Björn Reynir Jónsson fæddist 7. desember 1955 á Skorrastað í Norðfirði. Hann lést 7. október 2023.
Útför Reynis fór fram 31. október 2023.
Björn Reynir Jónsson á Skorrastað í Norðfirði lést laugardaginn 7. október
síðastliðinn. Hann fæddist á Skorrastað 7. desember 1955, sonur hjónanna
Jóns Bjarnasonar (1925-2011), bónda, búfræðings og hreppstjóra þar, og
Magneu Guðrúnar Halldórsdóttur (1928-2011), sem ættuð var frá Hríshóli í
Reykhólasveit í Austur-Barðastrandarsýslu. Sjálfur var Jón Bjarnason
austfirskur langt fram í ættir; bjó á Skorrastað eftir föður sinn, Bjarna
Jónsson (1889-1957), búfræðing og hreppstjóra, og oddviti Norðfirðinga um
langt skeið var Jón, faðir hans, sonur Bjarna Sveinssonar og Guðrúnar
Jónsdóttur í Viðfirði; en annar sonur Bjarna og Guðrúnar í stórum barnahópi
(16 alls) var Björn, sem varði doktorsrit í Kaupmannahöfn um íþróttir
fornmanna og kenndi sig jafnan við Viðfjörð. Bjarni í Viðfirði var
bókhneigður maður og gefinn fyrir skriftir; liggja eftir hann skrifaðar
bækur á skjalasafni; hann var kominn af Bjarna sterka í Sandvík í
Norðfirði.
Reynir, en svo var hann alltaf kallaður, var 5. í röð 9 systkina, sem eru: Ingibjörg María, f. 9. mars 1949; Kristjana Halldóra, f. 11. maí 1950, d. 3. apríl 1969; Bjarni, f. 6. okt. 1951; Guðrún, f. 22. maí 1953; Halldór Víðir, f. 11. ágúst 1957; Guðmundur Birkir; f. 31. júlí 1960; Soffía, f. 13. júlí 1962, og Fjóla, f. 11. ágúst 1966.
Hvítasunnudagurinn 25. maí 1969 hefur verið sólríkur, þegar Björn Reynir fermdist frá Norðfjarðarkirkju hjá séra Tómasi Sveinssyni í hópi fyrstu fermingarbarna hans þar, og að loknu undirbúningsnámi hjá Hálfdani Haraldssyni á Kirkjumel í Norðfirði fór Reynir í Eiðaskóla og tók landspróf. Eftir það var hann í framhaldsdeild Gagnfræðaskólans í Neskaupstað. Hann útskrifaðist úr henni 1972 með hæstu einkunn sem þar var gefin það árið og leiðin lá í Menntaskólann á Akureyri; stúdentsprófi lauk hann 1975. Hann hóf jarðfræðinám við Háskóla Íslands, en var orðinn fjarhuga námi og gerðist starfsmaður fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað (pressumaður), vann þar til ársins 2003, en frá 2004 var hann í hlutastarfi við efnagreiningu á rannsóknarstofunni. Jafnframt þessu var hann alltaf í búskap á Skorrastað með foreldrum sínum og bróður. Kúabúið var rómað fyrir gæðamjólk, einnig var nautakjötsframleiðsla. Hann hafði því reynslu af nautgriparækt, og framan af var kartöflurækt, ásamt því að alltaf hefur mikið verið ræktað af fóðurkáli og fóðurrófum og öðru fóðri til haustbeitar fyrir kýr.
Hvers vegna hann kaus búskap í stað háskólanáms er ósvarað, svo áhugasamur og vel að sér sem hann var um lönd og þjóðir, hagræn landafræði eða landfræði eins og nú er kallað hefði legið fyrir honum. Reynir sóttist ekki eftir félagsstörfum, var samt pólitískur, hafði samfélagskennd líkt og hefðbundinn framsóknarmaður, eða þar til Sigmundur Davíð leiddi hann af þeim vegi; hann dáðist að stjórnmálakjarki Sigmundar Davíðs og nýrri sýn. Þótt Reynir hafi verið sveitamaður alla ævi átti hann ekki hest. Heldur ekki hund, en kettir sem leituðu í fjósið urðu vinir hans; fengu spenvolga mjólk eins og þeir vildu, og hann gaf þeim líka fisk.
Reynir átti aldrei skotvopn. Í huga hans voru veiðihnífar hvert annað verkfæri. Hann var veiðimaður, áhugamaður um Norðfjarðará; þar veiðist sjógengin bleikja og sjóbirtingur; lax sást lítið í þeirri jökulá, þar til nú, að eldislax álpast þangað uppeftir. Eins hafði hann yndi af að ganga til berja, enda Skorrastaður mikið berjaland og aðalbláber þar ekki síður en krækiber. Eitt sinn hjálpuðumst við að við að smíða minnkagildrur. Ekki veiddust minkar í þær, en smíði þeirra var ánægjuleg. Hann var duglegur að útvega sér alls kyns varahluti þegar á bjátaði og skrifaði þá gjarnan sjálfur beint til útlanda og pantaði og var jafnframt greiðvikinn að gera það fyrir aðra. Reynir fylgdist ekki einungis með vélvæðingu í landbúnaði. Hann var áhugamaður um alls konar tæki. Hann fékk sér nýjustu gerðir af sjónvarpi; þegar vídeótæknin ruddi sér til rúms keypti hann vídeómyndavélar til að taka upp myndir, sem hann sýndi í myndbandstæki. Þess vegna eru til ómetanlegar upptökur af systkinabörnum hans; barngóður var hann. Stríðinn gat hann verið, meinstríðinn, en ekki fór það lengra. Hann var dellukarl með vélar, vélsleðarnir, jepparnir flottir, Landroverar, átti þá nokkra. Ráðdeildarmaður með stórt bú gat veitt sér það sem hann vildi í þeim efnum, enda var ekki sólundað í sólarlandsferðir; hann var bóndi, mjög bundinn við sitt stóra mjólkurbú; fór sjaldnast lengra en niður í Neskaupstað.
Nú kveð ég mág minn, Björn Reyni. Hann gat valið úr mörgu og kaus búskap. Hann bjó einn, og hann bjó vel, og nú kem ég ekki fyrir mig öðrum sem leitaði jafn lítið til annarra og hann; skuldaði engum neitt. Eðlilega tók fólk ekkert eftir því, en ferfætlingarnir, sem kunnu að meta hann vel í fjósinu, munu sakna hans.
Reynir, en svo var hann alltaf kallaður, var 5. í röð 9 systkina, sem eru: Ingibjörg María, f. 9. mars 1949; Kristjana Halldóra, f. 11. maí 1950, d. 3. apríl 1969; Bjarni, f. 6. okt. 1951; Guðrún, f. 22. maí 1953; Halldór Víðir, f. 11. ágúst 1957; Guðmundur Birkir; f. 31. júlí 1960; Soffía, f. 13. júlí 1962, og Fjóla, f. 11. ágúst 1966.
Hvítasunnudagurinn 25. maí 1969 hefur verið sólríkur, þegar Björn Reynir fermdist frá Norðfjarðarkirkju hjá séra Tómasi Sveinssyni í hópi fyrstu fermingarbarna hans þar, og að loknu undirbúningsnámi hjá Hálfdani Haraldssyni á Kirkjumel í Norðfirði fór Reynir í Eiðaskóla og tók landspróf. Eftir það var hann í framhaldsdeild Gagnfræðaskólans í Neskaupstað. Hann útskrifaðist úr henni 1972 með hæstu einkunn sem þar var gefin það árið og leiðin lá í Menntaskólann á Akureyri; stúdentsprófi lauk hann 1975. Hann hóf jarðfræðinám við Háskóla Íslands, en var orðinn fjarhuga námi og gerðist starfsmaður fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað (pressumaður), vann þar til ársins 2003, en frá 2004 var hann í hlutastarfi við efnagreiningu á rannsóknarstofunni. Jafnframt þessu var hann alltaf í búskap á Skorrastað með foreldrum sínum og bróður. Kúabúið var rómað fyrir gæðamjólk, einnig var nautakjötsframleiðsla. Hann hafði því reynslu af nautgriparækt, og framan af var kartöflurækt, ásamt því að alltaf hefur mikið verið ræktað af fóðurkáli og fóðurrófum og öðru fóðri til haustbeitar fyrir kýr.
Hvers vegna hann kaus búskap í stað háskólanáms er ósvarað, svo áhugasamur og vel að sér sem hann var um lönd og þjóðir, hagræn landafræði eða landfræði eins og nú er kallað hefði legið fyrir honum. Reynir sóttist ekki eftir félagsstörfum, var samt pólitískur, hafði samfélagskennd líkt og hefðbundinn framsóknarmaður, eða þar til Sigmundur Davíð leiddi hann af þeim vegi; hann dáðist að stjórnmálakjarki Sigmundar Davíðs og nýrri sýn. Þótt Reynir hafi verið sveitamaður alla ævi átti hann ekki hest. Heldur ekki hund, en kettir sem leituðu í fjósið urðu vinir hans; fengu spenvolga mjólk eins og þeir vildu, og hann gaf þeim líka fisk.
Reynir átti aldrei skotvopn. Í huga hans voru veiðihnífar hvert annað verkfæri. Hann var veiðimaður, áhugamaður um Norðfjarðará; þar veiðist sjógengin bleikja og sjóbirtingur; lax sást lítið í þeirri jökulá, þar til nú, að eldislax álpast þangað uppeftir. Eins hafði hann yndi af að ganga til berja, enda Skorrastaður mikið berjaland og aðalbláber þar ekki síður en krækiber. Eitt sinn hjálpuðumst við að við að smíða minnkagildrur. Ekki veiddust minkar í þær, en smíði þeirra var ánægjuleg. Hann var duglegur að útvega sér alls kyns varahluti þegar á bjátaði og skrifaði þá gjarnan sjálfur beint til útlanda og pantaði og var jafnframt greiðvikinn að gera það fyrir aðra. Reynir fylgdist ekki einungis með vélvæðingu í landbúnaði. Hann var áhugamaður um alls konar tæki. Hann fékk sér nýjustu gerðir af sjónvarpi; þegar vídeótæknin ruddi sér til rúms keypti hann vídeómyndavélar til að taka upp myndir, sem hann sýndi í myndbandstæki. Þess vegna eru til ómetanlegar upptökur af systkinabörnum hans; barngóður var hann. Stríðinn gat hann verið, meinstríðinn, en ekki fór það lengra. Hann var dellukarl með vélar, vélsleðarnir, jepparnir flottir, Landroverar, átti þá nokkra. Ráðdeildarmaður með stórt bú gat veitt sér það sem hann vildi í þeim efnum, enda var ekki sólundað í sólarlandsferðir; hann var bóndi, mjög bundinn við sitt stóra mjólkurbú; fór sjaldnast lengra en niður í Neskaupstað.
Nú kveð ég mág minn, Björn Reyni. Hann gat valið úr mörgu og kaus búskap. Hann bjó einn, og hann bjó vel, og nú kem ég ekki fyrir mig öðrum sem leitaði jafn lítið til annarra og hann; skuldaði engum neitt. Eðlilega tók fólk ekkert eftir því, en ferfætlingarnir, sem kunnu að meta hann vel í fjósinu, munu sakna hans.
Haukur Baldursson.