Paul Sveinbjörn Johnson fæddist í Grand Forks í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum hinn 20. nóvember 1921. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Grund hinn 8. febrúar 2013. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Jónsson Johnson, f. 10.7. 1883, d. 19.3. 1946, og Esther Henrietta Johnson, f. 16.8. 1893, d. 19.5. 1964. Paul eignaðist eina systur, Barböru, sem lést á barnsaldri. Paul eignaðist tvö börn með fyrri konu sinni Margaret Glenn: 1) Kathleen Esther, f. 1955, gift Lynn Menlove; 2) Knut Sveinbjörn, f. 1957, börn hans og Lourdes eru Nathaniel og Patrick. Paul kvæntist eftirlifandi konu sinni, Áslaugu Ragnhildi, f. Holm Johnson, 9. maí 1964. Foreldrar hennar voru Þórdís Todda Jónsdóttir, f. 20.8. 1907, d. 17.4. 1986, og Hans N.P. Holm, f. 3.9. 1901, d. 17.2. 1968. Börn Pauls og Áslaugar eru: 1) Birgir Þór, f. 7.11. 1960, giftur Santok Odedra Johnson. Þau eiga einn son, Aneel Niklolai. 2) Pétur Snæbjörn, f. 24.6. 1965. 3) Sonja Ragnhildur, f. 10.10. 1968, gift Marc Johnson, f. 5.9. 1967. Þau eiga tvö börn: Sóleyju Melkorku og Kristján Marc. Faðir Pauls, Sveinbjörn Jónsson, fæddist á Hólum í Hjaltadal 10. júlí 1883 en flutti til Bandaríkjanna fimm ára gamall með móður sinni, Guðbjörgu Jónsdóttur, sem var bústýra á Hólum, og stjúpföður. Sveinbjörn Jónsson, síðar Johnson, ólst upp í Norður-Dakóta og hófst þar til vegs, varð bæði dómsmálaráðherra og hæstaréttardómari í því ríki og síðar prófessor í lögum við háskólann í Urbana-Champaign í Illinois. Paul ólst upp í Urbana-Champaign og lauk lagaprófi frá University of Illinois. Áður hafði hann gegnt herþjónustu í bandaríska hernum í heimsstyrjöldinni síðari. Hann var liðsforingi í riddaraliði 28. herdeildar fótgönguliðsins, en það var síðasta riddaraliðssveit bandaríska hersins. Á stríðsárunum tók hann þátt í orrustum í Ardennafjöllum, Rínarhéruðum og annars staðar í Mið-Evrópu. Að loknu lagaprófi fékk hann réttindi til málflutnings við hæstarétt Illinois og stundaði lögfræðistörf í Chicago á eigin lögfræðistofu. Hann varð vararæðismaður Íslands í Chicago 1954, ræðismaður 1970 og aðalræðismaður 1985, en þeim störfum í þágu Íslands lauk hann aldurs vegna á tíunda áratug síðustu aldar. Útförin fer fram í Neskirkju í dag, 15. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 15.

In loving memory of Paul Johnson
My father-in-law, Paul Johnson was a man of many colorful tales of World War 2, politics, and interesting and important people he'd met through the
years.  His mind was keen and he often quoted poetry or stories he loved as a child and young adult and at any time something
happening around him might remind him of a passage in a book that he'd whisk into his library to find and share.
Paul never stopped being a dreamer and his desire to bring people together in common cause especially to emphasize the prowess
of Iceland seemed boundless.
Paul was an overcomer, defeating alcoholism decisively some ten years hence, and in so doing healing his world and ours.
In that time an opportunity to see and talk with Paul has become one of my most cherished reasons to visit Iceland each year.
I will always remember:
him warmly and enthusiastically receving me into his home in Reykjavik each summer,
our long conversations about politics and the state of the world,
his ardent interest in our lives and dealings in America,
as a loving afi to Soley and Kristan (assigning brilliance to their every musing, and teaching my son to love horses and fishing).
as a loving and caring father to Sonja and I
we will miss him always,
Sincerely in love and sorrow

Marc Courtney Johnson