Pétur Hafliði Ólafsson, fæddist í Stykkishólmi 10.febrúar 1920. Hann lést á líknardeild Landspítala Landakoti laugardaginn 5. des. sl. Hann var sonur hjónanna Ólínu J. Pétursdóttur, f. í Svefneyjum 1887, d. 1979 og Ólafs J.Jónassonar, Innra-Leiti, Skógarstrandarhreppi, f. 1887, d. 1929. Pétur var einn af þrettán börnum þeirra hjóna. Fjölskyldan fluttist 1923 til Reykjavíkur. Pétur kvæntist Jóhönnu Guðrúnu Davíðsdóttur frá Patreksfirði, f. 3.9. 1920, d. 4.1. 2003. Foreldrar hennar voru Davíð Friðlaugsson, f. í Skápadal, Rauðasandi 1885, d. 1934 og Sesselja G. Sveinsdóttir, f. 1892, d. 1985. Pétur og Jóhanna eignuðust 6 börn. 1) Davíð, f. 14.9. 1940, d. 24.12. 1973. Davíð eignaðist tvo syni, þá Guðmund, f. 1961, hann á 5 börn Margréti Hrefnu, Petru Guðný, Davíð, Agnar Guðna og Tindru og 3 barnabörn og Sigurð, f. 1965, hann á tvo syni, Pétur Hafliða og Davíð. Einnig átti Davíð eina fósturdóttur, Helgu Magnúsdóttur. 2) Hrefna Sesselja, f. 2.10. 1943. Hennar börn eru: Hafþór, f. 14.11. 1961, d. 22.6. 2007, hann á einn son og tvær dætur, þau eru Kristján, Tinna María og Alexandra. Jóhanna Ágústa, f. 1965, hennar maður er Jóhann Tómasson, þau eiga fjögur börn, Huldu Hönnu, Andreu Rán, Telmu Lind og Viktor Gauta. Ásdís, f. 1967, hún á þrjá syni Eið Aron, Theodór og Martein. Erla, f. 1979. 3) Hafliði, f. 22.6. 1945, d. 2.12.1982, hann eignaðist tvær dætur með konu sinni Vigdísi Sigurðardóttur. Jónína Sigríður, f. 1967 , hennar maður er Friðrik Ágústsson Kaldal, dóttir þeirra Eva Kaldal. Berglind, f. 1975, hennar maður er Einar Geir Jónsson, synir þeirra eru Jón Karl og Einar Geir. 4) Hugrún, f. 29.10. 1950, gift Marteini Eli Geirssyni, þau eiga þrjú börn: Margrét, f. 1971, hennar maður Brynjólfur Hilmarsson, þau eiga 2 börn, Rakel og Martein Elí. Pétur Hafliði, f. 1973, hans kona er Unnur Anna Valdimarsdóttir, þau eiga eina dóttur, Lilju Hugrúnu. Íris Dögg, f. 1982, hún á eina dóttur Hafrúnu Emblu. 5) Pétur, f. 28.2. 1953, kvæntur Önnu S. Einarsdóttur, þau eiga þau Ásdísi, f. 1973, hennar maður er Jóhann Þórarinsson, þau eiga þrjár dætur, Fanney Lind, Laufey Birna og Lovísa Anna. Dagmar, f. 1980, hennar maður er Gunnar Egill Egilsson, þau eiga tvö börn, Andreu Dís og Aron Darra. 6) Ólína Björk, f. 13.12. 1956, hún á þrjá syni, Hafliða Þór, f. 1986, hann á einn son Daníel, Davíð Ágúst, f. 1989 og Ólaf Alex, f. 1991. Pétur hóf sjómennsku 15 ára gamall fyrir alvöru. Árið 1942 fór hann með skipalest PQ13 sem sigldi frá Íslandi til Murmansk í Rússlandi. Síðar varð hann farmaður hjá Eimskipafélagi Íslands til margra ára. Pétur kenndi í verklegri sjóvinnu á vegum Æskulýðusráðs Reykjavíkur. Björgunarskipið Sæbjörg, má segja að hafi verið fyrsta skólaskip Íslendinga. Einnig starfaði hann sem fiskmatsmaður fyrir Ríkismat sjávarafurða. Pétur koma að stofnun Félags eldri borgara í Reykjavík. Pétur verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, miðvikudaginn 16. desember og hefst athöfnin kl. 15.

Elsku yndislegi afi minn. Gæti skrifað margt og mikið um þig, sagt frá öllum þínum ævintýrum sem voru mörg á þinni lífsleið og farið yfir allar sögurnar sem þú hefur sagt mér. En mér þykir lagið hans Rúnars Júlíussonar lýsa þér og okkar samskiptum vel. Og það þarf svo sannarlega fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig.

Kveð þig með miklum söknuði og sorg í hjarta en jafnframt með bros á vör.
Takk fyrir allt elsku besti minn!

Það þarf þarf fólk eins og þig
fyrir fólk eins og mig
frá Bláa lóns böðum
að nyrstu sjávarströnd
/
Frá vel þekktum stöðum
út í ókönnuð lönd
þarf fólk eins og þig
fyrir fólk eins og mig
/
Ef dimmir í lífi mínu um hríð
eru bros þín og hlýja svo blíð
/
Og hvert sem þú ferð
og hvar sem ég verð
þarf fólk eins og þig
fyrir fólk eins og mig
/
Það þarf þarf fólk eins og þig
fyrir fólk eins og mig
frá hlíðum Akureyrar
inn í grænan Herjólfsdal
/
Frá Hallormstaðar skógi
inn í fagran Skorradal
þarf fólk eins og þig
fyrir fólk eins og mig
/
Ef dimmir í lífi mínu um hríð
eru bros þín og hlýja svo blíð
/
Og hvert sem þú ferð
og hvar sem ég verð
þarf fólk eins og þig
fyrir fólk eins og mig
/
Ef dimmir í lífi mínu um hríð
eru bros þín og hlýja svo blíð
/
Og hvert sem þú fer
og hvar sem ég verð
þarf fólk eins og þig
fyrir fólk eins og mig
(Rúnar Júlíusson)

Íris Dögg Marteinsdóttir.