Walter Helgi Jónsson húsgagnabólstrari fæddist í Reykjavík 21. september 1933. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. desember sl. Foreldrar hans voru Jón V. Guðvarðarson, f. 17.6. 1905, d. 15.3. 1990, og Þuríður Guðmundsdóttir, f. 26.12. 1893, d. 14.4. 1981, og bjuggu þau í Reykjavík. Hálfsystur Walters eru, Guðmunda, f. 1924, d. 22.2. 2007, Jónheiður, f. 1926, d. 5.12. 1908, og Guðjóna, f. 1927. Hinn 28. maí 1955 kvæntist Walter Guðrúnu Guðmundsdóttur, f. 18.6. 1933, d. 20.4. 1974, frá Böðmóðstöðum í Laugardal, eignuðust þau þrjú börn, þau eru: 1) Jón Þorvaldur, f. 10.12. 1954, sambýliskona Jolanta Tomaslewska, börn hans eru fimm og eitt barnabarn. a) Margrét Lára, f. 13.7. 1972, d. 27.12. 1972. b) Guðrún, f. 24.8. 1976, maki Stefán Sturluson, barn þeirra, Sturla Már, f. 26.3. 2002. c) Tara Lind, f. 12.6. 1986. d) Karólína Íris, f. 1.10. 1990. e) Walter Hannibal, f. 6.4. 1993. 2) Hrönn, f. 23.10. 1962, maki Kristján Helgi Lárusson, börn þeirra eru fjögur og þrjú barnabörn. a) Lárus Helgi, f. 25.8. 1982, maki Ragnheiður Magnúsdóttir, barn þeirra Magnús, f. 25.9. 2008. b) Rúnar Karl, f. 27.9. 1983, maki Linda Jóhannsdóttir, barn þeirra Ísak Kristófer, f. 16.7. 2008. c) Sonja Ósk, f. 13.4. 1989, maki Egill Egilsson, barn þeirra Díana Rós, f. 5.7. 2009. d) Guðjón Óskar, f. 13.4. 1989. 3) Ólöf Birna, f. 12.11. 1963, maki Kristján Einarsson, börn þeirra eru fjögur og tvö barnabörn. a) Róbert Elvar, f. 15.2. 1984, maki Emilia Christina Gylfadóttir, börn þeirra Kristján Kári, f. 10.3. 2004, Júlía Guðrún Linnéa, f. 8.7. 2007. b) Walter Fannar, f. 6.9. 1989. c) Mikael Rúnar, f. 13.7. 1993. d) Daníel Sigmar, f. 30.10. 2002. Einnig eignaðist Walter son, 4) Auðun Helga, f. 23.7. 1981, maki Gerda Christine Waltersson. Barnsmóðir er Lára Sigrún Helgadóttir. Walter hlaut hefðbundna skólagöngu í Reykjavík og útskrifaðist sem meistari í húsgagnabólstrun 1959 og starfaði við það fag mest alla starfsæfi sína. Walter bjó á Blönduósi síðustu misserin þar sem hann undi hag sínum vel. Útför Walters fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, í kyrrþey að ósk hins látna. Jarðsett var í Fossvogskirkjugarði.

Elsku Walter afi, vildi kveðja þig með einu af mínu uppáhalds ljóði sem hljóðar svo:

Þú sæla heimsins svalalind
ó, silfurskæra tár,
er allri svalar ýtakind
og ótal læknar sár.
/

Æ, hverf þú ei af auga mér,
þú ástarblíða tár,
er sorgir heims í burtu ber,
þótt blæði hjartans sár.

/

Mér himneskt ljós í hjarta skín
í hvert sinn, er ég græt,
en drottinn telur tárin mín
ég trúi' og huggast læt.
(Kristján Jónsson.)

Hvíl í friði elsku afi ég trúi því að nú líði þér vel og Guðrún amma hafi tekið á móti þér opnum örmum.

Guðrún.