Þorvaldur Steingrímsson fæddist á Akureyri 7.2. 1918 og ólst þar upp. Hann lést 27.12. 2009. Foreldrar hans voru Steingrímur Matthíasson, f. 31.3. 1876, d. 27.7. 1948, læknir á Akureyri, og k.h., Kristín Thoroddsen, f. 8.9. 1885, d. 7.10. 1959, húsmóðir. Systkini Þorvaldar voru Baldur, f. 3.8. 1907, d. 20.7. 1968, deildarverkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, var kvæntur Kristbjörgu Guðmundsdóttur; Bragi, f. 3.8. 1907, d. 11.11 1971, héraðsdýralæknir í Biskupstungum, var kvæntur Sigurbjörgu Lárusdóttur; Ingvi Steingrímsson, f. 21.8. 1908, d. 20.1. 1911; Anna Guðrún, f. 16.7. 1910, d. 13.10. 2006, var gift Árna Kristjánssyni, píanóleikara og tónlistarstjóra Ríkisútvarpsins; Jón, f. 27.7. 1914, d. 29.1. 2004, stýrimaður í Reykjavík, var kvæntur Guðbjörgu Þórhallsdóttur; meybarn, f. 1.9. 1916, d. s.á.; Herdís Elín (Dísella), f. 23.11. 1921, d. 17.12. 1995, húsmóðir, var gift Sigurði Ólasyni, lækni á Akureyri. Eiginkona Þorvaldar var Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 5.5. 1919, d. 8.1. 1966, Jónssonar fiskkaupmanns í Reykjavík og k.h. Sigríðar Sighvatsdóttur, húsmóður frá Gerðum í Garði. Börn Þorvaldar og Ingibjargar eru 1. Sigríður, f. 12.4. 1941, var gift Lárusi Sveinsyni trompetleikara. Dætur þeirra eru Ingibjörg, Þórunn og Dísella. 2. Kristín, f. 31.10. 1942, börn hennar eru Þorvaldur Sigurður, Sif og Hrefna. 3. Halldór, f. 27.09.1 950, kvæntur Regínu Scheving Valgeirsdóttir. Börn þeirra eru Esther, Ellen, og Davíð Valgeir. Barnabörn Þorvaldar eru níu, barnabarnabörn 13 og eitt langalangafabarn. Seinni kona Þorvaldar er Jóhanna H. Cortes, f. 11.8. 1921, dóttir Lárusar Hanssonar innheimtumanns í Reykjavík, og k.h. Jónínu Gunnlaugsdóttur húsmóður. Fyrri maður Jóhönnu var Óskar T. Cortes, f. 21.1. 1918, d. 22.2. 1965, fiðluleikari. Dætur þeirra eru Jónína Kolbrún Cortes og Björg Cortes. Þorvaldur var við nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík 1934-37 og lærði m.a. fiðluleik hjá Þórarni Guðmundssyni. Hann lauk fullnaðarprófi í fiðluleik 1937 og var við framhaldsnám í The Royal Academy of Music í London 1946. Þorvaldur var fiðluleikari Útvarpshljómsveitarinnar frá 1944 og forfiðlari þar frá 1947. Hann var fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá stofnun hennar, aðstoðarkonsertmeistari frá 1966 og konsertmeistari við Þjóðleikhúsið á árunum 1966-80. Þorvaldur starfaði hjá Hollywood Bowl Orchestra í Kaliforníu 1961-62, var fyrsti fiðluleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Dallas-borgar 1962-64 og aðstoðarkonsertmeistari hjá sinfóníuhljómsveit Oklahoma-borgar 1969-71. Hann kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík 1943-46 og var skólastjóri Tónlistarskólans í Hafnafirði 1980-88. Þorvaldur starfaði lengi í Frímúrareglunni og gegndi auk þess ýmsum trúnaðarstörfum í félögum tónlistarmanna, var formaður Félags íslenskra hljóðfæraleikara (FÍH) 1953-55, formaður Lúðrasveit Reykjavíkur 1976-78 og formaður Félags íslenskra tónlistarskólastjóra um skeið frá 1982. Þorvaldur var sæmdur heiðursmerki FÍH 1976. Útför Þorvaldar verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 8. janúar 2010, kl. 11.
Þóra Sigurðardóttir.