Jóhannes J. Björnsson, fv. lögreglumaður og farmaður, var fæddur á Akureyri 13. nóvember 1932. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 3. desember 2009. Foreldrar hans voru Björn Jóhannesson, bóndi á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði, f. 11.4. 1893, d. 23.4. 1980, og Hulda Jóhannesdóttir, f. 15.9. 1906, d. 26. febrúar 1995. Jóhannes ólst upp hjá móður sinni í Norðurgötunni á Akureyri og var einkabarn hennar. Systkini Jóhannesar samfeðra voru: Þóra, f. 14. desember 1926, Hjördís, f. 17. júní 1928, Ragna, f. 21. desember 1928, Óttar, f. 3. júlí 1929, Heiðbjört, f. 16. september 1930, Brynja, f. 14. júní 1932, Broddi f. 4. maí 1938, Björn, f. 25. febrúar 1943, og Gunnvör, f. 27. des 1947. Jóhannes kvæntist Helgu Jónsdóttur, f. 13. september 1931. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Hulda Aðalbjörg, f. 16. október 1953. Maki Sigtryggur Guðlaugs, f. 2. nóvember 1950. Börn Huldu og Sigtryggs eru: Rúnar, Dóra Sif og Árni Þór. 2) Björn, f. 16.maí 1955. Maki Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, f. 15. apríl 1960. Börn Björns og Ingibjargar eru: Ólöf Sólveig, Sigurbjörg Sif og Helgi Rúnar. Sonur Björns er: Arnar. Eftirlifandi eiginkona Jóhannesar er Dagný Sigurgeirsdóttir, f. 23. maí 1935. Börn þeirra eru 1)Sveinbjörn, ættleiddur sonur Jóhannesar, f. 15. janúar 1970. Maki Þorgerður Sigurðardóttir, f. 19. desember 1971. Börn Sveinbjarnar og Þorgerðar eru: Einar Tómas og Helga Ísold. 2) Katrín, f. 4. janúar 1972. Maki Aðalsteinn Guðmundsson, f. 8. september 1978. Barn þeirra er: Guðmundur Alfreð. Börn Katrínar eru: Viktor Dagur, Axel Orri og Dagný Rós. Sonur Aðalsteins: Viktor Freyr. Börn Dagnýjar eru: 1) Hulda Björg, 16. nóvember 1956, d. 25. júlí 2001. Maki Hörður Geirsson, f. 9. maí 1960. Börn Huldu Bjargar og Harðar eru: Jónas sem er látinn, Arnar Össur, Hreggviður og Hörður Vilberg. 2) Sigurgeir Sveinsson, f. 8. desember 1959. Sambýliskona Þóra Rósa Gunnarsdóttir, f. 5. október 1965. Sonur Sigurgeirs er: Rói. Sonur Þóru er Arngrímur. 3) Helga Jóna Sveinsdóttir, f. 27. mars 1961. Börn Helgu eru: Sveinn Þorri, Hilma Ýr og Sólon Örn. 4) Hilma, 25. maí 1966. Maki Jón Georg Aðalsteinsson, f. 8. maí 1965. Börn Hilmu og Jóns eru: Jökull Aðalsteinn og Sölvi. Langafabörn Jóhannesar eru tíu. Útför Jóhannesar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, þriðjudaginn 15. desember 2009, og hefst athöfnin kl. 10.30.

Hinsta kveðja.
Jóhannes var sjómaður. Þrátt fyrir að hafa unnið við ótal störf um
ævina og farið víða um heim, vitum við sem hann þekktum að á sjónum
undi hann sér best. Nú hefur hann farið í sína hinstu för og biðjum
við Guð að blessa hann og minningu hans.

Nú sit ég við sæinn

og syrgi ei grand,
húmið þó hylji
mér himin og land.
/
Mín lífssorg er liðin,
nú lít ég með ró
fleyið, sem mig flytur
um forlaga sjó.
(Matthías Jochumsson.)

Sveinbjörn, Katrín, Hilma, Helga Jóna og Sigurgeir. Sendandi: Gísli Sigurgeirsson