Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir fæddist á Akranesi 8. mars 1998, og lést á Gjörgæsludeild LHS við Hringbraut aðfaranótt 2. júní sl. Ingibjörg Melkorka ólst upp á Akranesi og bjó þar allt sitt líf. Foreldrar hennar eru Kristín Frímannsdóttir fædd á Blönduósi 9.6.69, grunnskólakennari og Ásgeir V. Hlinason fæddur á Akranesi 14.8.64 náttúrfræðingur og múrari, fósturfaðir Stefán Þór Sigurðsson starfsmaður í Elkem Ísland. Ingibjörg Melkorka átti einn hálfbróður, samfeðra, Benedikt Þór Ásgeirsson fæddan 11.8.86, tvær hálfsystur, sammæðra, Birgittu Rán Ásgeirsdóttur fædda 19.7.87, Byggingartæknifræðing, hennar sambýlismaður er Bjarni Tryggvason en þau eiga tvo syni Tryggva Snæ og Bjarka Fannar, Guðrún Birna Blöndal Ásgeirsdóttir fædd 8.5.89 Vélvirki, hennar sambýlismaður er Sæþór Sindri Kristinsson, og dætur hennar eru Kristín Ólína og Stefanía Rut, tvær alsystur Ásdís Ösp fædd 4.1.96, nemi í FB sambýlismaður Stefán Logi Grímsson og Úlfheiður Embla fædd 10.10.99 nemi.

Ingibjörg Melkorka var nemandi í Menntaskólanum í Borgarnesi og starfaði í N1 Hyrnunni, áður hafði hún starfað hjá KFC í Grafarholti.

Útför hennar fer fram í Akraneskirkju föstudaginn 12. júní 2015 kl. 15.





Ingibjörg Melkorka var tekin frá okkur á hrikalegan og ógnvekjandi hátt sem erfitt er að átta sig á. Hún var manneskja sem hefur skilið eftir djúp spor í sálu þeirra sem þekktu hana og mun ávalt lifa í hjörtum okkar.


Ingibjörg fór alla tíð sínar eigin leiðir og hafði sérstaka sýn á heiminn. Það var alltaf sterkt í henni listamaðurinn, bókaormurinn, dýravinurinn og spekingurinn. Við þökkum fyrir þessa kosti hennar því hún skilur eftir sig bæði ljóð og myndir sem sem færa okkur nær henni.


Ingibjörg var frekar ung þegar fram fór að koma hugsuðurinn og prakkarinn í henni. Það voru ekki ófá skiptin sem Ingibjörg lét sig hverfa til að gera ótrúlegustu hluti. Okkur er mjög minnisstæð tveir atburðir, í eitt skiptið var Ingibjörg á leið heim og sá kött á gangstéttinni, hún var viss um að þessi köttur ætti hvergi heima og hafði valið hana til að eiga sig. Hún tók því köttinn, fór með hann heim og geymdi hann í kofanum í garðinum - því hún vissi nú að mamma myndi ekki alveg samþykja þetta. Smám saman var farið að taka eftir því að ýmislegt fór að hverfa af heimilinu svo sem dósaopnari og smápeningar, þá hafði Ingibjörg verið að fara í búðina að kaupa kattarmat fyrir greyið köttinn og þurfti hún dósaopnara til að opna dósirnar. Þegar uppgvötaðist að Ingibjörg hafði tekið köttin kom í ljós að eigeni eiga hann. dur hans voru nú búin að leita mikið af honum en Ingibjörg stóð við sitt - kötturinn vildi að hún mynd

Annað dæmi um ást hennar á dýrum var að eitt sinn fann hún spörfuglsunga sem virtist yfirgefinn og ákvað hún því að taka hann með sér heim. Mamma var ekkert endilega hrifin af þessu og sagði henni að sleppa unganum. Hún þóttist hafa sleppt honum en faldi hann svo í skúffu undir rúminu sínu. Auðvitað ómuðu skrækirnir í greyinu um allt hús, en alltaf þóttist Ingibjörg vera saklaus. Seinna þegar hún fattaði að þetta myndi ekki ganga á langinn þá reyndi hún að koma sökinni yfir á stóru systur sína hana Ásdísi með því að setja ungan yfir í hennar rúm. Til eru margar fleiri skemmtilegar sögur um Ingibjörgu og dýr sem segja okkur hversu stórt hjarta hún hafði.


Eitt sinn eyddi hún ásamt Úlfheiði og nokkrum vinum þeirra heilu sumri niðri á Ægisgötu í að ráfa um vinnusvæðið. Þau fundu gamlan fiskikofa og var hann gerður að höfuðstöðvum hins nýstofnaða leynifélags sem þarna varð til. Um sumarið fóru svo heilu og hálfu dagarnir í að gera upp fiskikofann. í þessum fiskikofa var margt brallað, þar fannst ýmislegt misgáfulegt dót sem var eins og fjársjóður fyrir leynifélagið - margt var brallað og var þetta þeim hin besta skemmtun. Mikið var verið að vinna á svæðinu og þar sem Ingibjörg varð nú skotin í einum vinnumanninum voru þær vinkonurnar mikið að sniglast í kringum hann og gera honum lífið leitt. Ingibjörg brallaði mikið á yngri árum sem gaman er að segja frá.


Ingibjörg fór alltaf sýnar eigin leiðir í lífinu og gerði það hana að þeirri einstöku stúlku sem hún var. Ef Ingibjörg ákvað eitthvað fór hún alla leið með það og ef það var eitthvað sem hún vildi ekki gera þá gerði hún það ekki sama hvaða rökum maður beitti á hana. Eitt af því sem okkur finnst einkenna hana var hún var svolítið forn í því sem hún gerði, hún ákvað að læra rúnir og var læs og skrifandi á þær þetta er eitthvað sem við höldum að ekki margir geti státað sig af. Einnig voru bækurnar um ísfólkið hennar uppáhalds og kunni hún til að mynda fyrstu bókina utanað og gat þulið hana upp fyrir mann. Hversu mikill bókaormur Ingibjörg var, var að okkar leiti einstakt.


Líf Ingibjargar var ekki alltaf auðvelt og þurfti hún að taka marga dansa við sín andlegu veikindi. Þau gerðu líf hennar oft á tíðum mjög erfitt og eyddi hún ófáum tímunum á BUGL Við viljum þakka öllu því starfsfólki sem snerti hana alla þá vinnu og hjálpsemi sem þau sýndu henni.


Ingibjörg skilur eftir sig risastórt skarð í systkina hóp okkar sem mun marka okkur um ókomna tíð. Við munum halda minningu hennar lifandi og heiðra hana í okkar lifandi lífi.



Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund

og fagnar með útvaldra skara,

þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und.

Hve gott og sælt við hinn hinsta blund

í útbreiddan faðm Guðs að fara.


Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá

því komin er skilnaðarstundin.

Hve indælt það verður þig aftur að sjá

í alsælu og fögnuði himnum á,

er sofnum vér síðasta blundinn.

(Hugrún)




Minning þín er mér ei gleymd;

mína sál þú gladdir;

innst í hjarta hún er geymd,

þú heilsaðir mér og kvaddir.

(Káinn)


Saknaðar kveðjur frá Systrum þínum

Birgitta, Rúna, Ásdís og Úlfheiður


Birgitta, Rúna, Ásdís og Úlfheiður