Jóhannes Sigmundsson fæddist í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi 18. nóvember 1931. Hann lést á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði 19. febrúar 2018.

Foreldrar: Sigmundur Sigurðsson, f. 1903 á Litla-Kálfalæk í Hraunhreppi, d. 1981, bóndi og oddviti í Syðra-Langholti, og Anna Jóhannesdóttir, f. 1902 á Fremri-Fitjum, V-Hún., d. 1997.

Systkini: Alda, f. 1930, d. 1931, Alda Kristjana, f. 1933, Sigurgeir Óskar, f. 1938, d. 1997, Sigurður, f. 1938, d. 2013, og Sverrir, f. 1944.

Eiginkona Jóhannesar er Hrafnhildur Svava Jónsdóttir, f. 5.11. 1934. Þau kynntust á Laugarvatni er hún stundaði nám við Húsmæðraskólann og gengu í hjónaband 5.11.1954. Hrafnhildur er dóttir Jóns S. Sigfússonar og Sigurbjargar T. Guttormsdóttur á Sauðárkróki.

Börn Jóhannesar og Hrafnhildar: 1) Hilmar, f. 18.4. 1955. Maki Fanney Þórmundsdóttir. Börn þeirra: Árni Þór, f. 1980, maki Freyja Þorkelsdóttir og börn þeirra Eyþór Orri, f. 2003, Óðinn Freyr, f. 2005, og Íris Birna, f. 2009. Haukur Már, f. 1983, maki Rudy Witt Dahlin og dóttir Elín Kría, f. 2017. Hugrún Jóna, f. 1988, maki Ársæll Einar Ársælsson og börn Birkir Aron, f. 2011, og Rakel Lilja, f. 2016. Þórmundur Smári, f. 1995. 2) Sigmundur, f. 25.9. 1957. Maki 1: Anna Marý Snorradóttir, f. 1960, d. 1992. Dætur þeirra: Tinna Björk, f. 1980. Arna Þöll, f. 1988, maki Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson, dóttir Svava Marý, f. 2011. Maki 2: Kristín Jónsdóttir. 3) Sigurbjörg Jóna, f. 5.1.1959. Maki Ólafur Ó. Stephensen. Börn: Jóhannes, f. 1980, maki Thelma Guðmundsdóttir og börn Guðmundur Óli, f. 2007, og Kristín Lóa, f. 2012. Pétur, f. 1983. Hrafnhildur Eva, f. 1985, maki Kristinn Björgúlfsson og börn Karen Birna Einarsdóttir, f. 2008, og Daði Fannar Kristinsson, f. 2017. 4) Snorri Freyr, f. 11.3. 1965. Maki Vigdis Furuseth. Börn: Hákon Snær, f. 1998, og Birgit Ósk, f. 2000. 5) Gunnar Þór, f. 30.10. 1967. Maki Arndís Eiðsdóttir. Börn Hrafnhildur Ósk, f. 2003, og Ásgeir Ægir, f. 2009. Áður átti Arndís Jón Aron Lundberg, f. 1994, og Jóhönnu Rut, f. 1998. 6) Anna Lára, f. 17.12. 1969. Maki Sigurjón Kristinsson. Börn Önnu Láru: Alexia Björk Lebas, f. 1993, og Anton Hrafn Greipsson, f. 2006. Sigurjón á 6 börn og 7 barnabörn. 7) Ásdís Erla, f. 2.6. 1972. Maki Yngvi Ragnar Kristjánsson. Börn: Elvar Goði, f. 2001, og Anna Marý, f. 2004.

Jóhannes stundaði nám í Héraðsskólanum að Laugarvatni og varð stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1954. Jóhannes stofnaði nýbýlið Syðra-Langholt 3 árið 1954 og stundaði búskap og var með ferðaþjónustu. Hann var kennari við Flúðaskóla í 33 ár.

Jóhannes stundaði íþróttir og félagsstörf alla tíð. Hann var í vara-stjórn UMFÍ og formaður HSK í tíu ár. Hann var kjörinn heiðursformaður HSK árið 2011. Jóhannes hlaut fjölda viðurkenninga m.a. gullmerki og heiðurskross ÍSÍ, var heiðursfélagi ÍSÍ, gullmerki F.R.Í, starfsmerki og gullmerki U.M.F.Í. Hann var formaður Kennarafélags Suðurlands og Ferðamálasamtaka Suðurlands og sat í Ferðamálaráði Íslands auk fjölda annarra félagsstarfa.

Jóhannes gaf út Gamansögur úr Árnesþingi árið 2014.

Útförin fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 2. mars 2018, klukkan 13.

Látinn er náfrændi minn og vinur Jóhannes Sigmundsson Syðra-Langholti. Fyrrverandi bóndi og kennari og ferðaþjónustu bóndi. Mig langar að mynnast þessa mæta manns með nokkrum orðum. Það fer ekki á milli mála að orðið við verður áberandi í þessum skrifum og lýsir best hversu náið lífshlaup okkar hefur verið í gegnum tíðina. Við kynntumst sem smá pollar í gegnum fjölskylduheimsóknir milli Miðfells og Syðra-Langholts enda vorum við systkinasynir. Við gengum saman í barnaskólann á Flúðum og vorum sessunautar þar allan skólatímann. Jóhannes kom fluglæs í skólann og kom fljótt í ljós að hann var vel greindur. Eftir fermingu gekk Jóhannes í Menntaskólann að Laugarvatni og útskrifaðist þaðan í hópi fyrstu  frá skólanum. Hann var ráðinn til kennslu við barnaskólann á Flúðum, fór seinna í framhaldsnám og öðlaðist þá kennararéttindi. Við Jóhannes gengum í Ungmannafélag Hrunamanna strax er við höfðum aldur til. Við vorum fljótlega kosnir fulltrúar á héraðsþing Skarphéðins. Við sátum þar um fimmtíu þing Jóhannes var vel virkur þar og var síðan kosinn formaður HSKstúdenta. Og gegndi því starfi í áratug, hann var svo kosinn heiðursformaður HSK. Jóhannes var virkur í ýmsum félagasamtökum og sat í mörgum stjórnum og nefndum. Sem unglingar fórum við að stunda íþróttir. Jóhannes var góður liðsmaður í gullaldarliði Hrunamanna um 1950. Hans aðalgrein var stangarstökk, þar var hann meðal bestu stökkvara suðurlands og var meðal annars valinn í landslið Íslands. Hann var frumkvöðull að körfuboltaleik á Flúðum. Á unga aldri lærðum við að spila bridge og skák. Þegar bridgedeild UMFH. var stofnuð 1967 fórum við að spila keppnisbridge saman sem par. Hélst það samstarf í nær fimmtíu ár, allt þar til heilsu hans fór að hraka. Til gamans má geta þess að þegar við urðum sjötugir héldum við stórmót. Svo skemmtilega vildi til að við unnum  mótið. Þegar Golfklúbburinn Flúðir var stofnaður kom Jóhannes fljótlega með í golfið við spiluðum mikið saman fjórir. Jóhannes, Karl, Emil og Þórður, þetta var kallað svartagengið. Var þá oft spilað meira af kappi en forsjá. Ógleymanlegar eru golfferðirnar sem við fórum til útlanda, Þar var Jóhannes ómissandi vegna tungumálakunnáttu sinnar og svo var hann líka svo skemmtilegur ferðafélagi, oft var talað saman í bundnu máli. Hæst stendur 60 ára afmælisferð til Flórída. Við fórum þangað sex saman. Við Jóhannes, Emil bróðir og konurnar. Þar héldum við sextíu manna afmælismót með verðlaunum og afmælistertum fyrir alla. Jóhannes var oft mistækur í golfinu, hann sló boltana sína oft út í skóg inn í runna eða ofan í tjarnir, en hann var óhræddur að sækja boltana sína, þó að skógurinn iðaði af höggormum og í tjörnunum sinntu stærðar krókadílar, kom hann oft illa leikinn úr þeim ferðum. Spunnust oft margar skemmtilegar sögur úr þessum ferðum. Ég má til með að láta eina flakka. Jóhannes keypti sér flottar ljósar síðar golfbuxur, svo var farið á völlinn. Ekki vildi betur til en svo að Jóhannes sló boltann sinn út í skóg, hann fór að sækja boltann en lenti þá í svörtu drullufeni, Þegar hann kom til baka voru buxurnar ekki lengur hvítar heldur útataðar í leðju. Sem betur fór var hann með aðrar buxur til skiptanna. Hann tróð nýju buxunum ofan í golfpokann. Þegar heim í íbúðina var komið voru góð ráð dýr. Hann þurfti aðstoð konunnar til að bjarga buxunum, hann dró krumpaðar og skítugar buxurnar upp ú golfpokanum og breiddi úr þeim fyrir framan Hrafnhildi. Hún varð fyrst orðlaus en sagði svo Jóóóhannnes, eru þetta nýju buxurnar þínar. Svo var það ekki meira, buxurnar voru svo komnar í samt lag morguninn eftir. Hrafnhildur er nefnilega einstök kona og húsmóðir. Það er mikil gæfa að eiga slíkan vin og félaga í gegnum árin, því verður ekki  með orðum lýst.  Að lokum vil ég þakka þér vinur og félagi, Jóhannes kærlega fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman, og mundu að hafa spilin og kylfurnar klárar þegar minn tími kemur eftir einhver x ár. Að lokum viljum við hjónin votta þér Hrafnhildur og ykkar fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Vorið fer að koma og þá birtir á ný. Kær kveðja.

Karl Gunnlaugsson Varmalæk.