Hörður Þórðarson fæddist í Reykjavík 1. október 1931. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 15. janúar 2010. Foreldrar hans voru Magnea Vilborg Magnúsdóttir, f. 6.8. 1888, d. 7.9. 1959, og Þórður Jónsson, f. 21.9. 1893, d. 7.9. 1962. Systkini Harðar eru Helga Ingibjörg, d. 1995, Þórður, d. 1995, Magnea Vilborg, d. 2007, Guðlaug Margrét, búsett í Bandaríkjunum, Ágústa, d. 2006, og Mjöll gift Ólafi Steinari Björnssyni, búsett í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona Harðar er Sigríður Sóley Magnúsdóttir, f. 14. mars 1929, frá Lágu-Kotey í Meðallandi. Foreldrar hennar voru Magnús Sigurðsson, d. 1983, og Jónína Margrét Egilsdóttir, d. 2001. Börn Harðar og Sigríðar Sóleyjar eru: 1) Margrét, f. 1952, gift Svavari Magnússyni. Dætur þeirra eru a) Ása Sóley, f. 1975, b) Kristín, f. 1978. Maður Kristínar er Magnús Ómarsson og eiga þau tvö börn. c) Lilja, f. 1986. 2) Helga Magnea, f. 1953, gift Hafliða J. Hafliðasyni. Börn þeirra eru a) Hafliði Hörður, f. 1978. Kona hans er Ingibjörg Jónsdóttir og eiga þau tvær dætur, b) Sigríður Sóley, f. 1979. Maður hennar er Óli Már Ólason og eiga þau tvo syni, c) Þórður, f. 1986. Sambýliskona hans er Helen Dögg Snorradóttir, d) Harpa Rut, f. 1991. 3) Inga Mjöll, f. 1955, gift Guðlaugi Þór Ásgeirssyni. Inga Mjöll á dótturina Bryndísi Soffíu, f. 1985, með Jón Ólafi Geirssyni. Synir Guðlaugs eru Bjartur og Hlynur. 4) Guðný, f. 1956, gift Val Emilssyni. Dætur þeirra eru a ) Elín, f. 1991, b) Katrín, f. 1994. Guðný á tvær dætur með Hafliða M. Guðmundssyni, a) Dagbjört Inga, f. 1974, og á hún tvö börn, b) Helga, f. 1981. Maður Helgu er Hallgrímur Th. Björnsson og eiga þau eina dóttur. Valur á einnig soninn Björgvin. 5) Hrönn, f. 1961, í sambúð með Júlíusi Hjörleifssyni. Hrönn á tvo syni með Hermanni Bjarnasyni, a) Arnór, f.1983, b) Þórður, f. 1991. Börn Júlíusar eru Kolbrún og Jökull. 6) Hörður, f. 1962, kvæntur Margréti Dóru Árnadóttur. Börn þeirra eru a) Vilborg, f. 1988. Sambýlismaður hennar er Heiðar Karl Ragnarsson, b) Dagný, f. 1993, c) Þórður, f. 1999, d) Jósefína Hrönn, f. 2002. 7)Þórður, f. 1964, d. 15. desember 1985. 8) Svanhildur Ólöf, f. 1966, gift Þorfinni Hjaltasyni. Dóttir þeirra er Karen Mjöll, f. 2000. Svanhildur Ólöf á 3 börn með Jóhanni Sæmundi Pálmasyni, a) Pálmi, f. 1988. Sambýliskona hans er Gyða Rós Freysdóttir, b) Hörður, f. 1991, c) Ásdís, f. 1995. Synir Þorfinns eru Fannar Þór og Þorfinnur Gústaf. Hörður starfaði sem verkamaður allt sitt líf. Hann tók einnig virkan þátt í verkalýðsbaráttu og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir verkamannafélagið Dagsbrún. Hörður verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju í dag, mánudaginn 25. janúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13.
Elsku besti afi. Við fráfall þitt rifjast upp svo ótal margar góðar minningar. Hugurinn reikar aftur til þeirra daga þegar alltaf var sólskin á heimili þínu og ömmu. Þar sem er svo gott að vera. Þú veitir okkur mikla hlýju og góðvild sem við munum búa að alla okkar ævi og til þín vorum við ávallt velkomnar. Það má með sanni segja, að þú afi okkar, varst mikill maður með mikinn persónuleika og stór áhrifavaldur í lífi okkar allra.
Við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar í faðmi þínum. Við kveðjum þig í dag með miklum trega og söknuði en eigum fjársjóð af góðum minningum. Við munum halda áfram að segja afkomendum þínum sögurnar þínar, sögur af uppvexti þínum og daglegri lífs- og kjarabaráttu. Arfleið þín mun því lifa áfram um langt skeið og setja svip sinn á líf annarra líkt og hún gerði okkar og gerir enn. Þín verður minnst þegar við göngum um gömlu Reykjavík, þinna gömlu heimaslóða, og hugsum með stolti til uppruna okkar. Svo hittum við þig hinum megin og klifrum aftur upp í hálsakotið hlýja. Góði guð við biðjum þig að veita ömmu okkar styrk á erfiðri stund.
Dagbjört, Helga, Elín, Kata og Bryndís.