Jón Jakobsson sjómaður fæddist á Akureyri 18. janúar 1942. Hann lést á lyflækningadeild Sjúkrahúss Akureyrar 2. september 2015.
Foreldrar hans voru Jakob Jónsson, skipstjóri, f. 17. febrúar 1900, d. 3. janúar 1991, og Kristín Jóhannesdóttir, húsfreyja og verkakona, f. 6. júní 1912, d. 12. nóvember 1987. Bróðir Jóns var Gunnar, f. 23. mars 1943, d. 12. október 2009, maki Guðrún Helgadóttir og eignuðust þau tvö börn: 1) Hafþór Viðar, f. 6. mars 1963, maki Anna Björk Ívarsdóttir, og 2) Kristín, f. 15. desember 1966, maki Þorleifur Albert Reimarsson.
Barn Jóns úr fyrra sambandi er Emil Rafn Breiðfjörð Jónsson, f. 21. apríl 1969 (móðir Hafdís Olga Bortle), búsettur í Reykjavík og á hann eina dóttur, Anitu, f. 11. september 1991, móðir Margit Lína Hafsteinsdóttir, sambýlismaður Björgvin Sigmar Ómarsson og eiga þau tvö börn: 1) Helen Aría, f. 16. apríl 2013, og 2) óskírður drengur, f. 15. júní 2015.
Árið 1973 kynntist Jón sambýlis- og síðar eiginkonu sinni, Sigurveigu Tryggvadóttur, f. 6. desember 1945, og hófu þau búskap 1976. Þau eignuðust einn son, Jakob Jónsson, f. 6 mars 1978, eiginkona hans er Eva Guðrún Vestmann, f. 13. október 1982, og eru þau búsett í London.
Einnig átti Sigurveig son úr fyrra sambandi, Rúnar Óla Aðalsteinsson, f. 30 september 1964, (faðir Aðalsteinn Sigfússon), eiginkona hans er Þóra Lilja Reynisdóttir, f. 30. ágúst 1964, og eiga þau tvö börn, 1) Ingibjörgu Marín, f. 5 janúar 1997, og 2) Dag Óla, f. 9 febrúar 1999, og eru þau búsett í Hafnarfirði.
Jón fór ungur til sjós, u.þ.b. 14 ára gamall, eins og tíðkaðist gjarnan á þessum árum og var til sjós meira og minna til ársins 1984, bæði á gömlu síðutogurunum hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og síðar á skuttogurum sama félags. Einnig var hann töluvert á nótaskipum, bæði hér við land og eins í Norðursjó.
Eftir að hann hætti til sjós 1984 hóf hann störf við ferskfisksmat hjá Útgerðarfélaginu en hann hafði árið 1971 sótt námskeið til löggildingar sem fiskmatsmaður. Við fiskmatið starfaði hann til ársins 1988 þegar hann stofnaði bílasöluna Bílaval og starfaði við bílasölu með hléum til ársins 1998 þegar hann hóf störf sem vaktmaður á sambýli fyrir þroskahefta einstaklinga hvar hann starfaði til loka síns starfsferils í apríl 2011, þá 69 ára gamall.
Útför Jóns fór fram í kyrrþey 11. september 2015.

25. ágúst síðastliðinn, kl. 17:53 fékk ég símtal í vinnuna mína úti í Bretlandi. Það var læknirinn hans pabba. Hann hafði séð um hann síðan í apríl þetta sama ár, þegar pabbi veiktist. Ég sá númerið og vissi alveg við hverju ég gat búist því pabbi hafði verið töluvert veikur undanfarnar vikur. Ég tók símann og fór niður í kjallara í ró og næði. Andaði djúpt og sagði halló. Þetta var læknirinn, með þær fréttir að nú væri pabbi orðinn hundveikur eins og hann orðaði það, og ég ætti að fara að huga að heimferð til þess að kveðja pabba. Þetta er sennilega erfiðasta símtal sem ég hef nokkurn tímann fengið. Ég veit ekki hve lengi eftir þetta ég sat í stólnum og starði út í loftið, vissi hvorki af stað né stund.
Tveimur dögum seinna var ég kominn að sjúkrabeðinu við hliðina á pabba og var þar næstu 5 daga, eða allt þar til yfir lauk. Hélt í hendurnar á honum, talaði við hann og reyndi að hughreysta hann, og kannski sérstaklega sjálfan mig.
Pabbi er dáinn, bara svona allt í einu. Þessi stóri og sterki maður, sem alltaf var sem klettur við hliðina á mér, alltaf til staðar og þá meina ég alltaf. Alltaf. Alltaf gat ég leitað til hans þegar eitthvað á bjátaði, mig vantaði smá klapp á bakið eða bara til að samfagna einhverjum litlum sigrum í lífinu. Alltaf var karlinn til staðar og hafði tíma fyrir mig. Alltaf.
Pabbi, þú varst harður kall, glerharður. Sá harðasti. Ég meira að segja held virkilega að ég hafi aldrei séð þig í úlpu eða með vettlinga, hvað þá húfu. Það var eins og kuldi hefði ekkert í þig að segja. Glerharður. Meðan flestir skófu bílinn með plastsköfu, þá notaðir þú bara bera hrammana.
Þú varst ekki mikið fyrir að opna þig, tala um tilfinningar eða neitt svoleiðis. Sumum gæti hafa fundist þú svolítið kaldur, en ég veit af eigin raun, rétt eins og þeir sem þekktu þig best, hversu ótrúlega hjartahlýr þú varst og vildir öllum vel.
Það var svo ótrúlega vont að sjá hvernig þér hrakaði, og hvað það gerðist hratt. Að sjá þennan mikla mann verða svona veikan. Ég ætla samt alls ekki að vera að einblína á það, heldur minnast hversu ótrúlega sterkur, hlýr, góður, fallegur maður þú varst. Ég ætla að minnast fótboltaleikjanna sem við horfðum á saman. Þú áttir ekkert sérstakt lið eiginlega, bara samgladdist mér þegar mitt lið vann. Reyndar var Grimsby Town þér alltaf ofarlega í huga eftir siglingarnar, en ansi strembið að reyna að ná leikjum með þeim. Ég ætla að minnast handboltaleikjanna, þegar þú varðst hundvondur þegar á móti blés, svartsýnin uppmáluð. Þetta er búið sagðirðu þó það væri nóg eftir! Þá fauk í mig. Svo hlógum við að öllu saman. Ég ætla að minnast bíltúranna sem við fórum. Komum við í sjoppu og þú gafst mér kannski smá súkkulaði og kókflösku ,jafnvel ís ef ég bað vel. Þú fékkst þér þá stundum tvíhleypu sem var þinn sérréttur; tvær pylsur með öllu í einu brauði. Ég ætla að minnast stundanna þegar ég kom í heimsókn til Íslands, sem gerðist of sjaldan og þú tókst skælbrosandi á móti mér í Snægilinu og faðmaðir mig svo fast. Svo fast og innilega. Ég ætla að minnast stundanna þegar ég elti þig út á svalir þegar þú fórst að skoða landareignina og við áttum smá spjall, ég skjálfandi úr kulda. Ég ætla að minnast stundanna þegar ég hjólaði til þín í vinnuna á bílasöluna og fékk að vera með. Ég ætla að minnast stundanna þegar við fórum saman að sækja mömmu í vinnuna. Ég ætla að minnast stundanna þegar við sátum einir yfir kaffibolla að ræða hitt og þetta, aðallega þetta. Ég ætla að minnast stundanna þegar ég var í bílabraskinu mínu og þú sýndir mér, kenndir mér hitt&þetta varðandi bíla og vélar o.þ.h. Þegar þú kenndir mér að keyra bíl. Þegar þú kenndir mér að reima skóna mína. Þegar þú flæktir hamarinn í buxnavasanum. Þegar þú kenndir mér að hjóla. Þegar þú komst til Þórshafnar til okkar mömmu á Blazernum til að sækja okkur. Þegar þú kenndir mér að drekka kaffi og koníak. Þegar þú komst með dót handa mér úr siglingum um heimshöfin. Þegar þú leyfðir mér að horfa á bannaðar innan 16 myndir þó svo mamma hafi sagt nei. Þegar þú kenndir mér að veiða og við skruppum niður á bryggju eða út á Leirur og renndum fyrir fisk. Þegar við, þú og mamma keyrðum hringveginn. Þegar ég, þú og mamma fórum í sumarbústað og þú kenndir mér að grilla. Þegar þú sagðir mér að halda kjafti. Þegar þú eldaðir bílslys þegar við vorum bara tveir heima. Þegar við horfðum saman á myndir með Stallone. Þegar þú tókst Evu, eiginkonu minni sem þinni eigin dóttur, eitthvað sem hún hefur oft haft orð á. Minningarnar eru óteljandi, og þær eru allar svo góðar.
Þessara stunda og margra fleiri ætla ég að minnast. Þú varst æðislegur pabbi og alger forréttindi að fá að kalla þig föður minn, sem var eitthvað sem ég var og er svo stoltur af, að geta kallað slíkan mann föður minn. Ég bara vildi að ég hefði fengið fleiri ár með þér. Þú kvaddir mig allt of ungur. Þetta átti ekki að enda svona.

Jón var kræfur karl og hraustur
Sigldi um hafið út og austur
Jón var kræfur karl og hraustur
Hann var sjómaður í húð og hár.
(Jónas Árnason)



Og pabbi, svona að lokum, bara okkar á milli: Kjafti.

Jakob Jónsson.

Þann 25. ágúst síðastliðinn, kl. 17:53 fékk ég símtal í vinnuna mína úti í Bretlandi. Það var læknirinn hans pabba. Hann hafði séð um hann síðan í apríl þetta sama ár, þegar pabbi veiktist. Ég sá númerið og vissi alveg við hverju ég gat búist því pabbi hafði verið töluvert veikur undanfarnar vikur. Ég tók símann og fór niður í kjallara í ró og næði. Andaði djúpt og sagði halló. Þetta var læknirinn, með þær fréttir að nú væri pabbi orðinn hundveikur eins og hann orðaði það, og ég ætti að fara að huga að heimferð til þess að kveðja pabba. Þetta er sennilega erfiðasta símtal sem ég hef nokkurn tímann fengið. Ég veit ekki hve lengi eftir þetta ég sat í stólnum og starði út í loftið, vissi hvorki af stað né stund.

Tveimur dögum seinna var ég kominn að sjúkrabeðinum við hliðina á pabba og var þar næstu 5 daga, eða allt þar til yfir lauk. Hélt í hendurnar á honum, talaði við hann og reyndi að hughreysta hann, og kannski sérstaklega sjálfan mig.

Pabbi er dáinn, bara svona allt í einu. Þessi stóri og sterki maður, sem alltaf var sem klettur við hliðina á mér, alltaf til staðar og þá meina ég alltaf. Alltaf. Alltaf gat ég leitað til hans þegar eitthvað á bjátaði, mig vantaði smá klapp á bakið eða bara til að samfagna einhverjum litlum sigrum í lífinu. Alltaf var karlinn til staðar og hafði tíma fyrir mig. Alltaf.

Pabbi, þú varst harður kall, glerharður. Sá harðasti. Ég meira að segja held virkilega að ég hafi aldrei séð þig í úlpu eða með vettlinga, hvað þá húfu. Það var eins og kuldi hefði ekkert í þig að segja. Glerharður. Meðan flestir skófu bílinn með sköfu, þá notaðir þú bara bera hrammana.

Þú varst ekki mikið fyrir að opna þig, tala um tilfinningar eða neitt svoleiðis. Þú Gast sko alveg látið mann heyra það svo mark væri tekið á, en þú varst snöggur að hrósa líka. Sumum gæti hafa fundist þú svolítið kaldur, en ég veit af eigin raun, rétt eins og þeir sem þekktu þig best, hversu ótrúlega hjartahlýr þú varst og vildir öllum vel. Eva, eiginkona mín hafði sérstaklega miklar mætur á þér fyri hve innilega þú tókst henni.

Það var svo ótrúlega vont að sjá hvernig þér hrakaði, og hvað það gerðist hratt. Að sjá þennan mikla mann verða svona veikan. Ég ætla samt alls ekki að vera að einblína á það, heldur minnast hversu ótrúlega sterkur, hlýr, góður, fallegur maður þú varst. Ég ætla að minnast fótboltaleikjanna sem við horfðum á saman. Þú áttir ekkert sérstakt lið eiginlega, bara samgladdist mér þegar mitt lið vann. Reyndar var Grimsby Town þér alltaf ofarlega í huga eftir siglingarnar, en ansi strembið að reyna að ná leikjum með þeim. Ég ætla að minnast handboltaleikjanna, þegar þú varðst hundvondur þegar á móti blés, svartsýnin uppmáluð. Þetta er búið sagðirðu þó það væri nóg eftir! Þá fauk í mig. Svo hlógum við að öllu saman. Ég ætla að minnast bíltúranna sem við fórum. Komum við í sjoppu og þú gafst mér kannski smá súkkulaði og kókflösku ,jafnvel ís ef ég bað vel. Þú fékkst þér þá stundum tvíhleypu sem var þinn sérréttur; tvær pylsur með öllu í einu brauði. Ég ætla að minnast stundanna þegar ég kom í heimsókn til Íslands, sem gerðist of sjaldan og þú tókst skælbrosandi á móti mér í Snægilinu og faðmaðir mig svo fast. Svo fast og innilega. Ég ætla að minnast stundanna þegar ég elti þig út á svalir þegar þú fórst að skoða landareignina. Ég ætla að minnast stundanna þegar ég hjólaði til þín í vinnuna á bílasöluna og fékk að vera með. Ég ætla að minnast stundanna þegar við fórum saman að sækja mömmu í vinnuna. Ég ætla að minnast stundanna þegar við sátum einir yfir kaffibolla að ræða hitt og þetta, aðallega þetta. Ég ætla að minnast stundanna þegar ég var í bílabraskinu mínu og þú sýndir mér, kenndir mér hitt&þetta varðandi bíla og vélar o.þ.h. Þegar þú kenndir mér að keyra bíl. Þegar þú kenndir mér að reima skóna mína. Þegar þú flæktir hamarinn í buxnavasanum. Þegar þú kenndir mér að hjóla. Þegar þú komst til Þórshafnar til okkar mömmu á Blazernum til að sækja okkur. Þegar þú kenndir mér að drekka kaffi og koníak. Þegar þú komst með dót handa mér úr siglingum um heimshöfin. Þegar þú leyfðir mér að horfa á bannaðar innan 16 myndir þó svo mamma hafi sagt nei. Þegar þú kenndir mér að veiða og við skruppum niður á bryggju eða út á Leirur og renndum fyrir fisk. Þegar við, þú og mamma keyrðum hringveginn. Þegar ég, þú og mamma fórum í sumarbústað og þú kenndir mér að grilla. Þegar þú sagðir mér að halda kjafti. Þegar þú eldaðir bílslys þegar við vorum bara tveir heima. Þegar við horfðum saman á myndir með Stallone. Þegar þú tókst Evu, eiginkonu minni sem þinni eigin dóttur, eitthvað sem hún hefur oft haft orð á. Minningarnar eru óteljandi, og þær eru allar svo góðar.

Þessara stunda og margra fleiri ætla ég að minnast. Þú varst æðislegur pabbi og alger forréttindi að fá að kalla þig föður minn, sem var eitthvað sem ég var og er svo stoltur af, að geta kallað slíkan mann föður minn. Ég bara vildi að ég hefði fengið fleiri ár með þér. Þú kvaddir mig allt of ungur. Þetta átti ekki að enda svona.

Pabbi, ég elska þig og ég sakna þín svo sárt.

Jón var kræfur karl og hraustur
Sigldi um hafið út og austur
Jón var kræfur karl og hraustur
Hann var sjómaður í húð og hár.

-Jónas Árnason



Og pabbi, svona að lokum, bara okkar á milli: Kjafti.

Jakob Jónsson

Jakob Jónsson