Guðrún Birna Hannesdóttir fæddist 14.janúar 1936. Hún lést 14. apríl 2021.
Foreldrar hennar voru Hannes Björnsson, f. 12.4. 1900, d. 26.8. 1974, og Jóna Björg Halldórsdóttir, f. 24.5. 1914, d. 4.7. 2010.
Guðrún Birna giftist Sigurði Sigurðssyni 26. júní 1954, bónda og síðar sjómanni f. 5. des. 1931, d. 17. ágúst 2006. Foreldrar hans voru Sigurður Gíslason f. 12. mars 1889, d. 12. mars 1982, og Ólöf Ólafsdóttir f. 13. júlí 1894, d. 17. des. 1960.
Börn Guðrúnar Birnu og Sigurðar eru 1) Sigrún f. 1955, börn hennar og Hauks Ragnarssonar f. 1961 eru Sara f 1984, Ólöf Erla f. 1986, maki Mads Kjeld Meyer-Dissing f. 1978 og Ragnar Gauti f. 1988, maki Hildur Ómarsdóttir f 1987. 2) Jóhann f. 1956, maki Guðrún Sesselja Arnardóttir f. 1966, synir þeirra Örn Gauti f. 1995, unnusta hans Ninna Pálmadóttir f. 1991 og Jóhann Ólafur f 1996, sambýliskona hans er Natalía Blær Maríudóttir f 1997. 3) Ólöf, f 1958, sambýlismaður, Stígur Snæsson f 1966, sonur þeirra Steinn Logi f. 1996. 4) Þorsteinn Gauti, f. 1960. Sonur hans og Joann Calabrese -flaherty f. 1955 er Nicholas Jóhann Vincent, f. 1985 maki Diandra Sigurdsson f. 1990. Dóttir Þorsteins og Halldóru Bjarkar Friðjónsdóttur f. 1974 er Sóley f. 2004. Barnabörn eru 8 og barnabarnabörnin 6. Systkini hennar eru Halldór Ingi f. 1939, Helga Heiður f. 1942 og Hannes Jón f. 1948.
Guðrún Birna lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar og byrjaði ung í píanónámi. Hún fór til Danmerkur 1952 á Húsmæðraskóla í Silkiborg og síðan eitt ár í leiklistarskóla Lárusar Páls. Hún og Sigurður bjuggu á Hamraendum í Stafholtstungum í Borgarfirði 1954-1961. Hún var organisti í Stafholtskirkju í þrjú ár. Þau skildu og fluttist hún þá ásamt börnunum til Reykjavíkur. Hún vann ýmis störf í bönkum og ferðaþjónustu næstu árin. Hún starfaði einn vetur sem aðstoðarkennari við Húsmæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði 1965-66 ásamt því að vera undirleikari hjá Karlakórnum Heimi.
Hún lauk námi úr tónmenntakennaradeild með píanókennslu sem valgrein frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1972. Hún kenndi víða tónfræði, píanóleik, var organisti, undirleikari og stjórnaði kórum og söng í kórum á sinni lífsleið, síðast kenndi hún við Píanóskóla Þorsteins Gauta. Hún var um tíma Guðrún Birna Hannesdóttir fæddist 14. janúar 1936. Hún lést 14. apríl 2021.
Foreldrar hennar voru Hannes Björnsson, f. 12.4. 1900, d. 26.8. 1974, og Jóna Björg Halldórsdóttir, f. 24.5. 1914, d. 4.7. 2010.
Guðrún Birna giftist hinn 26. júní 1954 Sigurði Sigurðssyni, bónda og síðar sjómanni, f. 5. desember 1931, d. 17. ágúst 2006.
Foreldrar hans voru Sigurður Gíslason, f. 12. mars 1889, d. 12. mars 1982, og Ólöf Ólafsdóttir, f. 13. júlí 1894, d. 17. desember 1960.
Systkini hennar eru Halldór Ingi, f. 1939, Helga Heiður, f. 1942, og Hannes Jón, f. 1948.
Börn Guðrúnar Birnu og Sigurðar eru: 1) Sigrún, f. 1955, börn hennar og Hauks Ragnarssonar, f. 1961, eru Sara, f. 1984, Ólöf Erla, f. 1986, maki Mads Kjeld Meyer-Dissing, f. 1978, og Ragnar Gauti, f. 1988, maki Hildur Ómarsdóttir, f. 1987. 2) Jóhann, f. 1956, maki Guðrún Sesselja Arnardóttir, f. 1966, synir þeirra: Örn Gauti, f. 1995, unnusta hans Ninna Pálmadóttir, f. 1991, og Jóhann Ólafur, f. 1996, sambýliskona hans er Natalía Blær Maríudóttir, f. 1997. 3) Ólöf, f. 1958, sambýlismaður Stígur Snæsson, f. 1966, sonur þeirra Steinn Logi, f. 1996. 4) Þorsteinn Gauti, f. 1960. Sonur hans og Joann Calabrese-Flaherty, f. 1955, er Nicholas Jóhann Vincent, f. 1985, maki Diandra Sigurdsson, f. 1990. Dóttir Þorsteins og Halldóru Bjarkar Friðjónsdóttur, f. 1974, er Sóley, f. 2004. Barnabörn eru átta og barnabarnabörnin sex.
Guðrún Birna lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar og byrjaði ung í píanónámi. Hún fór til Danmerkur 1952 á Húsmæðraskóla í Silkiborg og síðan eitt ár í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. Þau Sigurður bjuggu á Hamraendum í Stafholtstungum í Borgarfirði 1954-1961. Hún var organisti í Stafholtskirkju í þrjú ár. Þau skildu og fluttist hún þá ásamt börnunum til Reykjavíkur. Hún vann ýmis störf í bönkum og ferðaþjónustu næstu árin. Hún starfaði einn vetur sem aðstoðarkennari við Húsmæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði 1965-66 ásamt því að vera undirleikari hjá Karlakórnum Heimi.
Hún lauk námi úr tónmenntakennaradeild með píanókennslu sem valgrein frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1972. Hún kenndi víða tónfræði, píanóleik, var organisti, undirleikari og stjórnaði kórum og söng í kórum á sinni lífsleið, síðast kenndi hún við Píanóskóla Þorsteins Gauta. Hún var um tíma dagskrárgerðarmaður hjá RÚV. Hún í fór í endurmenntunarnám í handavinnukennaradeild KÍ 1989-92 og tók meðal annars listasögu í náminu.
Guðrún Birna tók bahá’í-trú 1968. Hún var einn af stofnendum Félags einstæðra foreldra 1969 og voru henni málefni barna og jafnrétti kynjanna alla tíð mjög hugleikin.
Áhugamál Guðrúnar Birnu voru handavinna, tónlist, leiklist, lestur, ferðalög og tungumál.
Útför Guðrúnar Birnu fer fram frá Fossvogskirkju í Reykjavík í dag, 27. apríl 2021, klukkan 15. Streymt verður frá athöfninni frá klukkan 14.40.
http://beint.is/streymi/gudrunbirna
Streymishlekk má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
Við Unna töluðum seinast saman tveimur dögum fyrir andlát hennar. Við töluðum lengi og um allt og ekkert, einkum þó gamla daga, líklega af því að þetta var afmælisdagur pabba okkar. Hún var í miklu uppáhaldi hjá honum, án þess hann gerði upp á milli okkar. Hún fékk nöfn foreldra hans og gælunafn systur hans og hann var henni betri en enginn á erfiðasta tíma ævi hennar. Það var ekkert, sem benti til þess, þegar við töluðum saman, að Unna ætti svona skammt eftir, andlátið kom snöggt og óvænt.
Unna systir hefur runnið sitt æviskeið. Hún hljóp sinn spöl í því, sem við köllum lífshlaup. Það gerði hún með miklum sóma. Hún hefur skilað keflinu, nú taka aðrir við. Hennar verður minnst með ást og söknuði.
Takk fyrir allt, Unna mín, þinn bróðir,
Halldór Ingi.