Rúnar Snær Þórðarson fæddist 12. janúar 1977 í Reykjavík. Hann lést 26. nóvember 2023.
Foreldrar Rúnars voru Sigríður Anna Guðnadóttir og Þórður Þórmundsson, fósturfaðir Theodór Söebech.
Börn Rúnars eru: 1) Eva Marý, f. 1. desember 1996. 2) Stefán Orri, f. 26. júní 1999. 3) Áslaug Kristín, f. 24. júlí 2002. 4) Guðni Snær, f. 12. janúar 2004. 5) Kristinn Elí, f. 2013. 6) Ingibjörg Rós, f. 9. september 2015.
Rúnar átti unnustu, Jórunni Dögg Stefánsdóttur.
Rúnar vann margs konar vinnu um ævina og þótti mjög laghentur iðnaðarmaður. Undir það síðasta vann hann á Snóker- og poolstofunni í Lágmúla.
Útför fer fram frá Digraneskirkju í dag, 15. desember 2023, klukkan 15.
Meira á www.mbl.is/andlat
Rúnar Snær, Nölli, það er þyngra en tárum taki að skrifa þessi orð. Ég
hef aldrei skrifað minningargrein, sem er í sjálfu sér mjög jákvæður
hlutur. Ég myndi ekki telja mig verðugan í það fyrir marga. Hann Pétur
okkar hringdi í mig og sagði mér að ég þyrfti að gera það, sagði að það
væru afar fáir í vinahópnum sem gætu skrifað mannsæmandi minningarorð um
þetta eintak, lýst þér með sannindum og leyft þér að koma ágætlega út úr
því líka, þótt ég sé ekki alveg fullviss um að þú hefðir gert það fyrir
mig, helvítið á þér. Ég er handviss um að þú hefðir logið einhverjum
andskotanum upp á mig, kallað mig dverg og hlegið þangað til þú fékkst
hóstakast og gast ekki andað. Ég er í endalausri baráttu að skrifa til þín
eða um þig, í nútíð eða þátíð, því ekkert af þessu virðist raunverulegt.
Elsku elsku drengurinn minn.
Það lýsir þér eiginlega best að þú ert besta, fallegasta og ljúfasta eintak
sem til er í hrjúfasta, ófrýnilegasta og mest hálffráhrindandi pakka sem
til er. Það kannski gerði það að verkum að ekki allir fengu að njóta þín
sem vinar. Það er ég þakklátur fyrir á eigingjarnan hátt. Því ef þú hefðir
borið á torg manninn sem þú geymdir, þá hefði ég aldrei fengið að hafa þig
svona mikið í mínu lífi, ég hefði þurft að deila þér með of mörgum.
Þú komst svo sannarlega til dyranna eins og þú varst klæddur. Algjörlega
sama um hvað öðrum fannst. Þú komst heim til mín í sánu reglulega, reifst
þig á tittlinginn fyrir framan eiginkonu mína og einu sinni tengdamóður,
algjörlega, gjörsamlega sama. Og mér líka. Þegar við vorum að fara eitthvað
fínna, þá skellti minn maður sér í glænýja hettupeysu úr New Yorker, en
tilefnið þurfti að vera ansi fínt til þess maður minn. Þú elskaðir
æsinginn, þegar ég kom inn í vinahópinn þá sagðirðu að ég hefði smollið
eins og flís við rass, ég væri í raun miklu leiðinlegri og erfiðari en þú
hélst, væri alveg á pari við Pétur, sem væri ekki hrós. Þá sástu hvað ég
gat gert við hann elsku Danna okkar, okkar besta mann. Hann fer upp eins og
flugeldur og það elskaðirðu meira en allt. Alltaf að gefa mér olnbogaskot
og halda áfram, hringja í mig og biðja mig að hamra á ákveðnum málefnum,
það fór oft illa, en hins vegar alltaf á veginn sem við vildum, grenjandi
úr hlátri. Þú reifst út úr þér tennurnar fyrir framan strákana mína og þeir
frusu, þeim fannst það ekkert fyndið, voru í algjöru losti. Við gátum
grenjað alveg yfir því, og þessu óvanalega partítrixi. Þú komst með Krissa
og Ingibjörgu oft til okkar og þau pössuðu strákana og voru svo yndisleg
við þau, þú varst svo rosalega mikill barnakarl. Hefðir alveg eins viljað
eiga 15 börn og þráðir tvíbura. Þetta ófrýnilega tröll, barna- og dýravinur
mikill.
Þegar kom að því að taka hlutina alvarlega, þá gastu skipt yfir í þann
gír í hvelli. Þegar Eyrúnu leið illa, þá varstu fyrstur til. Hringdir í
hana, sendir henni skilaboð daglega og sóttir hana oft til þess að fara í
sund, gufu, jóga, hvað sem það var, þú sást til þess að henni liði vel.
Þegar mamma greinist með illvígt krabbamein þá sendirðu mér skilaboð
daglega og slepptir öllu vanalegu rugli og varst alltaf til staðar. Það er
nokkuð sem ég vil að fólk skilji og muni, þú varst númer eitt á lista hjá
mér Nölli þegar kom að því að leysa út smá vinskap. Það er alveg sama hvað
ég hefði hringt í þig með, sama hversu stórt verkefnið var, þú hefðir
aldrei sagt nei, aldrei nokkurn tímann. Þú varst í raun sannastur
allra.
Í dag töpuðu Man U, og það illa. Arsenal líka og við förum á toppinn, á
einhvern óútskýranlegan hátt. Chelsea eru glataðir og ég er alltaf að
rekast á grófan og glettinn húmor á netinu og ég vista það, opna chattið
okkar Los Nöllos með okkar bestu vinum, er að fara að setja það inn því
að ég veit að þú kemur með 100 grenjandi kalla úr hlátri og setur bensín á
bálið sem ég kveikti. Þú varst mér haukur í horni þegar kom að því að æsa
menn. En undanfarna viku, þá hef ég hætt við, því minn allra besti maður er
ekki til staðar. Lengi lifir í gömlum glæðum er sagt, en neistann finn ég
ekki lengur.
Á föstudaginn síðasta hittumst við, þitt nánasta fólk. Það var einfaldlega
það erfiðasta sem ég hef gert vinur. Það gladdi mig svakalega að sjá þig
klæddan frá toppi til táar í Liverpool-fatnað, Liverpool-sængin yfir og
trefill. Þetta var nákvæmlega eins og þú hefðir viljað. Ég lagði hönd mína
á kalda bringuna þína, strauk þér um vangann og sagði þér að ég elskaði
þig. Ég sagði þér það aldrei meðan þú lifðir, og það braut í mér hjartað
endanlega. Við vorum báðir kaldrifjaðir Íslendingar og sýndum ást í verki,
við skildum ást hvor annars, tilbúnir að deyja og drepa hvor fyrir
annan.
Ég ætla að kaupa Liverpool-búning á næsta ári á Anfield, merkja hann með
þínu nafni. Ég lofa því að klæðast honum í hvert einasta sinn sem ég fer á
Anfield, og breiða hann á sófann í þitt sæti, yfir hverjum leik. Svo lengi
sem ég lifi. Föstudaginn 15. desember. Það verður okkar síðasti vals. Við
strákarnir munum bera þig út, með bakið beint, tár á hvarmi og stoltir að
vera þínir nánustu vinir. Þú munt aldrei ganga einn, elsku vinur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Ég elska þig.
Hroðinn (Dvergurinn),
xxxxStundum hittir maður folk sem einhvernveginn er svo margslungið og
stórbrotið að erfitt er að ná algerlega utan um það með töluðum orðum. Fólk
sem einhvernveginn hefur þannig áhrif á mann að skarð þeirra verður aldrei
fyllt. Rúnar snær þórðarson var þannig maður. Risi í alla staði hvort sem
það var sem faðir , maki, sonur eða vinur. Rúnar var ekki hefðbundinn í
neinum skilningi orðsins. Hel ofvirkur, lesblindur og hvatvís með eindæmum,
enda eru sögurnar af því þegar átti að reyna að fá hann til að sitja kjurr
í skólanum sprenghlægilegar með meiru. Hann var einfaldlega ekki hannaður
fyrir kyrrsetu. Þrátt fyrir að hafa aldrei sótt nám í hefðbundnum
skilningi, þá var Rúnar einstaklega greindur. Greindur á þann hátt sem er
ekki kennt í skólum ,en er í rauninni eina greindin sem skiptir virkilega
máli. Greindur á fólk og umhvefi sitt. Fljótur að sjá úr hverju fólk var
gert og næmur að sjá hvort að fólki leið vel eða ekki. Ef hann sá að
eitthvað bjátaði á þá var hann mættur samstundis með stuðning og pepp. Ef
maður spólaði aðeins fram fyrir sig (eins og hefur ósjaldan gert hjá okkur
vinunum) þá var hann mættur með handbremsuna á mann. Um daginn las ég frétt
um risastórt eikartré í englandi sem var heimsfrægt úr bíómyndum sem
einhver unglingurinn hafði tekið upp á að höggva niður. Samfélagið var í
áfalli yfir því að eikartréð væri farið því það hafði alltaf verið þarna.
Trónað yfir skóginum og nært trén í kring um sig með sínum risastóru rótum
neðanjarðar. Mikið varð mér hugsað til þín Rúnar, því þú varst þetta
eikartré. Ævaforn og risavaxinn, hugsandi um alla hina í skóginum. Maður
eiginlega áttaði sig ekki almennilega á því hversu stór partur þú varst í
lífi fjölmargra, fyrr en þú varst farinn. Eins og rafmagn, sem maður tekur
sem sjálfsögðum hlut en fattar hversu ömurlegt lífið er þegar þú hefur það
ekki lengur. Þrátt fyrir að hafa tekið nokkrar byllturnar í lífinu þá var
Rúnar alltaf jakvæður. Aldrei kvart og kvein alveg sama hvað gekk á og
tapaði aldrei húmornum. Hann var þetta ekta old school eintak sem bar
tilfinningar sínar ekki á torg þótt honum liði ekki vel sjálfum. Hann þá
frekar settist í sófann og tók það á kassann í einrúmi með burger og munch
á kanntinum. Rúnar var bara svo orginal eintak. Honum var svo nákvæmlega
sama hvað öðrum fannst um hann yfirhöfuð. Hann gat klætt sig í hvað sem er
og fundist hann flottur. Hann þoldi ekki snobb og yfirgangsemi og var
óhræddur að láta í sér heyra ef honum misbauð eitthvað. Hann var samt að
mörgu leyti líka afskaplega miskilinn. Því þrátt fyrir hversu stór , hávær
og mikill að velli hann var, þá var hann einstaklega blíður maður inn við
beinið. Mátti ekkert aumt sjá og alltaf rétti hann hjálparhönd við fólk í
neyð. Rúnar elskaði Jórunni og börnin sín ofar öllu (nema kannski
Liverpool). Ef hann hefði ekki kynnst Jórunni þá er ég viss um að líf hans
hefði orðið styttra og ekki eins gæfumikið. Hann var nefnilega algerlega
fullfær í flestan sjó að tortríma sjálfum sér með freistingum. Jórunn og
börnin voru akkerið hans sem sáu til þess að hann ræki ekki langt út á
hafsauga með hörðum straumum freistinga lífsins. Rúnar hugsaði vel um alla
í kring um sig, en hugsaði síður um sjálfan sig og eigin heilsu. Hann lifði
hratt framan af lífinu og hafði það tekið sinn toll á líkama hans. Enda
grínuðumst við vinirnir lengi vel í honum að hann væri í raun 96 ára maður
í ungum líkama.Á bakvið þann húmor voru þó einnig djúpar áhyggjur af því að
hann mundi kveðja okkur snemma út af heilsufari. En hann hafði tekið sig
allan í gegn og þær áhyggjur loks úr sögunni. Síðustu árin hans Rúnars voru
að mörgu leyti sá tími sem maður sá hann blómstra mest. Hann hafði tekið
mataræði og hreyfingu í gegn og sá maður að hann varð einhverneginn
léttasta og besta útgáfan af sjálfum sér. Rokk og ról árin voru liðin, hann
hafði sigrast á matnum, heilsufars áhyggjur af ingibjörgu voru farnar og
lífið blasti loksins við. Maður fann á honum að hann hafði fundið einhverja
sátt og gleði eftir allt saman og vildi bara njóta og hafa gaman. Þess
vegna er þetta svo sorglegt en á sama tíma fallegt að rúnar hafi fengið
þessu síðustu ár svona góð. Það hafa margir hringt í mig eftir fráfall hans
og það sem flestir tala mest um, er hversu ógeðslega fyndinn Rúnar var.
Hann var eiginlega mest fyndinn þegar hann var pirraður og reiður. Í raun
var ekkkert sem gat fengið okkur vinina til að hlæja meira en þegar maður
hafði náð að æsa hann upp. Hann var gangandi uppistand án þess að vera
nokkuð að reyna það. Rúnar var skemmtileg blanda af gríðarlegum dugnaði og
mikilli leti. Rúnar var mjög duglegur til vinnu og gat náttúrulega ekki
verið kjurr í 1 mínutu, en á sama tíma fannst honum ekkert betra en að
getað legið silkislakur í sófanum með eitthvað goodshjit í sjónvarpinu með
munch á kanntinum. Elsku Rúnar við syrgjum þig öll. Ekki bara fjölskyldan
og vinirnir, heldur konurnar okkar, mömmur okkar og börnin okkar líka. Við
syrgjum þig öll því þu snertir streng í okkur öllum og sýnir hvað þú varst
magnaður. Þú skilaðir bara fallegum minningum um þig hvar sem þú komst,
meira að segja í rokkistjörnu lífstílnum framan af. Þar talar hver einasta
maður til þín af hlýju og söknuði. Rúnar var líka svo skítsama um stétt og
stöðu, kynþátt, kyn eða bara hvað sem fólk notar til að skilgreina okkur
frá hvort öðru. Í hans huga varstu bara dæmdur af innri manni og hann sá
hann fjótt út hjá fólki. Hann var engill í eyðimörk lífsins og kærleikur
svo að birti. Elsku Rúnar Ég kveð þig með tárin í augunum hugsandi um allar
þessar óteljandi stundir sem þú veittir gleði inn í líf okkar. Elsku
Jórunn, Áslaug, Guðni, Krissi, Ingibjörg, Eva Marý og Sigríður innilega
samúðarkveðjur til ykkar. Minning um algeran kóng lifir að eilífu í hjörtum
okkar.
Pétur Axel Pétursson
Stundum hittir maður fólk sem einhvern veginn er svo margslungið og
stórbrotið að erfitt er að ná algerlega utan um það með töluðum orðum. Fólk
sem einhvern veginn hefur þannig áhrif á mann að skarð þess verður aldrei
fyllt. Rúnar Snær Þórðarson var þannig maður. Risi í alla staði, hvort sem
það var sem faðir, maki, sonur eða vinur. Rúnar var ekki hefðbundinn í
neinum skilningi orðsins. Helofvirkur, lesblindur og hvatvís með eindæmum,
enda eru sögurnar af því þegar átti að reyna að fá hann til að sitja kyrr í
skólanum sprenghlægilegar með meiru. Hann var einfaldlega ekki hannaður
fyrir kyrrsetu. Þrátt fyrir að hafa aldrei stundað nám í hefðbundnum
skilningi var Rúnar einstaklega greindur. Greindur á þann hátt sem er ekki
kennt í skólum en er í rauninni eina greindin sem skiptir virkilega máli.
Greindur á fólk og umhverfi sitt. Fljótur að sjá úr hverju fólk var gert og
næmur að sjá hvort fólki leið vel eða ekki. Ef hann sá að eitthvað bjátaði
á þá var hann mættur samstundis með stuðning og pepp. Ef maður spólaði
aðeins fram fyrir sig (eins og hefur ósjaldan gerst hjá okkur vinunum) þá
var hann mættur með handbremsuna á mann. Um daginn las ég frétt um
risastórt eikartré í Englandi, heimsfrægt úr bíómyndum, sem einhver
unglingurinn hafði tekið upp á að höggva niður. Samfélagið var í áfalli
yfir því að eikartréð væri farið því það hafði alltaf verið þarna. Trónað
yfir skóginum og nært trén í kringum sig með sínum risastóru rótum
neðanjarðar. Mikið varð mér hugsað til þín Rúnar, því þú varst þetta
eikartré. Ævaforn og risavaxinn, hugsandi um alla hina í skóginum. Maður
eiginlega áttaði sig ekki almennilega á því hversu stór partur þú varst af
lífi fjölmargra fyrr en þú varst farinn. Eins og rafmagn, sem maður tekur
sem sjálfsögðum hlut en fattar hversu ömurlegt lífið er þegar þú hefur það
ekki lengur. Þrátt fyrir að hafa tekið nokkrar bylturnar í lífinu var Rúnar
alltaf jákvæður. Aldrei kvart og kvein, alveg sama hvað gekk á, og tapaði
aldrei húmornum. Hann var þetta ekta old school-eintak sem bar
tilfinningar sínar ekki á torg þótt honum liði ekki vel sjálfum. Hann þá
frekar settist í sófann og tók það á kassann í einrúmi með borgara og snakk
á kantinum. Rúnar var bara svo orginal eintak. Honum var svo nákvæmlega
sama hvað öðrum fannst um hann yfirhöfuð. Hann gat klætt sig í hvað sem er
og fundist hann flottur. Hann þoldi ekki snobb og yfirgangssemi og var
óhræddur að láta í sér heyra ef honum misbauð eitthvað. Hann var samt að
mörgu leyti líka afskaplega misskilinn. Því þrátt fyrir hversu stór, hávær
og mikill á velli hann var, þá var hann einstaklega blíður maður inn við
beinið. Mátti ekkert aumt sjá og alltaf rétti hann hjálparhönd fólki í
neyð. Rúnar elskaði Jórunni og börnin sín ofar öllu (nema kannski
Liverpool). Ef hann hefði ekki kynnst Jórunni þá er ég viss um að líf hans
hefði orðið styttra og ekki eins gæfuríkt. Hann var nefnilega algerlega
fullfær um að tortíma sjálfum sér með freistingum. Jórunn og börnin voru
akkerið hans sem sáu til þess að hann ræki ekki langt út í hafsauga með
hörðum straumum freistinga lífsins. Rúnar hugsaði vel um alla í kringum sig
en hugsaði síður um sjálfan sig og eigin heilsu. Hann lifði hratt framan af
lífinu og hafði það tekið sinn toll af líkama hans. Enda grínuðumst við
vinirnir lengi vel í honum að hann væri í raun 96 ára maður í ungum líkama.
Á bak við þann húmor voru þó einnig djúpar áhyggjur af því að hann myndi
kveðja okkur snemma út af heilsufari. En hann hafði tekið sig allan í gegn
og þær áhyggjur loks úr sögunni. Síðustu árin hans Rúnars voru að mörgu
leyti sá tími sem maður sá hann blómstra mest. Hann hafði tekið mataræði og
hreyfingu í gegn og sá maður að hann varð einhvern veginn léttasta og besta
útgáfan af sjálfum sér. Rokk-og-ról-árin voru liðin, hann hafði sigrast á
matnum, heilsufarsáhyggjur af Ingibjörgu voru farnar og lífið blasti
loksins við. Maður fann á honum að hann hafði fundið einhverja sátt og
gleði eftir allt saman og vildi bara njóta og hafa gaman. Þess vegna er
þetta svo sorglegt en á sama tíma fallegt að Rúnar hafi fengið þessu
síðustu ár svona góð. Það hafa margir hringt í mig eftir fráfall hans og
það sem flestir tala mest um er hversu ógeðslega fyndinn Rúnar var. Hann
var eiginlega mest fyndinn þegar hann var pirraður og reiður. Í raun var
ekkert sem gat fengið okkur vinina til að hlæja meira en þegar maður hafði
náð að æsa hann upp. Hann var gangandi uppistand án þess að vera nokkuð að
reyna það. Rúnar var skemmtileg blanda af gríðarlegum dugnaði og mikilli
leti. Rúnar var mjög duglegur til vinnu og gat náttúrlega ekki verið kyrr í
eina mínútu, en á sama tíma fannst honum ekkert betra en að geta legið
silkislakur í sófanum með eitthvað goodshit í sjónvarpinu með snakk á
kantinum. Elsku Rúnar, við syrgjum þig öll. Ekki bara fjölskyldan og
vinirnir heldur konurnar okkar, mömmur okkar og börnin okkar líka. Við
syrgjum þig öll því þú snertir streng í okkur öllum sem sýnir hvað þú varst
magnaður. Þú skilaðir bara fallegum minningum um þig hvar sem þú komst,
meira að segja í rokkstjörnulífsstílnum framan af. Þar talar hver einasti
maður til þín af hlýju og söknuði. Rúnari var líka svo skítsama um stétt og
stöðu, kynþátt, kyn eða bara hvað sem fólk notar til að skilgreina okkur
hvert frá öðru. Í hans huga varstu bara dæmdur af innri manni og hann sá
hann fljótt út hjá fólki. Hann var engill í eyðimörk lífsins og kærleikur
svo að birti. Elsku Rúnar, ég kveð þig með tárin í augunum hugsandi um
allar þessar óteljandi stundir sem þú veittir gleði inn í líf okkar. Elsku
Jórunn, Áslaug, Stefán Orri, Guðni, Krissi, Ingibjörg, Eva Marý og
Sigríður, innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Minning um algeran kóng lifir
að eilífu í hjörtum okkar.