Sigríður Friðjónsdóttir Pollock, fæddist á Sílalæk í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu 21. febrúar 1928. Hún lést að Vífilstöðum þann 28. október 2009. Sigríður var næstelst barna Friðjóns Jónassonar bónda þar og Katrínar Benóníu Sólbjartsdóttur, húsfreyju. Friðjón, var fæddur á Sílalæk í Aðaldal 5. maí 1899 og lést þar 1. október 1946. Hann var sonur Sigríðar Friðjónsdóttur, húsfreyju, sem fædd vara á Sandi í Aðaldal 20. desember 1875 og lést í Reykjavík 20. febrúar 1963 og Jónasar Jónassonar, bónda, sem fæddur var á Sílalæk 1. október 1867 og lést þar 20. janúar 1946. Katrín Benónía fæddist í Bjarneyjum 20. júní 1905 og lést í Reykjavík 30. janúar 1999. Hún var dóttir Sigríðar Gestínu Gestssdóttur, sem fædd var 16. apríl 1874 og lést 30. ágúst 1957 og Sólbjarts Gunnlaugssonar bónda í Bjarneyjum, sem fæddur var 15. ágúst 1872 og lést 24. júlí 1921. Systkini Sigríðrar: Falur Friðjónsson, fæddur á Sílalæk 1. desember 1926 og látinn á Akureyri 23. janúar 2006. Maki Guðrún Lovísa Marínósdóttir. Þórunn Sólbjört Friðjónsdóttir, fædd á Sílalæk 20. apríl 1930 og lést í Reykjavík 21. desember 2006. Maki Björn Ingi Þorvaldsson Halldór Hildingur Reimar Friðjónsson, fæddur á Sílalæk 7. júní 1939. Maki Unnur Jónsdóttir (skilin). Sigríður giftist 20. september 1952, Francis Lee Pollock fæddum 20. september 1929 í Bandaríkjunum og lést þar 1. febrúar 2008. Börn þeirra: 1) Michael Dean Óðinn Pollock, f. 23. nóvember 1953 í Bandaríkjunum, börn: Marlon Lee Úlfur Pollock, Karl Ruebin Pollock og Arthur Óðinn Pollock. 2) Daniel Allan Pollock, f. 24. september 1958 í Bandaríkjunum, maki: Sigríður Sigurðardóttir, börn: Tanya Lind Pollock, börn: Isis Helga og Francis Mosi, Justin Þór Pollock. 3) Nathalie Susanne Pollock, f. 30. janúar 1961 á Íslandi, maki: Eduardo Menjivar. 4) Patricia Marie Pollock, f. 18. janúar 1962 á Íslandi, maki: Karl Arriola, börn: Salina Collins, börn: Jeordyn og Kyland Lee, maki: Percy Collins. Candice Carol Canady, börn: Kæya, Aniya og Elijah Lee, maki: Joshua Canady. Natalie Famous. Útför Sigríðar fór fram í Landakotskirkju 4. nóvember 2009.

Sigríður ólst upp á Sílalæk í faðmi fjölskyldu og frændfólks. Á þeim tíma sem hún var að alast upp bjuggu þar tvær fjölskyldur, foreldrar hennar, systkini ásamt ömmu hennar og afa og Jónas Andrésson frændi hennar með fjölskyldu sína. Tvíbýli var á Sílalæk á þessum tíma og bjuggu þeir tíma sem báðir bjuggu. Sambýli þetta var alla tíð mjög gott og sterkt samband á milli fjölskyldnanna. Á Sílalæk hefur búið sama ættin frá 1773 og enn býr þar frændfólk Sigríðar, afkomendur Jónasar Andréssonar.

Á Sílalæk var stórt heimili og mjög gestkvæmt og fóru margir þar um, sem áttu erindi annað.

En fjölskylda hennar fór frá Sílalæk 1947 eftir að Friðjón faðir hennar lést og flutti þá móðir hennar til Akureyrar með börn og bú. Ári síðar flytur Sigríður til Reykjavíkur og var í vist hjá Jónasi á Hreiflu.

Leiðir Sigríðar og Lee lágu samman á Hótel Borg og eftir árs kynni gifti þau sig.   1951 fluttu þau hjónin til Kaliforníu og eignuðust þau tvö elstu börnin Michael og Daniel.
1961 fluttu þau aftur hingað til Íslands og eignuðust þau tvær stúlkur þær Natalie og Patricia.  Það má segja að þau höfðu flakkað  fram og til baka á milli Íslands og Ameríku allt þeirra hjónaband. Eftir að Lee fór á eftirlaun fluttu þau alfarið til Íslands.  Má segja að Sigríður hafi verið á undan sinni samtíð. Eftir að hún fór að eignast börnin settist hún á skólabekk og lærði til sjúkraliða. Vann hún við það bæði hér á landi og í Ameríku. Unni hún starfinu og sýndi hún sjúklingunum mikla samúð og þolinmæði þá sérstaklega  þeim sem áttu enga eða fáa aðstandendur.  Sigríður var mjög listræn og hafði gaman af allri list. Á eldri árum settist hún aftur á skólabekk og þá til að læra listmálun, leyndust duldir hæfileikar.  Skildi hún eftir sig fáar mjög fallegar myndir sem eru mikils metnar af fjölskyldunni.  Tónlist var einnig stór partur af hennar lífi, og þar átti Elvis Presley stóran aðdáanda í Sigríði. Það var einnig heitur draumur hjá henni að heimsækja Graceland, heimili hans. Fóru þau hjónin þangað og var það ferð sem hún talaði lengi um.

Sigríður kenndi fjölskyldunni að bera virðingu og ást fyrir lífinu, menningu, list, tónlist, dýrum og náttúru.  Hún var mjög ástrík móðir, amma og langamma, eigum við margar góðar minningar af henni.

Munum við saknar hennar.

Pollock fjölskyldan.