Sóley Gestsdóttir fæddist 31. desember 1946 á Ísafirði. Hún lést á heimili sínu í Núpalind 7. janúar 2024.

Foreldrar hennar voru Gestur Sigfússon og Ingibjörg Elínmunda Helgadóttir.

Sóley var yngst átta systkina. Hún ólst upp á Norðurtanganum á Ísafirði, og gekk í barnaskólann á Ísafirði. Þaðan lá leiðin í Húsmæðraskólann í Reykjavík.

Þegar Sóley var 19 ára kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Baldri Kjartanssyni, f. 21. febrúar 1944. Þau giftust 17. desember 1967, þegar Sóley var 21 árs.

Sóley og Baldur eignuðust fjögur börn, þau Harald, Ingibjörgu Elínu, Axel Kjartan og Helga. Barnabörnin eru 11 og langömmubörnin fimm.

Sóley og Baldur voru búsett að mestu í Kópavogi. Á þeim árum var Baldur til að byrja með á sjó, og endaði svo sem steinsmiður hjá steinsmiðju S. Helgasonar og lauk þar starfsævi sinni.

Sóley var heimavinnandi með börnin, og öll uppvaxtarár barna sinna unnu þau hjónin saman aukavinnu á kvöldin í þrifum hjá Fasteignamati ríkisins. Þegar börnin voru komin á unglingsaldur fór Sóley að vinna hlutavinnu, meðal annars í efnabúð og sem matráður bæði í Íslandsbanka og hjá Prentsmiðjunni Grafík.

Sóley var mikil handverkskona og prjónaði mikið, saumaði og heklaði og börn og barnabörn nutu góðs af því. Einnig var hún mikið í að gera alls konar tækifæriskort.

Sóley hafði síðustu árin sín mikinn áhuga á hljóðbókum, var alla sína ævi með mikinn áhuga á lestri og var víðlesin. Þá ferðuðust þau Sóley og Baldur víða um heim.


Tveimur árum fyrir andlát sitt greindist hún með krabbamein, sem að lokum sigraði.

Útför fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Að sitja hér og skrifa minningargrein. Minningargrein um mömmu.

Mamma var alltaf þessi ofurkona sem gat allt. Ég, þessi litli strákur, get ekkert annað þessa dagana en að líta upp til þín.

Þú og pabbi eruð þau sem ég lít upp til, og dáist að.

Ég minnist þín sem saumakonu sem gat allt! Þú saumaðir á mig alls konar föt. Ég var í buxum í skólanum saumuðum af þér. Fermingarfötin, og ekki bara það. Mamma saumaði líka á mig skíðagallann til að vera í þegar farið var í Bláfjöllin.

Það ætti að vera Trademark Sóley design.

Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman að baka og tala saman.


Þú gast kennt mér að baka hvað sem er. Smákökustundirnar fyrir jólin, allar rjómaterturnar, marsípan o.fl. o.fl. Mamma mín er best, það stendur efst mér í huga þegar ég hugsa til þín.

Mér er minnisstætt þegar þú segir við mig: Axel, ég man ekki eftir neinum sem getur gert tvöfaldan svampbotn í einu Kannski var bara verið að slá mér gullhamra, en ég trúi því að ég hafi unnið Meistaradeildina í bakstri, bara út af því hvernig þú kenndir mér að tækla hlutina í bakstrinum.

Að sitja í eldhúsinu, stundum að baka, stundum að elda. Þá áttum við þessi mörgu samtöl. Sum leiðinleg, og ég var ekki að nenna þessu. En flest góð og innihaldsrík. Þú ert minn viskubrunnur, með alla þína visku sem kom mér áfram. Stundum tók ég samtölin okkar upp á vídeó. Aðallega í gríni. En nú yljar það mér um hjartarrætur að skoða. Þú ert núna eilíf með mér.

Það flaug í hugann minn núna hversu lausnamiðuð þú varst. Gamli Skodinn sem þið áttuð. Hann var aldrei kátur á veturna, og átti það til að það var ekki hægt að loka dyrum aftur eftir að þær voru opnaðar. Þá fannst mér það mjög klókt af þér að binda trefilinn þinn í hurðina, og annaðhvort hinn endann í farþegasætið, eða setjast á hann.

Þannig virkaði að hurðin héldist lokuð, allavega þar til bíllinn hitnaði nóg til að læsing bráðnaði og hægt yrði að loka! Einstein myndi blikna við svona snilling sem þú varst.

Get svo sannarlega fullyrt það að Toyota hefur misst einn af sínum bestu aðdáendum. Man eftir einni stund. Mamma fer í Toyota-umboðið, það var ráðgert að kíkja aðeins á einn Rav sem þau áttu. Vantaði peru og smá klapp. En hei, þú, mín besta Það var sko ekki nóg að fá eina peru og smá klapp á bílinn, nei, sko. Þú ákveður bara þarna í afgreiðslunni að kaupa þér bara annan bíl, skipta þessum út. Þrátt fyrir að þessi væri ekki mikið keyrður. Rétt tilkeyrður.

Man hvað mér fannst þetta frábær stund, að heyra þetta frá ykkur.

Mamma mín hafði stórt hjarta, elskaði öll sín börn, barnabörn og langömmubörn.

Og ekki skal nú gleyma að minnast á pabba. Mamma elskaði pabba í 58 ár. Og þau voru sem turtildúfur þegar þau héldu að enginn væri að horfa. En ást þeirra var sterk. Verður að eilífu! Myndi stinga upp á að mynd af mömmu og pabba ætti heima í orðabókinni. Yfir ást!

Kemur upp í hugann sólarexemið sem angraði þig og hugsa um ferðirnar sem þú varst vön að fara í ég vil kalla þær Sigló-Tene-ferðir. Það var sko staður sem þú elskaðir. Að fara til Sissu systur og dætra hennar, dvelja í 2-3 vikur, styrkja sambandið við systur þína og hafa það gott. Topptímar. Ég myndi kalla þetta slaka á í Sigló-Tene.

Þú varst alltaf vön að koma heim eins og sólþyrstur Tene-ferðalangur. Alveg sólbökuð og flott. Samt með þetta ofnæmi fyrir sólinni. Yndisleg að vanda!

Í gegnum árin átti mamma vinkonu sem heitir Jozy, fallegur hundur. Þær voru fallegar stelpur sem gátu eytt löngum stundum saman í hljóði. Og það var eins og þær ættu í þessum svaka samræðum!

Í dag þá get ég huggað mig við það að þær eru saman að ganga stígana, engin, slóða og fleira í Sumarlandinu. Ég veit þið eruð saman.

Það er ekki sjálfgefið að foreldrar séu hrifnir af tengdabörnum sínum. En það sem við duttum öll í lukkupottinn með hana Þórunni okkar. Það sem þú elskaðir hana. Gast talað um allt við hana. Og svo líka að þessi ást var endurgoldin. Þú varst elskuð alveg til tunglsins og til baka. Og jafnvel mörgum sinnum til Tunglsins. Þú ert elskuð, og verður það alltaf. Líka að pabbi mun hafa þarna góða vinkonu til framtíðar. Þau að tala saman fram á nótt, borða ís og horfa á góða bíómynd.

Síðustu árin, eftir að við fluttum á Kjartansstaði, þá verður mér hugsað til stundanna okkar. Allar þær stundir sem þið komuð til að vera hjá okkur í sveitinni, þið með ykkar einkaherbergi, herbergi sem kallast mömmu og pabba herbergi. Sitja á pallinum að slaka í góða veðrinu, sem virðist vera staðalbúnaður hér á Kjartansstöðum.

Þér fannst alltaf svo gott að vera hér hjá okkur. Eiginlega sóttuð þið í að vera hér. Prófa mismunandi matseld og einfaldlega bara njóta. Og svo líka sváfuð þið eins og unglingar. Svo mikil var slökunin.

Kjartansstaðir voru ykkar annað heimili og pabbi mun halda því áfram að koma að slaka, og njóta samvista.

Þó svo að ferðalangurinn í ykkur væri í smá dvala fannst þér alltaf gaman að koma á rúntinn.

Við fórum að skoða Suðurnesin, og þá meina ég öll Suðurnesin, og það með þessum góða leiðsögumanni. Þórunn sýndi ykkur allt. Herminjar, húsakost og minningar um jarðhræringar. Þetta fannst ykkur gaman. Verð eiginlega að segja að þetta hafi smá toppað Bold & Beautiful-þættina á stöð 2. Við keyrðum um Suðurlandið. Skoðuðum fossa og minjar allt frá Reykjavík til Kjartansstaða. Og þaðan eins og vindurinn tók okkur; Seljalandsfoss, Skógafoss og svo margt fleira. Svo gaman að hugsa um þetta í dag og rifja upp ferðasögurnar.

Heimsókn til Braga í Hveragerði ein jólin. Kíkja á ísrúnt, og enda í heimsókn til Haraldar að skoða nýja húsið. Heimsækja Elínu til Þorlákshafnar. Svo var líka ferðin okkar vestur á Kaldármela að skoða jörðina hans Helga, sveitabæinn hans.

Við höfum brallað mikið saman.

Eftirminnileg eru jólin sem við áttum saman 2022. Það var von á vondu veðri, þannig að þið komuð vel fyrir jólin komast fyrir veðrið.

Og svo snjóaði, snjóaði og svo aðeins meira. Það var okkur Þórunni til happs að það var svona vont veður. Þið voruð veðurteppt hjá okkur fram yfir áramót. Yndislegri tíma er erfitt að finna í minni. Þessi tími var eins og happdrættisvinningur. Glaður að hafa átt hann með ykkur.

Við áttum fallegar stundir hér heima.

Síðustu jólin varstu orðin svolítið þreytt. En þvílíka hetjan sem þú varst. Þú varst svo sterk. Íslensku valkyrjurnar eiga ekki séns í þig!


Þessi jólin fengum við Báru mágkonu þína til að vera með okkur yfir jólin.

Við stórfjölskyldan, Axel, Þórunn, pabbi, þú, Bára, Tara og Tisa.

Þvílíka veislan, jólamatur, eftirréttur, pakkar og spjall.

Það sem þér fannst slæðan sem Bára gaf þér falleg og auðvitað fékkstu design made slæðu frá Báru. Þú varst svo falleg með þessa slæðu, eins og alla daga.

Man alveg hversu þreytt þú varst, fékkst einhvern yfirnáttúrulegan kraft til að glóa. Og þú bara brostir þínu englabrosi. Englaprinsessan mín. Fallegur tími sem gleymist aldrei.

Svo farið þið turtildúfur í mat með Haraldi og Erlu annan í jólum.

Og jólin klárast. Þá fer að draga aðeins af þér hjartað mitt.

Síðasti dagur ársins, þar sem allir fagna afmæli þínu. Þá færðu börnin og hluta af barnabörnum til þín í afmæli. Þjóðin fagnar alltaf afmæli þínu. Svo fer að bera aðeins á kallinu. Þér var orðið meira illt. Og þrátt fyrir að vera svona stór, hraustur strákur, þá gat ég ekkert hjálpað þér. Ég gat ekki tekið slaginn fyrir þig. Hefði tekið hann fyrir þig án þess að hika.

Þú varst samt æðrulaus, hlakkaðir til að geta slakað á og liðið vel. Faðmað mömmu þína og pabba, sem biðu þín í Sumarlandinu.

Nú veit ég að þér líður vel, komin ró í þig.

Þú ert efst í símaskránni minni, og oft er ég kominn með símann í hönd. Langar að hringja í þig. Fæ minningarússíbanann alveg yfir mig. Stundum græt ég, stundum tárast ég og stundum brosi ég yfir að hafa verið svona heppinn að eiga þig að.

Mamma, ég elska þig. Og mun sakna þín gríðarlega.

Þinn stóri strákur,

Axel.

Að sitja hér og skrifa minningargrein. Minningargrein um mömmu.

Mamma var alltaf þessi ofurkona sem gat allt. Ég, þessi litli strákur, get ekkert annað þessa dagana en að líta upp til þín.

Þú og pabbi eruð þau sem ég lít upp til, og dáist að.

Ég minnist þín sem saumakonu sem gat allt! Þú saumaðir á mig alls konar föt. Ég var í buxum í skólanum saumuðum af þér. Fermingarfötin, og ekki bara það. Mamma saumaði líka á mig skíðagallann til að vera í þegar farið var í Bláfjöllin.

Það ætti að vera Trademark Sóley design.

Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman að baka og tala saman.


Þú gast kennt mér að baka hvað sem er. Smákökustundirnar fyrir jólin, allar rjómaterturnar, marsípan o.fl. o.fl. Mamma mín er best, það stendur efst mér í huga þegar ég hugsa til þín.

Mér er minnisstætt þegar þú segir við mig: Axel, ég man ekki eftir neinum sem getur gert tvöfaldan svampbotn í einu Kannski var bara verið að slá mér gullhamra, en ég trúi því að ég hafi unnið Meistaradeildina í bakstri, bara út af því hvernig þú kenndir mér að tækla hlutina í bakstrinum.

Að sitja í eldhúsinu, stundum að baka, stundum að elda. Þá áttum við þessi mörgu samtöl. Sum leiðinleg, og ég var ekki að nenna þessu. En flest góð og innihaldsrík. Þú ert minn viskubrunnur, með alla þína visku sem kom mér áfram. Stundum tók ég samtölin okkar upp á vídeó. Aðallega í gríni. En nú yljar það mér um hjartarrætur að skoða. Þú ert núna eilíf með mér.

Það flaug í hugann minn núna hversu lausnamiðuð þú varst. Gamli Skodinn sem þið áttuð. Hann var aldrei kátur á veturna, og átti það til að það var ekki hægt að loka dyrum aftur eftir að þær voru opnaðar. Þá fannst mér það mjög klókt af þér að binda trefilinn þinn í hurðina, og annaðhvort hinn endann í farþegasætið, eða setjast á hann.

Þannig virkaði að hurðin héldist lokuð, allavega þar til bíllinn hitnaði nóg til að læsing bráðnaði og hægt yrði að loka! Einstein myndi blikna við svona snilling sem þú varst.

Get svo sannarlega fullyrt það að Toyota hefur misst einn af sínum bestu aðdáendum. Man eftir einni stund. Mamma fer í Toyota-umboðið, það var ráðgert að kíkja aðeins á einn Rav sem þau áttu. Vantaði peru og smá klapp. En hei, þú, mín besta Það var sko ekki nóg að fá eina peru og smá klapp á bílinn, nei, sko. Þú ákveður bara þarna í afgreiðslunni að kaupa þér bara annan bíl, skipta þessum út. Þrátt fyrir að þessi væri ekki mikið keyrður. Rétt tilkeyrður.

Man hvað mér fannst þetta frábær stund, að heyra þetta frá ykkur.

Mamma mín hafði stórt hjarta, elskaði öll sín börn, barnabörn og langömmubörn.

Og ekki skal nú gleyma að minnast á pabba. Mamma elskaði pabba í 58 ár. Og þau voru sem turtildúfur þegar þau héldu að enginn væri að horfa. En ást þeirra var sterk. Verður að eilífu! Myndi stinga upp á að mynd af mömmu og pabba ætti heima í orðabókinni. Yfir ást!

Kemur upp í hugann sólarexemið sem angraði þig og hugsa um ferðirnar sem þú varst vön að fara í ég vil kalla þær Sigló-Tene-ferðir. Það var sko staður sem þú elskaðir. Að fara til Sissu systur og dætra hennar, dvelja í 2-3 vikur, styrkja sambandið við systur þína og hafa það gott. Topptímar. Ég myndi kalla þetta slaka á í Sigló-Tene.

Þú varst alltaf vön að koma heim eins og sólþyrstur Tene-ferðalangur. Alveg sólbökuð og flott. Samt með þetta ofnæmi fyrir sólinni. Yndisleg að vanda!

Í gegnum árin átti mamma vinkonu sem heitir Jozy, fallegur hundur. Þær voru fallegar stelpur sem gátu eytt löngum stundum saman í hljóði. Og það var eins og þær ættu í þessum svaka samræðum!

Í dag þá get ég huggað mig við það að þær eru saman að ganga stígana, engin, slóða og fleira í Sumarlandinu. Ég veit þið eruð saman.

Það er ekki sjálfgefið að foreldrar séu hrifnir af tengdabörnum sínum. En það sem við duttum öll í lukkupottinn með hana Þórunni okkar. Það sem þú elskaðir hana. Gast talað um allt við hana. Og svo líka að þessi ást var endurgoldin. Þú varst elskuð alveg til tunglsins og til baka. Og jafnvel mörgum sinnum til Tunglsins. Þú ert elskuð, og verður það alltaf. Líka að pabbi mun hafa þarna góða vinkonu til framtíðar. Þau að tala saman fram á nótt, borða ís og horfa á góða bíómynd.

Síðustu árin, eftir að við fluttum á Kjartansstaði, þá verður mér hugsað til stundanna okkar. Allar þær stundir sem þið komuð til að vera hjá okkur í sveitinni, þið með ykkar einkaherbergi, herbergi sem kallast mömmu og pabba herbergi. Sitja á pallinum að slaka í góða veðrinu, sem virðist vera staðalbúnaður hér á Kjartansstöðum.

Þér fannst alltaf svo gott að vera hér hjá okkur. Eiginlega sóttuð þið í að vera hér. Prófa mismunandi matseld og einfaldlega bara njóta. Og svo líka sváfuð þið eins og unglingar. Svo mikil var slökunin.

Kjartansstaðir voru ykkar annað heimili og pabbi mun halda því áfram að koma að slaka, og njóta samvista.

Þó svo að ferðalangurinn í ykkur væri í smá dvala fannst þér alltaf gaman að koma á rúntinn.

Við fórum að skoða Suðurnesin, og þá meina ég öll Suðurnesin, og það með þessum góða leiðsögumanni. Þórunn sýndi ykkur allt. Herminjar, húsakost og minningar um jarðhræringar. Þetta fannst ykkur gaman. Verð eiginlega að segja að þetta hafi smá toppað Bold & Beautiful-þættina á stöð 2. Við keyrðum um Suðurlandið. Skoðuðum fossa og minjar allt frá Reykjavík til Kjartansstaða. Og þaðan eins og vindurinn tók okkur; Seljalandsfoss, Skógafoss og svo margt fleira. Svo gaman að hugsa um þetta í dag og rifja upp ferðasögurnar.

Heimsókn til Braga í Hveragerði ein jólin. Kíkja á ísrúnt, og enda í heimsókn til Haraldar að skoða nýja húsið. Heimsækja Elínu til Þorlákshafnar. Svo var líka ferðin okkar vestur á Kaldármela að skoða jörðina hans Helga, sveitabæinn hans.

Við höfum brallað mikið saman.

Eftirminnileg eru jólin sem við áttum saman 2022. Það var von á vondu veðri, þannig að þið komuð vel fyrir jólin komast fyrir veðrið.

Og svo snjóaði, snjóaði og svo aðeins meira. Það var okkur Þórunni til happs að það var svona vont veður. Þið voruð veðurteppt hjá okkur fram yfir áramót. Yndislegri tíma er erfitt að finna í minni. Þessi tími var eins og happdrættisvinningur. Glaður að hafa átt hann með ykkur.

Við áttum fallegar stundir hér heima.

Síðustu jólin varstu orðin svolítið þreytt. En þvílíka hetjan sem þú varst. Þú varst svo sterk. Íslensku valkyrjurnar eiga ekki séns í þig!


Þessi jólin fengum við Báru mágkonu þína til að vera með okkur yfir jólin.

Við stórfjölskyldan, Axel, Þórunn, pabbi, þú, Bára, Tara og Tisa.

Þvílíka veislan, jólamatur, eftirréttur, pakkar og spjall.

Það sem þér fannst slæðan sem Bára gaf þér falleg og auðvitað fékkstu design made slæðu frá Báru. Þú varst svo falleg með þessa slæðu, eins og alla daga.

Man alveg hversu þreytt þú varst, fékkst einhvern yfirnáttúrulegan kraft til að glóa. Og þú bara brostir þínu englabrosi. Englaprinsessan mín. Fallegur tími sem gleymist aldrei.

Svo farið þið turtildúfur í mat með Haraldi og Erlu annan í jólum.

Og jólin klárast. Þá fer að draga aðeins af þér hjartað mitt.

Síðasti dagur ársins, þar sem allir fagna afmæli þínu. Þá færðu börnin og hluta af barnabörnum til þín í afmæli. Þjóðin fagnar alltaf afmæli þínu. Svo fer að bera aðeins á kallinu. Þér var orðið meira illt. Og þrátt fyrir að vera svona stór, hraustur strákur, þá gat ég ekkert hjálpað þér. Ég gat ekki tekið slaginn fyrir þig. Hefði tekið hann fyrir þig án þess að hika.

Þú varst samt æðrulaus, hlakkaðir til að geta slakað á og liðið vel. Faðmað mömmu þína og pabba, sem biðu þín í Sumarlandinu.

Nú veit ég að þér líður vel, komin ró í þig.

Þú ert efst í símaskránni minni, og oft er ég kominn með símann í hönd. Langar að hringja í þig. Fæ minningarússíbanann alveg yfir mig. Stundum græt ég, stundum tárast ég og stundum brosi ég yfir að hafa verið svona heppinn að eiga þig að.

Mamma, ég elska þig. Og mun sakna þín gríðarlega.

Þinn stóri strákur,

Axel.