Guðmundur Guðmundarson fæddist á Eyrarbakka 18. júlí 1920. Hann andaðist 16. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnheiður Lárusdóttir Blöndal, f. í Innri-Fagradal 19. desember 1876 d. 1957 og Guðmundur Guðmundsson kaupfélagsstjóri á Eyrarbakka f. 6 janúar 1876 d. 1967. Systkini Guðmundar eru: Ástríður, f. 1901, d. 1992. Kristín f. 1904 d. 1992. Björn, f. 1906, d. 1938, Kristjana, f. 1910, d. 2000, Sigríður, f. 1911, d. 1911, Steinn, f. 1912, d. 1935, Lárus f. 1914, d. 2004 og Kristján, f. 1917, d. 1998. Hinn 25 mars 1945 giftist Guðmundur Gróu Helgadóttur píanókennara, f. 17. april 1917, d. 13.01.1988. Gróa brautskráðist sem píanókennari frá Tónlistaskólanum 1936. Foreldrar hennar voru Helgi Eiríksson bakarameistari frá Karlskála við Reyðarfjörð f. 7.01.1877, d. 5.06.1940 og Sesselja Árnadóttir frá Kálfatjörn, f.1.07.1879, d. 17.02.63. Börn Guðmundar og Gróu eru: 1) Helga Sesselja f. 9 sept. 1945. Hún kvæntist Pablo Hausmann f. 4.02.41. Börn þeirra eru a) Pablo Guðmundur f. 1.06.1965 d. 8.08.1969; b) Cecilia Hausmann f. 03.04.1968, gift Jorge Le Monnier Mata f. 12.01.1957og eiga þau tvö börn; Maria Le Monnier Hausmann f. 4.10.1993 og Alvaro Le Monnier Hausmann f. 28.10.1999; c) Enrique Sigurður ókvæntur; d) Katla Maria f. 28.06.69, gift Cristian Bazzolo f. 7.07.1970. þau eiga son Pablo Bazzolo f. 09.09.2004 en Katla átti dóttur áður Greta Mion f.03.03.96. Eftir að Helga og Polin skildu gekk hún að eiga John Spencer og eiga þau soninn Vahid Óðinn f. 7.08.79 giftur Natasha Collishaw f. 11.01.85. Helga og John skildu nokkrum árum síðar. 2) Guðmundur Steinn f. 17.03.48 kvæntur Mariu Teresu Marti f. 17.04.50. Börn þeirra eru: a) Sara H. Marti f. 01.09.78. gift Tobias Munthe f.18.11.78. b) Guðmundur Ívan f. 25.07.82; c) Myriam Steinunn f. 16.01.85; 3) Sigurður Ingi f. 6.12.49. kvæntur Ólöfu Guðrúnu f. 3.09.47. Þeirra börn eru: a) Skúli Örn f. 14.05.75. sambýliskona hans er Berglind Hrönn Eðvaldsdóttir f. 2.11.82; b) Lára Gró Blöndal f. 3.05.78, sambýlismaður hennar er Viðar Kárason f. 4.02.75 og eiga þau þrjú börn: Elín Ólöf f. 9.07.04, Nökkvi Viðar f. 26.03.06, Sandra Marin 21.09.07. Guðmundur fæddist og ólst upp í foreldrahúsum á Eyrabakka í “Húsinu” sem svo er kallað og er safn í dag. Hann var níunda og síðasta barn forledra sinna. Hann brautskráðist frá Verslunarskóla Ísland 1938 og hlaut þá sérstök ritgerðarverlaun. Hann var í stjórn Nemendasambands Verslunarskólans í 11 ár. Hann hóf skrifstofustörf hjá Héðni hf. og vann þar síðar sem aðalgjaldkeri til ársins 1956. Hann var meðeigandi í Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur 1947-1964 og framkvæmdarstjóri þar 1956-´58. Framkvæmdarstjóri og meðeigandi Lindu-umboðsins frá 1958 og síðar eigandi og framkvæmdarstjóri ABC hf. heildverslun. Gjaldkeri í stjórn Heimdallar (FUS) 1937-´45. Í stjórn styrktar- og sjúkrasjóði V.R. frá 1964 í mörg ár. Gjaldkeri í umdæmisstjórn Lions 1963 og ´64. Formaður Lionskl. Ægis 1969. Var í fyrstu stjórn Félags aldraðra. Var í stjórn SÍBS frá 1962 og ritari þar frá 1974 í mörg ár. Í stjórn Múlalundar frá 1963 og stjórnarformaður þar 1972 í mörg ár. Samdi gamanvísur fyrir “Bláu Stjörnuna” og Brynjólf Jóhannesson, sem söng nokkur þeirra á hljómplötu. Samdi einnig texta við spænsk barnalög á hljómplötur fyrir dóttur-dótturina Kötlu Maríu 1979 og 1980. Þau hjónin Guðmundur og “Gógó” eins og Gróa var jafnan kölluð bjuggu fyrstu árin á Grenimel og seinna á Lynghaga. Þau reistu sumarhúsið “Háeyri” í Mosfellssveit árið 1950 og bjuggu þar á sumrin og stunduðu bæði trjárækt og blómarækt. Þeir eru ófáir sem enduðu „sunnudaga-bíltúra“ sína í sælureit þeirra hjóna á Háeyri. Útför Guðmundar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.

Guðmundur  föðurbróðir okkar andaðist  þann 14. desember sl. tæplega níræður að aldri.

Við kynntumst honum all náið í æsku þar sem hans fjölskylda var með sumarhús í Mosfellssveit í næsta nágrenni við okkar og var mikill samgangur þar á milli. Kona hans Gróa, var einstök gæðamanneskja og afar barngóð og vildi allt fyrir alla gera. Þau eignuðust 3 börn, en hún lést árið 1988. Einnig var mikil nálægð við hann á unglingsárunum, en þá ráku þeir bræður sín hvora verslunina í Vesturveri,  Aðalstræti 6, sem var einn af fyrstu verslunarkjörnum landsins.  Hann hafði gaman af að glettast við okkur sem börn  og unglinga í sveitinni og sú hegðan hélt áfram  fram á  það  síðasta.

Sambandið  við Guðmund rofnaði aldrei hjá okkur systkinunum, þó fram á fullorðinsárin væri komið t.d. lagði hann ofurkapp á að við strákarnir í fjölskyldunni  mættum með honum á  kúttmagakvöld Lions ár hvert og að við keyptum mikið af happdrættismiðum til styrktar Sólheimum.

Á  efri árum kynntist hann góðri konu, Gyðu Ólafsdóttur, sem reyndist  honum sérlega vel á allan hátt.

Guðmundur  var mikill golfáhugamaður á seinni árum og spilaði meðan heilsan leyfði auk þess að stúdera ljóðlist. Nú á þessari kveðjustund viljum við þakka frænda okkar  fylgdina í gegnum lífið og allt  sem hann okkur gaf.

Öllum börnum hans, öðrum afkomendum og  ástvinum vottum við samúð okkar og biðjum honum Guðs blessunar.

Kjartan Lárusson og systkini = Lárusarbörn.