Jón Þór Grímsson fæddist 10. janúar 1965. Hann lést 23. september 2018.
Jón Þór fæddist í Reykjavík, blóðmóðir hans var Fanney Halldórsdóttir sem lést 2016.
Foreldrar Jóns Þórs eru hjónin Rósa Jónsdóttir, fædd 13. október 1942, dáin 9. nóvember 2015, og Grímur Marinó Steindórsson, fæddur 25. maí 1933.
Útför Jóns Þórs fór fram frá Kópavogskirkju 5. október 2018 í kyrrþey.
Elsku hjartans Múslingurinn minn. Mig langar að segja svo margt en orðin
sitja föst, heilinn er frosinn og sorgin hefur ekki alveg fengið tækifæri
til að brjótast út. Eina sem ég sé fyrir mér er augnablikið þegar ég kom að
þér og áttaði mig á að þetta var alvara en ekki hrekkur. En ef ég kemst af
stað þá gæti það endað með ritgerð, en mér er sama, ég skrifa þetta fyrir
mig og enginn er neyddur til að lesa. Þú varst að eigin sögn snældu
ofvirkur krakki og unglingur. Bakkus böðull náði þér snemma á sitt vald.
Það þótti sniðugt í listamannapartíum heima fyrir að senda sex ára guttann
fram í eldhús að blanda og auðvitað þurfti að smakka á þessum galdradrykk
fullorðna fólksins. Tikkandi tímasprengjan í höfði okkar alkóhólista fór
strax í gang. Þú varst ekki hár í loftinu þegar þú drakkst þig pöddufullan,
bast frændur þína tvo við staur í einhverjum hasarleiknum og drapst svo í
indíánatjaldinu þínu. Aldrei var sagt neitt heima fyrir. Ég ætla ekki að
álasa foreldrum þínum enda elskaðir þú þau bæði og eftir að Gríma Sóley
fæddist dýrkaðir þú systur þína, þó þú hafir verið óspar á að stríða henni.
Á morgun koma jólin, har, har.
Þú áttir ófá árin bak við rimlana, yfirleitt fyrir svo fáránlega hluti eins og að ætla út í sjoppu að kaupa sígó og sjá bíl í gangi og stela honum, eða brjótast inn á bar og sitja svo fyrir framan eftirlitsmyndavélarnarnar og drekka dýrasta viskíið þegar löggan kom. Það var heldur enginn betri bílstjóri en Jón í glasi og engu tauti né röfli við þig komandi. Þú sast nú ekki bara inni, heldur afrekaðir líka að brjótast út úr Hegningahúsinu við Skólavörðustíg þó ekki hafi nú verið haft hátt um það mál.
Þú varst alltaf rótlaus, varst hér og þar um landið til sjós eða við beitningu, varst á sjó í Færeyjum, (Skipperen), bjóst í Danmörku og flakkaðir um allan heim með Þorra vini þínum.
Þú misstir hana Mírönu þína úr of stórum skammti í Danmörku á 20 ára afmælisdaginn þinn og minnti sá dagur þig alltaf á hana. Þið höfðuð ekki þekkst lengi, en þú fylgdir kistunni til Spánar, hittir foreldra hennar og varst við jarðarförina. Þetta finnst mér lýsa best þínum innri manni. Eftir þetta og ólíkar uppákomur hér heima ákvaðst þú að leggja það aldrei á nokkra konu að búa með þér. Það stóðstu við í ein 15-20 ár eða svo, þar til við hittumst í Hlaðgerðarkoti 2011. Það varð ekki aftur snúið elsku tvíburasálin mín, þó oft hafi gengið á ýmsu, enda ekki við öðru að búast þegar tveir alkar rugla saman reytum. Þegar þinn púki þagði hjalaði minn og öfugt. En við vorum svo samstillt, hugsuðum oftast það sama og annað botnaði það sem hitt var byrjað að segja. Orð dagsins var búið til daglega s.s. skilnmisingur, nefshali, brjóstbóla og fleira.
Það var hins vegar óþekktin hann Guðbrandur yfirköttur sem búinn var að halda í þér lífinu síðustu 10 árin fyrir okkar kynni. Alltaf þurfti Guðbrandur að hafa heimili, helst á jarðhæð, og nægan mat fyrir mánuðinn. Þú tókst hann að þér sem yfirgefinn kettling á götunni og ekki skal ég nú segja að uppeldið hafi verið til fyrirmyndar. En það sem þú elskaðir þennan kött og þegar hann dó fékk hann að bíða í frystinum í hálft ár þar til við gátum jarðað hann að Hurðarbaki í Hvalfirði.
Þú áttir þér níu líf eins og kötturinn og varst að ég held bara búin með þau öll. Að lenda tvisvar fyrir bíl, keyra frá Hornafirði til Reykjavíkur og mæta á síðustu mínútunni á Lansann vegna lifrarbólgu B, detta úr stiga og brjóta á þér lærið en ekki hausinn auk annars. Óútskýranlegt afrek þitt, þegar Sikill KÓ 16 fórst vestur af Þorlákshöfn á kaldasta degi ársins, 17. mars 1994, að bjarga þér undan flakinu við skerið, klífa upp ísi þakta hamrana og labba á sokkaleistunum þar til þú fannst skjól var ótrúlegt að heyra þig segja frá, en eftir að hafa séð sjónvarpsupptöku frá staðnum gerði ég mér fyrst grein fyrir hvað þú hafðir afrekað og hvílíkum ógnar krafti þú bjóst yfir. Ekki nóg með það heldur varstu látinn dúsa í steininum yfir nótt og látinn drekka kalt vatn til að reyna að neyða fram þvagprufu.
Þú Jón minn varst yndislegasti og rólegasti maður sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Frekar hlédrægur og feiminn og yrtir helst ekki á ókunnuga að fyrra bragði. Þú elskaði að horfa á góðar myndir með kettina í fanginu, raula með gítarinn eða elda góðan mat og gerðir að eigin sögn bestu kjötsúpu í heimi, sem var alveg satt. Þú gast farið hamförum í hreingerningum og varst alltaf að segja þú veist að ég elska þig músan mín og komst fram við börnin mín sem þín eigin. Þú varst líka ákaflega stoltur af þeim Kormáki Mána og Steinrós Birtu hennar systur þinnar. Hinn Jóninn, sem meira fór að bera á í seinni tíð var trylltur og ofsafenginn og lá ekkert á skoðunum sínum, sem hann þrumaði þá yfir heilu strætisvagnana og þá sem á vegi hans urðu. Það sveik hann enginn í viðskiptum í þeim heimi þar sem hnefarnir ráða ferðinni og oftar en ekki fóru nokkrir með sjúkrabíl en minn maður rölti heim blár og marinn. Sem barn varðstu fyrir hræðilegri lífsreynslu sem kannski varð til þess að móta þennan Jón hinn. Sumu er bara ekki hægt að lifa með án þess að búa til annan heim.
Þú varst svo mikið jólabarn. Ég gleymi aldrei þegar þú komst heim með strætó eftir þrettándann eitt árið með jólatré sem þú hafðir fundið og heimtaðir að skreyta það. Hafðir þá ekki verið heima þau jólin og þurftir að bæta þér það upp. Eitt sinn komstu heim af geðdeild skreyttur skrautfuglum sem þú hafðir stolið af jólatréinu þar. Þetta verða erfið jól án þín en sjálfsagt er hann Sigþór bróðir þinn ánægður með að fá þig til að jólast með.
Þú áttir þér stóra drauma, en aldrei varð úr neinu þar sem þú áleist þig alltaf svarta sauðinn í fjölskyldunni sem ekkert gætir nema dópa og drekka. Það var orðið of seint að reyna að berja því inn í þinn þvera haus hversu hæfileikaríkur þú varst. Vonandi færð þú að upplifa það í næsta lífi að verða stýrimaður á skemmtiferðaskipi í Karabíska hafinu eða bara að búa áhyggjulaus á Krít. Aldrei gafstu samt vonina um edrú líf upp á bátinn og fórst Guð má vita hversu oft í meðferð og alltaf trúði ég að það myndi takast að lokum.
Kannski er lífsbókin okkar skrifuð fyrirfram, en ég get ekki annað en verið ótrúlega reið og sár út í þá sem hrundu þessari síðustu atburðarás af stað. Hvað sem öllum lögum eða reglugerðum varðar, mátti vera ljóst, að það að henda manni í hans ástandi út á götu um miðjan september var dauðans alvara. Ég hef aldrei áður séð minn mann í jafn mikilli afneitun og stífri neyslu sterkra drykkja eins og þessar þrjár vikur sem eftir voru. Það var enginn vilji til að reyna að koma sér í hús, ekki einu sinni eftir að rafmagnið var tekið af tjaldsvæðinu og við keyptum þennan endemis gashitara. Það var eins og Þú vissir það ástin mín að öllu væri lokið og þegar við keyrðum fram hjá Sunnuhlíð daginn áður en þú fórst þá sagðir þú þessi skrítnu orð Ég ætla að fara og kveðja hann pabba.
Það að þú hafir ekki fengið hjartaáfall heldur koltvísýringseitrun hefur létt heilmikið á samvisku minni. Auðvitað gat ég ekkert meira fyrir þig gert, búin með alla mína umframorku og þú í þínum versta ham, en auðvitað hugsaði ég Hvað ef ég hefði komið fyrr eða verið hjá þér þessa nótt? En þá væri ég líklegast farin líka og þó fyrsta hugsun hafi verið sú að vilja fara með þér er lífið víst ekki svo einfalt. Einn dag í einu, þannig verður það víst að vera, það er okkur kennt í AA, að lifa einn dag í einu og treysta æðri mætti.
Ég veit ekki hvort þú hefur látið sannfærast en eitt er víst að ég ætla að hitta þig aftur þegar minn tími kemur. Þangað til verð ég að læra að lifa með sorginni og öllum góðu minningunum. Allar baggalútaferðirnar í Hvalfjörðinn, sitja í fjörum hér og þar og bara njóta, sjómannadagurinn með krökkunum eða kjötsúpudagurinn þegar þið Arna mín keyptuð ykkur plastendur og við fórum svo í sund og þið létuð eins og asnar. Þú varst svo mikill prakkari og vonandi heldur HarHar maðurinn áfram að fá mig til að brosa. Ég var einmitt að hugsa það sama og Gríma sagði þegar við fengum loksins að kveðja þig og við horfðum á þig í kistunni, svo eðlilegan í litarafti fyrir utan varirnar, að þú myndir spretta upp, senda okkur nefshala og skellihlæja að hrekknum.
Ég er svo rík að hafa fengið að kynnast þér og þó þú sért farinn þá verður þú alltaf hjá mér því þú ert búinn að hreiðra um þig í hjartanu mínu. Að fá að sjá það góða í fari manns sem aðrir gáfu sér ekki tíma til að kynnast, eða létu fordómana ráða, er ómetanlegt veganesti.
Ég læt orð Grímu yfir kistunni þinni vera mín lokaorð til þín, og vertu svo stilltur, en þú mátt samt alveg taka aðeins í þennan endemis munk og hans spádóma, eða var endirinn kannski annar en þú sagðir mér?
Þín Músa að eilífu,
Þú áttir ófá árin bak við rimlana, yfirleitt fyrir svo fáránlega hluti eins og að ætla út í sjoppu að kaupa sígó og sjá bíl í gangi og stela honum, eða brjótast inn á bar og sitja svo fyrir framan eftirlitsmyndavélarnarnar og drekka dýrasta viskíið þegar löggan kom. Það var heldur enginn betri bílstjóri en Jón í glasi og engu tauti né röfli við þig komandi. Þú sast nú ekki bara inni, heldur afrekaðir líka að brjótast út úr Hegningahúsinu við Skólavörðustíg þó ekki hafi nú verið haft hátt um það mál.
Þú varst alltaf rótlaus, varst hér og þar um landið til sjós eða við beitningu, varst á sjó í Færeyjum, (Skipperen), bjóst í Danmörku og flakkaðir um allan heim með Þorra vini þínum.
Þú misstir hana Mírönu þína úr of stórum skammti í Danmörku á 20 ára afmælisdaginn þinn og minnti sá dagur þig alltaf á hana. Þið höfðuð ekki þekkst lengi, en þú fylgdir kistunni til Spánar, hittir foreldra hennar og varst við jarðarförina. Þetta finnst mér lýsa best þínum innri manni. Eftir þetta og ólíkar uppákomur hér heima ákvaðst þú að leggja það aldrei á nokkra konu að búa með þér. Það stóðstu við í ein 15-20 ár eða svo, þar til við hittumst í Hlaðgerðarkoti 2011. Það varð ekki aftur snúið elsku tvíburasálin mín, þó oft hafi gengið á ýmsu, enda ekki við öðru að búast þegar tveir alkar rugla saman reytum. Þegar þinn púki þagði hjalaði minn og öfugt. En við vorum svo samstillt, hugsuðum oftast það sama og annað botnaði það sem hitt var byrjað að segja. Orð dagsins var búið til daglega s.s. skilnmisingur, nefshali, brjóstbóla og fleira.
Það var hins vegar óþekktin hann Guðbrandur yfirköttur sem búinn var að halda í þér lífinu síðustu 10 árin fyrir okkar kynni. Alltaf þurfti Guðbrandur að hafa heimili, helst á jarðhæð, og nægan mat fyrir mánuðinn. Þú tókst hann að þér sem yfirgefinn kettling á götunni og ekki skal ég nú segja að uppeldið hafi verið til fyrirmyndar. En það sem þú elskaðir þennan kött og þegar hann dó fékk hann að bíða í frystinum í hálft ár þar til við gátum jarðað hann að Hurðarbaki í Hvalfirði.
Þú áttir þér níu líf eins og kötturinn og varst að ég held bara búin með þau öll. Að lenda tvisvar fyrir bíl, keyra frá Hornafirði til Reykjavíkur og mæta á síðustu mínútunni á Lansann vegna lifrarbólgu B, detta úr stiga og brjóta á þér lærið en ekki hausinn auk annars. Óútskýranlegt afrek þitt, þegar Sikill KÓ 16 fórst vestur af Þorlákshöfn á kaldasta degi ársins, 17. mars 1994, að bjarga þér undan flakinu við skerið, klífa upp ísi þakta hamrana og labba á sokkaleistunum þar til þú fannst skjól var ótrúlegt að heyra þig segja frá, en eftir að hafa séð sjónvarpsupptöku frá staðnum gerði ég mér fyrst grein fyrir hvað þú hafðir afrekað og hvílíkum ógnar krafti þú bjóst yfir. Ekki nóg með það heldur varstu látinn dúsa í steininum yfir nótt og látinn drekka kalt vatn til að reyna að neyða fram þvagprufu.
Þú Jón minn varst yndislegasti og rólegasti maður sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Frekar hlédrægur og feiminn og yrtir helst ekki á ókunnuga að fyrra bragði. Þú elskaði að horfa á góðar myndir með kettina í fanginu, raula með gítarinn eða elda góðan mat og gerðir að eigin sögn bestu kjötsúpu í heimi, sem var alveg satt. Þú gast farið hamförum í hreingerningum og varst alltaf að segja þú veist að ég elska þig músan mín og komst fram við börnin mín sem þín eigin. Þú varst líka ákaflega stoltur af þeim Kormáki Mána og Steinrós Birtu hennar systur þinnar. Hinn Jóninn, sem meira fór að bera á í seinni tíð var trylltur og ofsafenginn og lá ekkert á skoðunum sínum, sem hann þrumaði þá yfir heilu strætisvagnana og þá sem á vegi hans urðu. Það sveik hann enginn í viðskiptum í þeim heimi þar sem hnefarnir ráða ferðinni og oftar en ekki fóru nokkrir með sjúkrabíl en minn maður rölti heim blár og marinn. Sem barn varðstu fyrir hræðilegri lífsreynslu sem kannski varð til þess að móta þennan Jón hinn. Sumu er bara ekki hægt að lifa með án þess að búa til annan heim.
Þú varst svo mikið jólabarn. Ég gleymi aldrei þegar þú komst heim með strætó eftir þrettándann eitt árið með jólatré sem þú hafðir fundið og heimtaðir að skreyta það. Hafðir þá ekki verið heima þau jólin og þurftir að bæta þér það upp. Eitt sinn komstu heim af geðdeild skreyttur skrautfuglum sem þú hafðir stolið af jólatréinu þar. Þetta verða erfið jól án þín en sjálfsagt er hann Sigþór bróðir þinn ánægður með að fá þig til að jólast með.
Þú áttir þér stóra drauma, en aldrei varð úr neinu þar sem þú áleist þig alltaf svarta sauðinn í fjölskyldunni sem ekkert gætir nema dópa og drekka. Það var orðið of seint að reyna að berja því inn í þinn þvera haus hversu hæfileikaríkur þú varst. Vonandi færð þú að upplifa það í næsta lífi að verða stýrimaður á skemmtiferðaskipi í Karabíska hafinu eða bara að búa áhyggjulaus á Krít. Aldrei gafstu samt vonina um edrú líf upp á bátinn og fórst Guð má vita hversu oft í meðferð og alltaf trúði ég að það myndi takast að lokum.
Kannski er lífsbókin okkar skrifuð fyrirfram, en ég get ekki annað en verið ótrúlega reið og sár út í þá sem hrundu þessari síðustu atburðarás af stað. Hvað sem öllum lögum eða reglugerðum varðar, mátti vera ljóst, að það að henda manni í hans ástandi út á götu um miðjan september var dauðans alvara. Ég hef aldrei áður séð minn mann í jafn mikilli afneitun og stífri neyslu sterkra drykkja eins og þessar þrjár vikur sem eftir voru. Það var enginn vilji til að reyna að koma sér í hús, ekki einu sinni eftir að rafmagnið var tekið af tjaldsvæðinu og við keyptum þennan endemis gashitara. Það var eins og Þú vissir það ástin mín að öllu væri lokið og þegar við keyrðum fram hjá Sunnuhlíð daginn áður en þú fórst þá sagðir þú þessi skrítnu orð Ég ætla að fara og kveðja hann pabba.
Það að þú hafir ekki fengið hjartaáfall heldur koltvísýringseitrun hefur létt heilmikið á samvisku minni. Auðvitað gat ég ekkert meira fyrir þig gert, búin með alla mína umframorku og þú í þínum versta ham, en auðvitað hugsaði ég Hvað ef ég hefði komið fyrr eða verið hjá þér þessa nótt? En þá væri ég líklegast farin líka og þó fyrsta hugsun hafi verið sú að vilja fara með þér er lífið víst ekki svo einfalt. Einn dag í einu, þannig verður það víst að vera, það er okkur kennt í AA, að lifa einn dag í einu og treysta æðri mætti.
Ég veit ekki hvort þú hefur látið sannfærast en eitt er víst að ég ætla að hitta þig aftur þegar minn tími kemur. Þangað til verð ég að læra að lifa með sorginni og öllum góðu minningunum. Allar baggalútaferðirnar í Hvalfjörðinn, sitja í fjörum hér og þar og bara njóta, sjómannadagurinn með krökkunum eða kjötsúpudagurinn þegar þið Arna mín keyptuð ykkur plastendur og við fórum svo í sund og þið létuð eins og asnar. Þú varst svo mikill prakkari og vonandi heldur HarHar maðurinn áfram að fá mig til að brosa. Ég var einmitt að hugsa það sama og Gríma sagði þegar við fengum loksins að kveðja þig og við horfðum á þig í kistunni, svo eðlilegan í litarafti fyrir utan varirnar, að þú myndir spretta upp, senda okkur nefshala og skellihlæja að hrekknum.
Ég er svo rík að hafa fengið að kynnast þér og þó þú sért farinn þá verður þú alltaf hjá mér því þú ert búinn að hreiðra um þig í hjartanu mínu. Að fá að sjá það góða í fari manns sem aðrir gáfu sér ekki tíma til að kynnast, eða létu fordómana ráða, er ómetanlegt veganesti.
Ég læt orð Grímu yfir kistunni þinni vera mín lokaorð til þín, og vertu svo stilltur, en þú mátt samt alveg taka aðeins í þennan endemis munk og hans spádóma, eða var endirinn kannski annar en þú sagðir mér?
Þín Músa að eilífu,
Sigurlaug (Silla).