Guðmundur Guðmundarson fæddist á Eyrarbakka 18. júlí 1920. Hann andaðist 16. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnheiður Lárusdóttir Blöndal, f. í Innri-Fagradal 19. desember 1876 d. 1957 og Guðmundur Guðmundsson kaupfélagsstjóri á Eyrarbakka f. 6 janúar 1876 d. 1967. Systkini Guðmundar eru: Ástríður, f. 1901, d. 1992. Kristín f. 1904 d. 1992. Björn, f. 1906, d. 1938, Kristjana, f. 1910, d. 2000, Sigríður, f. 1911, d. 1911, Steinn, f. 1912, d. 1935, Lárus f. 1914, d. 2004 og Kristján, f. 1917, d. 1998. Hinn 25 mars 1945 giftist Guðmundur Gróu Helgadóttur píanókennara, f. 17. april 1917, d. 13.01.1988. Gróa brautskráðist sem píanókennari frá Tónlistaskólanum 1936. Foreldrar hennar voru Helgi Eiríksson bakarameistari frá Karlskála við Reyðarfjörð f. 7.01.1877, d. 5.06.1940 og Sesselja Árnadóttir frá Kálfatjörn, f.1.07.1879, d. 17.02.63. Börn Guðmundar og Gróu eru: 1) Helga Sesselja f. 9 sept. 1945. Hún kvæntist Pablo Hausmann f. 4.02.41. Börn þeirra eru a) Pablo Guðmundur f. 1.06.1965 d. 8.08.1969; b) Cecilia Hausmann f. 03.04.1968, gift Jorge Le Monnier Mata f. 12.01.1957og eiga þau tvö börn; Maria Le Monnier Hausmann f. 4.10.1993 og Alvaro Le Monnier Hausmann f. 28.10.1999; c) Enrique Sigurður ókvæntur; d) Katla Maria f. 28.06.69, gift Cristian Bazzolo f. 7.07.1970. þau eiga son Pablo Bazzolo f. 09.09.2004 en Katla átti dóttur áður Greta Mion f.03.03.96. Eftir að Helga og Polin skildu gekk hún að eiga John Spencer og eiga þau soninn Vahid Óðinn f. 7.08.79 giftur Natasha Collishaw f. 11.01.85. Helga og John skildu nokkrum árum síðar. 2) Guðmundur Steinn f. 17.03.48 kvæntur Mariu Teresu Marti f. 17.04.50. Börn þeirra eru: a) Sara H. Marti f. 01.09.78. gift Tobias Munthe f.18.11.78. b) Guðmundur Ívan f. 25.07.82; c) Myriam Steinunn f. 16.01.85; 3) Sigurður Ingi f. 6.12.49. kvæntur Ólöfu Guðrúnu f. 3.09.47. Þeirra börn eru: a) Skúli Örn f. 14.05.75. sambýliskona hans er Berglind Hrönn Eðvaldsdóttir f. 2.11.82; b) Lára Gró Blöndal f. 3.05.78, sambýlismaður hennar er Viðar Kárason f. 4.02.75 og eiga þau þrjú börn: Elín Ólöf f. 9.07.04, Nökkvi Viðar f. 26.03.06, Sandra Marin 21.09.07. Guðmundur fæddist og ólst upp í foreldrahúsum á Eyrabakka í “Húsinu” sem svo er kallað og er safn í dag. Hann var níunda og síðasta barn forledra sinna. Hann brautskráðist frá Verslunarskóla Ísland 1938 og hlaut þá sérstök ritgerðarverlaun. Hann var í stjórn Nemendasambands Verslunarskólans í 11 ár. Hann hóf skrifstofustörf hjá Héðni hf. og vann þar síðar sem aðalgjaldkeri til ársins 1956. Hann var meðeigandi í Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur 1947-1964 og framkvæmdarstjóri þar 1956-´58. Framkvæmdarstjóri og meðeigandi Lindu-umboðsins frá 1958 og síðar eigandi og framkvæmdarstjóri ABC hf. heildverslun. Gjaldkeri í stjórn Heimdallar (FUS) 1937-´45. Í stjórn styrktar- og sjúkrasjóði V.R. frá 1964 í mörg ár. Gjaldkeri í umdæmisstjórn Lions 1963 og ´64. Formaður Lionskl. Ægis 1969. Var í fyrstu stjórn Félags aldraðra. Var í stjórn SÍBS frá 1962 og ritari þar frá 1974 í mörg ár. Í stjórn Múlalundar frá 1963 og stjórnarformaður þar 1972 í mörg ár. Samdi gamanvísur fyrir “Bláu Stjörnuna” og Brynjólf Jóhannesson, sem söng nokkur þeirra á hljómplötu. Samdi einnig texta við spænsk barnalög á hljómplötur fyrir dóttur-dótturina Kötlu Maríu 1979 og 1980. Þau hjónin Guðmundur og “Gógó” eins og Gróa var jafnan kölluð bjuggu fyrstu árin á Grenimel og seinna á Lynghaga. Þau reistu sumarhúsið “Háeyri” í Mosfellssveit árið 1950 og bjuggu þar á sumrin og stunduðu bæði trjárækt og blómarækt. Þeir eru ófáir sem enduðu „sunnudaga-bíltúra“ sína í sælureit þeirra hjóna á Háeyri. Útför Guðmundar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.

Guðmundur Guðmundarson átti löngum í rimmum við okkur ljóðskáldin á síðum Morgunblaðsins. Var undirritaður einn af þeim sem skrifaðist þar á við hann um þau hugðarefni okkar. Guðmundur hóf upp raust sína til varnar háttbundnum kveðskap í kringum 1980, þegar mörgum virtist að rímið hefði endanlega grafist undir í mælskuflóði móderníska ljóðsins. Þó hefur síðan orðið ljóst, að nýjar skáldakynslóðir hafa verið gjarnar á að halda úti ríminu sem aukagetu; til að kanna orðaleiki og formræn sjónarhorn af tagi sem síður gefst færi á í hinum innihaldsríkari óbundnu ljóðum. Er þá oftast gripið til vísnaformsins, svosem ferskeytlunnar. Undirritaður hefur t.d. gjarnan einnig snúið óbundnum ljóðum sínum í bundin, og náð þannig fram viðbótar sjónarhornum.    Finnst mér nú við hæfi að kveðja þennan vin okkar ljóðs og blóma, með einu af þeim ljóðum sem ég hef aðeins ort í bundnu formi, en það heitir: Æskueplin; og birtist í elleftu ljóðabók minni, Kvæðaljóðum og sögum (2008):

Epli gullin kváðu glóa

geymd á tré sem nyrðra skín:

dísir vernda á báða bóga,

banvænn dreki undir gín.

/

Þessi epli guðir girntust,

vildu glaðir eta af

þá er girndargyðjan virtust

gerði þeim að yngjast þar.

/

Máttu sína feigð í spegli

sposku yndisgyðjunnar

gruna þá er grá hár reytti

eða göptu hrukkurnar.

/

Ruðu þau á rjóða vanga,

ráku aftur hrukkurnar,

dvöldu síðan daga langa,

dægrin liðu, aldirnar.

Tryggvi V. Líndal.