Ægir-Ib Wessman fæddist 12. september 1963. Hann fórst ásamt konu sinni Ellen Dahl Wessman og syni Jon Emil Wessman 9. júní 2019. Útför þeirra fór fram 21. júní 2019.

Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Það er ár síðan hið hörmulega slys skeði i Múlakoti, sem tók frá mer bróðir minn, mágkonu og litla frænda.

Það er sagt að tíminn lækni öll sár, ég hef ekki orðið vör við það. Aftur á móti hefur runnið upp fyrir mér sá ískaldi sannleikur, að litli bróðir minn er dáinn, horfinn af sjónarsviðinu, hann, Ellen og Jón Emil horfinn úr lífi mínu og að þennan sannleika verð ég að læra að lifa með ef ég ætla að halda áfram að lifa.

Ægir-Ib var fæddur 12 september 1963. Ég var þremur og hálfu ári eldri enn hann. Ég var litla mamman hans frá fyrstu stund og fram til 9 ára aldurs, eftir það var ég Systir. Hann sagði systir alltaf svoleiðis, að mér fannst ég vera einstök og elskuð systir. Hann notaði svo að segja aldrei nafnið mitt, nema hann þyrfti að leggja áherslu á eitthvað eða ef hann var pirraður á mér og þá var það fullt nafn. Litli bróðir okkar, Flemming fæddist i febrúar 1972. Barndómurinn var yndislegur tími. Margar og góðar eru minningarnar, frá göngutúrum i hrauninu, niður að sjó. Þriggja vikna tjaldferðalagi um landið okkar, þar sem hver einasti dagur, hvernig svo sem veðrið var, endaði með göngutúr, ostabrauðsneið sem var dýft í heitt súkkulaði og svo í svefnpokann þar sem var talað og hlegið mikið áður en við sofnuðum. Í ökutúrum, hvort sem þeir voru stuttir eða langir, söng öll fjölskyldan hástöfum. Það voru kannski sumarfríin sem gerði það að verkum að bróðir minn sótti inn í skátahreyfinguna. Skátahreyfingin átti vel við Ægir-Ib, þar eignaðist hann sína tvo elstu og bestu vini, Palla og Bjössa. Spilakvöld voru líka vikulegur viðburður. Mörg hafa trúnaðarsamtölin verið, öll málefnin sem við höfðum þörf fyrir stuðning eða skoðun á, var til umræðu. Við áttum svo sannarleg skemmtilegan, áhyggjulausan og tryggan barndóm. Foreldrar okkar lögðu grundvöllinn fyrir samheldni, umhyggju og kærleika. Og sú vissa, að hvað sem fyrir kæmi á lífsleiðinni , hefðum við hvort annað, er og var ómetanleg. Eftir að við systkinin urðum eldri og fluttumst að heiman og fengum okkar eigin fjölskyldu, höfum við notað hvert tækifæri til að hittast. Annaðhvort með fjölskyldum okkar eða bara við fimm. Samverustundirnar þar sem við vorum bara við systkinin og foreldrar okkar, voru sérstakar og gáfu endurnæringu á kærleikanum og samheldninni sem hefur alltaf verið á milli okkar. Slíka yndislega samverustund höfðum við fimm, fjórtán dögum fyrir slysið þar sem margt var rifjað upp og nýtt sem komið var upp var rætt og áætlanir lagðar fyrir samverustundir næsta hálfa árið. Ægir-Ib var svo ánægður og leit óvenjulega vel út, brúnn og afslappaður. Hann var búin að sætta sig við að WOW hafði farið yfiru m og einbeitti sér að nýjum kafla i lífinu, sem átti að miklu leyti að ske i Múlakoti.

Bróðir minn var verklaginn. I heimahúsum lærði hann alt um smiði, flísalagnir og viðgerðir og viðhald á heimili. Blikkiðn læði hann hjá Hödda i Blikkiðjunni. Alla þessa kunnáttu notaði hann mikið. Hann keypti gamla bíla og mótorhjól og setti i stand. Þegar hann var orðinn fjölskyldumaður var fyrsta byggingarverkefnið full endurnýjun á fyrsta heimilinu þeirra sem var i Thorkilsrud á Sjálandi. Seinna teiknaði og kom hann upp einbýlishúsinu sínu i Holbæk, þar sem eiginkonan hans Ellen og börn þeirra Ida Björg, Thor Ib og Jon Emil voru handlangarar og auðvita fékk hann hjálp frá pappa og tengdapabba sínum þegar á þurfti að halda. Flugvallarskýlinu á Reykjarvikuflugelli var breytt og bætt svoleiðis að það er lítið sem minnir á flugvallarskýli. Hann var búinn að teikna og byrjaður að byggja sumarhúsið í Múlakoti þegar slysið skeði. Bróðir minn var mjög handlaginn og vandvirkur. Margir mundu segja sérviskur, því það varð að vera gert nákvæmlega eins og hann meinti að það ætti að vera, annars var það ekki viðurkennt sem vel gerð vinna. Hann var alltaf að, og alltaf með eitt eða tvö verkefni i gangi. Hann var framkvæmdasamur og drífandi alt sitt, alltof stutta lif.

Ægir-Ib var með algjöra vélardellu. Hann stefndi á flugið frá unga aldri, hann ætlaði að verða flugmaður. Það var ekki um neitt annað að ræða. Og þannig var bróðir, hafði hann hugsjón eða draum, þá var það framkvæmt. En það nám var ekki gefins. Frá því að hann var 11-12 ára bað hann um pening i jóla og afmælisgjöf. Launin hans úr Blikkiðjunni vor líka lögð til hliðar. Þegar hann var 15 ára byrjaði hann i flugnámi, og fékk hann flugpróf sem einkaflugmaður áður en hann var nógu gamall til að fá ökuskírteini sem hann fékk auðvita sama dag og hann náði aldri. Flugið, samstarfsmenn og vinnuveitendur áttu alltaf stórt og mikið pláss hjá Ægir-Ib. Hann kenndi flug og bæði Ida Björg og Jón Emil nutu góðs af í sínu flugnámi. Ægir-Ib var svo heppinn að hann hlakkaði næstum alltaf til að fara i vinnu. Einu skiptin sem ég heyrði ekki gleði og áhuga i röddinni hans þegar hann talaði um vinnuna sína, var þegar honum fannst vera eitthvert tuð hjá samstarfsfólki. Hann sagði alltaf að það gerði engum gott, annað hvort yrði maður að gera eitthvað i málunum eða láta það kyrrt liggja. Ægir- Ib átti ekki auðvelt með að gefa sig. Meiningar hans voru sterkar bæði í orði og verki . Honum lá hátt rómur og fór ekki í felur með skoðanir sínar og gekk beint til verks hvort heldur það var i sambandi við vinnu, hugðarefni eða við fólk sem voru förunautarhans í lífinu. Hann var sjálfum sér samkvæmur og fólk vissi hvar það hafði hann. Flugið hefur borið hann viða um heim og starfaði hann á tímabilinu 1984-1990 i Ameríku og Abu Dhabi . SAS var vinnuveitandi hans frá 1990 -2016. Frá 2016 var það WOW þangað til það var gjaldþrota. Tíminn i WOW voru bestu árin hans í atvinnulífinu. Hann var yfir sig hrifinn af viðmóti og starfsanda. Hann gat ekki hrósað vinnuveitanda og samstarfsmönnum nóg. Þar var ekkert tuð. Þegar bróðir minn fórst, var hann enn ekki búinn að skrifa undir nýjan vinnusamning. Því eins og hann sagði; ég er búinn að fljúga öllum þeim flugvélum sem mig hefur langað til að fljúga, ég er búinn að hafa stórkostlega vinnustaði og síðast en ekki síst, við viljum búa á Íslandi. Svo ég geri stórar kröfur til nýrrar vinnu og vinnuveitanda. Ég þarf ekkert að flýta mér.

Ægir-Ib kynntist Ellen i Noregi. Þau voru ekki gift þegar þau fluttu til Abu Dabi en eftir siðum þar, varð hann að hafa með sér eignarskjal um að Ellen væri hans eign. Þetta gantaðist bróðir minn oft með. Þar fengu þau frumburðinn sinn Idu Björg. Þarna lifðu þau eins og kóngar i þúsund og ein nótt ævintýrinu. Næstu tvö árin bjuggu þau i Thorkilsrud, á Sjálandi þar fengu þau Thor Ib , giftu sig og eignarskjalið var gert ógilt og 1998 kom hreiðurböggulinn, Jon Emil. Svo bar ferðin heim á Grettisgötuna. Eftir þrjú ár sneru þau nefinu aftur til Danmerkur, til Holbekk. Árið 2016 voru öll börnin flutt heim til Íslands og Ida var komin i sambúð með Arnari og þau voru búin að fá fyrsta barnið sitt , Gunnar Kristian, þegar Ægir-Ib bauðst staðan i WOW. Hjónakornin þurftu ekki langan umhugsunartíma. Gleðin var stór þegar, annað barnabarnið, litli Ægir kom i heiminn í október 2018. Ægir-Ib var mikil tilfinningarmaður og sýndi það. Hann gaf i ríku mæli fjölskyldu og vinum kærleika, umhyggju og tryggð. Hann elskaði samverustundir með vinum og ættingjum. Og hann var alltaf hrókur alls fagnaðar þegar það voru veislur. Hann var mikill ævintýramaður og framkvæmdi drauma sina, hvort sem þeir voru litlir eða stórir og alltaf fylgdi Ellen með. Hver stund og hvert tækifæri var nýtt til hins ýtrasta, bæði til að hlúa að fjölskyldunni og til að krydda lífið hvort sem það innibar að henda sér upp i flugvél, bílinn , rölta niður i bæ eða heimsækja vini. Sem oftast var fyrirvarinn stuttur á þessum viðburðum. Hvort sem það var öll fjölskyldan eða bara hjónakornin sem voru á ferðinni, nutu þau að vera á ferðinni. Rétt fyrir slysið voru þau hjónin á Kúbu i nokkrar vikur þar sem bróðir hafði vinnu að sinna og auðvita tók Ellen frí í vinnunni og fór með. Ægir-Ib hefði ekki geta verið heppnari með konu, hún var með í öllu sem hann tók sér fyrir hendur þótt það innibæri að búa þröngt, vera á ferðinni meira en heima og hlusta á allt sem hafði með flug að gera, ekki minnst þegar það sátu þrír flugmenn við matarborðið. Ægir-Ib var leikinn og hafði varðveitt strákinn i sér. Laugardaginn fyrir slysið, höfðu Ellen og Ægir-Ib barnabörnin sin hjá sér upp i Múlakoti og ég sé fyrir mér bróðir minn með Gunnar og Ægir fyrir framan sig á torfæruhjóli, i hjólbörunum, á háhest þeytandi um alt. Elskulega fjölskyldan okkar á Grettisgötu lifðu lífinu og nutu stundarinnar. Þau sem eru horfin af sjónarsviðinu upplifðu meira en margur annar sem lifir langt líf og við sem eftir sitjum getum kannski fundið einhverskonar huggun i því.

Við sem vorum lífsförunautar Ægir-Ibs, Ellenar og Jón Emils, erum orðin fátækari og heimurinn kaldari eftir að þau hurfu af sjónarsviðinu.

Elsku bróðir, mágkona og litli frændi, takk fyrir alltof stutta samfylgd , kærleika og yndislegar samveru stundir. Elska ykkur og sakna ykkar.

Systir

Að lokum sendi ég Innilegt þakklæti til ykkar allra sem hafa veit mér og mínum, stuðning og umhyggju síðast liðið ár.



Bergþóra Laila Wessman Søreide.