Heimir Guðjónsson fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1951. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. ágúst 2023.
Heimir giftist Vilhelmínu Roysdóttur, f. 4. febrúar 1954, árið 1973 og skildu þau árið 1983. Þau eignuðust þrjár dætur: 1) Halla Svanhvít, f. 1. ágúst 1973, gift Þorkeli Guðbrandssyni, f. 26. september 1971. Börn Höllu af fyrra sambandi eru: a) Brynja Hlíf, f. 9. október 1998, í sambúð með Agli Gunnarssyni, f. 20. nóvember 1996, saman eiga þau soninn Dvalin Snæ, f. 9. desember 2020. b) Skarphéðinn, f. 12. júlí 2004. Börn Þorkels af fyrra sambandi eru Andrea Ósk, f. 10. nóvember 1994, Róbert Orri, f. 3. apríl 2002 og Daníel Darri, f. 9. mars 2006. 2) Sara, f. 25. mars 1980, í sambúð með Ægi Ísleifssyni, f. 15. janúar 1971. Saman eiga þau Heimi Jarl, f. 25. júní 2007. Dóttir Söru af fyrra sambandi er Aldís Gestsdóttir, f. 25. maí 1998, í sambúð með Inga Birni Leifssyni, f. 3. september 1997, saman eiga þau dæturnar Júlíu, f. 2. febrúar 2020 og Heklu, f. 28. febrúar 2023. Synir Ægis af fyrra sambandi eru Aron Örn, f. 4. nóvember 1992 og Sigurður Jökull, f. 4. janúar 2000. 3) Sandra, f. 25. mars 1980, í sambúð með Sævari Hólm Valdimarssyni, f. 1. janúar 1979. Dóttir þeirra er Alexandra Helma, f. 14. janúar 1999 og á hún soninn Oliver Zion, f. 6. september 2017.
Seinni kona Heimis var Anna Hauksdóttir, f. 20. janúar 1948, hún lést af slysförum 9. nóvember 2006. Dóttir Önnu var Jóna Sjöfn, f. 17. júlí 1979, hún lést af slysförum 4. maí 1997.
Foreldrar Heimis voru Guðjón Þorleifsson, vélstjóri frá Reykjavík, f. 1. maí 1928, d. 15. desember 2022 og Halla Kristinna Sveinbjörnsdóttir, húsmóðir frá Litlu-Ávík, f. 10. október 1932, d. 22. júlí 1988. Systkini Heimis eru: 1) Erna Hrönn, f. 4. nóvember 1953, hún á einn son. 2) Rafn Arnar, f. 24. júlí 1956, giftur Önnu Maríu Þorláksdóttur, f. 14. apríl 1962, þau eiga fjögur börn og átta barnabörn. 3) Víðir Þormar, f. 15. maí 1957, giftur Málfríði Elísdóttur, f. 9. október 1959, þau eiga þrjú börn og átta barnabörn. 4) Stella Dröfn, f. 31. janúar 1959, gift Guðlaugi Gunnþórssyni, f. 15 nóvember 1950. Stella á tvö börn úr fyrra sambandi og eitt barnabarn.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Elsku pabbi. Hvað get ég sagt á þessari stundu annað en hversu mikið ég
sakna þín, engin símtöl úr 896-5-120, engin persónuleg skilaboð á fb sem þú
varst svo gjarn á að henda á vegginn minn: muna.kaupa.sígó í fríhöfninni.
Þú gast veitt mér svo mikla gleði, þú varst svo skemmtilegur, fyndinn og
alltaf stutt í djókið hjá þér. Þú gast líka sært mig óendanlega mikið, þú
gast verið pain in the ass og stundum pínu frekur. Það leið aldrei á
löngu þar til þú hringdir og byrjaðir alltaf á elska mín, og svo var allt
búið og við kvöddumst alltaf með love you. Líf þitt var eins og Þín eigin
saga, þar sem þú veist aldrei hvað gerist næst. Ég ætla því að skrifa litla
örbók með nokkrum köflum sem ég ætla að nefna: Tíu líf Hómers (my name is
Heimir but it is very hard to pronunce it so just call me Homer).
Melásinn: Ég man svo vel þegar við bjuggum á Melásnum, húsinu sem við
byggðum og ég ólst upp í og eignaðist mínar æskuvinkonur sem eru enn
vinkonur mínar í dag 46 árum seinna. Þú varst stundum með svo furðulegar
reglur eins og að ég mátti bara fá hálft Súperman tyggjó. Þú vildir að ég
lærði bílategundirnar þar og kennsluaðferðirnar voru mjög framandi. Þú
sendir mig niður í Bennó til að kaupa Haff-and-taff tóbak fyrir þig með
ávísun, sem ég þoldi ekki þar sem þú skrifaðir ekkert sérlega vel. Þú
elskaðir bílskúrinn þinn enda fæddur braskari.
Alkóhólisminn: Þú byrjaðir snemma að drekka og kunnir illa að fara með
áfengi sem hafði svo mikil áhrif á líf þitt. Við skulum hafa það á hreinu
að þú varst alltaf góður við okkur systur. Þú varst tíður gestur á SÁÁ og
bráðamóttöku Borgarspítalans, þar sem líf þitt hékk oft á bláþræði. Við
komum nokkrum sinnum til að kveðja þig en alltaf sigraðir þú, húmorinn til
staðar, því yfirleitt kynntir þú okkur sem frænkur þínar og svo hlógum við
öll.
Braskarinn: Við systurnar urðum aldeilis varar við þennan kall í þér; það
sem þér datt ekki í hug. Þér datt í hug að kaupa gamlan lager úr Karnabæ og
hélst að við systur myndum tryllast af gleði, þú keyptir eldgömul
gormaskíði á markaði og komst færandi hendi þegar allir áttu svigskíði, þú
bara elskaðir að kaupa og koma hlutum í verð, hvort sem það voru frímerki,
módel, gamlir seðlar, Pilotjakki eða ónýt raftæki. Bland, Amazon og E-bay
eiga líka eftir að sakna þín.
Pabbahelgar: Það kom að því að þið mamma skilduð. Ég man svo vel eftir því
þegar þú sagðir mér frá því. Ég var stödd í sveit á Ströndunum þar sem ég
var öll sumur. Þú komst í heyskap eins og þú gerðir alltaf og við fórum
saman í bíltúr. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá þig gráta. Við tókum
skilnaðinum jafn illa en innst inni vissum við að þetta var öllum fyrir
bestu. Þú tókst pabbahelgarnar með stæl; byrjuðum alltaf á bílasölurúnt þar
sem allar bílasölur á stór-Reykjavíkursvæðinu voru þræddar, pulsur í
örbylgjunni á Smáraflöt, keyptir hund, gafst okkur klink, en við þurftum
reyndar að vinna okkur inn fyrir því með ýmsum verkefnum, fórst með okkur í
jólagjafaleiðangur, bíóferðir og útilegur sem voru mjög framandi, við förum
ekki nánar út í það hér en við systur hlæjum endalaust að öllum
uppátækjunum í þér í dag. Síðasta pabbahelgin var svo tekin síðasta sumar
þegar við fórum í eftirminnilega ferð á Litlu-Ávík.
TF-POP og TF-TEE: Eftir að þið mamma skilduð fórstu að læra flug. Þú
elskaðir að fljúga og fór ég nánast daglega með þér í æfingaflug og ég veit
ekki hversu margar lendingar við tókum saman á Sandskeiði og hversu margar
ferðir við fórum á Gjögur þar sem þú elskaðir að heimsækja langömmu og
Sigga á Litlu-Ávík. Við lofuðum þér að segja frá sögunni þar sem þú flaugst
á raflínu og tókst rafmagnið af heilu bæjarfélagi. Þú skottaðist inn í
næstu sjoppu og baðst um ristaða samloku takk, þar sem afgreiðslustúlkan
horfði illum augum á þig þar sem þú hafðir tekið rafmagnið af þorpinu
hálftíma áður.
Anna og Jóna Sjöfn: Það var svo spennandi þegar við vissum að þú værir
farinn að date-a og hvað tí-tí voru spenntar þegar þær vissu að Anna,
nýja kærastan þín, ætti stelpu sem hét Jóna Sjöfn og væri aðeins ári eldri
en við. Þér þótti mjög vænt um Jónu Sjöfn og hún var heppin að fá þig inn í
líf sitt. Það var því mikið áfall fyrir okkur öll þegar hún lést af
slysförum árið 1997 aðeins 17 ára.
Barnabörnin: Fljótlega eftir að Jóna Sjöfn lést eignuðumst við systur allar
stelpur á 9 mánuðum. Við vissum að þig langaði pínu í bílastrák. Þú dóst
ekki ráðalaus og hvað þú varst spenntur þegar þú komst heim úr einni
Ameríkuferðinni með þrjá fjarstýrða bleika Mustang Barbie-bíla fyrir
stelpurnar. Þú varst spenntastur allra. Þið Anna elskuðuð að vera með
stelpurnar okkar og þær eiga svo góðar minningar þegar þær fengu að gista
hjá ykkur. Seinna eignaðist þú svo tvo afastráka sem þótti óendanlega vænt
um afa sinn. Þú fylgdist alltaf vel með Skarphéðni í júdóinu og þið deilduð
sama áhugamáli, sem voru bílar.
Brunarnir tveir: Fráfall Jónu Sjafnar var ykkur mikið áfall. Áfengið var
notað til að hylja sársaukann. Það var svo einn daginn að þið lendið í
bruna sem þið sluppuð ómeidd frá. Líf ykkar var fjallganga; stundum brekka
en stundum gekk allt eins og í ævintýri. Það var árið 2007 þegar við systur
fengum símhringingu og var sagt frá því að það hefði kviknað aftur í
íbúðinni ykkar. Okkar fyrstu viðbrögð voru: Nei, ekki aftur! en þegar við
komum á staðinn sáum við að alvarleikinn var aðeins meiri en síðast. Við
tóku erfið tvö ár þar sem Anna lést skömmu seinna en þú neitaðir að gefast
upp og varst inni á spítala í nær tvö ár.
Lokaspretturinn: Síðustu árin þín bjóstu á Norðurbrún. Þú elskaðir að
hlusta á sögur og varst mjög fróður um ýmis málefni og fannst gaman að
deila sögum með okkur Kela. Flugmódelin sem þú dundaðir þér við að setja
saman eru öll komin á safn á Flúðum og bílarnir í góðar hendur. Það var 1.
nóvember á síðasta ári sem þú greindist með krabbamein. Það voru erfiðar
fréttir en þú tókst þeim með æðruleysi. Þann 12. ágúst sl. sofnaðir þú
fallega á sólríkum degi í faðmi þeirra sem þú elskaðir svo mikið og
barna-barnabörnin úti á túni að leika í sólinni.
Ég kveð þig með söknuði, elsku pabbi minn.
Love U. Veit að amma, afi, Anna og Jóna Sjöfn taka vel á móti þér.
Þín dóttir,
Halla.
Elsku pabbi. Hvað get ég sagt á þessari stundu annað en hversu mikið ég
sakna þín, engin símtöl úr 896-5-120, engin persónuleg skilaboð á fb sem þú
varst svo gjarn á að henda á vegginn minn: muna.kaupa.sígó í fríhöfninni.
Þú gast veitt mér svo mikla gleði, þú varst svo skemmtilegur, fyndinn og
alltaf stutt í djókið hjá þér. Þú gast líka sært mig óendanlega mikið, þú
gast verið pain in the ass og stundum pínu frekur. Það leið aldrei á
löngu þar til þú hringdir og byrjaðir alltaf á elska mín, og svo var allt
búið og við kvöddumst alltaf með love you. Líf þitt var eins og Þín eigin
saga, þar sem þú veist aldrei hvað gerist næst. Ég ætla því að skrifa litla
örbók með nokkrum köflum sem ég ætla að nefna: Tíu líf Hómers (my name is
Heimir but it is very hard to pronunce it so just call me Homer).
Melásinn: Ég man svo vel þegar við bjuggum á Melásnum, húsinu sem við
byggðum og ég ólst upp í og eignaðist mínar æskuvinkonur sem eru enn
vinkonur mínar í dag 46 árum seinna. Þú varst stundum með svo furðulegar
reglur eins og að ég mátti bara fá hálft Súperman tyggjó. Þú vildir að ég
lærði bílategundirnar þar og kennsluaðferðirnar voru mjög framandi. Þú
sendir mig niður í Bennó til að kaupa Haff-and-taff tóbak fyrir þig með
ávísun, sem ég þoldi ekki þar sem þú skrifaðir ekkert sérlega vel. Þú
elskaðir bílskúrinn þinn enda fæddur braskari.
Alkóhólisminn: Þú byrjaðir snemma að drekka og kunnir illa að fara með
áfengi sem hafði svo mikil áhrif á líf þitt. Við skulum hafa það á hreinu
að þú varst alltaf góður við okkur systur. Þú varst tíður gestur á SÁÁ og
bráðamóttöku Borgarspítalans, þar sem líf þitt hékk oft á bláþræði. Við
komum nokkrum sinnum til að kveðja þig en alltaf sigraðir þú, húmorinn til
staðar, því yfirleitt kynntir þú okkur sem frænkur þínar og svo hlógum við
öll.
Braskarinn: Við systurnar urðum aldeilis varar við þennan kall í þér; það
sem þér datt ekki í hug. Þér datt í hug að kaupa gamlan lager úr Karnabæ og
hélst að við systur myndum tryllast af gleði, þú keyptir eldgömul
gormaskíði á markaði og komst færandi hendi þegar allir áttu svigskíði, þú
bara elskaðir að kaupa og koma hlutum í verð, hvort sem það voru frímerki,
módel, gamlir seðlar, Pilotjakki eða ónýt raftæki. Bland, Amazon og E-bay
eiga líka eftir að sakna þín.
Pabbahelgar: Það kom að því að þið mamma skilduð. Ég man svo vel eftir því
þegar þú sagðir mér frá því. Ég var stödd í sveit á Ströndunum þar sem ég
var öll sumur. Þú komst í heyskap eins og þú gerðir alltaf og við fórum
saman í bíltúr. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá þig gráta. Við tókum
skilnaðinum jafn illa en innst inni vissum við að þetta var öllum fyrir
bestu. Þú tókst pabbahelgarnar með stæl; byrjuðum alltaf á bílasölurúnt þar
sem allar bílasölur á stór-Reykjavíkursvæðinu voru þræddar, pulsur í
örbylgjunni á Smáraflöt, keyptir hund, gafst okkur klink, en við þurftum
reyndar að vinna okkur inn fyrir því með ýmsum verkefnum, fórst með okkur í
jólagjafaleiðangur, bíóferðir og útilegur sem voru mjög framandi, við förum
ekki nánar út í það hér en við systur hlæjum endalaust að öllum
uppátækjunum í þér í dag. Síðasta pabbahelgin var svo tekin síðasta sumar
þegar við fórum í eftirminnilega ferð á Litlu-Ávík.
TF-POP og TF-TEE: Eftir að þið mamma skilduð fórstu að læra flug. Þú
elskaðir að fljúga og fór ég nánast daglega með þér í æfingaflug og ég veit
ekki hversu margar lendingar við tókum saman á Sandskeiði og hversu margar
ferðir við fórum á Gjögur þar sem þú elskaðir að heimsækja langömmu og
Sigga á Litlu-Ávík. Við lofuðum þér að segja frá sögunni þar sem þú flaugst
á raflínu og tókst rafmagnið af heilu bæjarfélagi. Þú skottaðist inn í
næstu sjoppu og baðst um ristaða samloku takk, þar sem afgreiðslustúlkan
horfði illum augum á þig þar sem þú hafðir tekið rafmagnið af þorpinu
hálftíma áður.
Anna og Jóna Sjöfn: Það var svo spennandi þegar við vissum að þú værir
farinn að date-a og hvað tí-tí voru spenntar þegar þær vissu að Anna,
nýja kærastan þín, ætti stelpu sem hét Jóna Sjöfn og væri aðeins ári eldri
en við. Þér þótti mjög vænt um Jónu Sjöfn og hún var heppin að fá þig inn í
líf sitt. Það var því mikið áfall fyrir okkur öll þegar hún lést af
slysförum árið 1997 aðeins 17 ára.
Barnabörnin: Fljótlega eftir að Jóna Sjöfn lést eignuðumst við systur allar
stelpur á 9 mánuðum. Við vissum að þig langaði pínu í bílastrák. Þú dóst
ekki ráðalaus og hvað þú varst spenntur þegar þú komst heim úr einni
Ameríkuferðinni með þrjá fjarstýrða bleika Mustang Barbie-bíla fyrir
stelpurnar. Þú varst spenntastur allra. Þið Anna elskuðuð að vera með
stelpurnar okkar og þær eiga svo góðar minningar þegar þær fengu að gista
hjá ykkur. Seinna eignaðist þú svo tvo afastráka sem þótti óendanlega vænt
um afa sinn. Þú fylgdist alltaf vel með Skarphéðni í júdóinu og þið deilduð
sama áhugamáli, sem voru bílar.
Brunarnir tveir: Fráfall Jónu Sjafnar var ykkur mikið áfall. Áfengið var
notað til að hylja sársaukann. Það var svo einn daginn að þið lendið í
bruna sem þið sluppuð ómeidd frá. Líf ykkar var fjallganga; stundum brekka
en stundum gekk allt eins og í ævintýri. Það var árið 2007 þegar við systur
fengum símhringingu og var sagt frá því að það hefði kviknað aftur í
íbúðinni ykkar. Okkar fyrstu viðbrögð voru: Nei, ekki aftur! en þegar við
komum á staðinn sáum við að alvarleikinn var aðeins meiri en síðast. Við
tóku erfið tvö ár þar sem Anna lést skömmu seinna en þú neitaðir að gefast
upp og varst inni á spítala í nær tvö ár.
Lokaspretturinn: Síðustu árin þín bjóstu á Norðurbrún. Þú elskaðir að
hlusta á sögur og varst mjög fróður um ýmis málefni og fannst gaman að
deila sögum með okkur Kela. Flugmódelin sem þú dundaðir þér við að setja
saman eru öll komin á safn á Flúðum og bílarnir í góðar hendur. Það var 1.
nóvember á síðasta ári sem þú greindist með krabbamein. Það voru erfiðar
fréttir en þú tókst þeim með æðruleysi. Þann 12. ágúst sl. sofnaðir þú
fallega á sólríkum degi í faðmi þeirra sem þú elskaðir svo mikið og
barna-barnabörnin úti á túni að leika í sólinni.
Ég kveð þig með söknuði, elsku pabbi minn.
Love U. Veit að amma, afi, Anna og Jóna Sjöfn taka vel á móti þér.
Þín dóttir,
Halla.