Ástríður Rán Erlendsdóttir fæddist á Landspítalanum 31. júlí 1992. Hún lést á sjúkrahúsinu Vogi 12. september 2014. Foreldrar hennar eru Helena Rós Sigmarsdóttir lögfræðingur, f. 26.11. 1972, og Erlendur Hólm Gylfason sjómaður, f. 8.7. 1961. Fósturfaðir Ástríðar Ránar til ársins 2005 er Stefán Helgi Jóhannesson rafvirkjameistari, f. 4.10. 1965. Fósturfaðir Ástríðar er Jón Kristján Ólason prentari, f. 18.5. 1967. Stjúpmóðir Ástríðar Ránar er Ragnheiður Ásta Rúnarsdóttir, f. 8.3. 1973. Bræður Ástríðar sammæðra eru Askur Máni Stefánsson, f. 22.8. 1996, og Breki Blær Stefánsson, f. 22.8. 1996. Systkini hennar samfeðra eru Gylfi Hólm Erlendsson, f. 2.10. 2002, og Tanja Ýr Erlendsdóttir, f. 26.6. 2006. Barnsfaðir Ástríðar Ránar er Arngrímur Arngrímsson, f. 13.12. 1988. Barn þeirra er Arngrímur Hólm Arngrímsson, f. 10.12. 2010. Ástríður Rán ólst upp á heimili móður sinnar og fósturföður, fyrst í Mosfellsbæ og síðar í Hafnarfirði. Á sinni stuttu lífsleið vann hún ýmis störf, aðallega þjónustustörf, auk þess sem hún var messagutti á sjó með pabba sínum. Í allnokkur ár glímdi Ástríður við erfiðan fíknisjúkdóm. Í því stríði kom hún reglulega til baka til fjölskyldunnar og átti þá góðar stundir. Sjúkdómurinn bankaði þó aftur upp á og hafði betur að lokum. Útför Ástríðar Ránar fór fram frá Víðistaðakirkju 19. september 2014.

Er síminn hringdi þá svaf borgin.
Ég sat sem lamaður við þá frétt.
Ég fylltist reiði - síðan kom sorgin
sumar fréttir hljóma aldrei rétt.
(Bubbi Morthens)

Við hittumst þegar við vorum kornungar dömur, það er til mynd af okkur í fallegum kjólum í sófastól heima hjá mér. Þú með þitt fallega rauða hár, tveir litlir snúðar upp í loftið með þetta undur fallega glott þitt. Þú varst litla frænka mín, ég hef alltaf haft þá ábyrgð innra með mér að passa þig frá slæmum hlutum ég reyndi alltaf að passa þig.
Ég gleymi aldrei tímum okkar saman á sumrin þegar við fórum í sveitina með pabba þínum og Sigurvin. Það sem stendur einna helst upp úr er þegar við vorum á leiðinni í pollana á Tálknafirði og þú valhoppaðir með sundbolinn í hendinni og gólaðir þínum skessu hlátri. Svo kom prakkarasvipurinn þinn frægi og þú kastaðir sundbolnum í læk sem tók sundbolinn í langt ferðalag, prakkarasvipurinn var fljótur að breytast í háan grátur enn pabbi þinn sem var allur vilja gerður fyrir prinsessuna sína hljóp eins og fætur toguðu á eftir bolnum og náði honum, þá lifnaði yfir litlu dekurrófunni og gamanið hélt áfram. Ég man líka eftir hversu mikill morgunhani þú varst, þú vaknaðir á hverjum morgni milli 6-7 og vildir koma út að leika, að hoppa á belgnum fyrir aftan hús eða bara sprella. Pabbi þinn lét okkur engu að síður aldrei komast upp með að fara út án þess að taka lýsi og okkur fannst það ógeðslegt.
Í gegnum árin þá hefur samband okkar rofnað enn samt sem áður haldist gott og þú vissir alltaf hvar þú hafðir mig, ég var alltaf til staðar fyrir þig og ég reyndi eins og ég gat að mæta þér eftir bestu getu. Þú varst rosalegur vinnuþjarkur og gerðir góða hluti á vinnumarkaði, varst fljót að vinna þig upp í hærri stöður og hærri laun og fólk á vinnustaðnum þínum vildu helst vinna bara með þér því þú gerðir allt miklu skemmtilegra. Þig dreymdi stórt og ætlaðir að verða lögfræðingur sem mér fannst svo ótrúlega frábært. Svo varstu líka algjör prinsessa, ég man sérstaklega eftir því þegar þú talaðir um hvernig brúðkaup þú vildir ef þú myndir gifta þig. Það var eins og þú værir að lýsa brúðkaupi Öskubusku. Þig dreymdi stórt og mikið og það tók það enginn af þér.

Þú varst ein af mínum bestu vinkonum og litla frænka mín sem ég varðveiti í hjarta mínu. Uppátækin okkar voru nokkuð mörg og skemmtileg mynd er í huga mér hugsandi til baka, hláturinn þinn spilast í höfðinu á mér eins og lag. Það elskuðu þig allir og þú vildir vera góð við alla , þú varst topp mamma og gerðir allt nákvæmlega eftir bókinni um leið og þú komst að því að þú varðst ólétt. Að hafa séð þér hrörna svona mikið og hverfa inn í myrkur þessa heims var skelfilega erfitt, enn þú komst stundum til baka enn fíknin réði för. Ég trúi ekki að þú sért virkilega farin þú varst hitt brauðið í samlokunni sem við mynduðum sem börn, að kveðja þig var það erfiðasta sem ég hef gert. Þetta skildi eftir stórt tóm í hjarta mínu og þetta tóm mun alltaf hafa þig, og okkar skemmtilegu tíma saman.
Við öll fjölskyldan erum slegin af þessu áfalli og það mun taka langan tíma þar til við náum okkur, enn þú ert komin til hvílu hjá öllu fólkinu okkar sem hefur farið seinustu ár. Ég er viss um að Gísli afi er mjög ánægður að sjá litlu stelpuna sína, og ég bið kærlega að heilsa honum.
Þú varst algjör Bubba stelpa og alltaf þegar ég hef heyrt lög með honum þá hugsaði ég til þín. Ég finn fyrir þér innra með mér þegar ég hlusta á lögin hans. Takk fyrir að gefa mér þennan tíma með þér, þú varst svo frábær og ég mun alltaf sakna þín. Ég set upp minnisvarða um þig í stofunni minni svo ég geti minnst þín á hverjum degi. Ég elska þig ,

Ef þú siglir um sumar vinur
og sérð við Skrúðinn brimsorfin sker.
Viltu biðja þeim fyrir er fórust
þeim fimm sem aldrei skiluðu sér.

(Bubbi Morthens)

þín stóra frænka og vinkona


Unnur Edda

Er síminn hringdi þá svaf borgin.
Ég sat sem lamaður við þá frétt.
Ég fylltist reiði - síðan kom sorgin
sumar fréttir hljóma aldrei rétt.

(Bubbi Morthens)

Við hittumst þegar við vorum kornungar dömur, það er til mynd af okkur í fallegum kjólum í sófastól heima hjá mér. Þú með þitt fallega rauða hár, tveir litlir snúðar upp í loftið með þetta undur fallega glott þitt. Þú varst litla frænka mín, ég hef alltaf haft þá ábyrgð innra með mér að passa þig frá slæmum hlutum ég reyndi alltaf að passa þig.
Ég gleymi aldrei tímum okkar saman á sumrin þegar við fórum í sveitina með pabba þínum og Sigurvin. Það sem stendur einna helst upp úr er þegar við vorum á leiðinni í pollana á Tálknafirði og þú valhoppaðir með sundbolinn í hendinni og gólaðir þínum skessu hlátri. Svo kom prakkarasvipurinn þinn frægi og þú kastaðir sundbolnum í læk sem tók sundbolinn í langt ferðalag, prakkarasvipurinn var fljótur að breytast í háan grátur enn pabbi þinn sem var allur vilja gerður fyrir prinsessuna sína hljóp eins og fætur toguðu á eftir bolnum og náði honum, þá lifnaði yfir litlu dekurrófunni og gamanið hélt áfram. Ég man líka eftir hversu mikill morgunhani þú varst, þú vaknaðir á hverjum morgni milli 6-7 og vildir koma út að leika, að hoppa á belgnum fyrir aftan hús eða bara sprella. Pabbi þinn lét okkur engu að síður aldrei komast upp með að fara út án þess að taka lýsi og okkur fannst það ógeðslegt.
Í gegnum árin þá hefur samband okkar rofnað enn samt sem áður haldist gott og þú vissir alltaf hvar þú hafðir mig, ég var alltaf til staðar fyrir þig og ég reyndi eins og ég gat að mæta þér eftir bestu getu. Þú varst rosalegur vinnuþjarkur og gerðir góða hluti á vinnumarkaði, varst fljót að vinna þig upp í hærri stöður og hærri laun og fólk á vinnustaðnum þínum vildu helst vinna bara með þér því þú gerðir allt miklu skemmtilegra. Þig dreymdi stórt og ætlaðir að verða lögfræðingur sem mér fannst svo ótrúlega frábært. Svo varstu líka algjör prinsessa, ég man sérstaklega eftir því þegar þú talaðir um hvernig brúðkaup þú vildir ef þú myndir gifta þig. Það var eins og þú værir að lýsa brúðkaupi Öskubusku. Þig dreymdi stórt og mikið og það tók það enginn af þér.

Þú varst ein af mínum bestu vinkonum og litla frænka mín sem ég varðveiti í hjarta mínu. Uppátækin okkar voru nokkuð mörg og skemmtileg mynd er í huga mér hugsandi til baka, hláturinn þinn spilast í höfðinu á mér eins og lag. Það elskuðu þig allir og þú vildir vera góð við alla , þú varst topp mamma og gerðir allt nákvæmlega eftir bókinni um leið og þú komst að því að þú varðst ólétt. Að hafa séð þér hrörna svona mikið og hverfa inn í myrkur þessa heims var skelfilega erfitt, enn þú komst stundum til baka enn fíknin réði för. Ég trúi ekki að þú sért virkilega farin þú varst hitt brauðið í samlokunni sem við mynduðum sem börn, að kveðja þig var það erfiðasta sem ég hef gert. Þetta skildi eftir stórt tóm í hjarta mínu og þetta tóm mun alltaf hafa þig, og okkar skemmtilegu tíma saman.
Við öll fjölskyldan erum slegin af þessu áfalli og það mun taka langan tíma þar til við náum okkur, enn þú ert komin til hvílu hjá öllu fólkinu okkar sem hefur farið seinustu ár. Ég er viss um að Gísli afi er mjög ánægður að sjá litlu stelpuna sína, og ég bið kærlega að heilsa honum.
Þú varst algjör Bubba stelpa og alltaf þegar ég hef heyrt lög með honum þá hugsaði ég til þín. Ég finn fyrir þér innra með mér þegar ég hlusta á lögin hans. Takk fyrir að gefa mér þennan tíma með þér, þú varst svo frábær og ég mun alltaf sakna þín. Ég set upp minnisvarða um þig í stofunni minni svo ég geti minnst þín á hverjum degi. Ég elska þig ,

Ef þú siglir um sumar vinur
og sérð við Skrúðinn brimsorfin sker.
Viltu biðja þeim fyrir er fórust
þeim fimm sem aldrei skiluðu sér.

(Bubbi Morthens)

þín stóra frænka og vinkona


Unnur Edda