Sölvi Víkingur Aðalbjarnarson fæddist á Unaósi 4. febrúar 1929. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju 4. júlí 2021. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju 12. júlí 2021 klukkan 13.
Sölvi er fæddur á Unaósi 4. febrúar 1929. Unaós er ysta jörð í
Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði, eða Útmannasveit eins og hún hét áður
fyrr. Á Unaósi hýsti bæ sinn Uni hinn Danski fyrir árið 900 eftir því sem
Landnáma segir. Foreldrar Sölva voru þau Aðalbjörn Magnússon (fæddur 1887
dáinn 1933) frá Hrollaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá og Una Þóra Jónsdóttir
(fædd 1898 dáin 1949) frá Fagradal í Vopnafirði, ættuð úr Húnavatnssýslu
og úr Krísuvík. Systkini Sölva voru Alfreð, Jóna Gróa, Magnús, Sólveig og
Aðalbjörg. Þau eru öll látin. Þrjú önnur systkini Sölva dóu ung.
Aðalbjörn faðir Sölva var orðlagður dugnaðar- og myndarmaður og þótti afburða sláttumaður. Aðalbjörn dó langt um aldur fram á vofveiglegan hátt í Stapavík er hann var að vinna við uppskipun á vörum við afar erfiðar aðstæður. Þá var Sölvi einungis fjögurra ára. Fráfall Aðalbjörns var fjölskyldunni harmdauði en með stakri þolgæði Unu, geðprýði hennar og bjartsýni á lífið auðnaðist henni, þrátt fyrir þröng kjör og erfiða vinnudaga, að sjá fjölskyldunni farborða með aðstoð góðra manna og barna sinna sem fljótt komu henni til hjálpar. Hún lést á Akureyri hjá Jónu dóttur sinni er Sölvi var 20 ára gamall. Það var honum mjög minnisstætt þegar hann horfði á eftir móður sinni fara í þá ferð. Hann fann það á sér að þau myndu aldrei hittast aftur, sem raunin varð. Sölvi ólst upp við erfiðar aðstæður og fremur lítil efni og þurfti að standa á eigin fótum strax á unglingsaldri.
Á Kóreksstöðum, í næsta nágrenni við Unaós, var myndarlegt samkomuhús í eigu hreppsins sem var ýmist kalla Þinghúsið eða Fundarhúsið. Þangað fór Sölvi á þorrablót veturinn 1950 eins og hann hafði áður gert. Þar hitti hann Sigurborgu Sigurbjörnsdóttur og kynni þeirra leiddu til nánari samvista sem stóðu í rúm 70 ár.
Sigurborg er fædd í Gilsárteigi í Eiðaþinghá 5. ágúst 1929. Foreldrar hennar voru Gunnþóra Guttormsdóttir (fædd 1895 dáin 1988) og Sigurbjörn Snjólfsson (fæddur 1893 dáinn 1980).
Hugur Sölva stóð til íþróttakennaranáms. Fór hann því í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Ekki fann hann sig í því námi og flutti til Reykjavíkur þar sem hann beið Sigurborgar. Stundaði hann nám í vélsmíði hjá fyrirtækinu Agli Vilhjálmssyni hf, sem var á sínum tíma eitt hið stærsta hér á landi á sínu sviði. Í upphafi árs 1951 opinberuðu þau Sigurborg trúlofun sína og gengu í hjónaband 6. júní sama ár. Það var honum ofarlega í minni að vinnuveitandi hans hafði forgöngu með það að útvega ungu hjónunum föt við hæfi úr leikmunasafni Þjóðleikhússins.
Sigurborg og Sölvu voru frumbyggjar í nýstofnuðu þorpi á ásnum við Glálgaás. Árið 1953 byggðu þau sér hús sem þau kölluðu Heiðmörk. Það var erfitt um vik á þessum tíma; engin lán fengust og byggingarefni af skornum skammti. Sölvi leitaði að efni til byggingarinnar meðal annars í rekavið sem hann notaði í dyr, glugga og sperrur. Þá, sem svo oft áður, reyndi á útsjónarsemi og handlagni Sölva.
Sölvi hóf störf á verkstæði Steinþórs Eiríkssonar árið 1951. Árið 1958 stofnuðu þau Vélaverkstæðið Víking sem þau störfuðu við alla tíð á meðan heilsan leyfði. Starfsemi vélaverkstæðisins var fjölbreytt. Fyrirferðamest var bíla- og vélaverkstæðið en einnig voru ljósastillingar og pípulagnir, yfirbyggingar smíðaðar á bíla og hvers konar sérsmíði auk fjölbreyttrar annarrar framleiðslu. Eins var rekið bílaumboð og verslun með bolta, rafmagns- og handverkfæri auk sölu á járni, svo fátt eitt sé nefnt.
Sölvi var ákaflega geðgóður, prúður og snyrtilegur i allri framkomu og mjög bóngóður og alltaf tilbúinn til að rétta öðrum hjálparhönd. Hann smitaði alla sem hann umgekkst með glaðværð sinni og vinnusemi. Var hann einkar hagur, með náttúrulega hæfileika til fjölmargra hluta svo eftir var tekið. Listamaður af guðs náð. Hann töfraði fram fígúrur úr járni, skar út í tré, málaði myndir og stundaði eldsmíði upp á gamla mátann. Hugmyndarflugið var ótakmarkað og ef eitthvað vantaði þá bjó Sölvi það til. Þetta er allt smíðað sagði Sölvi og átti við að ef aðrir gætu smíðað hlutina þá gæti hann einnig gert það. Var hann ákaflega vinnusamur og kom að óteljandi fjölda verkefna hér í bænum sem og víða um land. Listaverkin hans má sjá víða á Egilsstöðum.
Ef eitthvað stóð til, þá var Sölvi mættur, bæði til að taka til hendinni og einnig til að fylgjast með mannlífinu. Fótboltaleiki lét hann ekki fram hjá sér fara og lét í sér heyra þegar hann hvatti sína menn og var oft heitt í hamsi í hita leiksins. Honum var sérstaklega hugleikið unglingastarf og aðstoðaði á margvíslegan hátt við uppbyggingu þess, sérstaklega skíðaíþróttarinnar, en hann smíðaði skíðalyftur sem lengi voru notaðar bæði á Egilsstöðum inn á skíðasvæði á Fagradal.
Hann var einn af stofnendum Byggingarfélagsins Brúnáss ásamt níu öðrum frumherjum hér á Egilsstöðum.
Þau Sigurborg voru ákaflega samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og tóku mikinn þátt í félagslífinu hér á staðnum. Þau dönsuðu þjóðdansa með Fiðrildunun, spiluðu bridge og félagsvist. Sölvi tók þátt í starfi Rótarýklúbbs Héraðsbúa og var einn af stofnfélögum hans. Árið 1973 gekk hann í St. Jóhannesar stúkuna Eddu í Reykjavík og árið 1984 var hann einn af forvígismönnum fyrir því að Bræðrafélag frímúrara var stofnað hér á Egilsstöðum. Tók hann þátt í starfi frímúrarareglunnar af mikilli alvöru og vann sér traust meðbræðra sinna. Gegndi hann þar ýmsum embættum og hlaut 10. gráðu reglunnar.
Hann var fróðleiksfús og stöðugt að kynna sér nýja hluti. Hann sótti námskeið í silfursmíði, listmálum og útskurði í tré svo fátt eitt sé talið upp. Í upphafi tölvuvæðingar var hann með þeim fyrstu til að kaupa sér tölvu og vildi nýta sér þá tækni. Eitt af uppátækjum hans var að kaupa rafmagnsbíl frá Danmörku árið 2000. Það er ákveðinn leikargangur að eiga svona bíl og það er gaman að vera öðruvísi en aðrir, sagði Sölvi í blaðaviðtali. Hann sagði að rafmagnsbílar og reiðhjól verði samgöngumáti framtíðarinnar og hver hefur þróunin verið?
Árið 1970 flytjast þau Sigurborg með Heiðar til Danmerkur. Þar starfaði Sölvi við bifvélavirkjun fyrir bílaumboð í Karlslunde Strand á Sjálandi. Heim komu þau eftir eins árs dvöl en stóðu stutt við hér heima því aftur fóru þau til Danmerkur árið 1972, en þá til Silkiborgar á Jótlandi. Þar lagði Sölvi stund á nám við uppsetningu tækjabúnaðar í mjólkurstöðvar og mjólkurbíla. Eftir heimkomuna ferðaðist hann um landið og setti upp búnað í mjólkurstöðvar og smíðaði mjólkurbíla. Enn fóru þau til Danmerkur árið 1989 en þá til að stunda nám við Lýðháskóla. Þar rifjuðu þau upp dönskuna og lagði Sölvi stund á ljósmyndun á meðan Sigurborg ræktaði býflugur. Hugsuðu þau til í Danmerkuráranna með hlýju en þar eignuðust þau góða vini meðal heimamanna og stendur sá vinskapur enn.
Þau Sigurborg voru mikið fyrir útivist og holla lifnaðarhætti. Þau stunduðu, löngu áður en það var fundið upp, í leikfimi og hreyfingu sér til heilsubótar. Þau byggðu sér sælureit í Hjallaskógi þar sem þau undu sér löngum stundum. Þar virkjaði Sölvi læk með túrbínu sem hann smíði sjálfur og setti upp vindrafstöð til að fá rafmagn í húsið.
Sigurborg og Sölvi eiga þrjú börn: Sigurþór sem er kvæntur Rakel Pétursdóttur. Eiga þau tvo syni; Grímkel og Ívar Húna. Þau eru búsett á Seltjarnarnesi. Unu Aðalbjörgu sem var gift Sighvati Hafsteinssyni, en hann lést árið 2008. Þau eiga fjögur börn: Sindra Snæ, Sölva Borgar, Sigurborgu Sif og Sigurjón Fjalar. Hún býr í Mosfellsbæ. Heiðar Víking sem er kvæntur Björk Birgisdóttur Olsen. Þau eiga þrjú börn: Báru Rós, Maríu Lenu og Sölva Víking. Þau búa á Egilsstöðum.
Kveðið var um Unu móður Sölva að henni látinni og á það ljóð vel við er hann er kvaddur hinsta sinni:
Aðalbjörn faðir Sölva var orðlagður dugnaðar- og myndarmaður og þótti afburða sláttumaður. Aðalbjörn dó langt um aldur fram á vofveiglegan hátt í Stapavík er hann var að vinna við uppskipun á vörum við afar erfiðar aðstæður. Þá var Sölvi einungis fjögurra ára. Fráfall Aðalbjörns var fjölskyldunni harmdauði en með stakri þolgæði Unu, geðprýði hennar og bjartsýni á lífið auðnaðist henni, þrátt fyrir þröng kjör og erfiða vinnudaga, að sjá fjölskyldunni farborða með aðstoð góðra manna og barna sinna sem fljótt komu henni til hjálpar. Hún lést á Akureyri hjá Jónu dóttur sinni er Sölvi var 20 ára gamall. Það var honum mjög minnisstætt þegar hann horfði á eftir móður sinni fara í þá ferð. Hann fann það á sér að þau myndu aldrei hittast aftur, sem raunin varð. Sölvi ólst upp við erfiðar aðstæður og fremur lítil efni og þurfti að standa á eigin fótum strax á unglingsaldri.
Á Kóreksstöðum, í næsta nágrenni við Unaós, var myndarlegt samkomuhús í eigu hreppsins sem var ýmist kalla Þinghúsið eða Fundarhúsið. Þangað fór Sölvi á þorrablót veturinn 1950 eins og hann hafði áður gert. Þar hitti hann Sigurborgu Sigurbjörnsdóttur og kynni þeirra leiddu til nánari samvista sem stóðu í rúm 70 ár.
Sigurborg er fædd í Gilsárteigi í Eiðaþinghá 5. ágúst 1929. Foreldrar hennar voru Gunnþóra Guttormsdóttir (fædd 1895 dáin 1988) og Sigurbjörn Snjólfsson (fæddur 1893 dáinn 1980).
Hugur Sölva stóð til íþróttakennaranáms. Fór hann því í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Ekki fann hann sig í því námi og flutti til Reykjavíkur þar sem hann beið Sigurborgar. Stundaði hann nám í vélsmíði hjá fyrirtækinu Agli Vilhjálmssyni hf, sem var á sínum tíma eitt hið stærsta hér á landi á sínu sviði. Í upphafi árs 1951 opinberuðu þau Sigurborg trúlofun sína og gengu í hjónaband 6. júní sama ár. Það var honum ofarlega í minni að vinnuveitandi hans hafði forgöngu með það að útvega ungu hjónunum föt við hæfi úr leikmunasafni Þjóðleikhússins.
Sigurborg og Sölvu voru frumbyggjar í nýstofnuðu þorpi á ásnum við Glálgaás. Árið 1953 byggðu þau sér hús sem þau kölluðu Heiðmörk. Það var erfitt um vik á þessum tíma; engin lán fengust og byggingarefni af skornum skammti. Sölvi leitaði að efni til byggingarinnar meðal annars í rekavið sem hann notaði í dyr, glugga og sperrur. Þá, sem svo oft áður, reyndi á útsjónarsemi og handlagni Sölva.
Sölvi hóf störf á verkstæði Steinþórs Eiríkssonar árið 1951. Árið 1958 stofnuðu þau Vélaverkstæðið Víking sem þau störfuðu við alla tíð á meðan heilsan leyfði. Starfsemi vélaverkstæðisins var fjölbreytt. Fyrirferðamest var bíla- og vélaverkstæðið en einnig voru ljósastillingar og pípulagnir, yfirbyggingar smíðaðar á bíla og hvers konar sérsmíði auk fjölbreyttrar annarrar framleiðslu. Eins var rekið bílaumboð og verslun með bolta, rafmagns- og handverkfæri auk sölu á járni, svo fátt eitt sé nefnt.
Sölvi var ákaflega geðgóður, prúður og snyrtilegur i allri framkomu og mjög bóngóður og alltaf tilbúinn til að rétta öðrum hjálparhönd. Hann smitaði alla sem hann umgekkst með glaðværð sinni og vinnusemi. Var hann einkar hagur, með náttúrulega hæfileika til fjölmargra hluta svo eftir var tekið. Listamaður af guðs náð. Hann töfraði fram fígúrur úr járni, skar út í tré, málaði myndir og stundaði eldsmíði upp á gamla mátann. Hugmyndarflugið var ótakmarkað og ef eitthvað vantaði þá bjó Sölvi það til. Þetta er allt smíðað sagði Sölvi og átti við að ef aðrir gætu smíðað hlutina þá gæti hann einnig gert það. Var hann ákaflega vinnusamur og kom að óteljandi fjölda verkefna hér í bænum sem og víða um land. Listaverkin hans má sjá víða á Egilsstöðum.
Ef eitthvað stóð til, þá var Sölvi mættur, bæði til að taka til hendinni og einnig til að fylgjast með mannlífinu. Fótboltaleiki lét hann ekki fram hjá sér fara og lét í sér heyra þegar hann hvatti sína menn og var oft heitt í hamsi í hita leiksins. Honum var sérstaklega hugleikið unglingastarf og aðstoðaði á margvíslegan hátt við uppbyggingu þess, sérstaklega skíðaíþróttarinnar, en hann smíðaði skíðalyftur sem lengi voru notaðar bæði á Egilsstöðum inn á skíðasvæði á Fagradal.
Hann var einn af stofnendum Byggingarfélagsins Brúnáss ásamt níu öðrum frumherjum hér á Egilsstöðum.
Þau Sigurborg voru ákaflega samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og tóku mikinn þátt í félagslífinu hér á staðnum. Þau dönsuðu þjóðdansa með Fiðrildunun, spiluðu bridge og félagsvist. Sölvi tók þátt í starfi Rótarýklúbbs Héraðsbúa og var einn af stofnfélögum hans. Árið 1973 gekk hann í St. Jóhannesar stúkuna Eddu í Reykjavík og árið 1984 var hann einn af forvígismönnum fyrir því að Bræðrafélag frímúrara var stofnað hér á Egilsstöðum. Tók hann þátt í starfi frímúrarareglunnar af mikilli alvöru og vann sér traust meðbræðra sinna. Gegndi hann þar ýmsum embættum og hlaut 10. gráðu reglunnar.
Hann var fróðleiksfús og stöðugt að kynna sér nýja hluti. Hann sótti námskeið í silfursmíði, listmálum og útskurði í tré svo fátt eitt sé talið upp. Í upphafi tölvuvæðingar var hann með þeim fyrstu til að kaupa sér tölvu og vildi nýta sér þá tækni. Eitt af uppátækjum hans var að kaupa rafmagnsbíl frá Danmörku árið 2000. Það er ákveðinn leikargangur að eiga svona bíl og það er gaman að vera öðruvísi en aðrir, sagði Sölvi í blaðaviðtali. Hann sagði að rafmagnsbílar og reiðhjól verði samgöngumáti framtíðarinnar og hver hefur þróunin verið?
Árið 1970 flytjast þau Sigurborg með Heiðar til Danmerkur. Þar starfaði Sölvi við bifvélavirkjun fyrir bílaumboð í Karlslunde Strand á Sjálandi. Heim komu þau eftir eins árs dvöl en stóðu stutt við hér heima því aftur fóru þau til Danmerkur árið 1972, en þá til Silkiborgar á Jótlandi. Þar lagði Sölvi stund á nám við uppsetningu tækjabúnaðar í mjólkurstöðvar og mjólkurbíla. Eftir heimkomuna ferðaðist hann um landið og setti upp búnað í mjólkurstöðvar og smíðaði mjólkurbíla. Enn fóru þau til Danmerkur árið 1989 en þá til að stunda nám við Lýðháskóla. Þar rifjuðu þau upp dönskuna og lagði Sölvi stund á ljósmyndun á meðan Sigurborg ræktaði býflugur. Hugsuðu þau til í Danmerkuráranna með hlýju en þar eignuðust þau góða vini meðal heimamanna og stendur sá vinskapur enn.
Þau Sigurborg voru mikið fyrir útivist og holla lifnaðarhætti. Þau stunduðu, löngu áður en það var fundið upp, í leikfimi og hreyfingu sér til heilsubótar. Þau byggðu sér sælureit í Hjallaskógi þar sem þau undu sér löngum stundum. Þar virkjaði Sölvi læk með túrbínu sem hann smíði sjálfur og setti upp vindrafstöð til að fá rafmagn í húsið.
Sigurborg og Sölvi eiga þrjú börn: Sigurþór sem er kvæntur Rakel Pétursdóttur. Eiga þau tvo syni; Grímkel og Ívar Húna. Þau eru búsett á Seltjarnarnesi. Unu Aðalbjörgu sem var gift Sighvati Hafsteinssyni, en hann lést árið 2008. Þau eiga fjögur börn: Sindra Snæ, Sölva Borgar, Sigurborgu Sif og Sigurjón Fjalar. Hún býr í Mosfellsbæ. Heiðar Víking sem er kvæntur Björk Birgisdóttur Olsen. Þau eiga þrjú börn: Báru Rós, Maríu Lenu og Sölva Víking. Þau búa á Egilsstöðum.
Kveðið var um Unu móður Sölva að henni látinni og á það ljóð vel við er hann er kvaddur hinsta sinni:
Nú er lokið starfi þínu og stríði,
störf þín geymast þó að tímar líði,
klökkva þrungin kveðjan fylgir þjer,
kærleik þínum aldrei gleymum vjer.
(Anna Guðbjörg Helgadóttir)
Blessuð sé minning Sölva Víkings Aðalbjarnarsonar.
störf þín geymast þó að tímar líði,
klökkva þrungin kveðjan fylgir þjer,
kærleik þínum aldrei gleymum vjer.
(Anna Guðbjörg Helgadóttir)
Ólafur Arason.