Eggert Ólafsson fæddist í Reykjavík 14 september 1940. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu Bogatúni 13 á Hellu aðfaranótt 12 desember sl. Foreldrar hans voru Ólafur Sigurðsson f.31.okt 1901 í Flatey á Breiðafirði, vélstjóri d.2 feb 1975 og Þuríður Guðmundsdóttir f. 20 sept 1915 í Reykjavík,húsmóðir d. 13 maí 1991.Systkini Eggerts eru Hrafnhildur f.15 desember 1937,Sigrún f. 19 september 1939, Örn f. 30 mars 1942 og Sigurður f. 12 júní 1951.Eggert átti einn hálfbróðir Bjarna samfeðra.Eggert giftist 31 desember 1989 Huldu Sólborgu Eggertsdóttur f. 16 mars 1943.Synir Huldu eru Eggert Valur f. 15 ágúst 1963 og Sigurður Bjarni f.12 september 1964. Fyrir átti Eggert tvær dætur Fanneyju Ósk og Elínu Rún og á Eggert eitt barnabarn.Eggert lærði í vélsmiðjunni Héðni og fór síðan í Vélskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist sem vélstjóri eftir að námi lauk. Hann hóf störf hjá Landhelgisgæslu Íslands og starfaði á varðskipum gæslunar alla tíð sem vélstjóri síðustu árin var hann yfirvélstjóri á varðskipinu Ægi. Eggert lét af störfum vegna veikinda 1992. Eggert var formaður félags eldri borgara í Rangávallarsýslu til dauðadags Útför Eggerts fer fram frá Oddakirju á Rangárvöllum í dag laugardaginn 19 desember og hefst athöfnin kl 13.00

Jæja gamli vinur þá er komið að kveðjustund í þessu lífi, eftir rúm fjörutíu ára viskap sem hófst þegar við eignuðumst okkar fyrstu íbúðir í Tjarnarbóli, var magt brallað þar þegar þú komst í land. Ég byrjaði að sigla með þér á honum Óðni og urðu árin nokkur hjá gæslunni. Svo færðist ró yfir okkur og við stofnðum okkar fjölskyldur og árin liðu og alltaf hélst þú þína tryggð við mig. Eftir sambúðarslit hjá þér hitti ég þig og var gömul vinkona okka beggja hún Hulda með í för, sá ég að það var neisti á milli ykkar sá neisti óx og kom að því að þú baðst mig að vera svaramann þinn við giftingu ykkar og var mér sönn ánægja að því. Mjög gott var að heimsækja Eggert og Huldu, þau bæði listakokkar og gleðigjafar og vil ég og Margrét þakka fyrir þær gleðistundir sem við áttum saman. Við vinirnir áttum saman lag sem við sungum á góðum stundum brot úr þeim texta er upp til stjarnanna.

Huldu og fjölskyldu votta ég samúð mína, guð blessi ykkur.

Logi Björgvinsson og fjölskylda.