Stefán Hjörtur Hrólfsson fæddist á Ábæ í Austurdal 1. júlí 1927. Hann lést á á Sjúkrahúsinu á Akureyri 18. apríl 2016.
Foreldrar hans voru Valgerður Kristjánsdóttir, f. 25. maí 1988, d. 8. janúar 1960, og Hrólfur Þorsteinsson, f. 21. maí 1886, d. 14. október 1966. Systkini hans voru Friðfinna, fædd 1909, látin, Ingibjörg Steinvör, fædd 1910, látin, Jórunn Jónheiður, fædd 1914, látin, Kristbjörg, fædd 1917, látin, Kristján, fæddur 1921, látin, Anna Margrét, fædd 1930, hún býr á Sauðárkróki.
Eiginkona Stefáns var Hildigunnur Þorsteinsdóttir, fædd á Efri-Vindheimum 24. desember 1930, d. 22. desember 2002. Foreldrar hennar voru Marselína Hansdóttir, f. 27. ágúst 1899, d. 3. ágúst 1987, og Þorsteinn Steinþórsson, f. 19. júní 1884, d. 4. júlí 1945. Stefán og Hildigunnur giftu sig 24. desember 1954. Þau áttu eina dóttur: Valgerði, f. 14. nóvember 1956, hún starfar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Maki Jón M. Magnússon, f. 2. ágúst 1944. Eiga þau þrjár dætur. Þær eru: 1) Hildigunnur Rut, f. 15. júní 1978, framkvæmdastjóri og á hún tvö börn, Söru Maríu, nema og fimleikaþjálfara, f. 16. febrúar 2001, og Jón Óla nema, f. 23. ágúst 2005. 2) Kolbrún, f. 2. október 1981, dagforeldri. Hún á tvær dætur, Hildigunni Hólm nema, f. 3. nóvember 2007, og Máneyju Hólm, f. 2. mars 2010. 3) Stefaníu Hrönn, f. 30. desember 1982, viðskiptafræðing, hún á eina dóttur Önju Rán, f. 17. júlí 2010.
Stefán fæddist í Ábæ í Austurdal og bjó þar til tveggja ára aldurs en þá flutti fjölskyldan á Stekkjaflatir. Þar bjó Stefán þar til hann keypti Kelduland árið 1954. Sú jörð hafði þá verið í eyði í yfir 20 ár. Hann byggði hana alla upp og ræktaði upp tún. Hann og Hildigunnur bjuggu á Keldulandi allt til haustsins 2002 en þá flytja þau til Akureyrar. Stefán var þó flest sumur eftir það á Keldulandi í heyskap. Stefán var gangnaforingi í mörg ár í Austurdal.
Útför Stefáns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 2. maí 2016, klukkan 13.30.
Fóstri minn Stefán Hrólfsson var fæddur að Árbæ það herrans ár 1927. o1-727 á annarri öld. Einstakur maður er aldrei spennti bogann of hátt og hafði alltaf yfirhöndina í sínu lífi. Forstöðumaður hreppsbókasafns Akrahrepps i Skagafirði og gjaldkeri Stíganda. Þótti ráðagóður með mikið verkvit og kunni að njóta augnabliksins. Þegar mig bar að garði, 1973, var Stefán 46 ára, eflaust verið undarlegt á honum blikið þegar, börn nýráðins Leikhússtjóra á Akureyri, ættuð frá Síberíu, þörfnuðust vistar vegna ferðalags foreldra þeirra til heimaslóða móðurinnar. Stefán átti þá mikinn hest til tvíreiðar, Kalda Skjóna, og naut ég þess umfram önnur börn að sitja a hnakknefi kallsins. Mörg börn voru þar í vist hjá húsfrúnni, frú Hildigunni Þorsteinsdóttur, og þeirra stálpuðu dóttur, frú Valgerði Stefánsdóttur, þannig að biðraðir voru a baðherbergið frá morgunkaffi fram á kvöldkaffi. Nú, verandi jafnaldri Stefáns, leiði ég hugann að því hvað hann sá við mig. Kannski fyrst og fremst sjálfstæði mitt enda þannig maður er hafði komið sér áfram með erfiði sínu. Stefán hafði unun af skautum og sagði oft hvernig hann hafði skautað frá fermingar aldri niður Héraðsvötnin til Sauðákróks í vinnu. En frá þeim tíma varð öllum landsmönnum niður til 12 ára aldurs skylt að bera vegabréf vegna heimsstyrjaldarinnar síðari. Sæmd mín er heiðurinn og í vegavinnu lá leiðangurinn og uppskar hann við það Massey Ferguson 135 dráttarvél með glussa framskóflu og heygaffli. Einn Ferguson, ¾ hluta Keldulands, stórt steypt fjós, 7 beljur, krær fyrir 300 ærgildi og fyrni af hrossum. Svo ég réð mig í sveit 1974, fyrsta árið af 17 árum fékk ég að njóta fylgdar Stefáns. Svo þar var ég, kettlingurinn Dúfa og hvolpurinn Tryggur. Á mína vinstri hönd lágu Sigurður a Stekkjarflötum, Hjörleifur a Gilsbakka og Monika á Merkigili. Til minnar hægri handar lágu Stína á Tyrfingstöðum, Gunnar í Flatartungu og þjóðskáldið Guðmundur á Egilsá. Hreppstjórinn bjó þá á Silfrastöðum og dregin var sókn við Miklabæ. Magnað þótti okkur þá að minn fyrsti hestur, Húni, gaf eftir járningar fyrir mér. En börn fengu ekki þá aðra hesta en 17-24 vetra, og slapp þar undan leigunni. Þá var heyjað í bólstra og öll tún handrökuð. Skemmtilegast þótti þó okkur þá réttir, rúningar og marktaka. Kaffisopar á túninu og hlaupa berfætt á nýslegnu, þurra grasinu. Girðingarvinna, útstunga og berjarmór voru verkalýðsskyldur. Stefán var umdeilanlega fjallakonungur Skagafjarðarsýslu er hann reið Öðlingi forðum. Sem aldrei sem fyrr blómstraði á fimmtugsaldri 1977 sem haldið var upp á ógleymanlega fyrir alla viðstadda að Laugarfelli. Ég, Hrefna og Helga Brekkan vorum viðstödd af þeim börnum sem stóðu Stefáni næst. Bindivélin, heyhleðsluvagninn og Nonni a Bakka á glænýjum Zetor með húsi. Margir kaupamenn voru á Keldulandi og sumir fallnir frá langt fyrir sinn tíma. Eyfirðingarnir Steingrímur og Brói aðrir voru þar, nafnar Víkingur og Ragnar, Ólafur hans bróðir Steini og Hjalti, Bjarni, Magnús og hans tengdasonur Jón Magnússon. Enginn á leyndardóma eins og þið. 1978 fórum við yfir Kjöl, fyrsta og eina sumarfrí okka,r á brúnum Landrover jeppa. Hildigunnur sem aldrei fyrr var ánægð með hlutskipti sitt, gaf þá eftir margra ára suði um vasahníf. Nýorðin amma af yndislegu barnabarni, Hildigunni Rut Jónsdóttir. Hennar systur, Kolbrún Sif Jónsdóttir og Stefanía Jónsdótti,r voru Stefáni yndisauki og hvatning til dáða. Þegar Hekla gaus heyjaði Stefán bæði Tyrfingstaði og Gilsbakka sökum aldurs Hjössa en hann gegndi þá embætti póstmanns. Tíðir voru útreiðartúrar okkar kaupamannanna til setu með Hjörleifi eða Helga yfir Keldu-Landa eða fengum mun fínni ábót hjá Gunnari í Flatartungu en hann var Viskíunnandi. Auðfengin var sá gripur, bæði Gull og Brons, í folastökki og 250m skeiði þá unnið af ungum efnilegum knapa, Ingimar Ingimarssyni, og Keldulandshrossunum að Vindheimamelum. Ég var fermdur ári fyrr að eigin ósk og það leyfði Stefán mér því hann fermdist ári of seint gegn vilja sínum. En uppskar við það blöndu eina a fleyg af Vermouth og Brennivini frá föður sínum Hrólfi a Stekkjarflötum. Talaði um það eins og það hafi verið hans stóra sorg í lífinu. Þó vitum við að raunir hans voru margar. Lognið fyrir túrismann var unaðslegt. Mínir úrvals morgnar á þeim tíma var að vera vakin snemma af Stefáni, drekka te og borða egg. Leggja svo á og vitja í netin huga að morgunverkunum og spila Svarta Pétur fram að nýsoðnni bleikjunni. Kelduland var og vonandi verður slysalausbær og þar voru allir velkomnir norðan sem sunnan með hnakk sinn og hest og nutu umhirðu útihúsanna, stóðréttanna og heys húsbóndans, Stefáns Hrólfssonar. Stefán var fjárræktandi og tamningamaður af þeim skóla sem þekkti allt sitt fé með nafni og viðurnefni. En ég gat þó séð það í því með mínar þrjár gimbrar; Stjörnu, Mjöll og Mjallhvíti. En hrossastóð Stefáns var þekkt fyrir hraða sinn, vissu og skrautlegheit. Landsfrægar eru merar hans; Byssa, Ör, Roka og hin Jarpskjótta Kupidos. Graðfolar hans Krummafótur, Ylur og Skuggi er hann átti í félagi með Sigurði a Flugumýri. Stefán þótti leiðsögumaður góður og hafa hundruðir manna notið ráðkænsku hans a fjöllum i gegnum tíðina, að ég kann engin skil a. Margfrægir voru stóðrekstrar hans vor og haust að afréttum. Sem mönnum fannst eftirsóknarvert að taka þátt í og viðhélt hann þannig uppi bændamenningu að oft var leitað til hans af fjölmiðlum eins og RÚV til leiðsagnar um gamla hætti svo sem toftstungu. Á haustin fór Stefán til vinnu að sláturhúsinu á Sauðárkróki. Hildigunnur sneri þá til vinnu í Varmahlíð við mötuneyti heimavistarskólans, þeirra samlífi var gott. Síðustu ekki jól okkar saman, 2013, fórum við í Akureyrarkirkju og hlustuðum á hin fagra söng kórsins, gæddum okkur á hákarli og suðum sviðin saman, með rófustöppu og uppstúf. Ógleymanlegur tími eins og allt annað í lífi þess gæða manns sem hann hafði að geyma og ávallt ástfanginn.
Suma dreymir gull og græna skóga
og gráta þeir eiga ekki meir.
Með gallbragð í munni brosa beiskir
og bölva þar til sálin í þeim deyr.
Og Júdas er verðlaus lúser
sem lífinu hafnaði segja þeir.
En mig dreymir aðeins þessa einu konu
það er eldfimt loftið þar sem hún fer.
Það er gott að elska og eiga hennar hjarta
og hún elskar mig eins og ég er.
Og ég veit hvar frelsið er að finna
í faðmi hennar það bíður eftir mér.
Og það er vont að vera týndur
í veröld sem engar hefur dyr
Og fyrir þá sem aldrei hafa elskað
hlýtur tíminn að standa kyrr.
En ég er ástfanginn
sem aldrei fyrr.
Jú, mig dreymir aðeins þessa einu konu
og allan þennan þokka sem hún ber.
Það er gott að elska og eiga hennar hjarta
því hún tekur mér eins og ég er.
Og ég veit hvar frelsið er að finna
í faðmi hennar það bíður eftir mér.
(Bubbi Morthens)
Að lokum vill ég tjá fyrir hönd fjölskyldunnar okkar dýpstu samúðarkveðjur til Sveins frænda og Sigga a Arbakka. Og minnast hinna látnu félaga vor Gunnsteins í Tunguhálsi, Jóa á Ökrum, Stefáns á Borgarholi, Sigga á Víðivöllum, Birgis Boga frá Reykjavík, Helga á Merkigili, Friðjóns í Ásgarði, Sveins á Varmalæk og Árna á Uppsölum. Vonum að heimreksturinn verði góður. Þú situr a vegskál hins góða, fóstri og afi.
Uhmar Ragnar Ajaal Magnusson Argunov og synir Ragnar Gabriel Ragnarsson Argunov. Egill Vasilij Ragnarsson Argunov.