Jón Gunnlaugur Sveinsson fæddist á Siglufirði 10. April 1929. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Árskógum, 26. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Freyja Jónsdóttir húsmóðir og Sveinn Guðmundsson Síldarsaltandi og síldarkaupmaður á Siglufirði. Freyja Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 22. September 1897 dáin 11. Október 1984 í Reykjavík. Sveinn Guðmundsson fæddist á Tröðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi 18 mars 1897, dáinn 26. Ágúst 1937 á Siglufirði. Eftirlifandi systkini Jóns eru Guðmundur fæddur 30.október 1930. Ragnar fæddur 7.mars 1932, Hólmfríður Guðrún fædd 16. Febrúar 1935, Sveinn fæddur 4.desember 1936. Jón kvæntist Önnu Jónu Ingólfsdóttur 7. Júní 1952 og eignuðust þau 2 börn saman. 1. Ingólfur Jónsson fæddist 17. Október 1952 2. Guðrún Jónsdóttir fædd 2.ágúst 1954 Ingólfur kvæntist Elínborgu Halldórsdóttur fædd 15. Apríl 1952. Börn þeirra Anna Rósa Ingólfsdóttir fædd 24.október 1970 og Jón Óskar Ingólfsson fæddur 1.janúar 1976. Ingólfur kvæntist Rögnu Halldórsdóttur fædd 7. Maí 1955. Synir þeirra eru Viðar Ingólfsson fæddur 30.maí 1983 og Ívar Ingólfsson fæddur 7.júni 1989. Guðrún Jónsdóttir Sonur hennar og Þorsteins Birgissonar fæddur 8.ágúst 1951 er Agnar Kristján Þorsteinsson fæddur 8. Júní 1972. Dóttir hennar og Marteins B. Heiðarssonar fæddur 12 desember 1952 er Íris Rut Marteinsdóttir fædd 8.febrúar 1974. Langafabörnin eru 9. Jón byrjaði ungur að vinna á sumrin í síldarverksmiðjunni Rauðku á Siglufirði eða 12 ára gamall og vann þar næstu sumur. Um 17 ára aldur fór hann fyrst á sjó einn vetur auk þess sem hann stundaði alla þá vinnu sem gafst í landi næstu árin, svo sem síldarvinnu,smíðar og annað sem til fellst. Eftir fullnaðarpróf lauk hann námi við Iðnskóla Siglufjarðar og einnig lauk hann prófi síðar í skipstjórnarnámi fyrir fiskiskip. Lengst af var hann skipsstjóri Hring SI34 frá Siglufirði, einnig á ýmsum minni bátum frá Siglufirði. Árið 1977 hætti Jón sjómennsku og flutti til Reykjavíkur og vann þar við bæði járnsmíði, trésmíði og síðast við netagerð hjá bróðir sínum Guðmundi netagerðarmeistara. Útför Jóns fer fram frá Seljakirkju í dag, 17 nóvember og hefst athöfnin klukkan 13.

Elskulegur afi minn er farinn frá okkur.  Þau voru ófá skipti sem hann keyrði mig í hesthúsið þegar ég var yngri og ef það hefði ekki verið fyrir hann þá er ég ekki viss að ég hefði komist svona oft í hesthúsið eins og raun bar vitni. Ég á mikið til honum afa mínum að þakka hversu mikill hestamaður ég er dag, þó ég hafi kannski ekki nefnt það við hann. Afi var alltaf til staðar þegar okkur bræðurna vantaði eitthvað og ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd.

Ég leit alltaf upp til afa og var svo óskaplega stoltur af honum. Ég sé það æ betur eftir því sem árin líða hversu góður og tryggur afi var og ég mun geyma þá fyrirmynd og rækta með sjálfum mér og ég kveð þig með þessari kveðju:

Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)


Viðar Ingólfsson

Í dag kveð ég elskulegan tengdaföður minn með trega og söknuði. Það kom okkur sem til þekktum ekki á óvart fráfall hans, Því síðustu ár hafa verið honum erfið vegna veikinda hans. Hann hvarf meira og meira inn í óm gleymskunnar, en sá sjúkdómur kallast í dag alsheimer. Þegar ég kom fyrst inn á þitt heimili í Grjótaselinu, tókst þú mér opnum örmum. Ég fann strax að hér var öðlingur á ferð. Greiðvikinn og barnelskur með eindæmum og fóru drengirnir mínir ekki varhluta af því. Þú taldir ekki eftir þér að keyra og sækja Viðar upp í hesthús. Ekki slepptir þú úr hestamóti meðan heilsan lifði. Handbolta hafðir þú einnig gaman af og fórst oft með mér á leiki, þar kom fram keppnisskapið frá því þú kepptir á skíðum í gamla daga.

Þar sem við bjuggum sem nágrannar í 24 ár hefur samvera okkar verið meiri en annars og saknaði ég þess að þú kæmir ekki, því oft komst þú  tvisvar á dag.

Við kveðjum þig með söknuði, því elskulegri og betri tengdaföður var vart hægt að hugsa sér. Takk fyrir góða samveru.

Guð geymi þig.

Þín tengdadóttir,

Ragna.