Anna Guðrún Sigurðardóttir fæddist 18. september 1975. Hún lést 16. febrúar 2021.
Útför Önnu Guðrúnar fór fram frá Langholtskirkju 25. febrúar 2021.
Hvað ætlar þú að hafa í matinn? Var algeng spurning sem við spurðum hvor
aðra í lok samtals. Þú hafðir gaman af að matbúa og fá fólk til þín í
kaffi. Ég sat inni í stofu í heimsókn á Langholtsveginum og þú varst að
brasa í eldhúsinu. Áður en ég vissi af keyrir þú inn veitingar á borði
áföstu hjólastólnum þínum. Ekkert venjulegt borð, enda græjaði pabbi þinn
það eins og svo margt annað. Á Langholtsveginum leið þér vel, í íbúðinni
sem amma þín og nafna átti lengi heima í. Það var einn hængur á þessari
íbúð, til að komast niður í kjallarann varð að fara í einhverja græju sem
pabbi þinn útbjó; bönd sem fest voru aftan á höldurnar á hjólastólnum. Þú
leiðbeindir mér og kveiktir á græjunni og einn tveir og þrír, komin niður
kjallaratröppurnar. Eftir að þú fluttir á Sléttuveginn var mun auðveldara
að heimsækja þig þar sem þessar tröppur voru ekki fyrir alla að fara í
græjunni. En þú kallaðir ekki allt ömmu þína, þér fannst gaman að brasa í
hlutum og lést ekki eftir þér að fara í torfærur á stólnum og erfiða. Þitt
helsta áhugamál var útivist, veiðar og ferðalög, ekki síst hin árlega
bústaðaferð með fjölskyldu þinni. Skemmtilegt fannst þér að keyra á
húsbílnum í Þórsmörk og vera í góðra vina hópi.
Við vorum ólíkar, ég var meira í listinni en þú íþróttastarfinu. Leiðir okkar lágu saman í gegnum í félagsmálabrölt fyrir um 25 árum er ég flutti í sama hús og þú, í Sjálfsbjörg. Oft vorum við lengi fram eftir inni hjá þér að spjalla, reykja og drekka kaffi. Eitt skiptið lá kassi á gólfinu úr IKEA með sófaborði sem þig langaði að setja saman. Ég hélt það nú, við gætum alveg sett það saman án aðstoðar einhverra kalla. Eftir tvo tíma var ég komin á gólfið að herða með skiptilykli og áður en morguninn skall á var borðið komið upp. Mig minnir að þú hafir átt þetta borð lengi vel, entist og entist eins og okkar vinátta. Við vorum eins og systur, baráttusystur sem skildum hvor aðra er varðar hluti sem snúa að sýnilegum og ósýnilegum hindrunum sem við mættum í samfélaginu. Við áttum reynslu af því að flosna báðar upp úr menntaskóla vegna slæms aðgengis. Fórum báðar í Hringsjá og stunduðum nám þar en ekki á sama tíma.
Eftir Hringsjá fórst þú út á vinnumarkaðinn um tvítugt og starfaðir lengi hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Ég hins vegar fór í FB á myndlistarbraut í kvöldskóla og dró þig með mér önnina á eftir. Reyndar ekki í myndlist, vissi að það var ekki þinn tebolli að teikna lauka eða nakin módel. Þú fórst í bóknám og ætlaðir að klára stúdentinn. Við fórum stundum samferða úr Hátúninu upp í Breiðholt. Ég var gangandi en þú gekkst við hækjur og notaðir hjólastól enda ágætisaðgengi, m.a. lyfta en því var ekki að heilsa í öllum skólum. Við ranghvolfdum í okkur augunum þegar námsráðgjafinn talaði yfir þig og horfði á mig eins og ég væri liðveisla þín, bara af því ég stóð en þú sast í hjólastól. Það var ekki auðsótt að fá að geyma stólinn í skólanum og fá lykil að geymslu sem þú óskaðir eftir. Þér var ekki treyst og áttir að hafa upp á húsverði í hvert skipti sem þú komst í skólann. Við sættum okkur ekki við þetta misrétti og fórum á fund með skólastjóra auk Lilju, félagsmálastjóra Sjálfsbjargar. Á þeim tíma var það eins og að tala við stein, ekkert var hlustað og á endanum gafst þú upp og hættir í FB. En þú lést ekki deigan síga og fórst í tölvu- og skrifstofunám með vinnu. Þú varst vel liðin og ritaðir ansi margar fundargerðirnar í gegnum árin hjá Sjálfsbjörg og Öryrkjabandalaginu. Við vorum saman í ýmsu nefndastarfi og störfuðum síðast saman hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar sem ráðgjafar.
Ég mun ekki spyrja þig lengur hvað verður í matinn, ekki kíkja í heimsókn í kaffi og klappa kisunum þínum. Ég er enn að meðtaka að þú ert ekki lengur á meðal okkar. Ég ylja mér við minningarnar og hlý orð í minn garð sem bílstjóra þegar ég bað þig í fyrravor að deila reynslu þinni í verkinu mínu í LHÍ, Ökukveðja. Ég náði ekki að kveðja þig á spítalanum undir það síðasta. En ég náði að skrifa og segja þér að ég elska þig, kæra vinkona. Takk fyrir að vera vinkona mín Anna Guðrún. Guð geymi þig.
Við vorum ólíkar, ég var meira í listinni en þú íþróttastarfinu. Leiðir okkar lágu saman í gegnum í félagsmálabrölt fyrir um 25 árum er ég flutti í sama hús og þú, í Sjálfsbjörg. Oft vorum við lengi fram eftir inni hjá þér að spjalla, reykja og drekka kaffi. Eitt skiptið lá kassi á gólfinu úr IKEA með sófaborði sem þig langaði að setja saman. Ég hélt það nú, við gætum alveg sett það saman án aðstoðar einhverra kalla. Eftir tvo tíma var ég komin á gólfið að herða með skiptilykli og áður en morguninn skall á var borðið komið upp. Mig minnir að þú hafir átt þetta borð lengi vel, entist og entist eins og okkar vinátta. Við vorum eins og systur, baráttusystur sem skildum hvor aðra er varðar hluti sem snúa að sýnilegum og ósýnilegum hindrunum sem við mættum í samfélaginu. Við áttum reynslu af því að flosna báðar upp úr menntaskóla vegna slæms aðgengis. Fórum báðar í Hringsjá og stunduðum nám þar en ekki á sama tíma.
Eftir Hringsjá fórst þú út á vinnumarkaðinn um tvítugt og starfaðir lengi hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Ég hins vegar fór í FB á myndlistarbraut í kvöldskóla og dró þig með mér önnina á eftir. Reyndar ekki í myndlist, vissi að það var ekki þinn tebolli að teikna lauka eða nakin módel. Þú fórst í bóknám og ætlaðir að klára stúdentinn. Við fórum stundum samferða úr Hátúninu upp í Breiðholt. Ég var gangandi en þú gekkst við hækjur og notaðir hjólastól enda ágætisaðgengi, m.a. lyfta en því var ekki að heilsa í öllum skólum. Við ranghvolfdum í okkur augunum þegar námsráðgjafinn talaði yfir þig og horfði á mig eins og ég væri liðveisla þín, bara af því ég stóð en þú sast í hjólastól. Það var ekki auðsótt að fá að geyma stólinn í skólanum og fá lykil að geymslu sem þú óskaðir eftir. Þér var ekki treyst og áttir að hafa upp á húsverði í hvert skipti sem þú komst í skólann. Við sættum okkur ekki við þetta misrétti og fórum á fund með skólastjóra auk Lilju, félagsmálastjóra Sjálfsbjargar. Á þeim tíma var það eins og að tala við stein, ekkert var hlustað og á endanum gafst þú upp og hættir í FB. En þú lést ekki deigan síga og fórst í tölvu- og skrifstofunám með vinnu. Þú varst vel liðin og ritaðir ansi margar fundargerðirnar í gegnum árin hjá Sjálfsbjörg og Öryrkjabandalaginu. Við vorum saman í ýmsu nefndastarfi og störfuðum síðast saman hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar sem ráðgjafar.
Ég mun ekki spyrja þig lengur hvað verður í matinn, ekki kíkja í heimsókn í kaffi og klappa kisunum þínum. Ég er enn að meðtaka að þú ert ekki lengur á meðal okkar. Ég ylja mér við minningarnar og hlý orð í minn garð sem bílstjóra þegar ég bað þig í fyrravor að deila reynslu þinni í verkinu mínu í LHÍ, Ökukveðja. Ég náði ekki að kveðja þig á spítalanum undir það síðasta. En ég náði að skrifa og segja þér að ég elska þig, kæra vinkona. Takk fyrir að vera vinkona mín Anna Guðrún. Guð geymi þig.
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir