Sigurður Jónsson fæddist í Norðurhjáleigu í Álftaveri, 4. nóvember 1926. Hann lést á heimili sínu, Króktúni 14 í Hvolsvelli, 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórunn Pálsdóttir húsfreyja f. 5.9.1896, d. 27.10.1989 og Jón Gíslason bóndi í Norðurhjáleigu í Álftaveri og fyrrum alþingismaður, f. 11.01.1896, d. 2.4.1975. Systkini Sigurðar eru Þórhildur f. 22.12.1918, d. 14.2.1996, Júlíus f.26.2.1920, d. 25.7.2009, Gísli f. 7.12.1921, Pálína f. 23.1.1923, Böðvar f. 4.2.1925, Guðlaug f. 22.11.1927, d. 27.11.1927, Guðlaugur f. 21.1.1930, Jón f. 2.10.1931, Fanney f. 6.3.1933, Sigrún f. 27.2.1935, Sigþór f. 27.10.1937, Jónas f. 22.11.1939 Sigurður kvæntist 3. desember 1949 Steinunni Guðnýju Sveinsdóttur frá Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, f. 17.5.1931. Foreldrar hennar Hildur Jónsdóttir ljósmóðir f. 10.8.1890, d.13.7.1981og Sveinn Jónsson bóndi f. 5.4.1880, d. 23.12.1959. Sigurður og Steinunn eignuðust átta börn, þau eru: a) Sveinn, f. 5.4.1951, giftur Gróu Ingólfsdóttur f. 9.2.1953. Börn þeirra Sveinn Ægir, Steinunn Guðný, Hildur Kristín og Sigurður Bjarni. b) Þórunn, f. 31.10.1954, fyrrverandi eiginmaður Guðmundur Ágústsson f. 19.4.1950, börn þeirra, Ingibjörg, Ágúst, Sigríður Steinunn, Bjarni og Einar Þór. c) Sigurveig Þóra, f. 4.2.1957, gift Lárusi S. Ásgeirssyni, f. 3.6.1957, synir þeirra, Ásgeir Bjarni og Sigurður Þór. d) Hildur f. 16.3.1958 , sambýlismaður Aðalsteinn Stefánsson f. 6.12.1960, áður gift Árna Sigurðssyni f. 2.12.1956, börn Hildar og Árna, Sigurður Jósef, Bjarni, Jón Þór, Unnsteinn, Svavar (d. 13.08.1997), Svava Ósk. e) Bjarni f. 4.3.1961, d. 18.4.1985, sambýliskona Hulda Hansen f. 26.4.1958, börn hennar, Berglind ,Kristófer og Emanuel. f) Guðlaug f.12.2.1965, gift Agnari R. Agnarssyni f. 07.01.1965, börn þeirra, Erlingur og Steinunn g) Hjördís f. 13.06.1969, fyrrverandi eiginmaður Aðalsteinn Bjarnason f. 8.7.1969, börn þeirra, Sóley Birna, Sigurður Nökkvi, Svanhildur Guðný og Arnbjörn Óskar. h) Jóna f. 13.9.1970, gift S. Kolbeini Gunnarssyni f. 27.2.1964, synir þeirra Ólafur Helgi, Steinar Guðni og Kolbeinn Þór. Sigurður ólst upp í foreldrahúsum í Norðurhjáleigu í Álftaveri og lauk fullnaðarprófi frá barnaskólanum þar 1940. Hann fór á vetrarvertíðir í Vestmannaeyjum 1942-1949. Sigurður og Steinunn voru ráðshjú að Geldingalæk á Rangárvöllum 1950-1951, en bjuggu lengst af búi á Kastalabrekku í Ásahreppi, 1951-2001. Þau hafa síðan verið búsett í Króktúni 14 á Hvolsvelli. Sigurður var 12 ár í hreppsnefnd Ásahrepps og um árabil fulltrúi Rangæinga í Stéttarsambandi bænda, í stjórn Lífeyrissjóðs bænda, Sláturfélags Suðurlands og Kaupfélags Rangæinga. Sigurður tók alla tíð virkan þátt í kórstarfi og félagsmálum, hin síðari ár í handverki og félagsstarfi eldri borgara í Rangárþingi.
Elskulegi tengdafaðir minn.
Ég kveð þig með söknuði en um leið innilegu þakklæti fyrir allar samverustundirnar okkar síðustu 39 árin. Minningarnar eru svo margar og frásagnarhæfileikar þínir ógleymanlegir og dýrmætir núna. Veikindin þín hafa markað spor í hjörtu okkar fjölskyldu þinnar. Síðustu 9 vikur ertu búinn að vera mikið veikur, en mikið er eg þakklát fyrir að þú áttir 7 síðustu dagana þína heima. Þegar ég tók á móti þér þegar þú varst fluttur heim með sjúkrabíl og þegar búið var að leggja þig í rúmið kom mikil ró yfir þig og ég sagði Velkominn heim Siggi minn er ekki gott að vera kominn í rúmið sitt" Jú, æðislegt" hvíslaðir þú en hann átti orðið þá erfitt með að tala.
Ég er svo lánsöm að eiga heima hér í nágrenninu hjá tengdaforeldrunum mínum bara ein gata á milli okkar og það er mikið gott, en þau fluttu í Hvolsvöll þegar þau hættu búskap á Kastalabrekku fyrir níu árum. Elsklega fjölskyldan mín ég er mikið rík að eiga ykkur. þið eruð búin að standa sterk saman í þessum veikindum pabba ykkar. Vaktir teknar alla daga frá morgni til kvölds þennan tíma og margar nætur líka. Þið eruð yndisleg!
Elskulega tengdamóðir mín Steinunn Guðný og fjölskylda, börnin mín tengdabörn og barnabörn bið góðan Guð og alla englanna að styrkja okkur í þessum mikla missi okkar og sorg.
Kæri Sigurður minn. Minning þín lifir að eilífu.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
svefnsins draumar koma fljótt.
:,:svo vöknum við með sól að morgni:,:
(Bubbi Morthens.)
Þín tengdadóttir,
Gróa.