Þóra N. Stefánsdóttir Bachmann fæddist í Hafnarfirði 29. janúar 1917. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 10. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Þóru voru Stefán Ólafur Bachmann, fæddur á Akranesi 12. maí 1886, d. 21. ágúst 1965 og Margrét Sveinsdóttir, fædd í Hafnarfirði 11. nóvember 1889, d. 25. september 1936. Þóra var annað barn þeirra hjóna en systkini Þóru voru: 1) Sveinn Viggó, f. 9. september 1913, d. 15. ágúst 1987, 2) Súsanna María, f. 4. desember 1920, d. 28. október 1993. Þóra giftist 17. febrúar 1940 Ágústi Ottó Jónssyni frá Gróf í Hafnarfirði, f. 28. júní 1914, d. 31.október 1987. Foreldrar hans voru Guðfinna Margrét Einarsdóttir, fædd í Haukshúsum á Álftanesi 10. nóvember 1888, d. 5. ágúst 1982 og Jón Jónsson, fæddur í Lásakoti á Álftanesi 12. ágúst 1879, d. 26. október 1936. Þóra og Ágúst eignuðust tvö börn. 1) Stefán Grétar, f. 25. júlí 1940, d. 6. júlí 1993, kvæntur Sjöfn Jónasdóttur, f. 7. desember 1942. Börn þeirra eru: a) Þóra, f. 11. febrúar, maki hennar er Kristinn Marteinsson, f. 29. júlí 1962. Sonur þeirra er Stefán Ottó, f. 8. febrúar 1997. b) Silja, f. 9. júlí 1969, maki hennar er Jón Ingvi Geirsson, f. 28. október 1963. Dóttir þeirra er Regína Von, f. 21. nóvember 2008. c) Jónas, f. 10. mars 1976, í sambúð með Sigríði Sigfúsdóttur, f. 15. ágúst 1978. Dóttir þeirra er Unnur Sjöfn, f. 28. apríl 2004. 2) Jónína, f. 30. maí 1948, gift Ragnari Erni Ásgeirssyni, f. 9. janúar 1946, d. 8. febrúar 2001. Börn þeirra eru: a) Berglind, f. 17. nóvember 1971, maki hennar er Ásmundur Edvardsson, f. 13. júní 1969. Börn þeirra eru Helena, f. 23. apríl 1996, Viktor Örn, f. 22. janúar 2001 og Embla, f. 21. júní 2006. b) Ágúst Þór, f. 9. maí 1979, í sambúð með Hildi Einarsdóttur, f. 28. júní 1980. Börn þeirra eru Hilmir, f. 15. apríl 2006 og Freyja, f. 21. ágúst 2009 . c) Svala, f. 13. október 1984, í sambúð með Atla Bollasyni, f. 2. maí 1985. Þóra bjó alla sína ævi í Hafnarfirði. Hún var mikil húsmóðir og sinnti heimili sínu af kostgæfni. Auk húsmóðurstarfa vann hún í fiskvinnslu, við saumaskap og síðustu 32 starfsárin vann hún í þvottahúsi Súkrahúss Sólvangs í Hafnarfirði. Hún var heiðursfélagi Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar. Þar sat hún í stjórn um árabil. Einnig sinnti hún ýmsum öðrum félagsmálum í Hafnarfirði. Útför Þóru fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.

Elsku ,,amma Tóta" eins og ég kallaði hana Tótu frænku alltaf hefur kvatt
okkur.
Mikið þótti mér vænt um hana og allar þær stundir sem við áttum saman.
Þeirra stunda minnist ég nú með væntumþykju og gleði og geymi ég þær í
hjarta mínu.
Þín

Alexandra Eir.