Þórey Jóhanna Dóra Þorsteinsdóttir fæddist í Hofsósi 31. mars 1944. Hún lést á Sauðárkróki 9. nóvember 2009. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Hjálmarsson (1913-1981), póst- og símstöðvarstjóri, og Pála Pálsdóttir (1912-1993), kennari í Hofsósi. Systkini Dóru eru Páll, f. 1941, kvæntur Dröfn Pétursdóttur; María, f. 1943; Gestur, f. 1945, kvæntur Sóleyju Skarphéðinsdóttur; Anna Pála, f. 1947, gift Val Ingólfssyni; Þorsteinn, f. 1948, kvæntur Helgu Jónsdóttur; Broddi, f. 1951, kvæntur Hjördísi Þorgeirsdóttur; Snorri, f. 1956, kvæntur Anne Hoffmeyer; Rósa, f. 1958, gift Guðna Sigurði Óskarssyni. Árið 1964 giftist Dóra Sigurgeiri Angantýssyni bifvélavirkja, f. 12. apríl 1939. Þau eignuðust tvö börn, Halldóru Vöndu, f. 28. júní 1965, gift Jakobi Frímanni Þorsteinssyni, og Andra, f. 30. mars 1976, sambýliskona hans er Aníta Sigurbjörg Ásmundsdóttir. Börn Vöndu og Jakobs eru Þorsteinn Muni, f. 26. nóvember 1998, Þórdís Dóra, f. 24. júlí 2000, og Gunnar Ásgeir, f. 14. maí 2009. Áður átti Sigurgeir tvær dætur, Friðriku Jóhönnu sem lést á fyrsta ári og Friðriku Jóhönnu, f. 4. desember 1960, sambýlismaður Þorvaldur Guðmundsson, börn hennar eru Ívar Áki Hauksson, f. 1978 og Rakel Lind Hauksdóttir, f. 1982. Dóra starfaði sem talsímavörður hjá Pósti og síma í Hofsósi 1955-1964 og á Sauðárkróki 1965-1986 með hléum, en á því tímabili stundaði hún einnig nám í híbýlafræði í Kaupmannahöfn. Hún var skrifstofumaður við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki 1987-1988 og gjaldkeri hjá Pósti og síma á Sauðárkróki 1989-1991. Dóra var forstöðumaður Héraðsbókasafns Skagfirðinga 1991-2007 og starfaði síðan á upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð. Hún var alla tíð virk í starfi Alþýðuflokksins og síðar Samfylkingarinnar. Þá starfaði hún lengi með Alþýðulist, félagi handverksfólks í Skagafirði. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 21. nóvember.
Guðbjartur Hannesson