.3. 1929, d. 26.11. 1998. Hinn 17. júní 1958 kvæntist Hjálmar Önnu Þorvarðardóttur frá Eskifirði, f. 28.10. 1935. Foreldrar hennar voru Þorvarður Guðni Guðmundsson, f. 27.8. 1910, d. 2.6. 1975, og Lilja Sverrisdóttir, f. 25.12. 1915, d. 5.5. 1997. Synir Hjálmars og Önnu eru: 1) Níels Atli, f. 18.3. 1958, kvæntur Kristrúnu Gróu Óskarsdóttur, f. 21.8. 1969. Sonur þeirra er Hjálmar Aron, f. 26.10. 1998. Fyrir átti Gróa soninn Óskar Halldór Guðmundsson, f. 27.4. 1988. 2) Þorvarður Ægir, f. 9.10. 1962, fyrrv. eiginkona er Sólveig Einarsdóttir, f. 15.2. 1965. Börn þeirra eru Einar Óli, f. 9.2. 1985, Anna Silvía, f. 2.8. 1988, og Rúnar Leó, f. 30.6. 1995. 3) Agnar Ingi, f. 7.7. 1966, kvæntur Ingu Hönnu Andersen, f. 23.7. 1965. Börn þeirra eru Hjálmar Ragnar, f. 15.6. 1988, og Hanna Sigríður, f. 6.8. 1994. Áður átti Agnar Ingi dótturina Auði Maríu, f. 20.1. 1985, móðir Saga Valsdóttir, f. 7.4. 1966. Hjálmar bjó alla sína ævi á Seyðisfirði, og lauk þar skyldunámi. Gagnfræðingur frá Eiðaskóla 1948. Stundaði í fyrstu almenn verkamannastörf, síðan verkstjórn, síldarmatsstörf á Seyðisfirði, Siglufirði og í Keflavík. Í vélsmiðjunni Stál á Seyðisfirði starfaði Hjálmar í 15 ár. Lauk þar sveinsprófi í vélvirkjun 1961, og öðlaðist meistararéttindi í faginu 1965. Vélgæslumaður hjá RARIK 1973-1977. Forstöðumaður skipaafgreiðslu Seyðisfjarðarhafnar 1977-1982. Yfirmatsmaður hjá framleiðslueftirliti sjávarafurða 1982-1984. Tryggingafulltrúi við embætti sýslumanns Norður-Múlasýslu og bæjarfógeta á Seyðisfirði 1985-2000. Sat í bæjarstjórn Seyðisfjarðar 1974-1978, en áður varamaður 1966-1974. Starfaði í fjölmörgum nefndum á vegum bæjarstjórnar Seyðisfjarðar. Gegndi einnig trúnaðarstörfum á vegum Lionshreyfingarinnar og í félagi eldri borgara á Seyðisfirði, og var einn af stofnendum Viljans, félags fatlaðra á Seyðisfirði. Síðast starfaði Hjálmar við farþegaafgreiðslu Austfars hf., í tengslum við farþega- og bílaferjuna Norrönu. Útför Hjálmars verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 30. október, og hefst athöfnin kl. 14.
Elsku Hjálmar minn.
Mér finnst erfitt að taka því að þú sért farinn frá okkur, en verð að
sætta mig við það og ætla að skrifa nokkur orð til þín. (
Þegar ég hugsa til þín þá heyri ég blístrið og hláturinn þinn. Þú varst mér
góður vinur og ég mun sakna þín. Það var dásamlegt að kíkja í hlýjuna á
Garðarsveginn þar sem þú og Anna tókuð alltaf vel á móti mér.
Þú varst alltaf svo duglegur og elskulegur og dáðir Auði Maríu þína og
dætur hennar tvær, Önnu Lovísu og Dagbjörtu Lilju, Þetta voru
sólageislarnir þínir. Þú ljómaðir alltaf þegar ég fór með þér á barnalandið
hjá Önnu Lovísu og Dagbjörtu Lilju að sýna þér myndir af þeim. Minning þín
mun lifa í hjarta þeirra.(
Ég átti dásamleg síðustu þrjú sumur á Seyðisfirði með ykkur Önnu, og alltaf
var jafn gaman þegar þú komst á sýsluskrifstofuna að athuga hvort mér gengi
ekki vel í vinnunni og svo kíktirðu auðvitað á efri hæðina í kaffi.
Nú er komið að kveðjustund sem er mér erfið, en lífið getur breyst á
svipstundu. Ég er þakklát fyrir allt sem þú hefur hjálpað mér með og síst
ekki allar stundirnar sem ég átti með þér og Önnu. Ég mun hugsa til
þín.
Helgir englar
kómu ór himnum ofan
ok tóku sál hans til sín;
í hreinu lífi
hon skal lifa
æ með almáttukum guði.(
(Úr Eddukvæðum)
Elsku Anna mín, missir okkar er mikill og ég stend hliðin á þér í gegnum
sorgina og söknuðinn. Við söknum Hjálmars mikið og yljum okkur við
yndislegar minningar.
Hvíldu í friði elsku Hjálmar minn, minning þín mun lifa í hjarta okkar og
mér mun alltaf þykja vænt um þig.(
Þín
Ása Guðrún.