Ríkarður var fæddur 15. júní 1946. Hann lést 25. október 2021.
Foreldrar hans voru Anna Sigríður Johnsen, f. 1913, d. 2004, og Poul Larsen Christoffersen, f. 1920, d. 1994.
Systkin Ríkarðs, samfeðra, eru Linda Chas Madsen, f. 1956,
Hanne Busse Jonnerhag, f. 1957, og Thomas Christoffersen, f. 1964, öll búsett í Danmörku.
Útför Ríkarðs fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 12. nóvember 2021 kl. 15.
nni í Reykjavík 12. nóvember 2021 kl. 15.
Richard Ørn Christoffersen, eins og Rikki hét upphaflega, var alinn upp í
Kaupmannahöfn fram til unglingsára, sonur Önnu Sigríðar Johnsen og
eiginmanns hennar Poul Christoffersen. Þau skildu og um 1960 fluttust
mæðginin til Íslands. Drengurinn var áhugasamur um hið nýja land og beið
þess í ofvæni er hann stóð á brúarvængnum á Gullfossi að heyra hina
fornfrægu tungu landsmanna sem hann taldi sig vita að þrungin væri speki og
kjarnyrðum. Þegar til kom var ekki annað að heyra en hífa! og slaka!
Þótti honum það líkjast hundgá og voru það mikil vonbrigði.
En þetta átti öldungis eftir að breytast. Er bekkjarfélagar hans í MR hittu hann fyrst árið 1964 mátti taka eftir honum sem nærsýnum, þéttvöxnum pilti sem að vísu gerði sig vel skiljanlegan á íslenzku en reikaði um beygingakerfið með orðfæri er einkenndist af frjórri ímyndun og langsóttri ályktunarhæfni. Við vorum í máladeild og að eigin áliti einna síðastir Íslendinga til að nema þau klassísku fræði sem talin voru grundvöllur vestrænnar menningar þar til goðmögnin John Frum, Mammon og Eros tóku sæti þeirra Apollós, Aþenu og músanna. Ríkarður var fróðleiksfús og eldfljótur að tengja eitt við annað en tengdi gjarnan eftir löngum og flóknum brautum. Varð þetta bekknum til mikillar skemmtunar. Lét hann sér það vel líka og stóð yfirleitt á sama hvort hlegið væri að honum eða með, svo lengi sem gaman var að. Hann var gjarnan niðursokkinn í hugðarefni órafjarri daglegu amstri. Hvað sem skilja mátti tvennum skilningi eða þrennum skildi hann jafnan á þann hátt sem skondnastur var. Þessi óvenjulegi Kaupmannahafnarpiltur var hinn geðþekkasti og næsta áhugaverður til viðræðu og félagsskapar.
Fljótt mátti finna til tónlistaráhuga hans. Hann minntist stundum á hversu mjög hann hefði notið þess að vera settur til músíknáms í æsku. Það mun ekki hafa verið algengt í Danmörku, frekar en hér, að veita börnum kost á slíku á heimilum þar sem allt varð að spara. Ríkarður tileinkaði sér allan aðgengilegan fróðleik, meðal annars af hljómplötuumslögum, löngu áður en í tónlistarskóla kom. Hann var einnig áhugamaður um kveðskap og fróður um bragháttu og hrynjandi enda má telja þar snertiflöt við tónlistina. Hann pældi mjög í tungumálum, orðvenzlafræði og málsögu, íhugaði beygingakerfi íslenzkunnar og leitaði skýringa á því er tungumál stirðna með brottfalli beyginga. Þótti honum á stundum íslenzkir vísindamenn á þeim sviðum eltast við fremur ómerkileg athugunarefni. Sem Dani að uppruna og Íslendingur að lögum hafði hann tilfinningar til beggja landa og fyrir kom, þegar hann fór með dönsk kvæði, að eftir atvikum gætti stolts eða trega. Hann fékkst nokkuð við að þýða íslenzkan kveðskap og söngtexta á dönsku. Gætir þar oft mikillar hugkvæmni og bragvísi því ekki vildi hann slá af íslenzkum kröfum, hvorki í stuðlum né rími, og þar að auki skyldi sönghæfni óskert. Ríkarður samdi einnig ljóð, gjarnan utan hefðbundinna braghátta. Oft er að finna í þeim óvæntan húmor og glens og andstæður á milli steinrunnins virðuleika og léttúðar.
Ríkarður var afburða sögufróður, ekki sízt um sögu Norðurlanda. Til hans mátti leita um ártöl langt aftur fyrir Karlamagnús. Ekki lærði hann þau utanbókar eins og ófróðir verða að gera heldur var honum kunnugt um stöðu mála og samspil atburða löngu liðinna tíma og gat ályktað frá einu tímamarki til annars. Hann íhugaði samspil strauma og breytinga í hugarstefnum, pólitík, vísindum og tízku, bæði fatatízku og útliti bifreiða. Raunvísindi voru honum heldur ekki óviðkomandi. En hugur hans átti til að svífa hærra en svo að fætur næmu við grund. Auðvitað vissi hann til dæmis að ljóshraði er endanlegur en átti það sammerkt með höfundum vísindaskáldsagna að geta illa kyngt hinum þurrlegu og óskáldlegu afleiðingum þess.
Flestir minnast sennilega Ríkarðs sem tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins. Ef honum þótti hnökrar á verki eða framsetningu ræddi hann gjarnan um vandkvæði þess að koma skoðun sinni til skila í okkar litla samfélagi og hvernig unnt væri að setja hana fram af fölskvalausri trúmennsku við listagyðjuna. Honum var ljóst að gyðjunni mislíkar ef gagnrýni, þótt réttmæt sé, verður síðar Þrándur í Götu þeirra sem þjóna vilja henni í einlægni. Hann hafði það að reglu að leita af kostgæfni að jákvæðum atriðum sem unnt var að leggja áherzlu á og umfram allt að draga ekki kjark úr listamönnum sem voru að stíga sín fyrstu skref. Nokkrar setningar eru minnisstæðar úr gagnrýni hans, gjarnan hinar neikvæðu því þær eru skemmtilegri: Verkið var búið allt of seint eða Gekk síðan á með hvössum hryðjum, en loks hófst upp púlsrytminn í öllu sínu djöfullega veldi.
Ríkarður var alla tíð efnalítill og varð að vera nægjusamur. Nokkur þverstæða er í því fólgin að hann hafði lítinn áhuga á mat og drykk áður en hann var kominn á borð, þ.e. matargerð og framreiðslu, en neytti hvors tveggja, ekki sízt hins síðarnefnda, af mikilli innlifun. Lét hann það ekki líða fyrir í útgjöldum. Smekkvísi hans var alls ekki einskorðuð við tónlistina heldur aflaði hann einnig reynslu og mótaði sér skoðanir á samspili bjórs, matar og vindla. Hann fór þannig illa með líkama sinn, ofól hann og þoldi honum agaleysi. Í tilraunastarfsemi á þessum sviðum veigraði hann sér ekki við að rjúfa hefðir, svo sem með að hella spræti í Jim Beam eða jafnvel í einmöltung. Klæðaburð hirti hann ekki um og máltækið fötin skapa manninn var eitur í beinum hans enda auðvitað hið versta rugl.
Ríkarði varð ekki konu eða barna auðið. Maðurinn var þó myndarlegur að vallarsýn og alls ekki ófríður. Eitthvað kynntist hann hinu fagra og vitra kyni, en ekkert af því varð til frambúðar. Konur meta væntanlega mest duglega bændur og góða fjölskylduskaffara en styrkur og hæfileikar Ríkarðs voru á öðrum sviðum. Hann var stálheiðarlegur, bæði í hinni almennu merkingu og einnig hvað snertir eindrægni og falsleysi í skoðunum, samskiptum og framgöngu. Engan mann vitum við í veröldu sem á um sárt að binda eða hefur beðið tjón af völdum Ríkarðs Arnar Pálssonar. Okkur hlotnaðist að finna í honum sérkennilegan gáfumann sem með frumleika sínum og einstæðri kímni hafði ómæld áhrif, bæði til umhugsunar og skemmtunar.
Þau áhrif endast og vega upp söknuðinn af fráfalli hans. Svo einkennilegt sem það kann að virðast um mann, sem mat klassísk, kirkjuleg og kristileg verk æðst allrar tónsköpunar, þá taldi Ríkarður sig trúlausan. Kannske tókst honum ekki, frekar en svo mörgum öðrum, að skilja nægilega á milli kristinnar kirkju sem stofnunar og þess sem hún boðar eða hafði einfaldlega ekki áhuga fyrir því. En hann mun nú hafa komizt að hinu sanna.
En þetta átti öldungis eftir að breytast. Er bekkjarfélagar hans í MR hittu hann fyrst árið 1964 mátti taka eftir honum sem nærsýnum, þéttvöxnum pilti sem að vísu gerði sig vel skiljanlegan á íslenzku en reikaði um beygingakerfið með orðfæri er einkenndist af frjórri ímyndun og langsóttri ályktunarhæfni. Við vorum í máladeild og að eigin áliti einna síðastir Íslendinga til að nema þau klassísku fræði sem talin voru grundvöllur vestrænnar menningar þar til goðmögnin John Frum, Mammon og Eros tóku sæti þeirra Apollós, Aþenu og músanna. Ríkarður var fróðleiksfús og eldfljótur að tengja eitt við annað en tengdi gjarnan eftir löngum og flóknum brautum. Varð þetta bekknum til mikillar skemmtunar. Lét hann sér það vel líka og stóð yfirleitt á sama hvort hlegið væri að honum eða með, svo lengi sem gaman var að. Hann var gjarnan niðursokkinn í hugðarefni órafjarri daglegu amstri. Hvað sem skilja mátti tvennum skilningi eða þrennum skildi hann jafnan á þann hátt sem skondnastur var. Þessi óvenjulegi Kaupmannahafnarpiltur var hinn geðþekkasti og næsta áhugaverður til viðræðu og félagsskapar.
Fljótt mátti finna til tónlistaráhuga hans. Hann minntist stundum á hversu mjög hann hefði notið þess að vera settur til músíknáms í æsku. Það mun ekki hafa verið algengt í Danmörku, frekar en hér, að veita börnum kost á slíku á heimilum þar sem allt varð að spara. Ríkarður tileinkaði sér allan aðgengilegan fróðleik, meðal annars af hljómplötuumslögum, löngu áður en í tónlistarskóla kom. Hann var einnig áhugamaður um kveðskap og fróður um bragháttu og hrynjandi enda má telja þar snertiflöt við tónlistina. Hann pældi mjög í tungumálum, orðvenzlafræði og málsögu, íhugaði beygingakerfi íslenzkunnar og leitaði skýringa á því er tungumál stirðna með brottfalli beyginga. Þótti honum á stundum íslenzkir vísindamenn á þeim sviðum eltast við fremur ómerkileg athugunarefni. Sem Dani að uppruna og Íslendingur að lögum hafði hann tilfinningar til beggja landa og fyrir kom, þegar hann fór með dönsk kvæði, að eftir atvikum gætti stolts eða trega. Hann fékkst nokkuð við að þýða íslenzkan kveðskap og söngtexta á dönsku. Gætir þar oft mikillar hugkvæmni og bragvísi því ekki vildi hann slá af íslenzkum kröfum, hvorki í stuðlum né rími, og þar að auki skyldi sönghæfni óskert. Ríkarður samdi einnig ljóð, gjarnan utan hefðbundinna braghátta. Oft er að finna í þeim óvæntan húmor og glens og andstæður á milli steinrunnins virðuleika og léttúðar.
Ríkarður var afburða sögufróður, ekki sízt um sögu Norðurlanda. Til hans mátti leita um ártöl langt aftur fyrir Karlamagnús. Ekki lærði hann þau utanbókar eins og ófróðir verða að gera heldur var honum kunnugt um stöðu mála og samspil atburða löngu liðinna tíma og gat ályktað frá einu tímamarki til annars. Hann íhugaði samspil strauma og breytinga í hugarstefnum, pólitík, vísindum og tízku, bæði fatatízku og útliti bifreiða. Raunvísindi voru honum heldur ekki óviðkomandi. En hugur hans átti til að svífa hærra en svo að fætur næmu við grund. Auðvitað vissi hann til dæmis að ljóshraði er endanlegur en átti það sammerkt með höfundum vísindaskáldsagna að geta illa kyngt hinum þurrlegu og óskáldlegu afleiðingum þess.
Flestir minnast sennilega Ríkarðs sem tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins. Ef honum þótti hnökrar á verki eða framsetningu ræddi hann gjarnan um vandkvæði þess að koma skoðun sinni til skila í okkar litla samfélagi og hvernig unnt væri að setja hana fram af fölskvalausri trúmennsku við listagyðjuna. Honum var ljóst að gyðjunni mislíkar ef gagnrýni, þótt réttmæt sé, verður síðar Þrándur í Götu þeirra sem þjóna vilja henni í einlægni. Hann hafði það að reglu að leita af kostgæfni að jákvæðum atriðum sem unnt var að leggja áherzlu á og umfram allt að draga ekki kjark úr listamönnum sem voru að stíga sín fyrstu skref. Nokkrar setningar eru minnisstæðar úr gagnrýni hans, gjarnan hinar neikvæðu því þær eru skemmtilegri: Verkið var búið allt of seint eða Gekk síðan á með hvössum hryðjum, en loks hófst upp púlsrytminn í öllu sínu djöfullega veldi.
Ríkarður var alla tíð efnalítill og varð að vera nægjusamur. Nokkur þverstæða er í því fólgin að hann hafði lítinn áhuga á mat og drykk áður en hann var kominn á borð, þ.e. matargerð og framreiðslu, en neytti hvors tveggja, ekki sízt hins síðarnefnda, af mikilli innlifun. Lét hann það ekki líða fyrir í útgjöldum. Smekkvísi hans var alls ekki einskorðuð við tónlistina heldur aflaði hann einnig reynslu og mótaði sér skoðanir á samspili bjórs, matar og vindla. Hann fór þannig illa með líkama sinn, ofól hann og þoldi honum agaleysi. Í tilraunastarfsemi á þessum sviðum veigraði hann sér ekki við að rjúfa hefðir, svo sem með að hella spræti í Jim Beam eða jafnvel í einmöltung. Klæðaburð hirti hann ekki um og máltækið fötin skapa manninn var eitur í beinum hans enda auðvitað hið versta rugl.
Ríkarði varð ekki konu eða barna auðið. Maðurinn var þó myndarlegur að vallarsýn og alls ekki ófríður. Eitthvað kynntist hann hinu fagra og vitra kyni, en ekkert af því varð til frambúðar. Konur meta væntanlega mest duglega bændur og góða fjölskylduskaffara en styrkur og hæfileikar Ríkarðs voru á öðrum sviðum. Hann var stálheiðarlegur, bæði í hinni almennu merkingu og einnig hvað snertir eindrægni og falsleysi í skoðunum, samskiptum og framgöngu. Engan mann vitum við í veröldu sem á um sárt að binda eða hefur beðið tjón af völdum Ríkarðs Arnar Pálssonar. Okkur hlotnaðist að finna í honum sérkennilegan gáfumann sem með frumleika sínum og einstæðri kímni hafði ómæld áhrif, bæði til umhugsunar og skemmtunar.
Þau áhrif endast og vega upp söknuðinn af fráfalli hans. Svo einkennilegt sem það kann að virðast um mann, sem mat klassísk, kirkjuleg og kristileg verk æðst allrar tónsköpunar, þá taldi Ríkarður sig trúlausan. Kannske tókst honum ekki, frekar en svo mörgum öðrum, að skilja nægilega á milli kristinnar kirkju sem stofnunar og þess sem hún boðar eða hafði einfaldlega ekki áhuga fyrir því. En hann mun nú hafa komizt að hinu sanna.
Lúðvík Emil Kaaber fyrir sína hönd og annarra vina.