Benedikt Egilsson fæddist á Lýtingsstöðum, Lýtingsstaðarhreppi, 12. febrúar 1922. Hann lést á heimili sínu Brekkubyggð 51, Garðabæ, þann 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar Benedikts voru Egill Benediktsson bóndi á Sveinsstöðum Lýtingsstaðarhr., Skagafirði, f. 13. mai 1877 á Brekku í Seyluhrepp Skagafirði. d. 23. febrúar 1960 og Jakobína Sveinsdóttir f. 15. febrúar 1879 á Hafursstöðum á Skagaströnd d. 13. janúar 1947. Systkini Benedikts voru: Björn, f. 1905, d. 1999, Guðlaug f. 1905, d. 1982, Sigurður f. 1911, d. 1975, Þorgerður Ingibjörg f. 1913, d. 2003, Sveinn f. 1915 d. 2002 og sammæðra Steinþór Helgason f. 1909, d. 1994. Benedikt giftist, 29. nóvember 1951, Sigríði Sigurjónsdóttur frá Kópareykjum í Reykholtsdal f. 29. september 1925, d. 26. febrúar 1960. Foreldrar Sigríðar voru Sigurjón Jónsson f. 13. ágúst 1891, d. 9. júní 1972 og Helga Jónsdóttir f. 5. janúar 1892 d. 27. mars 1985. Börn Benedikts og Sigríðar eru: 1) Helga f. 22. mars 1948. Börn hennar eru: a) Sigurður f. 2 janúar 1967, b) Sigríður f. 11. janúar 1968, c) Arnar f. 30. ágúst 1972, d) Stefán Grímur f. 12. maí 1977, e) Jóhanna Kristbjörg f. 31. ágúst 1982 og f) Sigurpáll f. 30. juní 1985. 2) Margrét f. 13. janúar 1950. Börn hennar eru: a) Hjálmar Benedikt f. 28. juní 1970, b) Magnús Sigurður f. 10. maí 1974, c) Inga Mæja f. 1. september 1977 og d) Hrannar f. 14. desember 1989. 3) Indriði f. 26. janúar 1951, sambýliskona hans er Gerður S. Ólafsdóttir, f. 13. febrúar 1952. Börn Indriða úr fyrra hjónabandi eru: a) Jón f. 21. september 1974, b) Ólöf Sigríður f. 3. október 1978 og c) Jóhanna Unnur Erlingsson f. 3. október 1978, d. 28. apríl 1999. 4) Jakobína Eygló f. 7. maí 1952, eiginmaður hennar er Svanberg Guðmundsson f. 4. maí 1949. Börn þeirra eru: a) Guðmundur Þór f. 5. september 1978 og b) Helga Rut f. 29. desember 1982. Fyrir átti Eygló dótturina Sigríði Dögg, f. 21. desember 1973. 5) Egill Sigurjón f. 14. júlí 1953, sambýliskona hans er Guðrún Björg Guðmundsdóttir f. 17. mars 1958. Börn þeirra eru: a) Benedikt Rúnar f. 8, juní 1983 og b) Unnar Bjarki 7. júlí 1988. Börn Egils frá fyrra hjónabandi eru: c) Svanur Þór f. 16. september 1972 og d) Hugrún Ösp f. 19. september 1973. 6) Guðrún f. 13. desember 1957, eiginmaður hennar er Páll Helgi J. Buch. Sonur þeirra er Kristján Heimir f. 1. ágúst 1988. Börn Guðrúnar frá fyrra hjónabandi eru: a) Benedikt Smári f. 5. maí 1976, b) Halldór Fannar f. 23. desember 1979 og c) Sigríður Drífa f. 28. janúar 1982. 7) Sigrún f. 25. janúar 1959. Kjörforeldrar Sigrúnar eru Bjarni Guðráðsson, bóndi í Nesi, Reykholtsdal, f. 13. janúar 1935 og Sigrún Einarsdóttir f. 8. apríl 1935. Börn Sigrúnar eru: a) Viðar f. 13. apríl 1978, b) Leó Kristberg f. 16. janúar 1984, c) Ívar Kristberg f. 28. september 1989, d) Einar Kristberg f. 29. janúar 1994 og e) Kristný Huld f. 23. október 1996. Barnabarnabörn eru 26 talsins. Eftirlifandi sambýliskona Benedikts er Sigríður K. Jónsdóttir f. 25. febrúar 1925. Útför Benedikts fer fram frá Reykholtskirkju í dag, 30. janúar, og hefst kl. 13.
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín,
enda þótt öll sé kross
upphefðin mín.
Hljóma skal harpan mín:
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
/
Sofanda sýndu þá
sólstigans braut
upp í þitt eilífa
alföðurskaut.
Hljómi svo harpan mín:
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
/
Árla ég aftur rísungur af beð.
Guðs hús á grýttri braut
glaður ég hleð.
Hver og ein hörmung mín
hefur mig, Guð, til þín,
hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
/
Lyfti mér langt í hæð
lukkunnar hjól,
hátt yfir stund og stað,
stjörnur og sól,
hljómi samt harpan mín:
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
(Matthías Jochumsson.)
Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku pabbi minn.
Guð geymi þig.
Þín dóttir,
Guðrún Benediktsdóttir.