Guðmundur Tryggvason var fæddur 29. apríl 1918 í Finnstungu, Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 9.11. 2009. Hann var sonur Tryggva Jónassonar, f. 1892, d. 1952 og Guðrúnar Jóhönnu Jónsdóttur, f. 1880, d. 1967. Guðmundur kvæntist Guðrúnu Sigríði Sigurðardóttur, f. 18.4. 1924, d. 15.12. 1975 þann 31.12. 1946. Guðmundur og Guðrún áttu saman fjögur börn. Þau eru: Grétar Finndal, f. 4.7. 1948, Heimir Finndal, f. 23.8. 1949, Áslaug Finndal, f. 5.1. 1951 og Svanhildur Finndal, f. 19.7. 1953. Guðrún átti áður Garðar Röðul Kristjánsson, f. 15.9. 1943, d. 15.1. 1998. Grétar er giftur Ingunni Gísladóttur, f. 15.5. 1950 og eiga þau Björk, f. 23.4. 1969, Reyni Finndal, f. 29.12. 1972, Elfu Þöll, f. 1.2. 1975 og Ágústu Ösp, f. 27.10. 1987, d. 17.1. 1988. Björk er í sambúð með Borgari Valgeirssyni, f. 4.2. 1968 og eiga þau Valgeir Eini, f. 22.1. 2005. Reynir er í sambúð með Önnu Huldu Sigurðardóttur, f. 13.6. 1976 og eiga þau Hildi Ösp, f. 18.9. 1994 og Grétar Víði, f. 7.6. 2001. Anna Hulda átti fyrir Sölmu Björk Haraldsdóttur, f. 8.2. 1999. Elfa er gift Gunnari Tómassyni, f. 29.12. 1974 og eiga þau Tómas, f. 12.7. 2006 og Egil, f. 7.11. 2008. Heimir er í sambúð með Fanneyju Maríu Maríasdóttur, f. 9.6. 1955 og eiga þau saman Yngva Finndal, f. 29.4. 1978, Guðrúnu Hörpu, f. 1.6. 1982 og Atla Finndal, f. 21.2. 1984. Fanney átti fyrir Elísabetu Agnarsdóttur, f. 6.9. 1972. Guðrún er í sambúð með Snorra Harðarsyni, f. 26.4. 1971 og átti Guðrún áður Maríu Rós Erlendsdóttur, f. 19.6. 2000. Atli er í sambúð með Sólveigu Þórstínu Runólfsdóttur og eiga þau Veigar Finndal, f. 8.8. 2006 og Marías Finndal, f. 15.7. 2008. Elísabet er í sambúð með Grétari Örvarssyni, f. 11.7. 1959 og á Elísabet úr fyrri sambúð Viktor Hagalín Magnason, f. 25.6. 1996. Áslaug er gift Halldóri Bjarna Maríassyni, f. 9.10. 1952 og eiga þau þrjá syni, Guðmund Rúnar ,f. 21.9. 1971, Garðar Kristján, f. 30.12. 1975 og Gunnar Tryggva, f. 14.3. 1979. Guðmundur er giftur Ragnheiði Sólveigu Ólafsdóttur, f. 23.4. 1974 og eiga þau Axel Gauta, f. 16.6. 1992 og Natan Geir, f. 15.12. 1998. Garðar er í sambúð með Önnu Ingigerði Arnarsdóttur, f. 10.11. 1969 og eiga þau Arnar Darra, f. 17.9. 2008. Gunnar er í sambúð með Þórdísi Hauksdóttur, f. 15.7. 1978 og eiga þau Halldór Smára, f. 12.12. 2001 og Elísabetu Kristínu, f. 29.1. 2008. Guðmundur bjó lengst af í Finnstungu og stundaði þar búskap og smíðar. Hann bjó í Húnaveri frá 1976-1983 þar sem hann var húsvörður samhliða búskap. Á þessum árum fór hann að huga að skógrækt við Sölvatungu, sem er partur úr landi Finnstungu. Þar byggði hann sér hús og bjó þar frá árinu 1984. Á efri árum átti skógrækt, útskurður og rennismíði hug hans allan. Guðmundur var virkur í félagslífi sveitarinnar. Hann starfaði fyrir Búnaðarfélag Bólstaðarhlíðarhrepps og Veiðifélag Blöndu og Svartár auk þess sem hann var frá unga aldri í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Útför Guðmundar Tryggvasonar verður frá Blönduóskirkju laugardaginn 21. nóvember og hefst kl. 13.30. Guðmundur verður jarðsettur í Bergsstaðakirkjugarði.
Afa okkar var margt til lista lagt. Honum tókst að gera listaverk úr hverju því sem honum datt í hug, einkum með útskurði hvers konar. Hann hafði ekki mikinn áhuga á að sitja auðum höndum og lagði ætíð mikla áherslu á að maður ætti að nýta tímann skynsamlega. Afi var meira fyrir það að láta verkin tala. Hann var fastheldinn á venjur sínar og fannst honum nútíminn með breyttum siðum stundum kjánalegur. Afi var þó að mörgu leyti á undan sinni samtíð hvað varðar endurvinnslu, en sóun var honum ekki að skapi. Skógrækt var honum hugleikin og hann eyddi löngum stundum við að gróðsetja og hlúa að skóginum sínum. Það var erfitt að sjá þennan dugnaðarfork missa heilsuna og um leið viljann til að dvelja hér lengur. Afi hafði margoft sagt að þetta væri bara orðið gott, nú væri hann tilbúinn að fara. Einhvern veginn var maður farinn að halda að hann yrði alltaf þarna, rétt eins og hnjúkurinn og áin. Hefði afi dvalið við það mikið? Sennilega ekki, hann hefði í okkar sporum bara sagt: Þakka þér fyrir, afi, og vertu sæll.
Björk, Reynir og Elfa Þöll.