G. Frímann Hilmarsson fæddist að Fremstagili í Langadal 26.2. 1939. Hann lést á Heilbrigðistofnuninni á Sauðárkróki þann 3.12. 2009 síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hilmar Arngrímur Frímannsson og Jóhanna Birna Helgadóttir. Systkini Frímanns eru Halldóra, Anna Helga, Valgarður og Hallur. Eftirlifandi eiginkona Frímanns er Kolbrún Jenný Sigurjónsdóttir. Börn Frímanns eru Hulda Birna, f. 1962; Steinunn Ásgerður, f. 1963; Kristján, f. 1967 lést 1999; Kristín, f. 1969, og Hilmar Arngrímur, f. 1973. Barnabörn Frímanns eru nítján og langaafabörnin þrjú. Frímann var lögreglumaður en vann við ýmis störf á sjó og landi. Hann var mikið náttúrubarn og var hestamennska hans aðaláhugamál. Útför Frímanns fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, laugardaginn 12. desember, og hefst athöfnin kl. 14.
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
/
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
/
Við gætum sungið, gengið um,
gleymt okkur með blómunum.
Er rökkvar ráðið stjörnumál.
Gengið saman hönd í hönd,
hæglát farið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja sál.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Kæri vinur hvíl í friði
Guðmundur Frímann Þorsteinsson.