Kristrún Sigurrós fæddist á Kirkjubæ á Eskifirði 6. júlí 1927. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. desember 2010. Foreldrar hennar voru Stefnía Bjarnadóttir Melsteð f. 19.8. 1893, d. 16. október 1972 og Ásgeir Hraundal f. 1887, d. 1965. 7. júní 1952 kvæntist Kristrún William Lund. Hann er sonur hjónanna Carls og Emmu Lund. Þau hættu sambúð 1970. Börn þeirra eru: 1) Stefán Carl f. 1953. 2) Gunnar Guðmundur f. 1956. 3) Marianne Emma f. 1959. Börn hennar eru: a) Sigurrós Kristrún Nancy f. 1980, unnusti hennar er Gunnar Hafberg, b) Stefanía Soffía f. 1982, c) Ágúst Þór f. 1984, d) Lucia Sigrún f. 1986, e) Jósef f. 1987, f) Jakob Gunnar f. 1990, g) Rebecca f. 1983, h) Amanda f. 1985, i) Alexandra f. 1987, j) Ivan f. 1989 og k) Rósalind f. 2004, 4) Lucia Lund í sambúð með Ragnari Helga Róbertssyni. Synir hennar og Hauks Júlíussonar úr fyrra sambandi eru: a) Jóhann f. 1992 b) Haukur Örn f. 1994. 5) Thorben Jósef kvæntist Sig rúnu Hjörleifsdóttur og eiga þau saman: a) Eva Rut f. 1992, hennar sonur Óskar Sölvi f. 2010 b) Bergþór f. 1995, c) Heiða Ýr f. 2000. Þau slitu samvistum. Sambýliskona Thorbens í dag er Marion Herrara og á hún soninn Skorra Pablo. Kristrún ólst upp hjá móður sinni. Þær bjuggu lengst af í risinu hjá systrunum á Landakotsspítala og þar ólst hún upp og gekk í skóla. Starfsferil sinn hóf hún sem ganga stúlka þar. Hún byrjaði í hjúkrunar námi en draumurinn um að ljúka því rættist ekki. Árin 1952-56 dvaldist hún ásamt manni sínum og móður í Danmörku. Hún var heimavinnandi um nokk ura ára skeið en hóf svo störf að nýju í þvottahúsi Landakots og seinna við umönnun á Hrafnistu í Reykjavík. Árið 1938 tók hún kaþólska trú. Alla tíð var trúin henni mikilvæg og reyndust systurnar á Landakoti henni vel. Hún sótti messur daglega síðustu árin sem heilsan leyfði. Kristrún tók virkan þátt í safnaðar starfi og var í kvenfélaginu. Hún sá um tíma um að undirbúa kirkjuna fyrir messur og síðar um kaffið í safnaðarheimilinu. Kristrún hafði unun af söng og var um tíma í kór starfskvenna Hrafn istu. Sálumessa verður sungin fyrir Kristrúnu í Landakotskirkju föstu daginn 7. janúar 2011 og hefst mess an kl. 15.
Eitthvað veldur því að hugurinn fer stundum af stað og flögrar úr einu í annað, þegar aldurinn færist yfir fólk. Kristrún frænka kom fram í huga mér og næsta dag barst mér sú frétt að hún væri öll. Elsti einstaklingurinn úr hópi barnabarna hjónanna Bjarna Melsteð og Þórunnar Guðmundsdótturfrá Framnesi á Skeiðum er fallinn frá, dóttir Stefaníu sem var elst dætra þeirra hjóna.
Um frumbernsku Kristrúnar veit ég lítið annað en það, sem er ályktað og það sem getið er í eyðurnar. Aðstaða einstæðra mæðra var ekki góð á þessum tíma, þar sem við bættust fordómar. Mynd í fórum mínum er brugðið upp og móðir með stálpaða stelpu sendir kveðju til ættingja 1939 frá Eskifirði þar sem þær bjuggu um tíma hjá móðurbróður Stefaníu, Júlíusi Guðmundssyni. Næsta mynd minninganna er þar sem þær mæðgur dvöldu á heimili okkar meðan beðið var eftir húsnæði , sem ekki var auðfundið. Ekki var mikil truflun af nærveru þeirra þótt plássið væri takmarkað. Þar næst kemur fram í huga mér Kristrún í hvítum kjól að túlka góðu stúlkuna í leikþætt sem færður var upp á svið í Landakotsskólanum í lok stríðsins. Mér er aðallega minnisstætt þegar nunnurnar hringdu inn og út sýninguna með vekjaraklukku . Mæðgurnar voru á þessum tíma í öruggu skjóli hjá nunnunum í Landakoti meðan þær réðu þar ríkjum þangað var gott var að koma og fá kókómalt og kökur, jafnvel flatbrauð með kæfu og rauðrófu.
Stundum var farið með þeim í kirkju og var undirritaður ekki áminntur fyrir það þótt hann færi ekki eftir þeim siðareglum sem þar giltu, helgin og andagtin var áþreifanleg, samskiptin við nunnur og presta einlæg. Tíminn leið og Kristrún fann lífsförunaut, danskan mann William Emanuel Marinus Lund, ekki var það verra, þar sem mikil virðing var borin fyrir þeim þjóðflokki í fjölskyldu minni. Kristrún og Stefanía flytjast út og dvelja þau þar í nokkur ár. Veikindi taka sig upp og var Kristrún langt leidd af berklum og gekk í gegnum erfiðar meðferðir . Börnum fjölgaði og ákvörðun um að flytja til Íslands er tekin og þau koma sér fyrir í húsi í Grjótaþorpi.
Þegar árið 1977 rann upp og samkvæmt dagatalinu varð Kristrún 50 ára og ættingjarnir stóðu í þreifingum um hvað best væri að gera til að gleðja afmælisbarnið, komu þau skilaboð frá henni að hennar ósk væri að fjölskyldan færi í ferðalag um suðurlandið. Ferðin var farin og komið við í Framnesi, leiði ömmu okkar á Ólafsvöllum heiðrað. Afmælisbarnið geislaði af ánægju, það þurfti ekki að gera mikið til að gleðja hana, brosleitni og blíðlindi var hennar einkenni. Aldrei var neinum hallmælt, nema að miklu ranglæti væri beitt og gömul hús átti aldrei að rífa. Ferðin var upphaf þeirrar hefðar í stórfjölskyldunni að haldin hafa verið ættarmót af og til og er haft eftir þeim staðarhöldurum sem hýst hafa hópinn að ættin væri einstaklega friðsöm og prúð.Kristrún komst í gott skjól þegar henni var úthlutuð íbúð við Kleppsveg og grunur minn er sá að þar hafi henni liðið vel. Sambandið milli okkar varð slitrótt þar sem menn í upphafi hjússkapar eru mjög uppteknir, haft var samband um síma við og við og átti Kristrún oftast frumkvæðið. Seinni árin hafa verið erfið þar sem það lá í loftinu að breytingar voru á heilsu hennar og bætti það ekki ástandið að lenda í bilslysi fyrir 15 árum. Kirkjan var henni alltaf kærkomin og að vera meðlimur kaþólska safnaðarins var henni stuðningur, auðvelt var að skynja það hvað tengslin voru mikil milli meðlima þegar mæðgurnar voru heimsóttar á Landakoti. Nunnurnar og útlendingarnir sem voru á ferðinni voru ávalt velkomnir inná heimili mæðgnanna. Gengin er góð kona sem saknað er og sendum við hjónin okkar innilegustu samúðarkveðjur til aðstandenda nær og fjær.
Sveinbjörn Matthíasson