Karl Karlsson fæddist í Reykjavík 30.11. 1961. Hann lést í Norgegi 22.11. 2009. Móðir Karls er Hergerður Zakaríasdóttir, f. 1936. Faðir hans var Karl Levy Jóhannesson, f. 1919, d. 2008. Karl var kvæntur Ernu Hilmarsdóttur og átti með henni tvö börn, Hafrúnu Öldu, f. 1983, og Adam Levy, f. 1985, en leiðir þeirra skildu. Karl var kominn af stórum systkinahópi, en þau voru 14 systkinin og eru nú 5 þeirra látin. Samfeðra, Kristofer (látinn), Sigríður, Kristín og Jóhannes. Af alsystkinum var Karl fimmti í röðinni, en þau eru, Hörður (látinn), Hörður (látinn), Jóhann, Hera, Hörður og óskírð stúlka (látin). Sammæðra eru, Annika, Perla og Rósa. Karl lætur eftir sig unnustu í Noregi, Helgu Grönseth, en hún á 3 uppkomin börn. Minningarathöfn fór fram í Kópavogskirkju fimmtudaginn 17. desember.
Vin sínum
skal maður vinur vera
og gjalda gjöf við gjöf.
Hlátur við hlátri
skyli höldar taka
en lausung við lygi.
/
skal maður vinur vera,
þeim og þess vin.
En óvinar síns
skyli engi maður
vinar vinur vera.
(Úr Hávamálum.)
Börnum Karls og öðrum ættingjum vottum við okkar innilegustu samúð og hluttekningu.
Steinþór, Hildur og börn.
Elsku pabbi okkar.
Það eru engin orð sem lýsa því nógu vel hversu mikið okkur þykir vænt um
þig.
Allar góðu minningarnar eiga eftir að hlýja okkur í hjartanu á erfiðum
tímum.
Við erum varla að trúa þessu og þetta er allt svo óraunverulegt.
Þú varst alltaf svo hress og skemmtilegur og oftar en ekki brosandi út að
eyrum.
Það var alltaf gaman að fá þig í heimsókn frá Noregi, þú hafðir alltaf frá
einhverju skemmtilegu að segja.
Elsku besti pabbi, við söknum þín svo mikið.
Þökkum samfylgdina í lífinu.
Þín börn,
Hafrún og Adam.
Elsku besti frændi þú varst svo góður og við söknuðum þín þegar þú fóst út til Noregs og ég saknaði þín svo mikið og það var svo gaman þegar þú varst hjá mér, ofsa gaman
Ég sakna þín.
Bæ, bæ besti frændi, bæ, bæ.
Frá Elínu Rós 8 ára.