Þórarinn Þorkell Jónsson fæddist í Reykjavík 7. júní 1938. Hann lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi 23. nóvember sl. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þórarinsson, skipstjóri frá Ánanaustum í Reykjavík, f. 29.6. 1905, d. 10.11. 1967, og Guðrún Þorkelsdóttir, húsfreyja frá Valdastöðum í Kjós, f. 11.8. 1911, d. 28.11. 1982. Systkini Þórarins eru: 1) Halldór Heiðar, f. 18.10. 1935, d. 10.10.2009, eftirlifandi maki Helga Jóhannsdóttir, f. 10.11. 1935. 2) Guðmundur Reynir, f. 10.1. 1940, maki Kolbrún Halldórsdóttir, f. 28.10. 1941. 3) Ragnheiður, f. 10.5. 1942, d. 15.11. 1954. 4) Halldóra Borg, f. 30.7. 1945, d. 10.5. 2002, eftirlifandi maki Kristján Kristjánsson, f. 18.4. 1944, samb.k. Kristín Einarsdóttir. 5) Þórleif Drífa, f. 6.9. 1951, maki Finnbogi B. Ólafsson, f. 1.2. 1949. Hinn 20. febrúar 1960 kvæntist Þórarinn Þorbjörgu Jónsdóttur, f. 20.12. 1939. Foreldrar hennar voru Jón Eiður Ágústsson, málarameistari Reykjavík, f. 24.10. 1909, d. 27.4. 1974, og Helga Þorbergsdóttir húsfreyja, f. 7.11. 1909 á Þingeyri við Dýrafjörð, d. 14.8. 1978. Börn Þórarins og Þorbjargar eru: 1) Jón, f. 26.7. 1960, maki Birna María Antonsdóttir, f. 8.3. 1977. Börn Jóns eru: a) Eva Lind, f. 2.9. 1981, maki Henrik Jörgensen, f. 25.1. 1974, börn þeirra eru Ísak Máni, f. 27.4. 2004 og Elisabeth Mai, f. 7.5. 2009. b) Jóhanna Vala, f. 25.9. 1986. c) Þórarinn Ágúst, f. 25.9. 1986, samb.k. Ásta Kristín Marteinsdóttir, f. 27.8. 1991. Móðir þeirra er Jóhanna Magnúsdóttir. 2) Helga Halldóra, f. 27.4. 1965, maki Dagur Jónasson, f. 17.10. 1961. Börn þeirra eru: a) Breki, f. 18.3. 1995. b) Hulda, f. 2.1. 1997. Sonur Dags er Kristmann Freyr, f. 22.1. 1986, samb.k. Auður G Pálsdóttir, f. 27.2. 1988. 3) Bryndís, f. 26.9. 1971, maki Halldór Geir Þorgeirsson, f. 6.11. 1970. Börn þeirra eru: a) Snær, f. 21.12. 1997. b) Eik, f. 24.10.,2000. c) Nói, f. 28.8. 2002. d) Ilmur, f. 29.12. 2006. 4) Þórarinn Eiður, f. 20.10. 1976, samb.k. Alexandra María Klonowski, f. 8.10. 1979. Þórarinn stundaði nám við Verzlunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með verslunarskólapróf 1957. Að því loknu hélt hann til Englands til enskunáms. Þórarinn fór í löggildingarnám í endurskoðun við Háskóla Íslands 1962-1965 og hlaut löggildingu sem endurskoðandi 31.1. 1966. Þórarinn fór ungur til sjós með Halldóri bróður sínum og föður þeirra. Hann starfaði síðan hjá Hirti Péturssyni endurskoðanda frá 1959 til 1962. Hann var skrifstofustjóri og síðan framkvæmdastjóri hjá Kristján Ó. Skagfjörð frá 1962 til 1973. Þórarinn hóf rekstur eigin endurskoðunarskrifstofu árið 1970 og starfaði sem endurskoðandi allt til dauðadags, lengst af á Grensásvegi 16 í Reykjavík, eða síðan 1987. Þórarinn sat í ýmsum stjórnum og nefndum, m.a. í aðalstjórn SÁÁ 1984-1990, í stjórn Þróunarsjóðs Lagmetis, í stjórn Kristján Ó. Skagfjörð 1992 og sem stjórnarformaður frá 1993-1997/8 og stjórnarformaður Þorbjarnar Fiskaness hf 2000-2004. Þórarinn var einn stofnfélaga Lionsklúbbsins Týs sem stofnaður var 1973. Þar gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum og var endurskoðandi klúbbsins frá upphafi. Hann spilaði bridge með Krummaklúbbnum og blak með Blakendum. Útför Þórarins fer fram frá Langholtskirkju í dag, þriðjudaginn 1. desember, og hefst athöfnin kl. 13.
Kveðja frá Lionsklúbbnum Tý
Þegar Lionsklúbburinn Týr var stofnaður á vordögum 1973 var Þórarinn Þorkell Jónsson einn stofnfélaga, og virkur félagi allt til æviloka. Keli var kröftugur og atorkusamur og snemma kosinn formaður klúbbsins. Gengdi reyndar flestum stjónar- og trúnaðarstörfum allan starfstímann, lengst af þó í embætti endurskoðanda klúbbsins.
Ævinlega var hann fremstur í flokki hvort sem var í fjáröflunar- eða vinnuverkefnum, og ekki síst þegar kom að skemmtiferðum með fjölskyldum eða öðrum gleðskap til að efla samheldni, góðan félagsanda og vináttubönd, sem okkur hafa ávallt þótt mikils virði.
Það hefur verið okkur klúbbfélögum ómetanlegt að eiga samleið með þessum lífsglaða, trausta og hjartahlýja öðlingi og konu hans Þorbjörgu. Þau voru ætíð sem eitt, Keli og Tobbý. Henni og fjölskyldu þeirra sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Við Týsfélagar kveðjum okkar mæta félaga Þórarinn Þorkel Jónsson, allt of snemma, með þakklæti fyrir frábæra samvinnu og samveru um langt og eftirminnilegt skeið.
Björn Þorvaldsson.