Rósa Ólafsdóttir fæddist á Álftarhóli í Austur-Landeyjum 20. desember 1922. Hún lést á skurðdeildinni á Landspítalanum í Reykjavík 25. október 2009. Foreldrar Rósu voru hjónin Sigurbjörg Árnadóttir húsmóðir frá Miðmörk, Vestur-Eyjafjöllum, f. 27. ágúst 1885, d. 28. október 1975, og Ólafur Halldórsson bóndi frá Rauðafelli, Austur-Eyjafjöllum, f. 16. ágúst 1874, d. 5. júlí 1963. Sigurbjörg og Ólafur eignuðust 12 börn. Rósa var áttunda barnið. Systkini Rósu: látin eru Óskar, Jónína, Engilbert, Laufey, Björgvin, Unnur, Katrín, Ólafía, Júlía, Kristín og Ágúst, en Björgvin, Jónína, Unnur, Kristín og Ágúst lifa. Rósa giftist 29. september 1951 William Joseph Nolan. Börn Rósu og Bills eru Agnes Sigurbjörg, William Elfar, Joseph Michael, Brian Ólafur, Margrét Rósa og James, f. 19. júní 1962, d. í maí 1963. Rósa átti einn son fyrir sem heitir Viðar Stefánsson. Rósa skilur því eftir sig 6 eftirlifandi börn. Skólagangan var eins og gerðist í sveitinni á þessum tíma og varði frá 10 ára aldri og fram að fermingu. Rósa var um 16 ára aldur, þegar hún fór að heiman og var til að byrja með í vistum allavega á tveimur bæjum í nágrenni við Landeyjarnar, Barkarstöðum í Fljótshlíð og Sandakoti undir Eyjafjöllum. Hún var einn vetur í hússtjórnarskóla á Hverabökkum. Hún vann í bakaríi á Selfossi, en fór síðan til Reykjavíkur og vann sem framreiðslustúlka í sal á Hótel Skjaldbreið. Þar unnu líka systur hennar Katrín, Ólafía og Kristín og segir Kristín að hótelstjórinn hafi sagt að stúlkurnar úr sveitinni hafi verið langbesti vinnukraftur sem hann hafi haft. Hún var síðan í vistum á fleiri stöðum, t.d. hjá Jóhanni Karlssyni og leigðu þær systur, hún og Nína, saman í kjallaranum hjá honum í Samtúni og hugsuðu um heimilið. Seinna meir fluttist hún til Keflavíkur þar sem hún meðal annars vann á Naval Exchange í mörg ár þar til hún fór á eftirlaun og bjuggu hún og Bill þar til æviloka. Útför Rósu fór fram frá Fossvogskapellu 10. nóvember, í kyrrþey að hennar ósk. Jarðsett var í Fossvogskirkjugrði.

Many great people go through life being taken for granted,

people unaware of the true honor of being around them.

You were not one of those people, your greatness could be felt by everyone around you.

/

Whether it be a holiday or just our luck that you visited the world felt different, better with everything you would do.

/

I don’t understand why God would take an angel away from us here…

and I still feel your presence around me, it feels so real and so near.

/

I can’t believe you’re gone, but I know you will live on,

like the hummingbird you spread peace love and happiness especially to me

but also like the hummingbird you have immortality.

/

Your children have your humor, compassion and beauty,

your strength, belief in people, and they value family.

/

I hope that I am as fortunate to have a part of you in me, I’m pretty sure that I do,

because your oldest daughter embodies all of your greatness

and she has raised me to be great too.

/

I know that you’re in heaven because that is where angels go,

and If I had one more chance this is what I’d need you to know…

/

I will love you forever, I will like you for always,

As long as I am living, my amma you will be.

Love,

Katie Rósa Hodes.

Amma Rósa var mjög stór og mikilvægur hluti af lífi mínu og okkar allra, hún gaf mér og okkur öllum alltaf skilyrðislausa ást sama á hverju gekk. Hún var alltaf með okkur í bæði gleði og sorg, fjarlægðirnar skiptu engu máli.
Við elskuðum hennar kímnigáfu og  dáðumst að hennar tignarlegu framkomu, hún var viljaföst, réttlát kona og gerði alltaf það sem var rétt og heiðarlegt.
Amma hafði mjög smitandi prakkara-fliss sem venjulega endaði með að við öll fengum óstöðvandi hláturskast bara við að heyra það.

Við elskum þig Amma Rósa. Mátt þú hvíla í frið elsku engillin okkar, við vitum að þú ert hjá Guði núna að horfa á okkur að ofan. Ég lofa að gera þig stolta af mér og ég mun heiðra og varðveita öll loforðinn sem ég gaf þér. Þú verður alltaf í hjarta mínu og minni.
Mér finnst eins og að hluti af mér hafi dáið með henni, en engu að síður veit ég samt að andi hennar mun lifa áfram í mér og okkur öllum ættingjunum sem elskum hana. Ég mun færa nafnið þitt og þinn góða anda til næstu kynslóðar af okkur Rósum.

Oh grandma Rósa if you only knew,
how many we are who really love you
we are a bunch and not so few,
and we miss you incredibly too
/
your laughter, your smile
your kindness and style
you had it all and even more
your family was what you lived for.I will never forget the memories
of the friendship that we shared
I will always love you and cherish
the memory of your caring love
and the wise advises you gave me.We can all feel your love
we can all feel your spirit
you can watch us from above
and even hear it
because you are in our prayers every night
/
We will make you proud, watching us all together
as a family despite the distance between us
no ocean and no mountain can keep us apart
that is what you have thought us
/
You can just sit there on your pink little cloud
and keep on being proud of us all your children
until we meet again when we one day will all be together with God.
/
Until then.. Dear grandma
Feel my love, feel my respect, feel my thoughts to you
cause I talk to you every night and every day.

Love you,

Rósa Aldís Viðarsdóttir.

Ástkær móðursystir okkar, Rósa, er fallin frá.  Það var alltaf tilhlökkunarefni að heimsækja Rósu í Keflavík enda var hún hjartahlý, glaðvær og glæsileg kona sem gaman var að umgangast, spjalla við og jafnframt njóta hennar margrómuðu gestrisni.  Á uppvaxtarárunum fannst okkur sem heimsóknir til hennar opnuðu glugga út í hinn stóra heim, meðal annars þar sem hún lumaði iðulega á einhverjum kræsingum af vellinum sem ekki fengust annars staðar.  Framandi bragð af kanel- og jarðarberjatyggigúmmí lifir í minningunni.

Hin síðari ár bjó Rósa hálft árið hjá börnum sínum í Bandaríkjunum og komu hennar á vorin var beðið engu síður en farfuglanna.  Rósa var yngri en árin sögðu til, orkumikil og áhugasöm um menn og málefni.  Jákvæð og hafði gaman af því að gantast.  Þann tíma sem hún dvaldi hérlendis var hún mikið á ferðinni og nýtti tímann út í æsar að heimsækja vini og ættingja og upplifa náttúruna.  Síðasta ferðin okkar saman var á hennar heimaslóðum á Reykjanesinu og var strax byrjað að skipuleggja aðra ferð þar sem ekki náðist að skoða allt sem hugurinn stóð til.  Rósa verður með okkur í anda næsta sumar þegar við heimsækjum svörtu ströndina sem hún sýndi okkur fyrir margt löngu.  Við vottum fjölskyldu Rósu samúð okkar.

Björg, Helga og Ásta.

Ástkær móðursystir okkar, Rósa, er fallin frá. Það var alltaf tilhlökkunarefni að heimsækja Rósu í Keflavík enda var hún hjartahlý, glaðvær og glæsileg kona sem gaman var að umgangast, spjalla við og jafnframt njóta hennar margrómuðu gestrisni. Á uppvaxtarárunum fannst okkur sem heimsóknir til hennar opnuðu glugga út í hinn stóra heim, meðal annars þar sem hún lumaði iðulega á einhverjum kræsingum af vellinum sem ekki fengust annars staðar. Framandi bragð af kanel- og jarðarberjatyggigúmmí lifir í minningunni.

Hin síðari ár bjó Rósa hálft árið hjá börnum sínum í Bandaríkjunum og komu hennar á vorin var beðið engu síður en farfuglanna. Rósa var yngri en árin sögðu til, orkumikil og áhugasöm um menn og málefni. Jákvæð og hafði gaman af því að gantast. Þann tíma sem hún dvaldi hérlendis var hún mikið á ferðinni og nýtti tímann út í æsar að heimsækja vini og ættingja og upplifa náttúruna. Síðasta ferðin okkar saman var á hennar heimaslóðum á Reykjanesinu og var strax byrjað að skipuleggja aðra ferð þar sem ekki náðist að skoða allt sem hugurinn stóð til. Rósa verður með okkur í anda næsta sumar þegar við heimsækjum svörtu ströndina sem hún sýndi okkur fyrir margt löngu. Við vottum fjölskyldu Rósu samúð okkar.

Björg, Helga og Ásta.