Ásgeir Ingi Þorvaldsson fæddist á Blönduósi 16.Júlí 1948. Hann lést á heimili sínu á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 16. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorvaldur Ásgeirsson , f. 7. febrúar 1921, d. 29. júlí 2003, og Sigurborg Gísladóttir, f. 27. apríl 1923, d. 7. desember 2006. Systkini Ásgeirs eru: Hrefna Þorvaldsdóttir, f. 1951, maki Valgeir Benediktsson , f. 1949. Olgeir Þorvaldsson, f. 1961, maki Sigríður Óskarsdóttir, f.1962.

Hinn 1. Desember 1974 kvæntist Ásgeir eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðfinnu Sveinsdóttur, f. 1. maí 1954. Foreldrar hennar voru Sveinn Valdimarsson, f. 1934, d. 2018 og Arnlaug Lára Þorgeirsdóttir, f. 1932, d. 2015.

Börn Ásgeirs og Guðfinnu eru:
1) Sveinn Ásgeirsson , f. 1974, maki Sigrún Alda Ómarsdóttir, f. 1976. Börn þeirra eru: Guðfinna Dís Sveinsdóttir, f. 2001, Gunnar Bjarki Sveinsson, f. 2004, Ómar Smári Sveinsson, f. 2007


2) Borgþór Ásgeirsson, f. 1980, maki Birgitta Sif Jónsdóttir, f. 1981. Dætur þeirra eru: Sóley Sif Borgþórsdóttir, f. 2011, Salka Sif Borgþórsdóttir, f. 2013

Börn Ásgeirs og fyrri konu hans, Sigrúnar Pálsdóttur, f. 1951, eru:
1) María Nsamba Ásgeirsdóttir, f. 1968, maki Martin Nsamba, f. 1988. Börn Maríu með fyrri maka eru:
Tinna Rún Kristófersdóttir, f. 1990, maki Bjartur Snorrason, f. 1988. Barn þeirra er Nóel Móri Bjartsson, f. 2018
Kolfinna Kristófersdóttir f. 1992. Barn Kolfinnu er Kristófer Flóki Sigurðsson, f. 2019.
Kristófer Jón Kristófersson, f. 1996, maki Kolfinna Marta Sigrúnardóttir, f. 1998. Barn þeirra er Stormur Leo Kristófersson, f. 2020.

2) Þorvaldur, f. 1971, maki Ásdís Gréta Hjálmarsdóttir, f. 1979. Börn Þorvaldar með fyrri maka eru: Ásgeir Þór Þorvaldsson, f. 1995, Jökull Elí Þorvaldsson, f. 1999, Kristín Inga Þorvaldsdóttir, f. 2001

Ásgeir er fæddur og uppalinn á Blönduósi ásamt systkinum sínum Hrefnu og Olgeiri. Ásgeir lærði múrverk á Blönduósi og í Reykjavík, og starfaði sem múrari ásamt því að stunda sjómennsku. Árið 1967 kynntist Ásgeir fyrri konu sinni, Sigrúnu Pálsdóttur á Blönduósi og eignuðust þau saman tvö börn. Ásgeir og eftirlifandi eiginkona hans, Guðfinna Sveinsdóttir felldu hugi saman í Reykjavík gosárið 1973 og saman eiga þau tvo drengi.

Ásgeir og Guðfinna bjuggu alla tíð í Vestmannaeyjum, fyrir utan tvö ár þar sem þau bjuggu í Hafnarfirði þegar Guðfinna sótti sér nám í lyfjatækni. Ásgeir var alla tíð virkur í félagsstarfi, fyrst á Blönduós í skátum og björgunarsveit, síðar í eyjum þar sem hann starfaði meðal annars í Tý, Svarta genginu, Oddfellow reglunni, Sjóve, Golfklúbbi Vestmannaeyja, Everton klúbbnum, Eyverjum, Sjálfstæðisfélagi Vestmanneyja svo eitthvað sé nefnt en engan veginn tæmandi.

Útför Ásgeirs verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, Laugardaginn 24. október og hefst athöfnin klukkan 13:00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.


Jæja pabbi minn.
Haltu þér fast því þetta verður engin venjuleg minningargrein. Föstudaginn 16. október fórst þú í friði um hádegi í hinni mestu himins haustblíðu sem um getur, en við vorum öll hjá þér og héldum í hönd þína. Eftir þetta allt saman fór minn maður bara að skipta um glugga í eldhúsinu hjá sér eins og einhver stór karl og á laugardaginn fór minn maður í hinn gluggann. Ágætlega gert samt því pabbi, þú kenndir mér allt sem ég kann í handverki sem þessu. En það sem ég vissi en vildi ekki viðurkenna er að sorgin verður ekki umflúin heldur er aðeins hægt að fresta henni.
Núna sit ég við eldhúsborðið um hánótt á bumbunni með mjólk og smákökur að rissa eitthvað á blað eins og þú áttir til. Ástæða þess að ég vaknaði var að ég og Sigrún fengum bæði martröð (skrímsli) og ég vakti hana með einhverju emji og hún ýtti í mig og vakti mig. Eftir þetta gat ég ekki sofnað aftur og fór að skoða Facebook hjá Bogga og sá þar lag sem hann sagðist hlusta mikið á og var búinn að senda mér en ég áttaði mig ekki alveg á textanum. En svo fór ég aftur að hlusta og ég snaraði textanum yfir á íslensku (með hjálp google frænda) og er það ljóð eftir James Blunt sem við Sigrún fórum að sjá í Manchester í febrúar síðastliðnum. Hér er textinn þýddur af mér:

Skrímslin

Ó, áður en þeir slökkva öll ljósin.

Ég mun ekki lesa yfir þér misgjörðir þínar eða réttindi.

Tíminn er liðinn.

Ég býð þér góða nótt, lokaðu dyrunum.

Ég segi þér einu sinni enn að ég elska þig.

svo hér hefurðu það.

Ég er ekki sonur þinn, þú ert ekki faðir minn.

Við erum bara tveir fullorðnir menn að kveðja.

Engin þörf á að fyrirgefa, engin þörf á að gleyma.

Ég þekki mistök þín og þú þekkir mín.

Á meðan þú sefur þá reyni ég að gera þig stoltan.

Svo pabbi, viltu ekki bara loka augunum.

Ekki vera hræddur, röðin er komin að mér

að reka skrímslin burt.

Ó, ég skal lesa fyrir þig sögu.

Eini munurinn er að þessi er sönn.

Tíminn er liðinn.

Ég braut saman fötin þín á stólinn.

Ég vona að þú sofir vel, ekki vera hræddur.

Tíminn er liðinn.

Svo hér hefurðu það.

Ég er ekki sonur þinn, þú ert ekki faðir minn.

Við erum bara tveir fullorðnir menn að kveðja.

Engin þörf á að fyrirgefa, engin þörf á að gleyma.

Ég þekki mistök þín og þú þekkir mín.

Á meðan þú sefur þá reyni ég að gera þig stoltan.

Svo pabbi, viltu ekki bara loka augunum.

Ekki vera hræddur, röðin er komin að mér

Að reka skrímslin burt.

Sofðu ævilangt.

Já, og andaðu að þér síðasta orðinu,

þreifaðu eftir hönd minni.

Ég verð síðastur, svo ég læt ljósið loga.

Megi hjarta þitt vera laust við myrkur.

En ég er ekki sonur þinn, þú ert ekki faðir minn.

Við erum bara tveir fullorðnir menn að kveðja.

Engin þörf á að fyrirgefa, engin þörf á að gleyma.

Ég þekki mistök þín og þú þekkir mín.

Á meðan þú sefur þá reyni ég að gera þig stoltan.

Svo pabbi, viltu ekki bara loka augunum.

Ekki vera hræddur, röðin er komin að mér

Að reka skrímslin burt.

James Blunt

(Sveinn Ásgeirsson 20/20 2020 kl. 04:00)

Það sem er líka svolítið skondið með þetta ljóð er að áður en ég fór að sofa gekk ég um og slökkti öll ljós og þar með talið útiljósið en ég snéri við og kveikti það aftur, fyrir pabba hugsaði ég, alveg eins og í ljóðinu. Á sama tíma og Boggi deildi laginu sem um ræðir, bað hann alla að deila með sér uppáhalds minningu okkar um pabba okkar. Það var eitt sem mér datt strax í hug, þegar ég var á aldrinum 11 eða 12 ára og bjó hjá ömmu og afa í Eyjum á meðan mamma og þú skruppuð til Hafnarfjarðar á meðan mamma lauk námi, en þetta var rétt fyrir jól og þið hringduð í gráa Ericson-símann og auðvitað mátti ekki tala mjög lengi því það var Landsíminn en ég mátti tala í smá stund og þú ætlaðir að koma mér á óvart þegar þið kæmuð heim. Auðvitað varð ég, snáðinn, mjög spenntur að sjá hvað þetta óvænta væri. Ég hljóp út þegar ég vissi að þið voruð að koma upp á Brimó og ég spurði þig strax hvað þetta óvænta væri. Þú bentir á hárið á þér og sagðir þetta og ég leit hissa á þig. Þú hafðir þá fengið þér permanent í borginni og beiðst eftir að sýna mér það. Ekki fannst mér þetta nú merkilegt þar sem ég hélt að þetta óvænta væri merkilegra en krullað hár en í dag finnst mér þetta brjálæðislega fyndið.

Önnur var sú að við vorum saman á Guðrúnu VE og einnig á Bergi VE í 3 ár. Sá tími var mér mjög dýrmætur. Að hlusta á bullið í þér og Bretanum var óborgarlegt. Eitt áttum við sameiginlegt, ég, þú og félagar okkar á Bergi en það var að við áttum það til að gantast pínulítið í kokknum, sem aldrei var illa meint og í raun held ég að kokknum hafi liðið illa ef við vorum ekki að fíflast í honum. Eitt prakkarastrikið okkar komst þó á spjald sögunnar. Þú komst til mín inn í herbergið mitt og réttir mér bók og segir mér að lesa ákveðnar blaðsíður. Ég missti andlitið því sagan okkar var komin í bók og hvorugur okkar vissi hvernig hún rataði þangað. Þessi saga verður ekki sögð hér en þeir sem eru forvitnir geta lesið hana í bókinni Rokland eftir Hallgrím Helgason á bls. 255 og 256.
Pabbi var einstaklega félagslyndur og vinur vina sinna og allt of langt að telja allt upp sem hann elskaði að dunda sér við en ef einhver vill koma og segja mér sögur af honum yfir kaffibolla eða einum eða tveimur köldum, þá eru mínar dyr ávallt opnar.
Elsku pabbi minn. Mikið lifandis býsn á ég eftir að sakna þín, sagnanna þinna og einna helst hlátursins.
Þinn sonur


Sveinn (Svenni).