Garðar Ingi Jónsson fæddist í Reykjavík 28. október 1932. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 7. desember 2024.
Foreldrar Garðars voru Ólafía Sigurbjörnsdóttir saumakona, f. 17.8. 1898, d. 23.5. 1977, og Jón Magnússon trésmiður, f. 25.8. 1892, d. 7.10. 1972. Garðar ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Sigurði Júlíusi Þorbergssyni sjómanni, f. 17.2. 1905, d. 4.9. 1977. Systkini Garðars samfeðra voru Kristjana Svanberg Jónsdóttir Cortes, f. 28.6. 1920, d. 22.10. 2010, Magnús Reynir Jónsson, f. 28.9 1922, d. 7.11. 1975, og Kristjón Jónsson f. 15.4. 1924, d. 1.7. 1961.
Garðar giftist 28. mars 1959 Guðrúnu Freysteinsdóttur, f. 2.8. 1932, d. 10.3. 2021. Þau eignuðust fimm dætur: 1) Ólöf sagnfræðingur, f. 29.6. 1959. Dætur hennar og Ísaks Harðarsonar, f. 11.8 1956, d. 12.5. 2023, eru: a) Katla, f. 11.7. 1984, gift Guðlaugi Hávarðarsyni, f. 4.6. 1981. Sonur þeirra er Styrkár, f. 5.7. 2011. b) Guðrún Heiður, f. 14.1. 1989, gift Sveini Steinari Benediktssyni, f. 7.7. 1981. Dóttir þeirra er Dýrfinna, f. 3.7. 2014. 2) Sigríður, starfsmaður hjá Cargolux í Lúxemborg, f. 6.1. 1963, sambýlismaður hennar er Romain Gales, f. 22.2. 1958. Sonur þeirra er Jón Pol, f. 24.2. 1995, sambýliskona hans er Joëlle Donven f. 5.2. 1995. 3) Ingunn kennari, f. 21.8. 1964. 4) Rúna Björg kennari, f. 12.6. 1971, sambýlismaður hennar er Sæmundur Oddsson, f. 7.4. 1969. 5) Steinunn umhverfisskipulagsfræðingur, f. 17.8. 1976, sambýlismaður hennar er Ari Rafn Sigurðsson, f. 9.5. 1969. Börn þeirra eru Pia María, f. 6.9. 2007, og Kári Rafn, f. 29.1. 2010. Fyrir átti Garðar dótturina Þórdísi Ósk Garðarsdóttur Leifsson, búsett í Perth í Ástralíu, f. 14.5. 1952, með Guðbjörtu Óskarsdóttur. Börn Þórdísar eru: a) Valtýr, f. 21.7. 1969. Dætur hans eru Amanda, f. 23.2. 1995, og Shanae, f. 29.11. 2000. b) Guðbjört Leonie, f. 30.11. 1976. Dóttir hennar er Charlee, f. 7.5. 2016. c) Adrian Garðar, f. 24.8. 1979, giftur Lee, f. 28.11. 1979. Dóttir hans er Scarlett Rose, f. 15.10. 2015. d) Cassandra Ósk, f. 5.9. 1986, gift Paul Pretorius, f. 14.8. 1980. Dætur þeirra eru: Alexis, f. 25.3. 2013, og Dahlia 10.4. 2017.
Garðar og Guðrún héldu fyrst heimili á Hagamel 43 í Reykjavík og síðan á Háaleitisbraut 32. Árið 1972 fluttu þau til Lúxemborgar. Árið 1988 sneru þau aftur heim og bjuggu eftir það í húsinu sem þau byggðu í Byggðarenda.
Garðar vann ýmis störf frá unga aldri, var m.a. matsveinn á kaupskipunum sem keypt voru til landsins eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann lauk loftskeytaprófi 1954 og vann um tíma á radíóverkstæði Símans en var síðan radíóvirki og loftskeytamaður hjá Landhelgisgæslunni, lengst af við fluggæslu. Garðar var forstöðumaður á radíóverkstæði Loftleiða frá 1970, fyrst á Keflavíkurflugvelli og frá árinu 1972 í Lúxemborg. Hann var svo deildarstjóri viðhalds- og endurnýjunardeildar Cargolux í Lúxemborg frá 1974-1988.
Frá 1988 vann Garðar hjá Ratsjárstofnun í nokkur ár. Á árunum 1993-1994 stóð hann fyrir byggingu tennishallarinnar í Kópavogi og var þar framkvæmdastjóri um tíma. Garðar lauk starfsævinni hjá Air Atlanta og dvaldi á næstu árum víða um heim.

Útför Garðars fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 18. desember 2024, klukkan 13.00.

Það hefur bara verið gott fólk í kringum mig. Þetta rifjaði pabbi reglulega upp í ótal bíltúrum sem við áttum niður á höfn og um vesturbæinn. Þessir bíltúrar enduðu alltaf í kirkjugarðinum þar sem pabbi fór að leiði mömmu daglega. Hann signdi líka yfir leiði Ísaks og skilaði kveðju til/Simma/frá mömmu. Ísak/tengdasonur/hans fyrrverandi og/Simmi/mágur/voru honum kærir alla tíð. Hann fór líka reglulega vestur í Hólavallagarð að leiði Freysteins afa og Þorbjargar ömmu og í Fossvoginn að leiði/foreldra/sinna Ólafíu og Sigga afa. Siggi og Freysteinn eru tveir af þeim fjölmörgu sem reyndust pabba vel. Það hefur verið mikið lán fyrir einstæða saumakonu í kjallaranum á Bárugötu 9 og ungan son hennar að fá Sigga afa inn í líf sitt. Freysteinn afi hefur sjálfsagt skilið aðstæður pabba betur en margur annar og tók honum einstaklega vel þó Þorbjörg amma hafi haft sínar/efasemdir/um ráðahag mömmu. Pabbi þreyttist ekki á að/rifja/upp hvað þessir tveir menn voru honum mikil stoð og stytta. Þetta er hinn/vænsti/piltur, á Freysteinn afi að hafa sagt við Þorbjörgu ömmu.
Nú fær pabbi að liggja við hlið mömmu. Til þess hlakkaði hann innilega, þó hann hafi nánast í sömu andrá hugsað með tilhlökkun til 100 ára afmælisins. Ég er viss um að ég verði 100 ára, ég finn það á mér, sagði hann oft. Aldarafmælisveislan var sett á dagskrá strax eftir 90 ára afmælið. Hinn 28. október 2022 bauð hann til stórveislu á Byggðarenda. Það var sannarlega viðeigandi, því heimili pabba og mömmu stóð alltaf öllum opið. Þar var oft mikill gestagangur, bæði úti í Lúx og á Byggðarenda. Þannig var pabbi, hann/vildi/hafa líf og fjör í kringum sig og sat sjaldnast kyrr.
Hann átti fjölmörg áhugamál í gegnum tíðina og fékk dálæti á þeim mörgum. Þegar ég var lítil man ég eftir honum með myndavél og framköllunargræjur. Hann veiddi/silung/og gæs, fór á skíði og spilaði tennis. Hann byggði hús og smíðaði listaverk í rennibekk, allt handverk lék í höndum hans. Hann fylgdist með geimskotum Nasa og var félagi í Stjörnuskoðunarfélaginu. Hann vann vissulega við flugið en það var miklu meira en bara vinna. Eins var ómissandi að renna við í slippnum og skoða skipin við höfnina, sem unglingur fór hann fyrst á sjó með Sigga afa og sigldi um heimsins höf. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á tækni og var sjálfsagt með meiri tölvudellu en margur annar af sinni kynslóð,/Apple-maður/svo það sé tekið fram. Bílarnir hans voru líka áhugamál og gerði hann við þá sjálfur lengi vel, hér var hann/Citroën-karl. Hann missti ekki úr fréttatíma og fylgdist vel með bæði þjóðmálum og heimsfréttum. Góð steik og rjómakaka voru líka ómissandi en hann var sjálfur ágætur í eldhúsinu og hélt heimilinu í toppstandi/þegar/hann var orðinn einn í húsinu, eins og mamma hafði alltaf gert./Garðana/við húsin okkar bæði í Lúx og hér heima sáu þau mamma saman um og þeim var báðum mikið í mun að þeir væri fínir. Allt lék í höndunum á honum og ef hann vissi ekki hvernig átti að gera hlutina þá fann hann út úr því, hann gafst ekki upp.
Hann átti marga góða vini um ævina og talaði mikið um æskuárin á Bárugötunni,/útilegur/og/prakkarastrik/með æskufélögunum vestur í bæ á/stríðsárunum. Seinna bættust skólafélagar mömmu í hópinn, æskuvinkonur/hennar og makar þeirra. Pabbi var tekinn inn í saumaklúbbinn hennar mömmu eftir hennar dag og vissi fátt betra en að fá sér góða/rjómaköku/með Önnu og Ellu. Pabbi var sérlega mannblendinn og átti auðvelt með að kynnast fólki. Hann var líka lunkinn við að fá ólíklegasta fólk til að aðstoða sig við hitt og þetta. Sjálfsagt hefur hann átt þessa greiða inni, ekki endilega hjá þeim sem endurguldu greiðann en í stóra samhenginu, því hann var alltaf boðinn og búinn að aðstoða hvern sem er með hvað sem er.
Hann var fastagestur hér í Hraunbænum hjá okkur Sæmundi eftir að mamma dó. Hann lagði kapal við eldhúsborðið hjá mér og sat löngum stundum yfir fótbolta og öðrum íþróttum með Sæmundi. Kannski ekki uppáhaldssjónvarpsefnið, hann hefði frekar kosið góða fræðslumynd um stríðsárin, geiminn eða dýralíf, en samveran var notaleg. Það verður tómlegt í stofunni hjá okkur í vetur og við eigum eftir að sakna hans. Við ferðuðumst með pabba og mömmu, fórum hringinn á þremur dögum, til/Lúxemborgar, til Edinborgar og dagsferð til Eyja. Stuttu eftir að mamma dó fór pabbi með okkur í dagsferð á Snæfellsnes, þar rifjaði hann upp ævintýrin á/Catalinunni/með Gæslunni í einu af þorskastríðunum.
Þau eru mörg ævintýrin sem pabbi hefur lent í á langri ævi, hann hefur komið víða við og sagt okkur margar sögur af löngu horfnum heimi./Dýrmætastar/voru honum/minningar/af góðum vinum og samferðafólki.
Gott fólk fylgdi honum líka síðasta spölinn. Við erum þakklát öllum þeim sem sinntu honum af alúð og mættu honum á hans eigin forsendum þau tæpu fjögur ár eftir að mamma dó. Þau verða ekki öll talin upp hér sem reyndust pabba vel.
Takk fyrir allt elsku pabbi og mamma!

Rúna Björg og Sæmundur