Þorvaldur Valgarðsson (Valdi á Miðfelli) fæddist á Akranesi þann 24. júlí 1945. Hann varð bráðkvaddur í Hvalfjarðarsveit þann 5. ágúst 2023.
Foreldrar hans voru Guðný Ingibjörg Þorvaldsdóttir f. 15.2. 1922, d. 21.5. 2014 og Valgarður Lyngdal Jónsson f. 14.11. 1916, d. 1.8. 2010. Þorvaldur var elstur barna þeirra og systkini hans eru Jón f. 1946 m. Heiðrún Sveinbjörnsdóttir f. 1948, Jónína Erla f. 1948, Elín f. 1953 m. Bjarni Steinarsson f. 1956, d. 2021, Valdís Inga, f. 1958, m. Sæmundur Víglundsson, f. 1957, Jóhanna Guðrún, f. 1962, m. Bragi Guðmundsson f. 1945, og Kristmundur f. 1965. Einnig elst upp með þeim yngsti bróðir Guðnýjar, Böðvar Þorvaldsson f. 1940, maki Þórunn Árnadóttir f. 1947.
Í nóvember 1953 flyst Þorvaldur að Eystra-Miðfelli í Hvalfjarðarstrandarhreppi ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hann gengur í bændaskólann að Hvanneyri árið 1964 og útskrifast þaðan 1967. 1969 gerist hann bóndi að Eystra-Miðfelli ásamt foreldrum sínum, Jóni bróður sínum og Heiðrúnu konu hans.
Í febrúar árið 1977 kynnist Þorvaldur Dröfn Sumarliðadóttur, f. 26.7. 1944, d. 8.8. 1979, foreldrar hennar voru Sigríður Guðmundsdóttir f. 14.1. 1909, d. 2.8. 1958 og Sumarliði Halldór Guðmundsson f. 18.7. 1903, d. 16.2. 1973. Giftast þau í nóvember 1978, eiga þau saman einn son Friðrik Drafnar f. 19.7. 1979. Dröfn átti að fyrra hjónabandi þrjá syni, þá Halldór Jónasson f. 29.5. 1965 m. Þóra Björk Guðmundsdóttir f. 4.5. 1965. Sigurð W. Jónasson f. 25.5. 1967 m. Sanita Skodzus f. 20.12. 1978. Jónas W. Jónasson f. 23.9. 1971. Barna- og barnabarnabörn eru sautján talsins.
1979 taka þeir bræður alfarið við búinu að Eystra-Miðfelli af foreldrum sínum og ráku þar myndarbú saman.
Þorvaldur var var í leikflokknum sunnan skarðsheiðar og gegndi formennsku í honum frá 1985 of þar til hann lagðist af um 2000. Hann tók líka virkan þátt í kórstarfinu í sveitinni og söng með kirkjukór Saurbæjarkirkju lengi vel.
1996 kynnist Þorvaldur Valgerði Gísladóttir f. 17.11. 1944, d. 19.2. 2021 og hefja þau sambúð að Eystra-Miðfelli 1997. Valgerður átti fjögur börn að fyrra hjónabandi, þau Anna Ósk Lúðvíksdóttir f. 1965. Hjörtur Lúðvíksson f. 1966 m. Kristín Sigurey f. 1969. Bjarki Lúðvíksson f. 1972 m. Rannveig Björk Guðjónsdóttir f. 1974. Rósa Björk Lúðvíksdóttir f. 1980 m. Hrafn Einarsson f. 1980. Barna- og barnabarnabörn hennar erututtugu og fjögurtalsins.
Bjuggu þau að Eystra-Miðfelli þar til haustið 2009 er þau flytja á Akranes. Búa fyrstu árin að Álmskógum, flytjast svo 2015 að Sólmundarhöfða og búa þar til æviloka.
Þorvaldur gekk í félag eldri borgara á Akranesi fljótlega eftirkomuna á Skagann og var hann virkur í allri félagsstarfsemi þeirra,var hann einnig í söngstörfum á Skaganum og söng bæði meðkór eldri borgara og með karlakórnum Svanir.
Útförin fer fram fráHallgrímskirkju í Saurbæí Hvalfjarðarsveit 18. ágúst 2023 kl. 13. Athöfninni verður streymt frá vef Akraneskirkju: https://www.akraneskirkja.is/
Það var árið 1976 sem fráskilin þriggja barna móðir mín gerðist ráðskona
á Eystra-Miðfelli, fyrir ungan bónda sem var þá að hefja búskap. Þau urðu
fljótt ástfangin og giftu sig i nóvember 1978. Þau eignuðust síðan Friðrik
í júlí 1979, en hún lést á innan við mánuði frá fæðingu hans eftir stutta
en erfiða baráttu við illvígt krabbamein.
Við tók mjög erfiður tími hjá okkur öllum, sólskinið hafði verið fjarlægt
úr okkar lífi og það gat aldrei orðið aftur eins gott og það var, en Valdi
ákvað á þessum erfiða tíma að ganga okkur þremur bræðrum í föðurstað, því
vont gat enn versnað fyrir okkur ef hann hefði ekki gert það og við hefðum
líklega þurft að alast upp sinn í hverju lagi einhvers staðar annars staðar
og er ég því honum alltaf afskaplega þakklátur fyrir það, því ég var alls
ekki sterkur einstaklingur þarna aðeins sjö ára gamall.
Valdi lagði mikið á sig því nóg var vinnan á bænum svo bættust við öll
húsverkin en ráðskonur voru ráðnar sem sem stoppuðu sjaldan lengi
við.
Það var gott að alast upp í sveitinni með Valda, Nonna, Heiðu og þeirra
fjölskyldu, sem er allt gott fólk sem hefur heldur aldrei dæmt mig þó ég
hafi gert einhver mistök i gegnum tíðina, en samband okkar hefur bara orðið
sterkara og traustara með tímanum.
Valdi fann aftur ástina þegar hann kynnist Valgerði árið 1996, það var
okkur fjölskyldunni mikið ánægjuefni. Valgerður var einstaklega þolinmóð og
góð kona, mér leið alltaf vel í hennar návist og barna hennar. Ég er
þakklátur fyrir þau kynni.
Valdi veikist fyrst um áramót 2008 - 2009 þá fór ég, á meðan hann dvaldi á
sjúkrahúsi, upp á Miðfell til að hjálpa til með bústörfin og vorum við
Valgerður þar saman í algerri óvissu þarna á dimmasta og kaldasta tíma
ársins, því veikindi Valda voru alvarleg og útlitið tvísýnt um tíma en með
hækkandi sól fór allt betur en á horfðist og hann jafnaði sig, þó bara upp
að ákveðnu marki. Það kom þá fram við læknisskoðun að hann væri með
hjartagalla, líklega meðfæddan, sem hafði alla tíð verið honum þungur
steinn að bera án þessa að vita af því, þó hann væri hraustur maður og
lifði heilbrigðu, reglusömu lífi þá var úthaldið aldrei gott og þarna var
ástæðan komin fram í dagsljósið. Það var þá um sumarið orðið fullreynt að
nú yrði hann að hætta bústörfum.
Valdi breyttist mikið á þessum tíma, frá því að vera feiminn og fámáll
var hann orðinn allur opnari og ánægðari með sig. Margt hefur haft góð
áhrif en þó Valgerður sérstaklega, ásamt veikindum sem náðu næstum því að
fella hann og varð honum þá ljóst hvað lífið er stutt.
Okkar samband varð alltaf betra með tímanum.
Þegar Valgerður lést missti hann flugið og varð einmana á ný. Ég hringdi
reglulega í hann og ræddum við mikið saman um um fortíðina, framtíðina,
tilfinningar og það sem lífið hafði kennt okkur, eitt símtalið varði nálægt
tveimur klukkustundum.
Þann 24. júlí síðastliðinn komu þau Ella og Bergný Dögg með hann Valda til
mín á Stokkseyri. Hann átti afmæli þann dag en það varð hans síðasti
afmælisdagur. Við áttum dásamlegan sólríkan dag saman sem endaði svo með
því að við kvöddumst í síðasta sinn, ég áttaði mig á því eftir að þau fóru
að við föðmuðumst þar í fyrsta sinn og þá varð það líka í síðasta sinn, en
Valdi var aldrei mikið fyrir faðmlög. Valdi lifði í 12 daga í viðbót en
þann 5. júlí síðastliðinn fór hann í heimsókn til mömmu í kirkjugarðinn á
Saurbæ, eftir að hafa átt góðan dag með Friðriki uppi á Miðfelli en hann
kom ekki aftur til baka úr þeirri heimsókn og það er einhvern veginn ekki
hægt að vera eitthvað ósáttur við það og hvað þá þegar hann hafði valið sér
stað við hlið mömmu í kirkjugarðinum og þau eiga þá sama útfarardag, 18.
ágúst, en örlögin völdu þennan dag ásamt dánarstað og -stund sem er sú sama
og hjá Valgarði föður hans, en hann lést líka á laugardegi um
Verslunarmannahelgi um kl. 16.30 þannig að þetta er allt mjög vandlega
skipulagt hjá örlögunum.
Ég sé þau fyrir mér öll saman í sumarlandinu.
Það sem situr eftir þegar ég horfi til baka á þessum tímamótum er
óendanlegt þakklæti fyrir Valda. Hann Valdi var góður maður sem vildi öllum
vel og átti enga óvini.
Jonni.
Jónas Welding Jónasson.