Pétur Bergmann Árnason fæddist á Bjargi við Bakkafjörð 8.5. 1924. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 19.2. sl. Foreldrar Péturs voru Árni Friðriksson útvegsbóndi og kona hans, Petrína Pétursdóttir húsfreyja. Systkini Péturs voru: Eyþór Bergmann, f. 1.12. 1915, d. 5.5. 1990, sjómaður; Friðmar Bachmann, f. 17.6. 1918, d. 30.7. 1998, sjómaður; Sigurður, f. 26.12. 1919, d. 25.4. 1979, framkvæmdastjóri; og Guðrún Margrét, f. 17.8. 1921, húsmóðir. Pétur kvæntist 20.5. 1950 Sigríði Guðmundsdóttur, f. 24.7. 1929, d. 28.11. 1989, frá Kolsholtshelli í Flóa, húsmóður og skrifstofumanni. Synir Péturs og Sigríðar eru: 1) Árni Bergmann, f. 13.11. 1950, rafvirkjameistari, kvæntur Oddnýju Hjaltadóttur skrifstofumanni, börn þeirra: a) Hugrún, sambýlismaður hennar Valdimar Árnason, b) Inga Sigríður, c)Pétur Bergmann, kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur, börn þeirra: Hafdís Tinna og Berglind Elly. 2) Kristinn, f. 12.3. 1952, fyrrv. alþm. og framkvstj., kvæntur Hrefnu Sigrúnu Högnadóttur skrifstofumanni, börn þeirra: a) Maja Eir, sambýlismaður Skírnir Sigurbjörnsson, börn þeirra: Skírnir Freyr, Fjölnir og Brimir. b) Pétur, c) Sunna. 3) Bjartmar, f. 14.12. 1954, framkvæmdastjóri, kvæntur Helgu Láru Helgadóttur, lektor í barnahjúkrun, dóttir þeirra Jóhanna Birna. Bjartmar á fjögur börn frá fyrra hjónabandi með Aðalheiði Björnsdóttur sjúkraliða: a) Sigríður Anna, gift Jóni Tómasi Vilhjálmssyni, börn þeirra: Tanía og Jóel. b) Friðmar, c) Eyþór, d) Örvar. 4) Baldur, f. 11.1. 1958, viðskiptafræðingur MSA, kvæntur Salome Herdísi Viggósdóttur heilbrigðisritara, börn þeirra: a) Davíð, sambýliskona hans Helga Árnadóttir, b) Sigurður, c) Ólöf Guðrún. 5) Brynjar Bergmann, f. 3.3. 1961, nuddari, kvæntur Svanhildi Káradóttur nuddara, börn þeirra: a) Viktor Bergmann, sambýliskona hans Eva Mjöll Arnardóttir, b) Frank Bergmann. 6) Ómar, f. 9.4. 1969, sjávarútvegsfræðingur, kvæntur Sigrúnu I. Guðmundsdóttur leikskólakennara, börn þeirra: a) Ingibjörg, b) Friðmar Örn, c) Sigríður Erla. Eftirlifandi sambýliskona Péturs er Elly S. Höjgaard, f. 20.11. 1926, húsmóðir. Pétur ólst upp að Höfn við Bakkafjörð. Hann lærði húsgagnasmíði í Reykjavík og einnig orgelleik og kórstjórn hjá Páli Kr. Pálssyni og Sigurði Birkis. Eftir námið hélt Pétur aftur heim á Bakkafjörð þar sem hann bjó eftir það ásamt fjölskyldu sinni. Hann keypti herflutningabíl með fjórhjóladrifi og hóf rekstur vörubifreiðar við erfiðar aðstæður enda flestar ár óbrúaðar. Pétur var rafveitustjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Bakkafirði í fjölmörg ár, organisti og kórstjóri við Skeggjastaðakirkju í tæp 40 ár. Pétur gegndi ýmsum nefndar- og trúnaðarstörfum. Tónlistin spilaði stóran þátt í lífi Péturs og var hann lipur harmonikkuleikari og spilaði hann við ýmis tækifæri frá unga aldri. Pétur var mjög fjölhæfur og stundaði einnig sjómennsku, tré-, húsgagnasmíði og útskurð og þóttu hlutir frá honum afar vandaðir og prýða þeir heimili afkomenda hans og annarra. Pétur verður jarðsunginn frá Skeggjastaðakirkju, Bakkafirði, í dag, 2. mars 2013, klukkan 14.

Elsku afi minn.

Nú ert þú búin að kveðja þennan heim- já saddur lífdaga. Ég er svo þakklát og stolt að hafa átt þig sem afa minn- þú varst  stór hluti af mínu hjarta- já afastelpan þín. Þú varst afinn sem gafst mér svo margt og margs er að minnast. Hver minning er einstök og geymd sem fjársjóður í mínu hjarta s.s. þegar ég var smá stelpa: fékk að horfa á þig raka þig, greiða á þér hárið, þó það var ekki mikill brúskur, allar sjóferðirnar með þér einum og/eða með öðrum fjölskyldumeðlimum.  Þú varst sjómaður að guðs náð nauts þín á hafi úti á bátnum þínum Sædísinni. Ég lærði af þér að meta sjóinn þ.e. finna lyktina af sjónum, horfa á hann, alla kátínuna að fá að veiða fisk á Sædísinni enda var ekki nóg að fara á sjó með þér heldur fékk ég að fara nokkrar ferðir með Himma bróður þínum enda fékk báturinn hans Himma nafnið Hugrún NS25.

Gestrisinn varst þú með eindæmum og kurteis að taka á móti fólki, það kannt þú. Ég er rík í hjarta að hafa hlotnast margar stundir í veislum þó svo  þær voru bara brot af brot af veislunum sem voru haldnar heima hjá þér, auk allra veislanna þegar amma var á lifi líka. Þú varst ávallt vinur allra. Hvar sem þú komst- dæmdir aldrei neinn- sagðir oft: dæmið ekki aðra þá verður þú dæmdur sjálfur Líka sagðir þú: Það er ávallt kurteisi að spyrja - þ.e. leyfa einstaklingnum sjálfum að svara fyrir sig. Ásamt þessum orðum - barst þú ávallt mikinn kærleik hvar sem þú komst - kærleikurinn var svo sterkur í kringum þig elsku afi, á heimili þínu eða að heiman. Þú gerðir allt með svo miklum friði og rógsemd að auðvelt var að dásama þig elsku afi. Þú varst líka ákveðinn lést ekkert snúa þér ef þú varst búin að taka ákvörðun á þinn hátt. Þrautseigur varst þú og barst með þér mikla seiglu. Þú varst ávallt með þér gífurlega jákvæðni, þú sást ávallt jákvæðar hliðar í allri þinni tilveru, enda sagðir þú að þú reyndir  ávallt að vera með jákvæðu fólki- reyndir að forðast neikvætt fólk - það drægir úr manni þrótt. Þú nefndir eitt sinn við mig, hvað það var gott að tala við þig Hugrún - þú ert svo einlæg en elsku afi ég lærði það allt af þér.

Þér fannst  svo gaman að ferðast - ævintýramaðurinn hann afi minn. Þú hefðir vilja búa í heitu löndunum vá hvað þú nauts þín þegar þið amma heitin fóru á sínum tíma til Kanaríeyjar. Þú sagðir að þér líkaðir svo vel með hitastigið - kannski verður það mitt annað tilverustig þegar ég kveð þennan heim. Einnig er ég búin að heyra ófáar sögurnar af þér og Himma bróður þínum að ganga ófáa kílómetra á milli kaupstaða fyrir mína tíð. Þú spilaðir á böllunum og svo gengu þið tveir saman heim- Himmi bar harmonikkuna á bakinu fyrir þig eftir böllin. Þú kenndir mér líka fyrstu sporin í gömlu dönsunum- og sá áhugin minn hverfur seint - meira segja er ég búin að pínu smita Valdimar unnustan minn af dansáhuganum þessa gleði sem umvefur mann þegar maður stígur danssporin. Ævintýratýramaðurinn hann afi minn. Þú sagðir mér í seinni tíð að eina sem þú sagir eftir í lífi þínu að hafa ekki fylgd því eftir að hafa farið til Noregs, þú sagðir að þú fékk tækifæri til þess til þess að læra frekari smíði. Noregur heillaðir þig mikið. En elsku afi þú varst sjálfmenntaður og mikill hæfileikamaður við þína smíði -smiður að guðsnáð. Þeir sem eiga muni eftir þig hafa þær mublur eins og djásn á sínu heimili. Það eru ófá póstkortin sem ég sendi þér þegar ég var á faraldsfæti út í heimi. Ég veit að hugur þinn dvaldi að minnsta örskot stund með mér á þeim stað sem póstkortið kom frá. Þú þakkaðir mér svo oft fyrir þau og sagðir: Já, Hugrún þú kannt að skrifa póstkort. Enda náðir þú að fara nokkrar ferðir út í heim með sonum þínum og líkaði það vel. Þú ljómaðir ávallt þegar þú varst að minnast hvers ferðalags.

Þú varst ávallt svo barnsgóður- hvert einasta barnabarn þitt og barnabarna barn voru þér miklir eðalsteinar- hvert þeirra var þér einstakt. Þú gerðir aldrei upp á milli okkar- þú leyfir hvert okkar að njóta sín eins og það var, hvert okkar er einstakt. Þann lærdóm kenndi þú mér og mun ég heiðra þá minningu um þig afi minn. Þú sagðir eitt sinn við mig: við amma þín voru alveg samtaka í einu að gera aldrei upp á milli barnanna. Enn ein setningin sem þú sáir í hjarta mitt og fer í Gullbókina. Í Gullbókinni er gott að leita í og lesa þegar minnst er hversu einstakan afa, ég hef átt. Ég er mjög stolt af því að hafa hlotnast afa eins og þig. Þú varst framsýnn- það eru ekki margir afar sem eignast kærustu um sjötugt enda varst þú búin að missa lífsförunautinn þinn, hana ömmu mína sem var þér mikill missir á sínum tíma- þó svo þú barmaðir þér aldrei. Þú og Elly sambýliskona þín áttu góðan tíma saman - þið höfðu mörg áhugamál saman með glaðværð, dansleikum, harmonikkuspili, spilamennsku hverskonar- hvort sem var heima í stofu eða á balli með eldriborgurum s.s. í Svartaskógi. Þið gáfu hvort öðru svo mikilla gleði. Þó svo Elly vildi ekki fljúga náðir þú samt að fara með henni t.d. til Færeyja til heimahaga hennar. Það var svo gott að vita af ykkur saman að sinna ykkar áhugamálum - þið gættuð vel hvort að öðru. Enda vissuð þið mæta vel hvað það var að missa lífsförunautinn sinn- það er þakkavert að þið hafið fengið að njóta hvors annars.

Enda voru þér jólin ætíð erfið eftir að amma fellur frá þó svo þú barst nú ekki tilfinningar þínar á torg. Ég var svo lánsöm að kærleiksríku foreldrar mínir voru duglegir að bjóða þér að vera yfir jól og áramótin meðan þú varst einn og líka þegar þú hafðir fundið Elly. Það voru ófáar stundirnar með þér heima hjá þeim. Hver einasta stund jafn einstök, full af kærleik og alltaf jafn gaman - þær geymast á góðum stað í Gullbókinni. Þú gafst fjölskyldu minni svo margt. Oft tilheyrði að hlusta á harmonikkuspil hjá þér- þú komst nær alltaf með harmonikkuna með þér. Uppáhaldslagið mitt var: Komdu inn í kofann minn.  Enda fetaði Pétur bróðir í þín spor og lærði á harmonikku eins og afi - eins reyndar fleiri barnabörn gerðu líka. Ég tek samt dansinn frekar upp eftir þér. Að dansa og vera að vera á meðal káts fólks.

Ég var stundum spurul sem barn jafnt og fullorðinn. Þegar mig vantaði svör við einhverju var gott að vita hvernig afi liti á málið. Ef svarið gæfi svör sem þér fannst ekki vert að ræða og/eða ég ætti ekki að flækja mér of mikið í, sagðir þú: bla, bla, bla og/eða why, why why. Þú sagðir þessir orð á sérstakan hátt. Þú áttir þá við að ekki er gott að vita allt í þaula.  Það gerir bara erfiðara fyrir og gæti komið neikvæðum hugsunum á stað.

Nú hef ég farið mjög hratt yfir sögu, á mörg þúsund minningarbrotum um þig elsku afi minn og munu þær geymast og varðveitast áfram. Nokkrar hef ég ritað hér en aðrar geymi ég með sjálfum mér.  Ég held áfram að safna minningabrotum um lífið eftir að þú ert farinn. Ég held áfram að festa þær á filmu til þess að dvelja meira við þær minningar. Þú og amma hjálpuðu mér að eignast fyrstu myndavélina- diskamyndavélina. Ég náði mörgum góðum myndum af mér sem barn að festa á filmu og get nú rifjað betur upp bernskuna og svona held ég áfram að safna góðum minningum og hugsa til þín- ég set ef til vill upp myndsafn sem ég veit að þú munt fylgjast með að ég geri. En ein einstök minning sem var ekki fest á filmu en það var ferðalagið okkar síðasta sumar: Ég , þú og Valdimar unnusti minn, þegar við förum í heimsókn til ömmu hans Valdimars á Skagaströnd. Gerðum gleðskap fyrir gömlu konuna og komum með kræsingar til hennar í staðinn fyrir,  hún var vön að hafa stútfullt borð af kræsingunum. Síðan fórum við þrjú og keyrðum fyrir Tröllaskaga og stoppuðum á sérstökum stöðum og nutum einsakri veðurblíðu- já það var sól á lofti enda heiðra varð góðan afa með fallegu ferðalagi. Að ógleymdu kaffidreytli og spá í Spákonuhofi. Þú varst svo ánægður með unnusta val mitt- enda þekktir þú vel hans afa heitinn og nafna hans.

Takk fyrir öll næstum 40 árin elsku afi þú gafst mér svo margt. Allar minningar um þig muni varðveitast sem fjársjóður um einstakan afa í Gullbókinni góðu. Ég mun ætíð heiðra þína minningu og halda henni á lofti hvar og hvenær sem er.

Þitt elsta afabarn og afastelpa,

Hugrún Árnadóttir.