Óskar Jóhann Björnsson fæddist í Reykjavík 11. september 1955. Hann lést á heimili sínu 5. apríl 2013. Foreldrar hans eru Björn Jóhann Óskarsson, f. 1. ágúst 1931 í Reykjavík, og Erna Guðlaugsdóttir, f. 30. apríl 1932 í Vík í Mýrdal, d. 14. september 2009. Systkini Óskars eru: Guðlaugur Gunnar, f. 21. desember 1956, Guðmunda Rut, f. 19. mars 1965 og Sigurður Guðni, f. 21. júlí 1971. Óskar kvæntist 1978 Sesselju M. Jónasdóttur, f. 1955. Dætur þeirra eru 1) Aðalbjörg Katrín, f. 2. júní 1981, sambýlismaður hennar er Hákon Daði Hreinsson, f. 23 júní 1982, synir þeirra eru Hinrik Ingimar, f. 9. apríl 2008, Haraldur Kristberg, f. 30. september 2009, og Kristófer Óskar, f. 23. desember 2011. 2) Erna Karen, f. 2. desember 1983, eiginmaður hennar er Bjarki Rafn Kristjánsson, f. 11. desember 1983, sonur þeirra er óskírður drengur, f. 28. janúar 2013. Óskar og Sesselja skildu. Óskar kvæntist 1991 Karenu Björnsdóttur, f. 1966, dóttir þeirra er Jóhanna Ósk, f. 14. apríl 1994, fyrir átti Karen, Sigríði K. Magnúsdóttur, f. 1988, Þau skildu. Óskar kvæntist 2006 Sigríði Haraldsdóttur, f. 5. október 1959, hennar börn eru Haraldur, f. 1981, Hjalti, f. 1983 d. 2009, Guðrún Helga, f. 1986 og Magnús, f. 1993. Óskar ólst upp á Dvergasteini á Bergi í Keflavík og fór ungur að hjálpa til á bifreiðaverkstæði föður síns sem hann rak á Berginu. 13 ára gamall fór hann í sveit að Giljum í Mýrdal og vann þar við almenn sveitastörf í þrjú sumur. Óskar var vinnumaður við tilraunabúið í Laugardælum í Hraungerðishreppi árin 1971-1973. Hann lauk blikksmíðanámi 1979 hjá föðurbróður sínum Kristjáni Ingimundarsyni í Blikkver í Kópavogi, og lauk meistaraprófi í greininni 1986. Hann stofnaði Blikksmiðjuna Blikkver á Selfossi þar sem hann bjó og rak hana í fjögur ár eða til ársins 1981. Næstu árin fékkst Óskar við ýmis störf og rekstur í Reykjavík, m.a. við bílasölu, veitinga- og sjoppurekstur. Árið 2004 sneri hann sér aftur að iðn sinni og hóf störf hjá Stjörnublikk í Kópavogi við verkstjórn og lét af störfum þar mánuði fyrir andlát sitt. Hann var búsettur á Selfossi frá árinu 2005. Óskar Jóhann verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, 19. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 15.

Elsku besti frændi minn, þetta var eitthvað sem maður átti ekki von á og ég á erfitt við að sætta mig við að þú skulir hafa verið tekin frá okkur svona snemma. Í huga mínum er heill hafsjór að frábærum minningum um þig og þyrfti ég nú allt morgunblaðið ef ég ætlaði að setja það allt saman a blað. Ef manni vantaði hjálp með eitthvað gat maður alltaf hringt í Óskar, það kom alltaf ekki málið frændi við reddum þessu eða hér eru enginn vandamál bara verkefni sem við þurfum leysa, það var ekkert verið að búa til neitt vesen. Frændi gat verið alveg rosalega stríðinn, einu sinni kom hann og frænkur mínar Abba og Erna í heimsókn ég hef verið svona á milli 6 og 7 ára gamall, við vorum búnir að æsa hvorn anna upp og svo varstu að fara og ég gat ekki hætt, þá tókstu mig í fangið og hljópst með mig út og hentir mér úti kaldann snjóskafl og ég gjörsamlega trompaðist og hljóp inn, þú komst á eftir mér og fórst með mig inni herbergi og vafðir mér inn í sæng og tókst upp veskið og gafst mer einn 500kall og þá vildu dætur þínar líka pening svo þetta kostaði þig 1500kr.ég sagði við þig að ég myndi koma og heimsækja þig á elliheimilið á snjóþungum degi og bjóða þér í göngutúr og gera upp gamlar sakir, svakalega erum við búnir að hlæja að þessu saman í gegnum tíðina. Mér leiðist það nú ekki þegar ég kem á sveitabæi hérna í flóanum að heyra það að ég líkist móðurbræðrum mínum Óskari og Gunna. Allar fýlaveiðarnar sem þú tókst okkur krakkana í. Ég sé ekki marga fyrir mér gera þetta,fara á húsbíll með fullann bíll af krökkum,en það var nú ekki málið hjá frænda. Það var alltaf svo mikið fjör og gleði þú lagði mikla áherslu á að við færum ekki út úr bílnum fyrr en hann væri alveg stopp og eitt skiptið gleymdi ég mér aðeins og stökk út og endaði með fótinn undir afturdekkinu og öskraði eins og stunginn grís en þú varst nú ekki lengi að átta þig á þessu og og bakkaðir snögglega. Svo snérist dæmið við, nú hef ég verið að keyra síðustu 2 haust og frændi vippaði sér alltaf út úr bílnum rétt áður en hann stoppaði svo að ungdómurinn hafði ekki roð í þann gamla. Svo sagðirðu við mig í haust að þú værir hættur að standa i þessu og að ég ætti að taka við ég skildi nú ekkert í þessu af hverju þú værir að tala svona. Við vorum þegar byrjaðir að skipuleggja haustið og þú varst harður á því að taka elsta afastrákinn þinn með hann Hinrik Ingimar og Aron Daða systurson minn og byrja á því að venja þá við. Ég mun halda þessari hefð við og sjá til þess að afastrákarnir þínir munu fá að kynnast þessari hefð líkt og þú gerðir fyrir mig. Mér er það alltaf minnistætt þegar ég kíkti í heimsókn til þín til Reykjavíkur eins og  oft  áður þegar þú varst með bílaverksstæðið ég hef verið 12ára og var með þér í 2 daga í vinnunni það var eins gott að halda vel áfram við það sem maður var að gera því Óskar vann hratt en jafnframt svolítið gaman af því hvað þú hafðir alltaf mikla trú á manni þótt maður væri bara smá pjakkur. Svo var snattað um í Reykjavík á gömlum breyttum Ford Bronco sem vann þræl vel og það var ekkert farið um á neinum skjaldbökuhraða það var reykspólað af stað og allt staðið flatt svo vorum við stopp á rauðu ljósi þá segirðu við mig frændi ég nenni ekki að bíða hérna þrumaðir bílnum útaf og fórum í svaka torfærur og styttum okkur leið ég hló svo mikið að ég kom ekki upp orði í langan tíma þér leiðist þetta ekki sagðirðu og hlóst svo með mér. Óskar var mikil Benz maður og það var alveg virkilega gaman að vera með honum í bíl því hann keyrði alltaf svo hratt, við vorum ekki lengi á milli Víkur og Selfoss ég ætla ekki að nefna tímann en hann var góður. Kæri frændi það verður skrýtið að geta ekki hringt og heyrt í þér hljóðið eða brallað eitthvað saman Ég er svo heppin að hafa átt þig sem frænda það er svo margs að minnast og þakka. Sárt er að kveðja þig svona snemma en allar minningar um barngóðan, traustan, skemtilegan, hjálpsaman, hlýjan og góðan frænda mun ég geyma i hjarta mínu.

Takk fyrir allt
þinn frændi
Jóhann Ingi Pétursson

Jóhann Ingi Pétursson