Guðrún Birna Hannesdóttir fæddist 14.janúar 1936. Hún lést 14. apríl 2021.
Foreldrar hennar voru Hannes Björnsson, f. 12.4. 1900, d. 26.8. 1974, og Jóna Björg Halldórsdóttir, f. 24.5. 1914, d. 4.7. 2010.
Guðrún Birna giftist Sigurði Sigurðssyni 26. júní 1954, bónda og síðar sjómanni f. 5. des. 1931, d. 17. ágúst 2006. Foreldrar hans voru Sigurður Gíslason f. 12. mars 1889, d. 12. mars 1982, og Ólöf Ólafsdóttir f. 13. júlí 1894, d. 17. des. 1960.

Börn Guðrúnar Birnu og Sigurðar eru 1) Sigrún f. 1955, börn hennar og Hauks Ragnarssonar f. 1961 eru Sara f 1984, Ólöf Erla f. 1986, maki Mads Kjeld Meyer-Dissing f. 1978 og Ragnar Gauti f. 1988, maki Hildur Ómarsdóttir f 1987. 2) Jóhann f. 1956, maki Guðrún Sesselja Arnardóttir f. 1966, synir þeirra Örn Gauti f. 1995, unnusta hans Ninna Pálmadóttir f. 1991 og Jóhann Ólafur f 1996, sambýliskona hans er Natalía Blær Maríudóttir f 1997. 3) Ólöf, f 1958, sambýlismaður, Stígur Snæsson f 1966, sonur þeirra Steinn Logi f. 1996. 4) Þorsteinn Gauti, f. 1960. Sonur hans og Joann Calabrese -flaherty f. 1955 er Nicholas Jóhann Vincent, f. 1985 maki Diandra Sigurdsson f. 1990. Dóttir Þorsteins og Halldóru Bjarkar Friðjónsdóttur f. 1974 er Sóley f. 2004. Barnabörn eru 8 og barnabarnabörnin 6. Systkini hennar eru Halldór Ingi f. 1939, Helga Heiður f. 1942 og Hannes Jón f. 1948.

Guðrún Birna lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar og byrjaði ung í píanónámi. Hún fór til Danmerkur 1952 á Húsmæðraskóla í Silkiborg og síðan eitt ár í leiklistarskóla Lárusar Páls. Hún og Sigurður bjuggu á Hamraendum í Stafholtstungum í Borgarfirði 1954-1961. Hún var organisti í Stafholtskirkju í þrjú ár. Þau skildu og fluttist hún þá ásamt börnunum til Reykjavíkur. Hún vann ýmis störf í bönkum og ferðaþjónustu næstu árin. Hún starfaði einn vetur sem aðstoðarkennari við Húsmæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði 1965-66 ásamt því að vera undirleikari hjá Karlakórnum Heimi.

Hún lauk námi úr tónmenntakennaradeild með píanókennslu sem valgrein frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1972. Hún kenndi víða tónfræði, píanóleik, var organisti, undirleikari og stjórnaði kórum og söng í kórum á sinni lífsleið, síðast kenndi hún við Píanóskóla Þorsteins Gauta. Hún var um tíma Guðrún Birna Hannesdóttir fæddist 14. janúar 1936. Hún lést 14. apríl 2021.
Foreldrar hennar voru Hannes Björnsson, f. 12.4. 1900, d. 26.8. 1974, og Jóna Björg Halldórsdóttir, f. 24.5. 1914, d. 4.7. 2010.
Guðrún Birna giftist hinn 26. júní 1954 Sigurði Sigurðssyni, bónda og síðar sjómanni, f. 5. desember 1931, d. 17. ágúst 2006.
Foreldrar hans voru Sigurður Gíslason, f. 12. mars 1889, d. 12. mars 1982, og Ólöf Ólafsdóttir, f. 13. júlí 1894, d. 17. desember 1960.
Systkini hennar eru Halldór Ingi, f. 1939, Helga Heiður, f. 1942, og Hannes Jón, f. 1948.
Börn Guðrúnar Birnu og Sigurðar eru: 1) Sigrún, f. 1955, börn hennar og Hauks Ragnarssonar, f. 1961, eru Sara, f. 1984, Ólöf Erla, f. 1986, maki Mads Kjeld Meyer-Dissing, f. 1978, og Ragnar Gauti, f. 1988, maki Hildur Ómarsdóttir, f. 1987. 2) Jóhann, f. 1956, maki Guðrún Sesselja Arnardóttir, f. 1966, synir þeirra: Örn Gauti, f. 1995, unnusta hans Ninna Pálmadóttir, f. 1991, og Jóhann Ólafur, f. 1996, sambýliskona hans er Natalía Blær Maríudóttir, f. 1997. 3) Ólöf, f. 1958, sambýlismaður Stígur Snæsson, f. 1966, sonur þeirra Steinn Logi, f. 1996. 4) Þorsteinn Gauti, f. 1960. Sonur hans og Joann Calabrese-Flaherty, f. 1955, er Nicholas Jóhann Vincent, f. 1985, maki Diandra Sigurdsson, f. 1990. Dóttir Þorsteins og Halldóru Bjarkar Friðjónsdóttur, f. 1974, er Sóley, f. 2004. Barnabörn eru átta og barnabarnabörnin sex.
Guðrún Birna lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar og byrjaði ung í píanónámi. Hún fór til Danmerkur 1952 á Húsmæðraskóla í Silkiborg og síðan eitt ár í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. Þau Sigurður bjuggu á Hamraendum í Stafholtstungum í Borgarfirði 1954-1961. Hún var organisti í Stafholtskirkju í þrjú ár. Þau skildu og fluttist hún þá ásamt börnunum til Reykjavíkur. Hún vann ýmis störf í bönkum og ferðaþjónustu næstu árin. Hún starfaði einn vetur sem aðstoðarkennari við Húsmæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði 1965-66 ásamt því að vera undirleikari hjá Karlakórnum Heimi.
Hún lauk námi úr tónmenntakennaradeild með píanókennslu sem valgrein frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1972. Hún kenndi víða tónfræði, píanóleik, var organisti, undirleikari og stjórnaði kórum og söng í kórum á sinni lífsleið, síðast kenndi hún við Píanóskóla Þorsteins Gauta. Hún var um tíma dagskrárgerðarmaður hjá RÚV. Hún í fór í endurmenntunarnám í handavinnukennaradeild KÍ 1989-92 og tók meðal annars listasögu í náminu.
Guðrún Birna tók bahá’í-trú 1968. Hún var einn af stofnendum Félags einstæðra foreldra 1969 og voru henni málefni barna og jafnrétti kynjanna alla tíð mjög hugleikin.
Áhugamál Guðrúnar Birnu voru handavinna, tónlist, leiklist, lestur, ferðalög og tungumál.
Útför Guðrúnar Birnu fer fram frá Fossvogskirkju í Reykjavík í dag, 27. apríl 2021, klukkan 15. Streymt verður frá athöfninni frá klukkan 14.40.
http://beint.is/streymi/gudrunbirna
Streymishlekk má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat

Guðrún Birna, systir mín, gekk alltaf undir nafninu Unna meðal okkar, fjölskyldu hennar og nánustu vina, en Birna meðal skólasystkina, Guðrún var frekar eins og ritmál eða nafn á opinberum pappírum. Stundum er sagt, að elskað barn beri mörg nöfn og Unna var það. Hún var tápmikil og skemmtileg stelpa, krakkarnir sópuðust að henni og það var alltaf mikið um að vera í kringum hana á barns- og unglingsárum. Þar sem hún var næstum 4 árum eldri en ég áttum við ekki marga sameiginlega vini á þessum árum, þetta er talsverður aldursmunur á barnsaldri, nema Önnu og Sísí, sem voru heimagangar hjá okkur og urðu vinkonur Unnu ævilangt. Unna gekk í Austurbæjarskólann og Gagnfræðaskóla Austurbæjar og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Samhliða hefðbundnu skólanámi lærði hún píanóleik og var orðin góður píanisti ung að árum. Hún fór um þetta leyti í leiklistarskóla og komst á fjalir Þjóðleikhússins, en nokkuð óvænt fyrir okkur hin, þá fór hún nú í húsmæðraskóla í Danmörku. Við fífluðumst með það systkinin, að nú væri Unna komin í grautarskóla. En þetta var klassískur, danskur skóli í anda lýðháskólanna og ýmislegt fleira kennt þar en grautargerð. Henni líkaði skólavistin og dvölin í Danmörku vel og kunni vel við Dani og náði góðum tökum á danskri tungu. Í Danmörku tók Unna upp samband við ættingja okkar í Danmörku. Oddný Sæunn, systir pabba, kölluð Unna - þaðan kom gælunafn systur minnar -, var gift dönskum manni og hafði búið í Kaupm.höfn frá því fyrir stríð. Þau áttu fjögur börn, sem voru mjög svo á sama aldri og við systkinin fjögur. Unna náði góðum tengslum við frændfólkið, einkum krakkana og ekki síst gegnum sameiginlega ástríðu þeirra fyrir djassmúsík. Heimilisföðurnum fannst djass bara vera hávaðasamt villimannaskark eins og sumum íhaldssömum Evrópumönnum fannst á þeim tíma. Þau urðu því að fremja sínar djass-sessjónir meðan hann var í vinnunni og spila svo Chopin og Beethoven, þegar hann heyrði til. Unna hélt alla tíð góðu sambandi við þennan danska arm fjölskyldunnar og var aðal- tengiliður okkar við þau. Á heimleiðinni frá Danmörku með Gullfossi kynntist hún ungum, bráðmyndarlegum borgfirskum pilti, Sigurði Sigurðssyni, sem var á heimleið eftir nám í búnaðarfræðum í Noregi. Þau felldu hugi saman, trúlofuðust og giftust, 18 og 21 árs gömul. Og nú fluttu þau í sveitina. Æskuheimili Sigurðar, Hamraendar í Stafholtstungum, var nú laust til ábúðar og þau yfirtóku búsmala brottflutta bóndans og hófu sveitabúskap. Búið þurfti auðvitað vanan kaupamann til búverkanna og enginn lá betur við en ég. Ég var útlærður í sveitastörfum eftir þrjú undangengin sumur á stórbýli norðanlands, seinasta árið sem aðal-traktorekillinn á bænum. Ótrúlegt, en svona var þetta þá, ég var 13 ára seinasta sumarið fyrir norðan. Nema á Hamraendum tók ég að mér fjósið og að mjólka kýrnar 13. Á laugardögum þvoðum við og hreinsuðum mjaltavélarnar, hlustuðum á óskalögin og trölluðum með, skildum slatta af mjólkinni og strokkuðum rjómann. Útkoman var eitthvert besta smjör, sem ég hef smakkað, ekki síst með danska rúgbrauðinu, sem húsmóðirin kunni svo vel að baka. Það var gestkvæmt á Hamraendum þetta sumar. Sveitungar og æskufélagar Sigurðar, sem þeir kölluðu Didda, urðu að endurnýja gömul kynni og sjá og kynnast konunni hans. Og vinirnir úr bænum komu hver á fætur öðrum, forvitnir að sjá þau í þessu umhverfi. Ég held líka að öll hin mörgu systkini Sigurðar hafi komið í heimsókn á gamla bernskuheimilið og dvöldust sum allmarga daga. Flest tóku þau til hendinni með okkur við heyskapinn, sem gekk vel hjá okkur. Móðir Sigurðar, Ólöf, hélt þar líka 60 ára afmælisveislu sína og þangað kom bókstaflega allur Borgarfjörðurinn. Hana þekktu þar allir, til áratuga húsfreyju á Hamraendum og áður heimasætu í Kalmannstungu. Það er bjart yfir minningum þessara sumardaga, nema eins, um stundarsakir, þegar tungl dró fyrir sólu í björtustu viku ársins. Þetta er seinasti almyrkvi á Íslandi og var mikið sjónarspil, en varði bara nokkrar mínútur. Þremur árum síðar komum við Edda, kærasta mín og síðar kona, um jólin að Hamraendum og vorum þar nokkra daga. Næsta sumar unnum við við skógrækt í Borgarfirði og komum oft að Hamraendum. Fjölskyldan þar var nú farin að stækka mikið, þetta sumar bættist þriðja barnið í hópinn. Næstu ár vorum við erlendis við nám og störf og höfðum ekki mikið samband við Unnu. En þegar við fluttum heim voru orðin umskipti hjá þeim Sigurði. Þau voru skilin og Unna var flutt í bæinn með börnin fjögur. Það er ekki, og var ennþá síður þá, auðvelt að vera einstæð fjögurra barna móðir. En Unna tókst á við þetta verkefni af miklum dugnaði og þrautsegju og hélt börnum sínum heimili til fullorðinsára þeirra, þegar þau flugu úr hreiðrinu. Meðfram húsmóðurstörfum vann hún við píanókennslu og fékk réttindi sem tónlistarkennari. Hún var einnig mjög vel að sér til handanna, sem kallað er. Hún prjónaði mikið og heklaði og saumaði líka föt á börnin. Hún fékk einnig réttindi sem hannyrðakennari og vann nokkuð við það. En tónlistarkennslan varð hennar ævistarf. Hún kenndi bæði heima og í skólum, seinast í tónskóla sonar síns. Ég hef ekki kunnáttu til að dæma um kennslu hennar, en dótturdóttir mín fékk sína fyrstu kennslu á píanó hjá Unnu. Það nám gekk mjög vel, þær töluðu vel hvor um aðra og urðu góðar vinkonur. Allt þetta, þótt aldursmunurinn væri næstum 70 ár. Þetta segir held ég allt, sem segja þarf um góðan kennara.
Við Unna töluðum seinast saman tveimur dögum fyrir andlát hennar. Við töluðum lengi og um allt og ekkert, einkum þó gamla daga, líklega af því að þetta var afmælisdagur pabba okkar. Hún var í miklu uppáhaldi hjá honum, án þess hann gerði upp á milli okkar. Hún fékk nöfn foreldra hans og gælunafn systur hans og hann var henni betri en enginn á erfiðasta tíma ævi hennar. Það var ekkert, sem benti til þess, þegar við töluðum saman, að Unna ætti svona skammt eftir, andlátið kom snöggt og óvænt.

Unna systir hefur runnið sitt æviskeið. Hún hljóp sinn spöl í því, sem við köllum lífshlaup. Það gerði hún með miklum sóma. Hún hefur skilað keflinu, nú taka aðrir við. Hennar verður minnst með ást og söknuði.

Takk fyrir allt, Unna mín, þinn bróðir,

Halldór Ingi.